Helgarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 10
VETTVANGUR
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Btaöamenn:
Prófarkir:
Ljósmyndir:
Útlit:
Framkvœmdastjóri:
Dreifingarstjóri:
Augiýsingar:
Áskrift:
Afgreiðsla:
Aðsetur blaösins:
Útgefandi:
Setning og umbrot:
Prentun:
Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson
Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friðrik
Þór Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Kristján
Kristjánsson, Páll Hannesson
Sigríður H. Gunnarsdóttir
Jim Smart
Jón Óskar
Valdimar Jóhannsson
Birgir Lárusson
Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson, Steen
Johansson
Guðrún Geirsdóttir
Bryndis Hilmarsdóttir
er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511
Goðgá hf.
Leturval sf.
Blaðaprent hf.
Einfalt mál
i
i
j
!
:
Helgarpósturinn hefur nú komið út um tíu ára skeið og unn-
ið sér fastan sess í þjóðlífinu sem blað, sem þorir þegar aðrir
þegja, blað óháð hagsmunum og þrýstihópum, óháð fjár-
magns- og valdaöflum. Helgarpósturinn er blað hinnar eilífu
stjórnarandstöðu. Hann hlýtur að hafa vakandi auga á hinu
opinbera embættis- og valdakerfi, hver svo sem með stjórnina
fer í það og það skiptið, og gagnrýna það, sem miður fer. Hann
hlýtur að fylgjast grannt með hvernig hagsmunir fléttast sam-
an og rekast á og reyna að útskýra fyrir lesendum sínum sín-
um innviði stofnana og innbyrðis samskipti og tengsl stjórn-
enda þeirra. Blaðið hefur jafnan tekið málstað lítilmagnans í
samskiptum hans við handhafa auðs og valda, málstað ein-
stakiingsins gegn „kerfinu”, málstað afmennings gegn vaid-
níðslu og einræðisbrölti.
Helgarpósturinn boðar ekki trú á neinar allsherjarlausnir.
Hann er ekki boðberi hugmynda eins stjórnmálaflokks frem-
ur en annars. Hann ber saman hugmyndir og orð manna,
stofnana og samtaka og mælir gerðirnar á mælikvarða hug-
sjóna, hugmynda og orða. Hann reynir að skyggnast bak við
yfirborðið og svara spurningunni eilífu um hverjum það sé
endanlega í hag að menn í valdastöðum haga sér fremur á
þennan veginn en hinn. Bak við þá gagnrýni er ekki heildstæð
hugmyndafræði heldur er hún borin fram af starfsliði blaðsins
eins og það er skipað á hverjum tíma og venjulega undir nafni
viðkomandi blaðamanns. Aðalatriðið er að staðreyndir séu
dregnar nógu skýrt fram til að lesendur blaðsins geti myndað
sér skoðanir um mál, án tillits til þess, hvort þeir eru sammála
ályktunum blaðamanns eða ekki.
Meðal þeirra valdastofnana í þjóðfélaginu, sem Helgarpóst-
urinn hefur gagnrýnt, eru hinar fjölmennu og áhrifamiklu
fjöldahreyfingar eins og verkalýðshreyfingin og samvinnu-
hreyfingin, enda á blaðið ekki upp á pallborðið hjá ýmsum for-
ystumönnum þeirra og forstjórum. Blaðið hefur líka eftir
megni reynt að veita einkaframtakinu aðhald með því að af-
hjúpa ýmsar vafasamar aðgerðir forkólfa þess. Þetta þýðir
ekki að blaðið taki afstöðu með eða móti verkalýðshreyfingu,
samvinnuhreyfingu, einkaframtaki, eða ríkisrekstri. Aðeins
að í hverju tilviki áskilur það sér rétt til að gagnrýna og bera
saman orð og gerðir manna, sem eru í forsvari, og veita al-
menningi innsýn í hvernig ákvarðanir eru teknar og hverjum
tilgangi þær þjóni.
Það þjóðfélag, sem við lifum í er um margt sérstakt. Það gef-
ur okkur að mörgu leyti meira svigrúm og athafnafrelsi en
tíðkast í milljónaþjóðfélögum. Það er um leið kunningja- og
ættasamfélag, þar sem mál eru oft leyst óformlega á milli
manna. Jafnframt er óvenjumikil leynd yfir öllu stjórnkerfinu
og oft erfitt að draga menn til ábyrgðar á gerðum, sem valda
samfélaginu öllu stórfelldum skaða. Samábyrgð starfs- og
valdahópa er oft algjör og umlukin órjúfanlegum þagnarmúr.
Helgarpósturinn hefur valið sér það hlutskipti að reyna að
rjúfa skörð í þennan þagnarmúr, að vekja til umræðu mál, sem
áttu að liggja í þagnargildi, að afhjúpa gerðir, sem í kyrrþey
voru afgreiddar milli vina, og aldrei áttu að koma upp á yfir-
borðið.
Þetta er ekki vinsælt hlutskipti, enda var Helgarpóstinum
aldrei ætlað að vera „til þægðar, þeim sem með völdin fóru á
landi hér”. Þetta er ekki heldur sú stefna, sem líklegust er að
gefa mikið í aðra hönd. Þó hefur blaðinu vaxið fiskur um
hrygg með árunum og eftir eldskírn Hafskipsmálsins, hefur
blaðið átt stóran og vaxandi lesendahóp og verið rekið með
nokkrum hagnaði, eins og hlýtur að vera keppikefli hvers heil-
brigðs fyrirtækis. Samtímis hafa farið að koma upp deilur í
hlutafélaginu Goðgá h.f., sem staðið hefur að rekstri blaðsins.
Stjórnarskipti urðu í félaginu með verulegum illindum í byrjun
þessarar viku. Við það hafa alls kyns flugufregnir fengið byr
undir báða vængi, að einhverjir hagsmunahópar séu að seilast
til áhrifa á ritstjórnarstefnu blaðsins. En hlutabréfaeign í Goð-
gá breytir engu til eða frá. Frá upphafi blaðsins hafa gilt um
það skýrar línur, að stjórn rekstrarfélagsins hefur engin áhrif
á ritstjórnarstefnu blaðsins. Þannig verður það einnig fram-
vegis. Helgarpósturinn er ekki bara það blað, sem þú lesandi
góður hefur nú í höndunum. Hann er markviss stefna tjáning-
arfrelsis, sem fengið hefur aukinn hljómgrunn með þjóðinni.
Sé þeirri stefnu breytt er hann ekki lengur Helgarpóstur og
verður að vera skrifaður og lesinn af öðru fólki. Svo einfalt er
það.
10 HELGARPÓSTURINN
Músíkalskt sálar-
húshald þjóðarinnar
Dœmi um popp-mynd. Andy Warhol: „Súpa Campbells", 1965; 91,7 x 60,9 cm;
Museum of Modern Art, New York.
Frumskapandi list er tilfinninga-
útstreymi andlegrar audlegðar, þar
sem saman fara handverksleg
kunnátta, skilvitleg dómgreind og
þroskavaninn smekkur, ásamt hlut-
fallsbundnu samrœmi byggingar-
þátta, sem eru skilyrði fegurðar.
Ekkert ord hefir á siðustu tímum
verið eins misnotað og list, ekki síst
tónlist. Noröurlandamálin nota hér
kúnst, sem kemur af „að kunna"
(sbr. íslenzka orðið: kunnusta =
kunnátta; hœfileiki). Mjög sjaldan
bregða þau upp ordinu „tone-
kunst", nema þá í hátíðlegum til-
gangi. í þess stað stendur jafnan
músík, sem einnig er komið inn í ís-
lenzkar orðabœkur.
Kristján Kristjánsson spyr m.a. í
grein sinni 5.5.: Er list List? Því hefi
ég þegar svarað. Kenningum um
klassíska list hefir aldrei og mun
aldrei verða kollvarpaö. Þau lögmál
birtast í höggmyndum Grikkja,
myndverkum Giottos, Rembrandts,
tónverkum Bachs, Beethovens og
Bartóks. Þau halda áfram að lifa svo
lengi sem maðurinn heldur áfram
að vera homo sapiens.
KK minnist á Andy Warhol og
staðhæfingu hans, að listin sé að-
eins skynjanlegt yfirborð. Já, víð-
kunn er mynd hans af Campbell’s
tómatsúpudós. En spurningin er
bara, hvort myndavél geti ekki skil-
að jafngóðri mynd. Málari er þá
beztur, er hann skyggnist bak við
ysta hjúp, sýnir innra eðli hutanna,
jafnvel sálskyggnir manninn. Góður
rithöfundur ritar mannlýsingar, sem
lýsa upp hugarfar og sálarlíf manns-
ins. Yfirborðslýsingar þar verða að-
eins snauður sjúrnalismi.
Dægurlög verða aldrei annað en
dægurflugur. Amerískur félags-
f^æðingur hefir reiknað út, að með-
alævitími þeirra sé aðeins sjö vikur.
Unglingar, sem í einskonar vímu-
áreitni hafa safnað að sér stöflum af
popp-plötum, segja oft, eftir að náð
er fullum þroska-aldri: Þetta er lítt
áhugavert; þetta er allt eins. Hér
skortir sem sagt fjölhæfi. List krefst
hinsvegar fjölbreytni innan einingar
heildar. Sé þessum skilyrðum full-
nægt (ásamt skilgreiningu upphafs),
verður listin varanleg. Jónas Hall-
grímsson segir: Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva (ánægjan af að
skapa list, flytja hana eða sýna,
njóta hennar og láta hana sá út frá
sér).
Aðeins þeir, sem vita, af hve lítilli
skynsemi heiminum sé stjórnað,
geta skilið rás sögunnar. Og nú er svo
komið, að við stöndum andspænis
sjálfsmorðs-,,menningu“ nútímans.
Gegn henni verða allir rithöfundar
að verjast og berjast. í þeim brengl-
aða heimi er gjarna gengið á það
lagið að villa mönnum sýn, blekkja
menn með því m.a. að falsa upp-
runalega göfug hugtök eins og list
og frelsi. Músík, sem ekki er hægt að
taka alvarlega, er kölluð list. KK tal-
ar iðulega um dægurtónlist og dæg-
urtónlistarhöfunda. En þesskonar
músík verðskuldar ekki listarheiti.
Sem iðnaðarframleiðsla er hún fyrst
og fremst afþreyja, vímuverkandi
og dópkynjaður kommersíalismi,
ögrandi og espandi sexúalismi.
Þesskonar músík er því bein and-
stæða við list, sem á að göfga mann-
inn, fullnægja fegurðarþrá hans,
veita honum innsýn í æðri heima,
gefa honum styrk í sorg, gleði á
góðri stund, næra anda hans og
upphefja sál. Þannig hefir músíkin
siðfræðilegt gildi. Þessvegna segir
Shakespeare: Sá maður, sem ekki
ber samræmi hljómsins í brjósti sér,
er hæfur til hinna verstu illverka.
Annað dæmi um hugtakafölsun
er frelsi. Þegar íbúar Mið-Evrópu
kvarta um mengandi hávaða af lág-
flugi NATO-þrýstiloftshervéla, or-
sakandi meðal íbúa sprungna hljóð-
himnu, hækkaðan blóðþrýsting,
minnkandi blóðrennsli um hjarta,
húð og heila, — og jafnvel kirkju-
turnar hrynja vegna loftbylgjuþrýst-
ings lágflugs, þá gefa ábyrgðarlausir
pólitíkusar þá afsakandi skýringu,
að þetta sé ómur frelsisins (sound of
freedom).
KK hikar ekki við að sæma Megas
listamannstitli. Til voru á miðöldum
urmuil af farandsöngvurum og föru-
manna-hljóðfæraleikurum (mimus,
joculator, histrio, jongleur, minstrel).
Voru þetta trúðar, skrípaleikarar og
allskyns loddarar. Skemmtu þeir
fólki á vertshúsum og torgum. Nöfn
þeirra eru nú öll gleymd og
skemmtiatriði þeirra líka. Þeir hafa
engin áhrif haft á þróun músíksög-
unnar. Svipuðu máli mun gegna um
poppara nútímans. Já, Megas er
jafnvel titlaður sem meistari. Hing-
að til hafa íslendingar aðeins átt tvo
meistara: Meistari Jón (Vídalín) og
meistari Kjarval. Nú er trúbadorinn
Megas líka „formeistraður”. Sic
transit gloria mundi!
Líf er gert úr efni, er nefnist tími.
I engri sölubúð er slíkt efni finnan-
legt. Þó er það skynjanlegt í afrek-
um, sem þeir ódauðlegu hafa eftir
sig látið. Einn þeirra er orígínalséní-
ið Mozart. KK gerir sig beran að
ótrúlegri fávísi, sem jaðrar við
menningarlega ófyrirleitni, er hann
vill gera bítlapiltana, Lennon og
McCartney, að jafnokum Mozarts.
Slíkt óheyrilegt menntunarleysi
gæti jafnast á við það að setja í sama
gæðaflokk stórsöngvarann Caruso
og frumkvöðul soul-music, Sam
Cooke, en rödd hans er í raun eins
og sandpappír og hljómar eins og
orgel fordæmdra sálna.
Að menningarstraumur nútímans
liggi á slóðum poppara, er heldur
óhrjálegur vitnisburður um okkar
samfélag, og því trúa vonandi að-
eins þeir skraddarasveinar, sem
sauma nýju fötin keisarans. Hins-
vegar má segja, að menntastjórn
þessa lands hafi sofnað á verðinum
og drukkið heilann úr hausnum á
sér. Útgáfa á góðri, varanlegri músík
er svo til engin, hvorki á nótum,
plötum né snældum. En markaður-’
inn er yfirfullur af popp-iðnaðar-
framleiðslu, sem er frekar afsiðandi
en uppbyggjandi. Hér má heimfæra
upp á tónmenntir grein, sem
Matthías Viðar Sæmundsson reit í
Þjóðviljann 2.12. 1984, en þar segir
hann m.a.: ...slæmar bókmenntir
geta kyrkt skapandi viðleitni í fæð-
ingu, alið á annesjahætti og valdið
ómældum skaða í augnablikinu,
jafnvel brenglað menningarlíf þjóð-
ar um nokkurt skeið.” Ennfremur:
,,... voru flest verk þeirra lítið annað
en sníkjugróður á fjöldahreyfing-
um. .. og eiga fátt skylt við listsköp-
un. ”
Það er að vísu rétt hjá KK, að
skólaganga ein gerir engan að lista-
manni. Hinsvegar verður heldur
ekki neinn listamaður án skóla-
göngu, því að handverk er undir-
staða allrar listar, og það verður að
lærast. Síðan kemur upplagið, hug-
kvæmnin, neistinn, ásamt tilliti til
arfahluta fortíðar, mati á nútíð og
sýn til framtíðar. Það er ekki nóg að
kalla sig alvarlegt (í hverju felst al-
varan?) nútímatónskáld á sviði fag-
urtónlistar, ef músíkin er dehúman-
íséruð (eins og mikið af popp-
músík), á sér engar rætur í eigin
jarðvegi. Músíkin er samin af mann-
inum og handa manninum. Maður-
inn er félagsvera og þarfnast félags-
legrar listar, sem músíkin er; því að
öll Ijóðlist og líka músík er aðeins
tjáningarháttur, ef svo mætti segja:
sálarlíkami innri sögu þjóðarinnar.
Dr. Hallgrímur Helgason