Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 18
Ljósið beinist að kynninum á
miðju dansgólfinu. Gestir bíða í
spenningi eftir að úrslitin verði til-
kynnt. Að vísu ekki lúðrablástur
eins og í fegurðarsamkeppni en
fyrir þetta fólk eru akkúrat þessi
úrslit þýðingarmikil, kannski þýð-
ingarmeiri en úrslitin um fegurstu
stúlku þjóðarinnar. Hér erþað ekki
spurningin um að ganga rétt,
brosa rétt, svara rétt. Hér er það
spurningin um að likjast frægri
persónu nógu mikið til að komast
ókeypis til Amsterdam um helg-
ina á tónleika Michaels Jacksons.
Vinningshafarnir voru tveir —
eöa réttara sagt: tvö. Bæöi í gervi
Boy George. Samt svo ólík. Fólk í
salnum sagöi af innlifun: „Ég vissi
það" þegar Ijóst var aö Þorgerður
Hlynsdóttir væri í fyrsta sæti.
Stúlka sem gæti þess vegna verið
tvíburasystir poppstjörnunnar.
Hún er 18 ára gömul, fædd og
uppalin á Blönduósi en fluttist til
Reykjavíkur fyrir þremur árum.
Þorgerður er hárgreiðslunemi og
starfar á hárgreiðslustofunni
Saloon Ritz, og það var einmitt í
vinnunni sem henni var bent á að
hún væri lík Boy George:
HAFÐI EKKERT DÁLÆTI
Á BOY GEORGE
„Það var kona sem kom hingað
til mín á hárgreiðslustofuna sem
sagði mér að ég væri lík Boy
George" sagði Þorgerður. „Mér
fannst nú kenningin ekki flokkast
undir gullhamra í fyrstu, dauðbrá
reyndar, kannski einkum vegna
þess að ég hafði aldrei haft neitt
sérstakt dálæti á Boy George! Ég
hlusta heldur á Lloyd Cole and the
Commotions og Smiths..."
Þorgerður ákvað að láta reyna á
hvort hún væri í rauninni lík Boy
George og tók þátt í „Look alike"
keppi, sem Evrópa stóð fyrir í
vetur. „Ég hljóp niður Laugaveg-
inn til að leita að plakati af Boy
George og fann eitt sem mér lík-
aði. Það var siðan Hanna Hlif hér á
snyrtistofunni á Saloon Ritz sem
setti á mig andlitsfarðann og hafði
myndina til hliðsjónar. Á úrslita-
kvöldinu var það hins vegar Berg-
lind Freymóðsdóttir sem málaði
mig og bakkaði mig jafnframt upp
svo ég á henni mikið að þakka."
Þorgerður vann þessa keppni
og hlaut í verðlaun aðgöngumiða
á tónleika Boy George í Laugar-
dalshöllinni. Viðurkennir að þótt
hún hafi fram að þeim tíma ekki
mikið hlustað á tónlist hans hafi
henni fundist Boy George „alveg
meiri háttar, alveg þrælgóður"
þegar hún sá hann. í framhaldi af
þessum sigri ákvað Þorgerður að
keppa í Stjörnustælingu '88: „Ég
uppgötvaði reyndar ekki fyrr en
daginn fyrir keppnina að hún ætti
að fara fram, svo ég hafði bara
fimmtudagskvöldið til að æfa
mig. Reyndar átti ég enga plötu
með Boy George og þurfti að fá
hana lánaða. Sat svo við og hlust-
aði á textann við „Cama Camilion"
allt kvöldið og æfði mig í hreyfing-
um og að herma eftir Boy George.
Þessar æfingar tóku nokkra
klukkutíma, ég var að æfa mig
fram til klukkan hálf þrjú um nótt-
ina, aðallega fyrir framan
spegil inni á klósetti svo
öruggt væri að enginn
sæi mig!"
SÖNG SVO LÁGT AÐ
ENGINN HEYRÐI
Spurningunni hvort hún syngi
sjálf svaraði Þorgerður að bragði
„Ekki vel! í keppninni nægði að
stæla sönginn en reyndar söng
ég með, bara svo lágt að
enginn heyrði. Ég þurfti að
hlusta nokkuð oft á lagið til
að ná textanum, því Boy
George syngur oft svo
óskýrt."
Þorgerður segir taka
sig um hálftíma að setja
á sig gervið: „Ég fékk
fötin lánuð í Kjallaranum
Jón Stefnir hársnyrtir
sá um hárið en andlits-
farðinn var reyndar
settur á í „smá
skömmtum". Ég hljóp
inn á snyrtistofu milli
þess sem ég var að
vinna og farðinn var
settur á smátt og
smátt. Hins vegar
held ég að það taki
Boy George alveg
gífurlegan tíma að
setja á sig andlits-
farðann, að minnsta
kosti var hann of seinn á
sína eigin tónleika!"
Sigurlaunin sem Þorgerður
fékk var helgarferð til
Amsterdam og aðgöngumiöi
á tónleika Michaels Jacksons
næstkomandi sunnudagskvöld
Þangað heldur hún á laugar-
daginn ásamt Hafsteini
Hafsteinssyni sem einnig
var sigurvegari og tveimur
starfsmönnum veitinga-
hússins Evrópu. Ekki j
segist hún vera sér-
stakur aðdáandi Micahels
Jacksons, en af reynslu
sinni af að sjá Boy George
syngja í Laugardalshöll
segist hún hlakka mikið til.
„Ég var síður en svo
vongóð um að vinna keppnina
eftir að ég hafði séð aöra
keppendur" sagði Þorbjörg.
„Sjálf veðjaði ég á þann
sem stældi Rod Stewart og einnig
fannst mér Presley góður. Að
sjálfsögðu er ég því ánægð með að
hafa sigrað."
18 HELGARPÓSTURINN