Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 32
ess er nú beðið með nokkurri
eftirvæntingu, taugatitringi og
skjálfta, hvort dómur í kaffibauna-
málinu faili fyrir aðalfund SÍS,
sem haldinn verður í Bifröst í næstu
viku. Niðurstaða Hæstaréttar hlýt-
ur að hafa veruleg áhrif á andrúms-
loft fundarins og stöðu ýmissa
framámanna SIS í augum fundar-
manna. Vinni SÍS málið verður
ómerk samþykkt stjórnar SÍS, sem
formaðurinn Valur Arnþórsson
beitti sér fyrir 24. maí 1984 á grund-
velli skýrslu Geirs Geirssonar,
endurskoðanda, um að Kaffi-
brennslu Akureyrar bæri „avisos-
peningarnir svokölluðu. Mundi SÍS
þá hafa endurkröfurétt á KA og
KEA, sem gæti numið á annað
hundrað milljónum króna. Þá pen-
inga, sem Valur vann fyrir KA og
KEA 1984 mundi hann semsagt nú
endurvinna fyrir SÍS. Semsagt
Valur—Valur 1:1. Þetta er enn eitt
skondið dæmi um hagsmuna-
árekstra þeirra manna sem gegna
mörgum stöðum í senn. Guð er sem
kunnugt er þríeinn og fer nokkuð
létt með það, þótt ekki sé það óum-
deilt. Valur er hinsvegar í senn for-
stjóri KEA og formaður KA, SÍS,
Samvinnutrygginga og Olíufélags-
ins, stjórnarmaður í Landsvirkjun
o.fl. o.fl. . . .
A
knnað glöggt dæmi um slíka
hagsmunaárekstra í sömu persón-
unni er Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar. Hann
er jafnframt fulltrúi borgarstjóra í
stjórn Granda h. f. og verður þar að
gegna hlutverki atvinnurekandans
varðandi uppsagnir starfsfólks.
Jafnframt er hann formaður stjórn-
ar KRON og stjórnar Miklagarðs.
Sem slíkur þarf hann að semja við
Magnús L. Sveinsson um kjör
afgreiðslufólks og standa þar að
sjálfsögðu harður á sjónarmiðum
atvinnurekenda. Magnús L. verður
hins vegar sem forseti borgar-
stjórnar að tefja framgang tillögu
minnihlutans um sömu lágmarks-
laun fyrir borgarstarfsmenn og
hann gerir kröfu um og berst hart
fyrir sem formaður VR, m.a. á þeim
grundvelli, að fyrir slíku hafi ekki
verið gert ráð fyrir í afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar borgarinnar. Afleið-
ingin er algert vantraust almenn-
ings á getu þessara manna og ann-
arra, sem svipað er ástatt um, til
þess yfirleitt að sjá nokkrum hags-
munum borgið annarra en sjálfra
sín.
um rekstur sinn, Sjávarafurðir hf.
og hefur 100.000 króna hlutafé þeg-
ar verið greitt . . .
lýlega fór fram skiptafund-
ur vegna þrotabús Sjávarvara hf.,
sem var fyrirtæki Péturs Einars-
sonar, hins umdeilda skreiðarsölu-
manns. Pétur þessi var síðast í frétt-
um þegar hann hótaði tugmilljóna
króna meiðyrðamáli gegn Vik-
unni, fyrr á þessu ári. Á fundinn
mætti aðeins einn af mörgum kröfu-
höfum og fór svo að fundi var frest-
að að ósk Péturs, í ljósi þess að úti-
standandi kröfur væru væntanlegar
inn. Ekki var þessu mótmælt, enda
liggur fyrir að eignir fyrirtækisins á
þessari stundu eru ein bifreið,
hvorki meira né minna. Á sama
tíma hefur það hins vegar gerst að
Pétur hefur stofnað i.ýtt hlutafélag
lannabreytingar standa
nú fyrir dyrum hjá Steinullar-
verksmiðjunni á Sauðárkróki.
Þórður H. Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri, hefur sagt upp störf-
um og er á leið suður. Hann mun
taka við forstjórastarfi í fyrirtæki
Árna Gestssonar, Glóbusi hf. Lík-
legasti eftirmaður Þórðar mun vera
Einar Einarsson, núverandi fram-
leiðslustjóri Steinullarverksmiðj-
unnar . . .
^ UMFERÐARMENNING ^
- Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum.
V UrÁO j
■ v.
^ZeSTegtTrra9Íalda
JTTUna9reiðsl„a
e
S 6'
•SajJI “ncnrriraður slaö^
Sfl amí
-9SS
Frumril
Gr*W$luskjai
GJALDDAGI
.FYRIRSKIL .
A STAÐGRSÐSLUFE
Launagreiðendum ber að
skila afdreginni staðgreiðslu
af launum og reiknuðu endur-
gjaldi mánaðarlega. Ekki
skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd
fyrirfram eða eftir á.
Gjalddagi skila er 1.
hvers mánaðar en eindagi
þann 15.
Með greiðslu skal fylgja grein-
argerð á sérstöku eyðublaði
„skilagrein". Skilagrein berað
skila, þó svo að engin stað-
greiðsla hafi verið dregin af í
mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu
vera í heilum krónum.
Allir launagreiðendur og sjálf-
stæðir rekstraraðilar eiga að
hafa fengið eyðublöð fyrir
skilagrein send. Þeir sem ein-
hverra hluta vegna hafa ekki
fengið þau snúi sér til skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra, gjald-
heimtna eða innheimtumanna
ríkissjóðs.
-Gerið skil tímanlega
og forðist örtröð síðustu dagana.
32 HELGARPÓSTURINN