Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 24
r' Donald Judd Höggmyndín uppstokkuð Donald Judd, Richard Long og Kristján Guömundsson í Nýló Nœstkomandi sunnudag kl. 15 uerdur opnud sýning í Nýlistasafn- inu vid Vatnsstíg á vegum listahátíö- ar. Par munu þrir listamenn eiga verk; Bandaríkjamaöurinn Donald Judd, Bretinn Richard Long og ís- lendingurinn Kristján Guömunds- son. Donald Judd er fæddur í Excelsior Springs þann 3ja júní 1928 og verð- ur því sextugur tveimur dögum áð- ur en hann opnar sýningu sína í Ný- listasafninu. Judd stundaði nám við Art Student’s League og Columbia University og lagði aðaláherslu á málverkið á námsárunum og ára- tuginn þar á eftir. í upphafi sjöunda áratugarins urðu kaflaskil á ferli Judds. Hann tók upp geómetríska siði iðnmenningarinnar og kastaði um leið fyrir róða óhlutbundnum persónuleika expressjónismans. Fyrstu tákn þessara umskipta voru lágmyndir úr masóníti og galvanís- eruðum málmum. Málmar og gler i* hafa verið þungamiðja smiðisgripa *'Donalds Judds uppfrá því. Árið <£ 1963 smíðaði hann málmkassa með i' tveimur glerhliðum svo gestir ættu j auðvelt með að skyggnast inn í kass- ) ann og rýna þar í tómið. Og þar sem Judd tók engum sönsum og hélt bara áfram að framleiða kassa, þá sá hið viðurkennda Whitney listasafn í New York sér ekki annað fært en að bjóða honum að fylla einn sal af kössum. Þá var árið 1968 og á þess- um tuttugu árum hefur Judd ekki bara gert kassa, heldur líka hringi og ýmislegt fleira. Hann hefur í sí- auknum mæli gengið út frá pól sitúasjónista og unnið verk sin í samræmi við sýningarplássið hverju sinni. Á alþjóðlegri sýningu í Guggenheim safninu 1971 setti Judd upp tvo galvaníseraða járn- hringi sem snertust og áttu þannig að endurspegla hvelfingu safnsins. Útiskúlptúrar Judds hafa e.t.v. sýnt best þessa viðleitni hans til að berg- mála umhverfið. Þeim hefur verið líkt við skuggamyndavélar sem um- breyta öllu í 100 metra radíus. Judd skrifaði gagnrýni fyrir nokkur lista- tímarit á árunum 1959—65. Á þess- um árum mótaði hann hugmyndir sínar um „,Hinn Sértæka Hlut". í viðtali við tímaritið Art News árið 1966 sagði hann um evrópska list: „Hún er órjúfanlega tengd vissu naflaskoðunarkerfi, rökhyggju sem forðast það eins og heitan eldinn að horfast í augu við staðreyndir tuttugustu aldarinnar.” Og um sína eigin list: „Hún er ekki tengd rök- hyggju eða tilbúnum forskriftum, heldur miklu frekar þeirri frum- hugsun að virða heiminn fyrir sér.” Um þetta leyti var nýbúið að „finna upp“ heitið minimalismi yfir verk Judds og annarra bandarískra myndlistarmanna sem höfðu hug- -myndir um niðurskurð og uppstokk- un á myndfletinum. í raun hafa verk Judds markað þáttaskil bæði í amerískri höggmyndalist og mál- aralist. Það hefur gjarnan verið litið svo á að Judd hafi sagt algerlega skilið við afstrakt-expressjónisma þegar hann sagði skilið við mál- verkið. Ef að er gætt þá koma uppúr dúrnum tengsl við hugmyndir „villi- málara" einsog Pollocks og New- mans. Minimalismi eða „sértækir hlutir” hafa aldrei verið bundnir við þrívíða túlkun og margt bendir til að Judd hafi verið á milli steins og sleggju í fræðilegum skilningi þegar hann kúventi yfir í skúlptúrinn. Hinn breski kollegi Judds, Ric- hard Long, hefur ekki síður lagt sitt af mörkum til að stokka upp högg- myndalistina. Long er töluvert yngri en Judd, en á líka afmæli um þessar mundir. Hann er fæddur í Bristol þann 2. júní 1945 og stund- aði nám m.a. í St. Martins School of Art í London. Eins og svo margir aðrir af hans kynslóð vildi Long færa út gömul og gróin landamerki fyrirrennara sinna í listinni. Fyrsta umhverfisverk sitt gerði Long árið 1964, en það voru hindranir fyrir vegfarendur jafnt utan dyra sem innan. Þremur árum síðar tók hann upp þann sið að fara í gönguferðir og skilja eftir sig slóð og sú hefur verið uppistaða listar Longs allar götur síðan. Hann notar oftast nær þá aðferð að ljósmynda þá leið sem hann leggur að baki og kallar hana gjarnan línu. Línuna myndar hann úr grjóti, rekavið, vatni eða öðru sem til fellur. I fyrsta verki sínu þess- arar tegundar bjó Long línuna ein- faldlega til með þrefaldri göngu á grasi. Hann hefur ferðast um ger- valla jarðarkringluna til að fara í gönguferðir og hefur m.a. hagrætt grjóti upp á hálendi Islands, á Ir- landi, í Sviss, Bólivíu, Mexíkó, Marokkó, Japan, Ástralíu og Lapp- landi. Þess utan hefur Long kynnt sér rekavið í Alaska og við Missis- sippifljótið svo dæmi séu tekin. Landslag Longs virðist næsta ómengað og ótæknivætt og stað- irnir sem hann velur undir göngu- ferðir sínar kalla samfélög miðalda óhjákvæmilega upp í hugann. Hann sækir gjarnan á fornar orku- og til- beiðslustöðvar og ferðast nær alltaf einn síns Iiðs. Samband hans við náttúruna virðist mjög persónulegt og nærtækt að líkja list hans við hina fornu geómansíu eða land- mögnun, sem margir álíta að hafi verið samofin landnámi víkinga og trú. Verkum Longs hefur verið óréttilega jafnað saman við verk hinna amerísku ,,Land-listamanna“ sem sólunda megninu af tíma sínum í að semja við landeigendur og byggingaverktaka. Long heldur sig mestmegnis utan alfaraleiðar og að stað þess að tryggja verk sín á heið- um uppi gegn skemmdum lætur hann sér nægja að taka af þeim ljós- myndir og yrkja um þau ljóð, gjarn- an sett upp í hring og lesin eftir sól- arganginum. Hann hefur sagt um sína list og land-listina: „Á sjöunda áratugnum var sú hugmynd algeng að listin ætti ekki að vera enn eitt ruslafæribandið. Mín hugmynd hef- ur verið sú að gaumgæfa samband listarinnar og náttúrunnar og gera bæði sýnilega og ósýnilega list, nota það sem býr í náttúrunni á sveigjan- legan hátt. Þetta er algerlega gagn- stætt því sem svokallaðir „Land- listamenn" í Bandaríkjunum hugsa. Þeir þurfa að eiga peninga til að kaupa sér land svo þeir geti sagst eiga það og byggt á því minnismerki um sjálfa sig. Þetta er bara gróða- hyggja. Það krefst mun meiri einbeit- ingar að ganga í Himalayafjöllum heldur en að rissa upp verkáætlun handa jarðýtu. Ég ber mun meiri virðingu fyrir amerískum indíánum heldur en þarlendum nútíma land- listamönnum. Ég vil frekar gæta náttúrunnar heldur en að færa mér hana í nyt.“ Ásamt þeim Judd og Long mun Kristján Guðmundsson sýna verk sín í Nýlistasafninu nú á listahátíð. Hann er sjálfsagt meðal lífseigustu konseftlistamanna hérlendis og því vel við hæfi að leyfa honum að nota plássið sem verður afgangs hjá út- lendingunum. Kristján hefur gert margt sniðugt, einsog t.d. að kasta grjóti í vatn, teikna með riffli og að mála eðlisþyngd jarðarinnar. Hann er fæddur á Snæfellsnesi árið 1941, lærði flug og var einn af stofnend- um Gallerís Súm við Vatnsstíginn. Þar hélt hann einkasýningu um sumarið 1969 á ýmisskonar dóti sem mætti kalla umhverfisverk; sjálfsævisögur vafðar inní tjöru- band og hengdar upp fyrir ofan tómar flöskur, o.fl. Um það leyti höfðu Dieter Roth, Magnús Pálsson og fleiri þegar farið hamförum í flúxusi, konkret-ljóðlist og konsefti og haft möndulskipti á íslensku listalífi. Fyrir rúmu ári hélt Kristján einkasýningu í Ásmundarsal þar sem greina máttj afturhvarf til högg- myndarinnar. Á sýningunni voru verk úr járni, graníti og terrazzo svo nokkuð sé nefnt. í tímaritinu Ten- ingi (4. tbl. 1987) segir Kristján að- spurður um list sína: „...ég hef aldrei tekið myndlist sem átrúnað, hef aldrei náð svo langt og langar held- ur ekki til þess. Helsti kosturinn við list finnst mér vera hvað hún er hughreinsandi. Hún er eins og tæki til að eyða meinlokum og ryðja burt þessum skoðanahaug sem við erum sífellt að drattast með“. Og í þessu ársgamla viðtali segir Kristján um framtíðaráformin: „Nú langar mig mest tii að gera bara eitthvað lítið og grátt sem hefur bara með tilfinningu að gera, eitthvað sem er soldið veikt í sjálfu sér kannski, — einmitt já, — nægilega veikt til að úthýsa ein- hverju af þessari köldu rökhyggju sem mér finnst vera svo sligandi.” Og þá er að sjá hvort hinum köldu rökum verður úthýst í Nýlistasafn- inu á listahátíð. Ólafur Engilbertsson RUNNI 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.