Helgarpósturinn - 02.06.1988, Side 25
MARMARI
Framlag Þjódleikhúss til listahátíöar.
ÁNAMAÐKAR
Tvö tslensk leikrit verða sett á fjal-
ir Þjóðleikhússms í tilefni Listahá-
tíðar í Reykjavík 1988. Leikritið Ef
ég vœri þú, eftir Þorvarð Helgason
uerður frumsýnt á litla sviðinu 9.
júní, en á stóra sviðinu leikritið
Marmari eftir Guðmund Kamban
deginum áður, 8. júní klukkan tutt-
ugu. Leikstjóri er Helga Bachmann,
hönnuður leikmyndar og búninga
er Karl Aspelund og tónlist er eftir
Hjálmar H. Ragnars.
Leikarar í Marmara eru tuttugu og
með helstu hlutverk fara Helgi
Skúlason, sem leikur hugsjóna-
manninn Robert Belford (ekki Red-
ford), Rúrik Haraldsson, Róbert
Arnfinnsson, Gísli Halldórsson, Erl-
ingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld og
Arnór Benónýsson. Leikritið er val-
ið í tilefni af aldarminningu skálds-
ins.
Guðmundur Kamban fæddist
1888 og fór eftir stúdentspróf til
Kaupmannahafnar að nema heim-
speki. Þar skrifaði hann fyrstu leik-
rit sín Höddu Pöddu og Konungs-
glímuna sem sýnd voru við góðar
undirtektir í Konunglega leikhúsinu
í Kaupmannahöfn. Meðfram heim-
spekináminu var hann í leiklistar-
námi.
Guðmundur Kamban var fcistráð-
inn leikstjóri við Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn um árabil
og einnig leikhússtjóri við Folke-
teatret. Hann varð fyrsti íslenski
kvikmyndaleikstjórinn þegar hann
stjórnaði kvikmyndun á verkum
sínum Höddu Pöddu og Húsi í
svefni. Kamban skrifaði leikrit og
skáldsögur jöfnum höndum auk
þess sem hann þýddi fjölda íslenskra
ljóða á dönsku. Hann er líklega
þekktastur fyrir skáldsöguna Skál-
holt sem kom út í fjórum bindum
eftir 1930.
Hann bjó um hríð í Bandaríkjun-
um, Englandi og síðar í Þýskalandi,
en flutti á ný til Danmerkur fyrir
seinna stríð árið 1938. Guðmundur
Kamban féll saklaus fyrir byssukúlu
danskra frelsisliða, sem töldu hann
landráðamann og handbendi nas-
ista. Þetta gerðist í stríðslok, 5. maí
árið 1945, á kaffihúsi þar sem
Kamban sat með níu ára gamalli
dóttur sinni.
Marmari gerist í Bandaríkjunum
snemma á öldinni. 1 leikritinu er
sterk ádeila á réttarfar og brot á
mannréttindum. Aðalpersónan
Robert Belford er dómari í New
York og berst fyrir mannréttindum
skjólstæðinga sinna. Hann segir
upp dómarastöðu sinni til að geta
helgað sig baráttu fyrir þjóðfélags-
legum endurbótum. Þannig skrifaði
Guðmundur í anda þeirra þjóðfé-
lagsumbrota og hugsjóna sem ein-
kenndu vestrænan skáldskap á
fyrstu áratugum aldarinnar, fram að
modernismanum, en þjóðfélags-
hugsjónirnar voru gjarnan litaðar ís-
lenskri þjóðernisrómantík í takt við
sjálfstæðis- og framfarabaráttu ung-
mennafélagskynslóðanna. Um leið
og Kamban leitaðist við að vera al-
þjóðlegur í skrifum, skinu íslensk
séreinkenni ætíð í gegn.
Marmari var áður sýndur á íslandi
hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1950
og var þá umdeildur fjórði þáttur
leiksins felldur út. Hann er með í
þessari uppfærslu Þjóðleikhússins,
en leikritið er stytt til muna og eðli-
lega vil ég segja þar sem heildar-
texti þess tæki um fjórar klukku-
stundir í flutningi. Hver nennir að
sitja fjóra tíma í leikhúsi á tímum
sem einkennast af auglýsinga-
hraða?
n>
Einn dagskrárliða listahátíðar er
brúðuleikhússýning Peters
Waschinsky í Lindarbæ á miðviku-
dags- og föstudagskvöldin áttunda
og tíunda júní, klukkan tuttugu þrjá-
tíu. Waschinsky er Austur-Þjóðverji,
fæddur 1950. Hann lærði brúðuleik-
list í Berlín á árunum 1970—1974 og
vinnur nú við eins manns sýningar
og brúðuleikstjórn, auk þess sem
hann kennir brúðuleiklist við Ernst
Busch skólann í Berlín. Hann hefur
farið með sýningar sínar á listahá-
tíðir víða um Evrópu og Bandaríkin
og meðal annars tók Jim Henson,
höfundur prúðuleikaranna,
Wacshinsky til umfjöllunar í sex
þátta röð um evrópskt brúðuleik-
hús. Með list sinni stefnir hann bæði
að fjölbreytileika og samræmi.
Hann tilheyrir nýrri stefnu sem
snýst um nýtt innihald, form og efni,
um nýja sýn á hefðina og nýja áhorf-
endur. Aðferðir hans þykja nýtísku-
legar, en um leið heldur hann sterk-
um tengslum við þýska brúðuleik-
húshefð.
Ánamaðkar er ekki síst fyrir full-
orðna, en börn og byggir á sex Viet-
nömskum ævintýrum. Þau heita
auk sérstaks forleiks; Silfuröxin,
Góði þorpsandinn, Hlébarðinn í
bókaskápnum, Sálir hinna drukkn-
uðu og Teiknikeppnin.
Silfuröxin segir frá fátækum skóg-
arhöggsmanni sem missti öxina
sína í ána. Fljótsandinn kom honum
til hjálpar í líki gamals manns, og af-
henti honum silfuröxi. Skógar-
höggsmaðurinn var heiðarlegur og
sagði að sín öxi væri bara venjuleg
járnöxi. Andinn færði honum þá
réttu öxina, en gaf honum líka silf-
uröxina. Skógarhöggsmaðurinn fór
heim og sagði sögu sína. Þá varð
annar maður öfundsjúkur...
Góði þorpsandinn: Þegar Dang
Cong Chat var námsmaður sá hann
eitt sinn snemma morguns konu
nokkra stela þvotti af snúru. Þjófur-
inn og sú sem stolið var frá rifust
heiftarlega og gengu á fund þorps-
andans í þorpshofinu. Ekkert gerð-
ist. Þá sagði Dang Cong Chat við
sjálfan sig; „Nú veit ég hvað réttlæti
guðanna þýðir". Allt í einu stóð
þorpsandinn fyrir framan hann og
sagði: ,,Ó námsmaður! Þegar þú
verður dómari, viltu þá hafa það á
samviskunni að gera fólk óham-
ingjusamt vegna smámuna? Hvort
er mikilvægara, efnisbútur eða
manneskja?" Dong Cong Chat varð
seinna mikill heimspekingur.
Hlébarðinn í bókaskápnum: Mac
Tú rogaðist með bókaskáp gegnum
skóginn. Seinna faldi hann hlébarða
í skápnum fyrir veiðimanninum. En
hlébarðinn ætlaði samt að éta Mac
Tú. Þeir þrættu en sættust á að spyrja
einhverja þrjá aðra um þeirra skoð-
un. Aprikósutré og villinaut hafa
verið nýtt af mönnum alla sína ævi,
voru orðin of gömul og húsbóndi
þeirra ætlar að drepa þau. Þau
lögðu því ekki neitt til málanna, en
gamall maður hlustaði á alla sög-
una. Að því loknu breytti hann sér
skyndilega í dreka: „Vanþakklátur
ertu! Ætlarðu að endurgjalda gott
með illu?“ Síðan stökk hann á hlé-
barðann og drap hann. Mac Tú gekk
rólega heim á leið...
Sálir hinna drukknuðu: Á vorhá-
tíðinni drakk bóndi nokkur sig full-
an fyrir framan styttu af anda jarð-
arinnar. Á leiðinni heim datt hann í
skurð og drukknaði. En sál hans tók
ekki eftir því og gekk áfram. Heima
beið konan hans bálreið. En hún sá
ekki sál mannsins. „Skyldi ég vera
dauður?“, spurði sálin sjálfa sig. Síð-
an sneri hún sér að heimilisaltarinu
þar sem sálin hans afa sat.Hún stað-
festi grun sálar mannsins. Og sálin
hans afa vildi hjálpa honum og fór
með hann til anda jarðarinnar.
Teiknikeppnin: Kínverji nokkur
kom til Vietnam og fullyrti að hann
gæti lokið við að teikna heilt dýr áð-
ur en ómurinn frá málmgjölium dæi
út. Vietnami nokkur frétti af þessu
og hélt því fram að á sama tíma gæti
hann teiknað tíu dýr. Kínverjinn
teiknaði einn fljúgandi fugl, en
Vietnaminn teiknaði tíu ánamaðka.
UTVARP SJONVARP
Fékkst þú flipann? Sjálfsdýrkun okkar
Bráðskemmtilegur Stjörnuleikur.
Ef þú færð flipa úr Pepsi dós með
Sanitas merkinu geturðu unnið fót-
bolta. Pepsi er best- ískalt. Líka
hérna á Stjörnunni. Eða Bylgjunni.
Þrír kassar af Pepsi fara út fyrir
klukkan fjögur í dag. Tveir kassar af
Pepsi eru þegar farnir. Færð þú
þriðja kassann? Fáðu þér dós af
Pepsi. Kíktu á flipann. Sérðu Sanitas
merkið? Við setjum létt lag undir
nálina. Klukkan er tuttugu mínútur
gengin í fjögur. Stjörnufréttir koma
klukkan fjögur. Verður þú þá orðinn
einum Pepsi kassa ríkari? Pepsi er
best. Löng þögn. ískalt.
Þú getur líka lent á Ibiza. Jafnvel
einhvers staðar annars staðar. Málið
er bara að vera með. Vera með í út-
varpsleikjum. Bylgjan á stuttbux-
um. Stjörnumenn með Pepsi. Guði
sé lof að auglýsingamennska líðst
ekki í útvarpi á íslandi.
Og Guði sé lof fyrir útvarpsdrusl-
una í bílnum mínum. Útvarp sem
dettur út þegar því sýnist svo. Út-
varp sem er orðið svo hundleitt á að
tölvustýringin ráði því hverju það
gusar úr sér að það hættir að gefa
frá sér hljóð þegar tónlistin er að
æra það. Útvarp sem helst vildi láta
kveikja á sér seint á kvöldin. Jafnvel
þegar veðurfregnir eru á dagskrá
Ríkisútvarpsins. Allt betra en leikir í
útvarpi. Allt betra en hlusta á hvort
þessi gosdrykkur er betri en hinn,
hvort þú getir lent hér eða þar, hvort
þú þekkir rödd leikarans. Þess
vegna deyr útvarpið. Tæknin í fyrir-
rúmi. Útvarp sem slekkur á sér
sjálft. Útvarp sem nemur pirring
eiganda síns. Og deyr. Hefurðu litið
á flipann?
Anna Kristine Magnúsdóttir
Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk hafa
ægilega gaman af sjálfum sér. Nú
orðið er varla hægt að opna dag-
blað eða tímarit án þess að þar sé
ekki hressilegt og opinskátt viðtal
við einhverja stjörnuna, sem varð
stjarna fyrir það eitt að starfa við
fjölmiðla og er þess vegna tekin í
viðtal. Og af því að stjarnan var
tekin í viðtal, verður hún enn
meiri stjarna fyrir vikið. Og þann-
ig áfram endalaust.
Stærstu stjörnurnar eru yfirleitt
úr heimi sjónvarpsins, enda það
löngum talinn áhrifamesti og
sterkasti miðillinn. Þess vegna má
það undarlegt teljast að sjónvarp á
Islandi skuli ekki hafa tekið meiri
þátt í sjálfsdýrkuninni en raun ber
vitni. Mér sýnist þó að Stöð 2 ætli
að reyna að bæta þar um betur
með uppákomum í 19:19, saman-
ber sjóferðina með Rolf og Davíð
hér á dögunum, þar sem á tímabili
mátti ekki á milli sjá hverjir væru
umfjöllunarefnið og hverjir um-
fjallendurnir.
Islenskir sjónvarpsmenn kom-
ast þó ekki ekki með tærnar þar
sem bandarískir starfsbræður
þeirra hafa hælana. Vestra eru
heilu þættirnir þar sem stjörn-
urnar stilla sér fyrir framan
myndavélarnar og fremja alls
kyns hundakúnstir, landslýð til
skemmtunar og fræðslu, eða fetta
sig og bretta í frúarleikfimi, nú eða
reyna að malla einhverja einfalda
mataruppskrift undir vökulu auga
gestakokksins.
Ekki má gleyma fréttamönnun-
um sem taka að sér að fara fyrir
skrúðgöngum af öllum tegundum,
annað hvort til dýrðar bæjarfélag-
inu eða til styrktar góðu málefni.
Þannig hefði kaninn t.d. tekið að
sér hjólreiðarnar í þágu fatlaðra
hér á dögunum, með fréttamenn-
ina sólbrúna og skælbrosandi í
broddi fylkingar.
Vonandi verður slíks ekki langt
að bíða hér á landi.
Guðlaugur Bergmundsson
enn og
aftur á
ferdinni
brúöubíllinn fer sína
tólftu hringferö í
sumar
Um þessar mundir er Brúðubíll-
inn að leggja í ferð um höfuðborgar-
svæðið, eins og hann hefur gert við
mikinn fögnuð yngstu kynslóðar-
innarundangengin 12 ár, hvertsum-
ar í þeim júní og júlí.
Brúðubíllinn er eina útileikhúsið
á landinu sem starfar reglulega, sýn-
ir á gæsluvöllum borgarinnar og í
sumar er meiningin að bjóða fjöl-
mörgum áhorfendum upp á leikritið
I fjörunni. Helga Steffensen hefur
samið leikritið og hannað
Hér má sjá tvær af nýrri brúðum
brúðubílsins í spássitúr meðfram
tjörninni í sólinni og hitanum og
ótrúlegt nokk, næstum þvi logn.
brúðurnar og hún ásamt Sigríði
Hannesdóttur ber hitann og þung-
ann af starfsemi Brúðubílsins. Sig-
ríður fer m.a. með hlutverk ömm-
unnar sem hefur fylgt bílnum og
leikhúsinu um langa hríð. Að auki er
með í för Helga Sigríður Harðar-
dóttir sem stjórnar brúðum í félagi
við áðurnefndar stöllur. Leiktjöld
við sýninguna gerir Anna Þ. Guð-
jónsdóttir og um tónlistina hefur séð
Jónas Þórir. Leikritið er leikið af
segulbandi og fara kunnir leikarar
með hlutverkin í sýningunni á með-
an aðstandendurnir stjórna brúðun-
um til samræmis.
Á siðastliðnum átta árum hefur
leikhúsið einnig ferðast um lands-
byggðina og sýnt í flestum kaup-
stöðum landsins auk þess að fara í
leikferð til Færeyja. Þannig að það
hafa fleiri en höfuðborgarbörnin átt
þess kost að sjá leikhúsið gegnum
tíðina.
Frumsýningin var í Hallargarðin-
um í gær, 1. júní ogsíðan liggur leið
um gæsluvelli borgarinnar, þann 2.
júní verður bíllinn á Rauðalækjar-
velli fyrir hádegi og við Tunguveg
eftir hádegi og á morgun, föstudag
verður bíllinn við lðufell að morgni
og í Sæviðarsundi eftir hádegi. Sýn-
ingar fyrir hádegi hefjast klukkan
tíu og síðan klukkan tvö eftir há-
degið.
kk
TÓNLIST
Athugasemd
vid merka grein
í seinustu Morgunblaðslesbók
skrifar Guðmundur Emilsson prýði-
lega grein um Krzysztof Penderecki.
Guðmundur hefur unnið um árabil
að doktorsritgerð um þennan jöfur
samtímatónlistar. Greinin er fróðleg
og rituð af yfirgripsmikilli þekk-
ingu. Nokkur atriði finnst mér þó
orka tvímælis og vil ég gera þau hér
að umræðuefni.
Það eru einkum sögulegar *kýr-
ingar Guðmundar, sem mér finnast
hæpnar í nokkrum atriðum, ^ómar
hans um Darmstadt-stefnun*'eða
HELGARPÓSTUR!^;. 25