Tíminn - 23.12.1939, Síða 9

Tíminn - 23.12.1939, Síða 9
T f M I N N 9 Pálmi Hannesson: S v a ð Sunnanvert við Sprengisandsveg er hagablettur sá, sem Starkaðsver heitir. í verinu stendur einstakur steinn, allstór, og heitir Starkaðssteinn. Um örnefni þessi er sú saga, að Starkaður hafi maður heitið, frá Stóruvöllum í Bárðardal. Hann átti sér unnustu suður í Hreppum, sumir segja í Stóra-Núpi, en aðrir í Þrándarholti. Ein- hverju sinni fór hann einn síns liðs suður yfir Sprengisand til að finna stúlku sína. En á leiðinni varð hann úti, og fundust beinin undir steininum síðar. Um svipað leyti dreymdi stúlkuna, að Starkaður kæmi til sín og kvæði vísu þessa: Angur og mein fyrir auðarrein oft hafa skatnar þegið. Starkaðar bein und stórum stein um stundu hafa legið. Hér verður sögð önnur saga, sem um sumt er ekki óáþekk þessari. Það er engin þjóð- saga og hefir gerzt á okkar dögum. Maður er nefndur Sturla Jónsson. Hann er fæddur að Halldórsstöðum í Bárðardal, 26. júní árið 1888. Foreldrar hans voru þau Jón Þorkelsson, albróðir séra Jóhanns dómkirkjuprests í Reykjavík, og Jóhanna Sturludóttir, Erlendssonar, og Önnu, hálf- systur Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum við Mývatn. Jón Þorkelsson, faðir Sturlu, var oftast kenndur við Jarlsstaði eða Víði- ker í Bárðardal, og var hann víðkunnur norðanlands fyrir dugnað og harðfengi á ferðalögum. Hann fylgdi mörgum ferða- mönnum, bæði fyrir Sprengisand og inn í Öskju, og eftir honum er heitið Jóns- skarð í Dyngjufjöllum. Sturla fluttist með foreldrum sínum að Jarlsstöðum í Bárðardal 9 ára gamall og ólst þar upp síðan. Gerðist hann hinn röskvasti maður, eins og íaðir hans. Árið 1912 tók hann við búsforráðum með móður sinni, því að faðir hans var þá far- inn að heilsu og lézt ári síðar. Eins og ung- um mönnum er títt, hafði Sturla hug á að sjá sig um, og varð það því að ráði, að móðir hans skrifaði Tryggva Gunnarssyni bankastjóra, sem var frændi hennar, og bað hann að útvega syni sínum atvinnu fyrir sunnan. Tryggvi hét því, og haustið 1913 gerði Sturla ferð sína til Reykjavík- ur, en þegar þangað kom, var enga atvinnu að fá í svip, og dvaldi hann því um tíma hjá kunningja sínum að norðan, Jónasi Jónsssyni frá Hriflu. Þar hitti hann Gest heitinn Einarsson í Hæli, sem var staddur í Reykjavík. Gestur kvað sig vanta vetrar- mann og vilja gjarnan fá til sín Norð- lending, en hann hafði falað mann úr Holtum, og gat því eigi ráðið Sturlu að svo komnu. En hann kvaðst koma suður aftur að hálfum mánuði liðnum, og geti þá verið, að hann vilji taka Sturlu, ef hinn bregðist og hann verði þá óráðinn. Líður svo nokkur tími og býðst Sturlu at- vinna suður með sjó og víðar, en hann lét laust og bundið, því að hann hafði hug á að komast til Gests, sem þá var lands- kunnur bóndi, og taldi sig mundu geta lært margt nýtilegt hjá honum. Gestur kom nú suður á tilsettum tíma, og ræðst Sturlu þá til hans. Sama kvöldið hringir Tryggvi Gunnarsson til hans og kveðst hafa útvegað honum atvinnu í pósthúsinu. Sturla vildi þá ekki rifta ráðn- HfÖT ingunni við Gest, en fór með honum austur að Hæli, og var þar um veturinn. Systur átti Gestur, þá er Sigríður hét. Felldu þau Sturla hugi saman og trúlof- uðust, þó að lágt færi í fyrstu, eins og oft vill verða. Vorið eftir fór Sturla norður aftur til átthaga sinna, og var um sumarið hjá móður sinni á Jarlsstöðum, en veturinn næsta, 1914—15, var hann aftur á Hæli. Um vorið hvarf hann heim á ný, og hugs- aði nú til að staðfesta ráð sitt. Sjálfur hugði hann helzt á að ílengjast fyrir norð- an, en Gestur og kærastan hvöttu hann aftur til að setjast að syðra, og lofaði Gest- ur að útvega honum jarðnæði þar. Líður svo fran? á vetur, að ekki ber til tíðinda, fyrri en bréf kemur frá Gesti, þar sem hann kveðst hafa fengið jörðina Fljótshóla í Flóa handa Sturlu. Eigi vildi þó Sturla taka jörðina óséð, og tekur sér far með skipi til Reykjavíkur í byrjun Góu. Þaðan fór hann austur og átti þar skamma dvöl, áður en hann héldi norður aftur gangandi. Fór hann þá sveitir og hafði dagleiðir lang- ar, enda var hann göngumaður með af- brigðum, sem síðar mun sagt verða. Nú er frá því að segja, að Sturla hafði um haustið komið hrossum í hagagöngu á Mjóadal. Sá dalur liggur suður frá Mýri, fremsta bæ í Bárðardal, og var þar byggð lengi, en nú er þar hestaganga framan af vetri. Einhverju sinni snemma vetrar var farið til hrossanna. Vantaði þá þrjú, og átti Sturla eitt þeirra. Voru honum nú gerð orð um þetta, og býst hann til leitar. Heldur hann nú suður að Mýri, og verða þeir tveir saman í leitina, hann og maður að nafni Tómas Tryggvason, sem átti heima á Mýri. Þetta var snemma á jóla- föstu og gangfæri hið bezta. Halda þeir nú fram á afrétt, allt suður að Kiðagilshnjúk, og snúa þar við, út á svo nefnda Mosa. Þar finna þeir hrossin. Hugsar nú Sturla með sér, að ekki væri nema mannsverk að ganga suður yfir Sprengisand, en lætur þó ekki á neinu bera um sinn. Halda þeir nú heimleiðis, en eftir þetta kemur Sturlu það jafnan í hug, að gaman væri að ganga suður Sand, og mun tvennt hafa dregið til, æfintýralöngun og þó einkum hitt, að hann hefir oft hugsað suður að Hæli. Líður svo fram til þess tíma, að hann fær bréfið frá Gesti, sem áður er sagt. Vildi hann þá leggja á fjöllin, en fékk engan til fylgd- ar við sig, og þótti viðurhlutamikið að fara einn um hávetur. Vorið 1916 var hart og snjóasamt á Norð- urlandi, og lá Skjálfandafljót með ís fram um lok. Nú leið að þeim tíma, að Sturla þyrfti suður til að taka við jörð sinni, og vex honum nú ákvörðun um að ganga á skíðum suður fjöll. Hann var vanur eftir- leitum suður á öræfi seint á haustum, og hafði oft reynt á gönguþol og harðfengi á þeim ferðum. Skjálfandafljót hafði hann vaðið í geirvörtur í 12 stiga frosti og ekki orðið meint af. Treysti hann sér því allvel til gangs og vosbúðar. Gerir hann nú ráð fyrir sér og hyggst að fara í þremur áföng- um milli byggða. Ætlar hann fyrsta dag- inn suður undir Sprengisand, annan dag í Arnarfell eða að Bólstað við Þjórsá, en hinn þriðja að Skriðufelli í Þjórsárdal. Hugði hann allar ár á hálendinu vera á Sturla Jónsson traustum ís og skíðarfæri gott, því að snjór var enn mikill í Bárðardal. Býr hann sig nú út með nesti til hálfs mánaðar, og hafði mikið af hangnu sauöa- kjöti, hráu og vel verkuðu. Hafði það reynst honum vel i eftirleitum. Tvær flöskur hafði hann af sætu kaffi. Hitunartæki hafði hann engin og farangur lítinn annan en nestið. Þó tók hann með sér allmikið af sokkaplöggum, skinnjakka, olíufatnað og gæruskinn. Sjálfur var hann búinn venju- legum ígangsfötum, eins og tíðkast í vetr- arferðum, og hafði með sér dökk gleraugu gegn snjóbirtu. Bindur hann nú farangur sinn á lítinn skíðasleða, sem var þannig gerður, að létt grind var fest á krakka- skíði. Sjálfur hafði hann skíði og vænan staf, en í farangurinn stakk hann skóflu- blaði, sem smeygja mátti upp á stafinn. Þannig útbúinn heldur Sturla nú af stað laust eftir krossmessu. En áður en hann færi, sendi hann símskeyti suður að Hæli og lætur þar vita, hvenær hans sé að vænta suður af, að öllu forfallalausu. Snjór vax þá svo mikill í Bárðardal, að hann steig á skíði sín á hlaðinu á Jarlsstöðum. Hund átti Sturla ágætavænan, sem fylgdi honum jafnan. En í þetta sinn bar svo kynlega við, að rakkinn sýndi ekki á sér neitt fararsnið, heldur lagðist undir eld- húsbekk og vildi engu sinna. Varð Sturla að kalla á hann, áður en hann skreiddist fram úr fylgsni sínu, en slíks hafði aldrei þurft við áður. Kemur Sturlu þá í hug, að fyrst hundurinn vilji ekki fylgja honum nú, sé líklegast, að annarr hvor þeirra sé feigur. Þykir honum líklegra, að það muni vera hann sjálfur, því að hundurinn muni fremur komast af. Þetta var á þriðjudegi. Heldur Sturla nú fram að Mýri, og fær þar gistingu. Heldur virtist honurn fólkið þar áhyggjufullt yfir ferðalagi hans, einkum bóndinn, Jón Karls- son, sem þar býr enn, en ekki latti hann þó fararinnar, enda hefði það komið fyrir lítið. Pálína hét móðir Jóns, gömul kona. Sagði hún við Sturlu um kvöldið: „Ekki held ég, að þú sért með öllum mjalla, Sturla, að ætla að ganga suður fjöll aleinn á þessum tíma árs“. Þá var á Mýri Tómas Tryggvason, sá er fyrr var getið. Sturla biður hann nú að fylgja sér eina dagleið til léttis. Tómas tók því heldur fálega í fyrstu, en lét þó til leiðast. Morguninn eftir halda þeir af stað klukkan 7y2. Var þá orðið svo autt fremst í Bárðardal, að þeir gátu farið á hestum fram að íshólsvatni. Þar stigu þeir á skíð- in og héldu fram íshólsdal vestanverðan, og síðan sjónhending fram á Grjót, sem taka við suður af dalnum. Veður var garra- legt, suðvestanátt með blota, og gengu skíð-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.