Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 2
Ertu að breyta
stöðinni í
skákklúbb?
Páll Magnússon formaður
framkvæmdanefndar
heimsbikaramóts Stöðvar 2
„Nei, þaö væri kannski ráð aö gera það! Þaö er hins vegar
ekk.i meiningin. Okkur gafst tækifæri til aö halda þetta mót
og slógum til. Hér á landi er mikill áhugi á skák og við viljum
svala skákáhuga landsmanna."
Ráðið þið við svona stórmót?
„Já við ráðum við þetta. Við fáum góða aðila til liðs við
okkur, og erum nú að binda síðustu hnútana. Með góðri
hjálp ráðum við vel við þetta."
Hvers vegna að fara út í þetta?
„Það er eins og ég sagði áðan, til að svala skákáhuga
landsmanna, sérstaklega vegna þess að okkur stóð til boða
að fá heimsmeistar.ann til íslands og það er í fyrsta skipti
sem ríkjandi heimsmeistari keppir hér. Við stóðumst ekki
freistinguna."
Verður farið með Kasparov á Gullfoss og Geysi?
„Það hugsa ég, já."
Jafnvel að sjá apann í Hveragerði?
„Það gæti verið!"
Á Hjartarson séns á þessu móti?
„Já ég held það. Ég hugsa að hann eigi að minnsta kosti
mjög góðan séns í eitt af fimm efstu sætunum."
Hvað með uppákomur tengdar mótinu?
„Við erum að leggja drög að þeim. Við vonumst til að fá
Kasparov m.a. í uppákomur á borð við fjöltefli og þess
háttar. Þetta verður samfelld skákhátíð í heilan mánuð og
allir frídagar sem gefast á mótinu sjálfu verða notaðir í
uppákomur í tengslum við það."
Hver verður H&ilur Hallsson Stöðvar 2?
„Ætli ég reyni ekki bara að fara í peysuna!"
Tekur Jón Óttar Kasparov í „kósí" viðtal?
„Við reynum alla vega að fá hann í það...!"
Ætlið þið að græða á þessu?
„Við munum að minnsta kosti reyna að koma út sléttir.
Ég hugsa að við getum ekki grætt á þessu en við reynum
alla vega að tapa sem minnstu."
Heimsbikaramót Stöðvar 2 verður haldið í Borgarleikhúsinu
2— 2& október n.k. Þátttökurétt á þessu móti hafa 24 sterkustu
skákmenn heimsins og meðal keppenda verður heimsmeistarinn
i skák, Garry Kasparov. Stöð 2 verður með beinar útsendingar frá
öllum umferðum mótsins. Formaður framkvæmdanefndar
heimsbikaramótsins er Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2.
2 HELGARPÓSTURINN
FYRST OG FREMST
MORGUNBLAÐIÐ hefur
lengi haft mikla samúð með
pólskum verkamönnum og baráttu
þeirra fyrir sjálfsögðum mannrétt-
indum, eins og félagafrelsi, verk-
falls- og samningsrétti. Það var því
ekki annað en rökrétt að álykta
sem svo að blaðið myndi fordæma
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar,
þar sem samnlingsréttur íslenskra
verkalýðsfélaga er afnuminn. En
það var nú öðru nær. Þar á bæ ná
menn ekki upp í nef sér af reiði
vegna þess að ástandinu hér á
landi hefur verið líkt við ástandið
í Póllandi. í forystugrein síðastlið-
inn föstudag, var svo komist að
orði: „Slíkur samanburður er senn
út í hött og ósmekkleg viðleitni til
að gera lítið úr baráttu Samstöðu
og Pólverja. Hér sitja þrír flokkar í
ríkisstjórn og jafn afdrifarík
ákvörðun og bann við kjarasamn-
ingum og verkföllum er ekki tekin
nema með samþykki þeirra allra.”
Það er greinilega ekki sama hvort
ákvörðun um mannréttindabrot sé
tekin af herforingjaklíku í Varsjá
eða þremur lýðræðisflokkum á
íslandi...
HER kemur dagsönn saga frá
Baltimore í Bandaríkjunum: Kvöld
nokkurt kom maður einn inn á
slysadeild sjúkrahúss í borginni.
Maðurinn sneri sér að hjúkrunar-
konunni í móttökunni og kvartaði
undan því að hann kæmist ekki úr
jakkanum. Annríki var mikið á
slysadeildinni þetta kvöld, og var
maðurinn beðinn um að setjast
niður, honum yrði sinnt fljótlega.
Maðurinn gerði það. Eftir nokkra
stund reis hann á fætur og
kvartaði enn um hið sama. Og
fékk sömu svör. Þegar hann
kvartaði í þriðja sinn, var kallað á
öryggisgæslu sjúkrahússins. Einn
öryggisvarðanna bauðst til að
hjálpa manninum úr jakkanum, en
það gekk ekki. Maðurinn var þá
skoðaður betur og kom í ljós að
stór kuti stóð út úr bakinu á
honum. Ekki furða að illa hafi
gengið...
BREYTINGAR á stjórn
Helgarpóstsins hafa verið til
umfjöllunar hjá nokkrum fjöl-
miðlum síðustu dagana. Virðast
nokkrir fréttamenn þeirra hafa
gleymt þeirri gullvægu reglu að
kapp er best með forsjá og flýtt
sér einum um of að skrifa fréttir
sínar. Þannig kallaði fréttamaður
Stjörnunnar Birgi Hermannsson,
nýjan stjórnarmann í Goðgá h.f.
Birgi Ragnarsson og blaðamaður
DV, gse, flýtir sér svo mikið að ná
fréttinni í DV í gær, miðvikudag
að honum segist svo frá:
„Hákon Hákonarson hefur hætt
störfum sem framkvæmdastjóri
Helgarpóstsins og hafið störf á
Alþýðublaðinu... Fyrrum
framkvæmdastjóri Alþýðu-
blaðsins, Valdimar Jóhannesson
hefur tekið við af Hákoni sem
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bladsins..." Að öðru leyti virðist
grein gse byggð á heimildum upp
úr Alþýdublaðinu...
SAMTÖKIN Tjörnin lifi gerðu
það að tillögu til borgarráðs að
kosið yrði um ráðhúsmálið
samhliða forsetakosningunum.
Tillagan var hinsvegar felld í
borgarráði með þremur
atkvæðum gegn tveimur og fer
málið fyrir borgarstjórn á morgun.
Helstu rök Davíðs gegn tillögunni
voru þau að ef kosið yrði um
byggingu ráðhúss í tjörninni
samhliða forsetakosningum þyrfti
að setja allar flokksmaskínur í
gang og slíkt samrýmdist ekki
forsetakosningunum, væri
óviðeigandi. Hinsvegar veit
enginn til þess nema þá Davíð, að
mál þetta væri flokkspólitískt og
líklegast yrði eina flokksmaskínan
sem kalla þyrfti út einmitt
maskína borgarstjóraflokksins ...
EINS OG lesendur íþróttasíðu
Moggans hafa gjörla tekið eftir er
sjálfur Franz Beckenbauer
genginn til liðs við íþrótta-
fréttamenn blaðsins. Héldu menn
að það yrði mikill fengur að
greinum hins fræga manns, en svo
undarlega vill til að þessi frægi
knattspyrnumaður er afar lélegur
penni, öll framsetning klúðursleg
og það sem verra er, umræður
hans og vangaveltur bæta engu
við þekkingu áhugamanna á þeim
liðum sem taka þátt í Evrópu-
mótinu í sumar. Þar fyrir utan er
augljós þýðingarkeimur af öllu,
jafnvel fyrirsögnum eins og
„Fylgist með Danmörku"!
Undarlegt ef það er aðalatriðið í
greininni að menn eigi að fylgjast
með liðunum í keppninni.
Opinberun Jóhannesar
Hér veröur aö hugsa kalt „Launalækkun var skynsamleg-
og hik' ekki alltof lengi. asti samningskosturinn i kjara- samningum vetrarins."
Lækka þyrfti þúsundfalt Víglundur Þorsteinsson formaður
þjóðarinnar gengi. Félags íslenskra iðnrekenda.
Niðri