Tíminn - 23.12.1939, Síða 4
4
T í M I N N
Kaj Munk:
Jólaæfiniý rið
en svarta myrkur fyrir komandi kynslóðir,
eins og hún hefir lika veitt í ríkum mœU
yfir samtíð sína.
Ekki veit ég, hvað œtti að vera oss ís-
lendingum ábending — og öðrum, sem
minni máttar eru í hinum œgilegu átök-
um milli þjóðanna nú, um að lúta konungi
jólanna, tigna hann og elska — ef ekki
myrkur þeirrar nœtur, sem nú ríkir, og
sem allir óttast. Vér sjáum myrkrið svart-
ast og œgilegast, þar sem reynt hefir verið
að draga úr dýrð hans og áhrifamœtti yfir
mannshugunum og oss er farið að skiljast
það, að frelsi þjóðarinnar og fullveldi, sem
eru frumskilyrði vaxandi lifs og menningar
með henni, það sé litils metið i heiðnum
hugum, sem dýrka vald veraldarhöfðingja
og sjá endurlausn þjakaðra manna í nýjum
yfirgangi og undirokun. — Oss verður að
skiljast það til fulls, að undirstaða fegri
framtiðar og frelsis þjóðar vorrar, og ann-
arra þjóða, sem ekki treysta á vald vopn-
anna, hún er i heilbrigðri lifstrú, sálar-
göfgi og sannleiksást einstaklinganna. Og
ekkert vald hefir orkað meira í þessum
efnum en trú og boðun hans, sem jólahá-
tlðin flytur oss. Þar sem stoðir trúar hans
og boðunar hafa brostið, þar hefir ekki
aðeins myrkur haturs og heiftar hjúpazt
um einstaklingana, heldur hefir einnig
myrkur ánauðar. og undirokunar fœrzt yfir
þjóðirnar fyrr en varði.
Skoðun hans og skilningur á lífinu og
vandamálum þess, hefir verið uppspretta
þeirrar réttarkenndar, sannleiksástar og
frelsisvitundar, sem menning vor hefir al-
ið og sem birzt hefir, þar sem bezt var, l
auknum mannréttindum og fyllra þjóð-
frelsi.
Ég veit að vísu, að fleiri nœturskuggar
hvíla nú um þessi jól yfir hugum mann-
anna, en þeir, sem stafa frá hildarleiknum
mikla umhverfis oss. Því miður ríkir enn-
þá ranglœti og misrétti í mörgum mynd-
um í sambúðarháttum vor mannanna.
Því miður er ábyrgðartilfinningin gagn-
vart hinum einföldustu bróðurskyldum œði
sljó allt of víða með vorri þjóð, eins og
viðar. Og aldrei skyldi kristinn maður
gera sig ánœgðan eða sofna gagnvart þeim
skuggum heiðindómsins. Hvar sem þeir
eru, vekja þeir, að vonum, beiskju og hatur,
sem drepur heilbrigða lifstrú og byrgja
fyrir birtu þá og dýrð, sem lífið á. En
slíkar meinsemdir verða aldrei læknaðar
með nýju og meira ranglœti, auknu hatri
og víðtœkari undirokun. Sú lœkning verður
að byrja innan frá hjá einstaklingunum
sjálfum, i fyllri ábyrgðartilfinningu gagn-
vart lífinu, meiri elsku og fórnarhuga, eins
og jólaboðunin ber oss.
Og skuggar þeir, sem einstaklingarnir
mæta í svo margvíslegum myndum, í von-
brigðum, ástvinamissi, aðkasti og ósigrum,
sálarkvölum og svikum, þeir hverfa ekki
fyrir neinu ytra valdi, heldur aðeins fyrir
geislum þeirrar trúar, sem veit af guðlegri
handleiðslu og gœzkuríkri stjórn í atburða-
rás œfinnar, jafnt á myrkum leiðum sem
björtum, og sem eygir bjarma nýrrar dags-
brúnar gegnum dimmu hverrar nætur.
Þegar nóttin nú er svo myrk og löng
umhverfis oss og í athöfnum þjóðanna,
þegar svo mörg hjörtu þrá frið og góðan
hug meðal mannanna, þá ætti hlýr and-
vari og helgur friður jólahátiðarinnar að
eiga greiðan gang að hjörtum vorum. Þá
megum vér ekki missa sjónar af bjarman-
um frá Betlehemsvöllum í því myrkri, né
missa af ómunum þaðan, sem ennþá boða
þjökuðu mannkyni frið á jörð og velþókn-
un guðs, þar sem andi jólabarnsins, elska
hans og trú, fœr að rikja í sálum þeirra.
Vitnisburður aldanna er órœkur um það,
Fegursta æfintýri heimsins er llka kunn-
asta æfintýrið. í dag verður það rifjað
upp um heim allan á miklum fjölda tungu-
mála fyrir miljónum manna, bömum og
fullorðnu fólki. Það fjallar ekki um kóngs-
dótturina og hálft kóngsríkið. Engir eru
þar drekar, né dýr, sem tala mannamáli.
Það hefst ósköp hversdagslega á því að
skýra frá pólitískri ráðstöfun, og heldur
svo áfram með látlausri frásögn um ung
hjón, sem áttu von á barni, og fæðingu
barnsins, sem að bar með talsvert söguleg-
um hætti. En mitt í frásögninni, þegar
manni finnst sem komið sé í ærið óvænt
efni, kemur engill til sögunnar. Ekki all-
langt frá fjárhúsi veitingakrárinnar, úti
á völlunum, þar sem hjásetumennirnir
hálfskulfu í næturkulinu og fannst nóttin
heldur lengi að líða, sló yfir furðulegri
birtu. „Stjömuhrap,“ hefir einhver þeirra
sagt til að byrja með. „Nei, vígahnöttur,“
segir þá annar. Nú fara sumir að tala um
eldsvoða og „hvað getur þetta verið?“ Og
skyndilega er ljómi þessi kominn mitt á
meðal þeirra, svo þeir fá ofbirtu í augun
og þeim fallast orð, en úr þessum ljóma
talar rödd til þeirra um mikinn fegins-
atburð. Frelsari er fæddur og til marks
um það er þetta: Þeir munu finna ung-
barn liggjandi í jötu. Og nú yfirgnæfa
þúsund raddir þessa einu rödd, fagn-andi
kór: þökkum guði, friður ríki á jörð og
með mönnum góður vilji.
Svo hverfur ljóminn og raddirnar
hljóðna. En fjármennirnir hraða sér til
borgarinnar, trúaðir á undrið en fullir
ákefðar um að fá fulla vissu.
Og nú erum við stödd í fjárhúsinu, þar
sem fjármennirnir þyrpast kringum föður
barnsins, sem allur fer hjá sér, hina ungu
móður, sem enn er rök af svita um ennið,
og litla, ófrýna, hrukkótta hvítvoðunginn.
Við byrjuðum á jörðunni, eitt andartak
vorum við hafin yfir rúm og tíma í himn-
eskan Ijóma — og nú erum við á jörðunni
aftur. En lítum nú á þessi andlit, hlýðum
á þessar raddir, þessa hina gömlu röddina:
Þér þakka ég guð minn góður, er gafst mér
slíkt að sjá. Hér er himininn og jörðin.
Þetta er fegursta æfintýri í heimi.
að sérhver nótt hefir orðið að víkja, þar
sem kraftur hans og kœrleiki gagntók
sálir manna, og friðinn, sem hann flutti,
megnaði engin styrjöld, engir stormar og
engin áföll lifsins að nema burtu.
Á þessari hátíð friðar og fagnaðar, ósk-
um vér af heilum huga öllum mönnum og
þjóðum friðar og farsœlli framtíðar l skjóli
hans. Vér óskum og vonum, að dagur megi
rísa sem fyrst úr dökkva þeim, sem nú
grúfir svo myrkur og ógnandi yfir mann-
kyninu. Og vér trúum því, að svo muni
verða. En um fram alit óskum vér öllum
mönnum friðar og öryggis guðstrúarinnar
í sálir sínar, og Ijóma dýrðar hans yfir
nœturleiðirnar, sem þeir ganga. Því að vér
vitum, að þegar þannig dagar í sálum
sjálfra þeirra, þá muni „hinn signaði dag-
ur“ sjáandans frá Betlehem einnig renna
yfir aðrar leiðir þeirra, vandamál og við-
fangsefni.
Megi jólin bera oss, og öllum mönnum,
þannig boðskap sinn, kraft hans og frið.
Amen.
[Kaj Munk prestur í Vedersö á Vestur-Jótlandi,
er talinn einna fremstur þeirra skálda, er rita á
danska tungu. Hann er ungur að aldri, fæddur 1898,
en óhætt mun að segja, að enginn danskur höf-
undur hefir vakið á sér meiri athygli og valdið
jafn miklu umtali og hann hefir gert síðustu 10 ár.
Munk hefir ritað mikið. Leikrit fyrst og fremst,
og svo sæg af blaðagreinum. Auk þess er hann
gott ljóðskáld. Á íslenzku hefir ekki birzt neitt
eftir hann á prenti, en í fyrra fór útvarpið með
eitt leikrit hans, Orðið. Kaj Munk fer mjög sínar
eigin götur. Hann temur sér að orða hugsanir sínar
á frumlegan hátt, og er ófeiminn að hneyksla fólk,
ef svo ber undir. Hann er djarfmæltur og lætur
margt fjúka, sem sumum þykir ekki sem prests-
legast. En sagður er hann góður kennimaður og
vinsæll af alþýðu í sóknum sínum. Höfuðrit hans
eru: Hugsjónamaður, Cant, Orðið og Hann situr
við deigluna. — Greinin er lauslega þýdd úr rit-
gerðasafninu Himmel og Jord (1939). — Þ. J.]
Jú, það játa allir. En er þetta nú líka
sannleikur?
Auðvitað er það sannleikur. Ég hefi al-
drei vitað æfintýri, sem ekki var satt. Því
kynlegri á að heyra, því gázkafyllri og
lausari í reipunum — því auðugri voru
þau að virkileika, heilbrigðri skynsemi og
samhengi, ef betur var að gáð. í fegursta
æfintýri heimsins lýsa þær stjörnurnar
bjartast, að það eru hendingar, sem uppi
halda áformi tilverunnar, að smáatvik eru
reyndar stórviðburðir, að það hlotnast helzt
einföldum sálum að skynja innstu rök til-
verunnar, í ljósi augnabliksins. Þetta við-
urkenna margir.
En er sjálf frásögnin sönn? Játum það,
að hún sé fögur og feli í sér mikla vizku,
en er hún sögulega sönn? Fæddist svein-
barn í fjárhúsi í Betlehem á landshöfð-
ingjaárum Kviriniusar? Fengu einhverjir
menn vitneskju um þetta frá englum? Og
var þessi drengur lausnari heimsins? Er
allt þetta rétt?
Ja, hversu má ég, vesæll maður, vita
slíkt, sem veit ekki einu sinni, hvort ég
hefi sjálfur fæözt, eða einhver hrekkja-
lómur hefir bruggað mig saman með efna-
fræði-konstum? Eigi ég að trúa því, sem
gerzt hefir á löngu liðnum tímum, verð