Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 8
Aðalfundur hjá íslenskum aðalverktökwn
HREINN HAGN
400 MILLJÓNI
Adalfundur Islenskra aðalverktaka sí.fór fram i kyrr-
þey 6. maí síöastliöinn. Þrátt fyrir aðild ríkisins aö þessu
umdeilda og leyndardómsfulla fyrirtœki hafa ársreikn-
ingar þess ekki uerið opinberaðir og engar upplýsingar
er að fá um tekjur, gjöld, skuldir eða eignir þess. Miðað
við að meðalhagnaður fyrirtœkisins afueltu (eftir skatta)
hafi verið hlutfallslega sá sami í fyrra og árið 1982, á
sama tíma og umfangið hefur nœr tvöfaldast, má gera
ráð fyrir að hagnaðurinn í fyrra hafi farið yfir 400 millj-
ónir króna og þar af drjágur hluti vaxtatekjur. Til sam-
anburðar má nefna að hagnaður Landsbankans eftir
skatta hljóðaði upp á 190 milljónir króna og hagnaður
Eimskipafélagsins upp á 206 milljónir króna.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND MAGNÚS REYNIR
Höfuðstöðvar aðalverktaka að Höfðabakka.
Fyrirtæki með milljarð króna í eigin fé þurfti
ekki að taka krónu að láni. Þvert á móti er
drjúgur hluti hundruða milljón króna hagnaður
fyrirtækisins í formi vaxtatekna af bankainni-
stæðum...
Þrátt fyrir að aðalfundurinn hafi
verið haldinn fyrir nær mánuði síð-
an, upplýsti Vilhjálmur Árnason
stjórnarformaður fyrirtækisins í
samtali við HP, ad enn vœri ekki bú-
id ad ganga formlega frá stjórnar-
skiptum og hann sjálfur nýkominn
erlendis frá og því ekki til frásagnar
um málefni fyrirtœkisins enn sem
komid vœri.
Vilhjálmur Árnason var um árabil
stjórnarmaður hjá íslenskum aðal-
verktökum, eða frá 1954 og varð
stjórnarformaður (fulltrúi ríkisins
samkvæmt félagasamningi) 1971.
Hann var stjórnarformaður allt þar
til Thor Ó. Thors tók við því hlut-
verki fyrir fáeinum árum. Nú hefur
Vilhjálmur á ný tekið við sem for-
maður og fulltrúi ríkisins.
RÍKIÐ
AFSKIPTALAUST
Vilhjálmur hóf lögfræðistörf hjá
SIS árið 1946 og starfaði á vegum
SÍS allar götur til ársins 1960 er
hann stofnaði skrifstofu með Tóm-
asi Arnasyni bróður sínum, sem
hann nú rekur í húsi íslenskra aðal-
verktaka. Sem óbreyttur stjórnar-
maður hjá íslenskum aðalverktök-
um var hann fulltrúi Regins hf. —
með öðrum orðum SÍS. Hann er því
síður en svo hlutlaus fulltrúi ríkisins,
þ.e.a.s. fólksins í landinu, fremur en
að Thor Ó. Thors hafi verið í þeirri
stöðu, sjálfur stjórnarformaðurinn
hjá Sameinudum verktökum hf.
Öll uppbygging íslenskra aðal-
verktaka bendir aukin heldur til
þess að ríkið, sameignaraðili að ein-
um fjórða hluta, hafi í gegnum árin
afsalað sér öllum áhrifum á gang
mála hjá fyrirtækinu, að öðru leyti
arformaðurinn og fulltrúi ríkisins,
Thor Ó. Thors, neitaði alfarið að
ræða málefni fyrirtækisins við Helg-
arpóstinn. Ekki var á honum að
heyra að hann teldi sig bera nokkra
upplýsingaskyldu sem fulltrúi ríkis-
ins, þ.e. fólksins í landinu. Rök Thors
fyrir því að hafna þessari upplýs-
ingaskyldu voru þau að Helgarpóst-
urinn hefði fyrir nær áratug síðan
skrifað grein um fjárhagsleg tengsl
fyrirtækisins við ákveðna stjórn-
málaflokka og ekki hirt um að birta
leiðréttingu sem komið var á fram-
færi. í þessu sambandi má nefna að
nýverið hélt formaður Verktaka-
sambands íslands því fram í Helgar-
póstinum og Morgunbiaðinu, að
fjárframlög fyrirtækisins til flokka
og félaga væri staðreynd, en ekki er
að sjá að þessum ummælum hafi
verið mótmælt á einn eða annan
hátt. Ef til vill er skýringin sú að slík
mótmæli myndu kalla á áframhald-
andi umræðu, sem virðist eitur í
beinum forráðamanna fyrirtækis-
ins.
Þegar loks tókst að ná tali af Thor,
neitaði hann alfarið að ræða þessi
mál við Helgarpóstinn, en lét þess
getið að aðalfundur fyrirtækisins
hefði þegar farið fram, þann 6. maí.
,,Það er ekki í reglunum að auglýsa
aðalfundinn neitt og það stendur
ekkert til. Hann er bara haldinn.
Það eru það fáir aðilar að engra aug-
lýsinga er þörf“ sagði Thor og þegar
hann hafði útlistað enn á ný sína
áratugagömlu afsökun skellti hann
á.
KOMIÐ AÐ TÓMUM
KOFANUM
Hjá hinu opinbera var fátt um
svör. Vísað var á skýrslu utanríkis-
ráðherra ár hvert um rekstrarlegar
upplýsingar. Þar er hins vegar að-
eins að finna fáein orð um helstu
framkvæmdir og heildarupphæð
þeirra. Ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins sagði að málefni þessi
heyrðu undir varnarmáladeild
ráðuneytisins og vísaði þangað. Þor-
steinn Ingólfsson „ambassador",
deildarstjóri varnarmáladeildar
sagðist vita til þess að fundurinn
hefði verið haldinn en að hann héldi
að fundurinn hefði ekki verið aug-
lýstur. „Þú kemur að tómum kofan-
um, ég veit þetta ekki“ sagði hann
aðspurður um hverjir hefðu setið
þann fund. „í fráfarandi stjórn var
fulltrúi ríkisins Thor Thors, en utan-
en því, að taka á móti sínum hluta
ágóðans.
Þetta sýndi sig áþreifanlega þegar
HP spurðist fyrir um aðalfundinn í
maíbyrjun og reyndi að nálgast upp-
lýsingar um hvenær fundurinn yrði
haldinn og hvort aöild ríkisins að
fyrirtækinu tryggði, að fólkið í land-
inu, sem á fyrirtækið að einum
fjórða hluta, fengi að berja augum
ársreikninga fyrirtækisins. Engin
sérstök lög gilda um sameignarfé-
lög, en samkvæmt 8. grein félags-
samnings ríkisins, Regins og Sam-
einaðra verktaka er „hverjum fé-
laga um sig heimilt að fylgjast með
rekstri félagsins og bókum á hvaða
tíma sem er“. Tekið er fram að árs-
reikningur, ásamt athugasemdum
endurskoðenda, skuli „liggja
frammi félögum til sýnis á skrifstofu
félagsins síðustu vikuna fyrir aðal-
fund“, sem á samkvæmt sama fé-
lagasamningi að halda fyrir mars-
lok hvers árs.
AÐALFUNDUR í
KYRRAÞEY
Aðalfundinn situr hópur útval-
inna manna, stjórnendur hlutafé-
laganna sem að fyrirtækinu standa,
stjórnendur Islenskra aðalverktaka
og fulltrúar ríkisins. Miðað við að
fulltrúi ríkisins í stjórn fyrirtækisins
hefur í raun ýmist verið hagsmuna-
aðili frá Regin hf. eða Sameinuðum
verktökum hf. er ekki að sjá að ríkið
ætli sér stóra hluti á þessum aðal-
fundum!
Aðalfundur íslenskra aðalverk-
taka er aldrei auglýstur opinber-
lega. í ár var fundurinn ekki haldinn
fyrir marslok. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir Helgarpóstsins undanfarn-
ar vikur tókst aldrei að fá upplýst
hvenær fundurinn yrði og munaði
þar mestu um að forstjórinn, stjórn-
8 HELGARPÓSTURINN