Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 9
IÐUR ríkisráðherra er nýbúinn að skipa nýjan fulltrúa og stjórnarformann og hann heitir Vilhjálmur Arnason, hæstaréttarlögmaður". Að öðru leyti var ekki neinar upplýsingar að fá um stjórnun og fjármál Islenskra aðalverktaka hjá Þorsteini. „Undir okkur heyra verktakamálin, en stjórnarmál heyra beint undir ráð- nerra. Það eina sem hefur gerst er að það hefur verið skipaður nýr full- trúi ríkisins í stjórnina. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki vel að mér um stjórnskipunarreglur félagsins án þess að fletta þeim upp“. í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál, sem Steingrímur Hermannsson flutti í vor kemur meðal annars fram, að heildar- kostnaður við framkvæmdir ís- lenskra aðalverktaka fyrir varnar- liðið í ár nemur 55,2 milljónum bandaríkjadala, sem nú samsvarar um 2.400 milljónum króna. Þetta er svipuð upphæð og áætluð var fyrir árið 1986, en framkvæmdirnar í fyrra voru áætlaðar um 59 milljónir bandaríkjadala eða um 2.600 millj- ónir króna á núverandi gengi. En heildarkostnaður framkvæmdanna var hins vegar „aðeins" 24,9 millj- ónir dala árið 1985 (um 1,100 millj- ónir króna), þannig að í reynd hafa framkvæmdirnar rúmlega tvöfald- ast. SENN STÆRSTA FYRIRTÆKIÐ? Eina haldbæra gagnið um málefni íslenskra aðaiverktaka er „skýrsla utanríkisráðherra um verktaka- starfsemi íslenskra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka", en sú skýrsla er orðin fjögurra ára gömul og fyrir þann tíma að framkvæmdirnar rúmlega tvöfölduðust. Helgarpóst- urinn hefur áður fjallað um innihald skýrslu þessarar og er þar vissulega að finna fróðlegar upplýsingar um lslenska aðalverktaka sf„ Regin hf„ Sameinaða verktaka hf„ Dverg- hamra sf„ Keflavíkurverktaka og fleiri tengd félög og fyrirtæki, hlut- hafa þeirra, stjórnendur og sögu. Og þar kemur fram eignarfjárstaða ís- lenskra aðalverktaka i árslok 1982, þ.e. fyrir rúmum fimm árum, velta, hagnaður og fleira. Nýrri upplýsingar er hins vegar ekki að fá, nema Alþingi samþykki það sérstaklega að ný skýrsla verði tekin saman. Sem fyrr segir hafa ís- lenskir aðalverktakar vaxið mjög að umfangi frá þessum tíma. Árið 1981 töldust íslenskir aðalverktakar vera i 59. sæti yfir veltuhæstu fyrir- tæki landsins og nam veltan þá um 880 milljónum króna, framreiknað samkvæmt lánskjaravísitölu í júní. Árið eftir var fyrirtækið komið í 24. sæti og veltan orðin rúmlega 1.600 milljónir og hafði hart nær tvöfald- ast. Árið 1986 var veltan síðan orðin um 2.550 milljónir króna eða nær þrefalt meiri en 1981 að raunvirði og fyrirtækið komið í 19. sæti yfir veltuhæstu fyrirtæki landsins — samkvæmt árlegum lista Frjálsrar verslunar, en tímaritið fékk ekki frekar en aðrir upplýsingar um hagnað, eigið fé, eignir, skuldir eða annað, sem flest fyrirtæki landsins veita fúslega. RÁÐHERRARNIR RÁÐA ÞVI' Fyrirtækið veltir nú að öllum lík- indum tvöfalt meira en fyrir fimm árum og vitað er um miklar fram- kvæmdir þess frá þeim tíma. Þá nam eigið fé fyrirtækisins tæpum milljarði króna og námu bókfærðar húseignir um 280 milljónum króna. Þá kom fram að í fimmtán ára bygg- ingarsögu „Watergate-hallarinnar" við Höfðabakka höfðu engin lán verið tekin og að hagnaður ársins 1982, hefði numið 14,5% af heildar- veltu. Slíkt hlutfall heyrir til undan- tekninga, en að núvirði hljóðaði hagnaður ársins 1982 upp á um 235 milljónir króna. Miðað við þá lauslegu tilgátu að velta fyrirtækisins hafi að raunvirði verið 10% meiri í fyrra en árið 1986 og að hagnaðarhíutfallið af veltu hafi verið hið sama og árið 1982, má gera ráð fyrir að hagnaður ársins 1987 hafi að núvirði hljóðað upp á um 400 milljónir króna. Þetta væri þá nálægt tvöföldum hagnaði Landsbankans og Eimskipafélags- ins sama ár (eftir skatta). Sem fyrr segir treysti Vilhjálmur Árnason sér ekki á þessari stundu til að tjá sig um fjárhagsleg málefni fyrirtækisins. Hins vegar var á hon- um að heyra að það væri alls ekki ætlunin að fyrirtækið væri leyndar- dómur. „Það hefur vissulega lítið verið um það, að ársreikningar hafi verið birtir, en ráðherrar og aðrir aðilar hafa fengið þessa reikninga ef þeir hafa beðið um þá og þeir ráða því auðvitað hvað þeir gera við þessar upplýsingar". * Ríkið afsalar sér áhrifum [»ótt f jórðungur fyrirtækisins sé i eigu landsmanna * Reikningar fyrirtækisins aldrei opinberaðir * Ráðuneytið er tómur kofi og forstjórinn ber fyrir sig áratugargamla afsökun * Mikil leynd hvildi yfir fundinum * Enn ekki gengið frá stjórnarskiptum! Skálaræður leiðtoganna líkræða yfir köldu stríði risaveldanna ERLEND YFIRSYN Um miðjan dag í fyrradag stóð Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í ræðustól frammi fyrir brjóstmynd af Lenín og brýndi fyrir stúdentum við Moskvuhá- skóla, að þeir væru svo lánsamir að koma til starfa á tímabili sem orðið gæti hið merkasta í sögu Sovétríkj- anna, vegna umbótastefnu Mikhails Gorbatsjoffs, að- alritara kommúnistaflokksins. Um kvöldið kepptust svo leiðtogarnir báðir við í skálaræðum í Spasso höll, bústað bandaríska sendiherrans í Moskvu, að lýsa framtíðarsýn af friðsamlegri sambúð og náinni sam- vinnu risaveldanna. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Fréttamenn taka svo djúpt í ár- inni, að í rauninni hafi mál þeirra tveggja við þetta tækifæri verið ein samfelld líkræða yfir kalda stríðinu. Reagan vitnaði í hend- ingar úr ljóði eftir Boris Pasternak um fánýti þess að setja allt sitt traust á vopn. Lagður hefði verið nýr grunnur að samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og á honum mætti byggja traust til frambúðar. Gorbatsjoff var nákvæmari í að útlista sína framtíðarsýn. Ríkin tvö væru að færa sig frá vopnaæfingu og fjandskap til aukins öryggis í heimi sem býr við gereyðingar- hættu. Bandaríkjamenn og Sovét- menn væru nú að læra fyrir alvöru að lifa hlið við hlið og þar að auki að reisa brýr á milli þjóðanna. Nú væri að koma sú stund að ríki þeirra gætu í sameiningu fengist við verkefni sem vörðuðu framtíð alls mannskyns. Þetta einstæða tækifæri mættu þau ekki láta ganga sér úr greipum. Ekki fór á milli mála frá upphafi valdaferils Gorbatsjoffs, að hann hafði einsett sér að leggja allt kapp á að hemja vígbúnaðarkapp- hlaupið og bæta sambúðina við Vesturveldin. Hann safnaði um sig ráðgjöfum með reynslu af Banda- ríkjunum og helstu ríkjum Vestur- Evrópu og þekkingu á innviðum þeirra. Hann varpaði fyrir róða skrílmarxískum kreddum frá stal- ínstímanum um söguþróunina og viðurkenndi fullum fetum að kjarnorkuvopn ógna hverri lifandi veru og öllum þjóðfélögum og hagkerfum jafnt. Hann bar fram tillögur um vígbúnaðartakmark- anir og slökunarráðstafanir svo ótt og títt og stirt kerfi NATÓ hefur einatt átt í vandræðum með að bregðast við. Og sinnaskiptin í Moskvu hafa hlotið andsvar frá Washington. Ronald Reagan sér ekki lengur „veldi hins illa" í Sovétríkjunum, heldur hlakkar í Moskvu yfir hversu frelsið skjóti óðum frjó- öngum úr þarlendum jarðvegi. I samningaviðræðum hefur hann nú við hlið sér samhentan hóp reyndra manna undir forustu George Shultz utanríkisráðherra; Caspar Weinberger landvarnaráð- herra og dragbítur á samninga við Sovétmenn er á bak og burt úr stjórninni. Bandarískir fréttamenn halda því fram, að sinnaskipti Reagans eigi upptök sín í hjónaherberginu í Hvíta húsinu. Michael Deaver, fyrrum aðstoðarstarfsmannastjóri við forsetaembættið, segir frá því í bók sinni Bak vid tjöldin, að Nancy Reagan hafi á síðari hluta fyrra kjörtímabils manns síns fengið af því áhyggjur, að and- stæðingum hans myndi takast í næstu kosningum að stimpla hann stríðsæsingamann, vegna ýmissa ummæla sem harðlínumönnum í samskiptum við Sovétríkin hafði tekist að leggja honum í munn. Hún tók því til sinna ráða. Frétta- skýrendur sem enn húka á hörðu línunni orða þetta nú svo, að Ronald Reagan í ræðustól í hátíðar- sal Moskvuhaskóla undir táknum kommúnismans. Nancy láti nú bónda sinn keppa eftir friðarverðlaunum Nóbels öllu öðru framar. Fréttamenn hafa líka fundið aðra konu, sem haft hefur djúptæk áhrif á viðhorf Ronald Reagans til Sovétríkjanna, og sér í lagi rúss- neskrar menningar og sögu. Hún heitir Suzanne Massie og hefur átt heimsóknir til Sovétríkjanna svo tugum skiptir á löngu tímabili. Eftir hana liggur bókin Land Eld- fuglsins — Fegurd forna Rúss- lands. Haustið 1983 fór það saman á skömmum tíma að sovésk her- flugvél skaut niður kóreska far- þegaflugvél, hafið var að setja upp bandarískar meðaldrægar kjarn- orkueldflaugar í Vestur-Evrópu og sovétstjórnin sleit viðræðum um vígbúnaðartakmarkanir. Suzanne Massie var í Moskvu um þessar mundir, og varð vör við að þar höfðu að minnsta kosti sumir menn í ábyrgðarstöðum þungar áhyggjur af hversu horfði. Frú Massie afréð að reyna að ná fundi Reagans forseta og brýna fyrir honum þörfina á ráðstöfun- um til að bæta andrúmsloftið milli risaveldanna. Þetta tókst henni milli jóla og nýárs 1983. Reagan hlýddi ásamt ráðunautum sínum í rúman klukkutíma á það sem þessi Rússlandsfróða kona hafði að segja. Síðan hefur hún marg- sinnis verið kvödd á fund Banda- ríkjaforseta, til dæmis bæði fyrir fundi hans með Gorbatsjoff í Reykjavík og Washington. Erindi hennar er að fræða viðmælanda sinn um rússneskan hugsunar- hátt, venjur og tilfinningaafstöðu. Gera má ráð fyrir að Suzanne Massie hafi lagt til rússnesku máls- hættina, sem Bandaríkjaforseti hefur gaman af að bregða fyrir sig á fundum æðstu manna. En það eru fleiri en tilfinninga- næmar konur, sem stuðla að því að frumkvæði Gorbatsjoffs sé mætt úr vestri. Alþjóðlega herfræði- stofnunin í London (International Institute for Strategic Studies) rær á sama borð. „Vestrænar þjóðir standa nú í senn frammi fyrir ögr- un og tækifæri, en þær mega ekki vera svo varar um sig vegna ögr- unarinnar að þær missi af tæki- færinu," segir stofnunin í árs- skýrslu sinni í síðustu viku. Bent er á að það sem gert hafi árið 1987 að tímamótaári sé viðleitni Mikhails Gorbatsjoffs, til að ummynda stefnu Sovétríkjanna jafnt innan lands og utan. Kórónan hafi svo verið leiðtogafundur í Washington í desember „þrunginn velvild." Komi ekki NATÓ með eigið frum- kvæði fyrr en síðar, er bandalagið að leggja sig í hættu af klofningi gagnvart nýjum tillögum frá Gorbatsjoff, segir HSS. Þegar þessi orð eru fest á blað stendur yfir í Kreml síðasti samn- ingafundur Gorbatsjoffs og Reagans. Að honum loknum hefst hátíðleg athöfn, þar sem þeir verða viðstaddir þegar skipt verð- ur á skilríkjum um fullgildingu ríkja beggja á samningnum um útrýmingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga úr vopnabúrum þeirra. Að athöfn- inni lokinni heldur hvor leiðtogi sinn fréttamannafund, þar sem þeir skýra frá hversu mikið hefur þokast í áttina að samningi um helmingsfækkun langdrægra kjarnavopna. í yfirlýsingum undanfarna daga hafa báðir látið líklega að þeim takist að búa svo í haginn fyrir samninganefndir sínar í Genf, að þær nái samningi, sem þeir geti undirritað á fimmta leiðtogafundi sínum áður en Reagan lætur af embætti Bandaríkjaforseta. Fréttamenn í Moskvu telja ljóst, að eftir verði tveir stórir ásteytingar- steinar, flugskeyti í herskipum og geimvarnaáætlun Bandaríkjanna. Varðandi flugskeytin hefur Paul Nitze, ráðunautur utanríkisráð- herra Bandaríkjanna um tak- mörkun vopnabúnaðar, lagt til að þær verði hreinlega bannaðar á sjó. Þar með væri ieystur eftirlits- vandinn gagnvart þeim. Geimvarnaáætlunin er annar handleggur. Reagan fæst með engu móti til að viðurkenna, að í því efni hafi hann látið grillufang- ara leiða sig í gönur. Staðreyndin er sú, segja Michael Gordon og John Cushman í New York Times, að tæknivandkvæði, niðurskurð- ur fjárveitinga og andstaða þings- ins sjá fyrir þvi að ekki verða tök á geimvarnatilraunum utan ramma gagneldflaugasamnings risaveldanna um árabil. Fast- heldni við svokallaða „rúma“ túlk- un ákvæða þess samnings hefur því enga raunhæfa þýðingu. Af- leiðingin getur orðið sú ein, að samningamenn Reagans í Genf missi af sovéskum tilslökunum, sem fá mætti með því að viður- kenna orðinn hlut nú þegar. Sú viðurkenning hættir að vera gjald- geng þegar frá líður og við öllum blasir, hvernig komið er fyrir geimvarnaáætluninni. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.