Helgarpósturinn - 07.04.1988, Side 20

Helgarpósturinn - 07.04.1988, Side 20
KROSSGÁTA „Menningararfur sem er bara hillugóss er einskis virði.## Örnólfur Thorsson hjá bókaforlaginu Svörtu á hvítu. „Persónulega tel ég reykingar tilgangslausar. En ég álít aö fólk eigi aö gera þaö sem þaö sjálft vill ogmér finnstskrítið aö kafa einhvern reyklausan dag.u „Opin og drengileg vinnubrögö utanríkisráöherra eru íslendingum meira aö skapi en fílabeinsturns- stefna forsætisráðherra." Guömundur G. Þórarinsson þingmaóur Framsóknarflokks. „Ég fékk hótunarbréf frá aðstoöar- framkvæmdastjóranum þar sem mér var sagt aö ef ég léti ekki af stuðningi mínum viö fréttamenn í kjarabaráttu þeirra þá yrði litið svo á aö ég væri sekur um vanrækslu í starfi sem þýöir auövitað ekkert annaö en brottrekstur." Ingvi Hrafn Jónssonfréttastjóri Ríkissjón- varpsins. „Stór orö eru bara stíll Ingva Hrafns." Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. „Þaö dylst engum sem hefur venju- legan tónlistarsmekk aö meistari Sverrir Stormsker hefur snillings- gædda hæfileika til aö semja lög." Ingólfur Sigurösson. „Ég mun ekki kyngja ummælum Ingva Hrafns." Ingimar Ingimarsson aðstoöarfram- kvæmdastjóri Rikissjónvarpsins. „Ég hef heyrt minnst á þetta bandaríska ráðgjafarfyrirtæki sem er í tísku hér á landi þessa dag- ana..." Guömundur Bjarnason heilbrigðisráó- herra. „Okkar heilbrigöiskerfi er viður- kennt sem eitt þaö besta í heimin- um og því tel ég aö viö vitum best sjálf hvernig má bæta þaö." Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráö- herra. „Þaö er Ijóst aö jökiarnir eru notaöir meira og minna sem þjóðbraut." Þór Magnússon björgunarsveitinni Hjálp- inni á Akranesi. Björk Guðmundsdóttir söngkona. „Ég tel vænlegast aö reka kröftug- an áróður og brýnafyrir fólki aö ana ekki í ferðalög sem það ræður ekki viö." Hálfdán Henrýsson deildarstjóri björg- unardeildar Slysavarnafélags íslands. „Hvaö skal segja um þingmann sem flytur haröar bindindisræöur um vondar afleiöingar vínneyslu en er sjálfur i hópi stærstu áfengisinn- flytjenda?" Sigurður Sigurösson. „Eftir úrskurö félagsdóms verður ekki af boðuðu verkfalli 11. apríl." Svanhildur Kaaber formaöur Kennara- sambands íslands. STJÖRNUSPÁ HELGINA 8.-10. APRÍL fTTTT TURINN I2W3 Þetta er mikilvægt tímabil, þegar fjármál eru annars vegar. Þeim ákvöröunum, sem þú tekur núna, verður ekki breytt og því skaltu fara varlega. Stundaðu svolitla nafla- skoðun og láttu maka þinn eða ástvin vita hverju þú ert að velta fyrir þér. Viðbrögðin gætu komið á óvart. NAUTIÐ (21/4-21/5 Þessa dagana færðu ekki þann stuðning og þá uppörvun, sem þú þarft á að halda frá ástvini þínum. Þú ert hins vegarfullnægðari, bjartsýnni og hefur meiri orku en oftast áð- ur. Afstaða himintunglanna er þér mjög svo í hag og þú ættir að notfæra þér það. Drífðu í þvi að ganga frá mikilvægum samningi. Þróun mála í einkalífinu er vægast sagt frábær þessa dagana, a.m.k. ef þú kannt að notfæra þér það jákvæða tímabil, sem nú gengur yfir. Vissulega þarftu að takast á við ýmislegt, en ef þú gerir það með réttu hug- arfari verður það sem eftir er ársins dans á rósum. Ef þú átt eitthvað af börnum muntu hafa i nógu að snúast um helgina, þar sem þau munu þarfnast þín. Gættu þess þó að of- dekra þau ekki. Þér gæti boðist óvanalegt tækifæri á laugardag, ef þú hefur augun op- in, og dagurinn er vel fallinn til hvers kyns skemmtana. pehiii Þú hefur tromp á hendi og þess vegna skaltu ganga núna frá mikilvægum málum. Hlustaðu ekki á úrtölur annarra. Þú færð kostaboð, sem óráðlegt væri að hafna, enda áttu það sannarlega skilið. Láttu efasemdir lönd og leið. r.’U'JM?! Segðu fólki meiningu þína af hreinskilni og taktu af skarið, fremur en að bíða eftir að hlutirnir gerist. Leitaðu þó ráða hjá fólki með góð sambönd. Þér gefst ekki betra tækifæri til að breyta því, sem þú ert óánægður með. Hugsaðu þig mjög vandlega um áður en þú stígur mikilvæg spor — ekki sist ef um fjármuni er að ræða. Þú hefur mun meira að gera en þú bjóst við og ættir að nota laugar- dag og sunnudag til að slaka á og vera með ættingjum og vinum. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Þú átt á hættu að eyðileggja fyrir þér með vanhugsuðum oröum, sem best væri að varast. Slakaðu ekki um of á yfir helgina, þó svo aðrir séu tilbúnir að stjana við þig. Þér mun ganga betur að takast á við verkefnin, ef þú sérð um þau sjálfur. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Líttu ekki um öxl og láttu alla bakþanka lönd og leið. Breyting eða aðskilnaður var nauðsynlegur, eins og þú skilur betur síðar. Lifðu fyrir daginn í dag og horfðu til fram- tíðarinnar með von, trú og bjartsýni i huga. Og hættu að gruna alla um græsku. STEINGEITIN (22/12-21/1 Þú getur ekki leitt hjá þér þróun mála í vinnunni. Þegar þú talar við nána samstarfs- menn skaltu vanda orðaval þitt, því sumir eru óvanalega viðkvæmir. Félagslifið verður ánægjulegt um helgina, sérstaklega ef þú gerir þér ekki of háar hugmyndir fyrirfram. Ljúktu við ófrágengin verkefni á sunnudag. lEramttiwffli Þau vonbrigði, sem þú verðurfyrir i einka- lífinu, eru í raun ómetanleg. Þú skilur, að enginn má halda aftur af þér. Vonbrigðin eru auðvitað mikil og kannski er einhver að gera þér grikk. En gættu að því að þú hafir fengið réttar upplýsingar, áður en þú kveður upp dóm. I FISKARNIR (20/2-20/3 Eyddu ekki timanum í efasemdir og sjálfs- vorkunn. Lifðu eftir eigin lögmálum og sýndu festu og sjálfsöryggi. Ótrúleg heppni gæti orðið á vegi þínum og þú ættir að not- færa þér allt slíkt. Þetta er einungis byrjunin á f rábæru tímabili, sem endist a.m.k. út árið. 20 HELGAFSPÓSTUFSINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.