Tíminn - 23.12.1939, Page 14

Tíminn - 23.12.1939, Page 14
14 T f M I N N 1769. Hin beztu veður um haustið til jóla og svo allan vetur þaðan af. 1779. Vetur góður frá nýári til einmán- aðar. Fóru Norðlendingar á þorra og góu til grasa — en vorið var hart. 1787. Vetur mjög mildur á Suðurlandi. Gras grænt á jörðu og stunguþítt til ein- mánaðar. Stormar tíðir og ógæftir. 1795—96. Vetur var sumri líkur til jóla- föstu og yfirleitt hinn bezti þaðan af. Á góu blíðasta sumarveður með sífelldúm þíðum og spakviðrum til sumarmála. 1799. Vetur var víðasthvar talinn með þeim beztu og alstaðar næg jörð fyrir úti- gangspening. Þá varð Bátsendaflóð aðfara- nótt 9. jan. Þannig teljast 26 vetur góðir eða af- bragðsgóðir á 18. öldinni. Þorv. Thoroddsen telur 29 ár góð á þeirri öld, 29 hörð og 42 meðalár. Mannfall af hungri telur hann hafa orðið á 15 árunum. Verstur hnekkir á þessari öld af náttúruvöldum voru vafa- laust móðuharðindin, er hófust 1783. 19. öldin. 1800. Vetur var hinn bezti og gekk all- flestur peningur sjálfala. Hægð, blíða og staðviðri héldust fram að vordögum. 1804 og 1805 voru hinir beztu vetur og festi varla snjó á Suðurlandi. 1819. Góður vetur og snjóléttur en stormasamt á Suðurlandi. 1821. Mildur vetur og snjóléttur á Suður- og Austurlandi. Útigangspeningur gekk vel undan. 1828. Bezti vetur og gott vor. Veltiár. Meðalhiti des.-marz +0.7 st. á Nesi við Seltjörn, samkvæmt veðurathugunum Jóns Þorsteinssonar landlæknis. 1833. Vetur góður og veðurblíður um allt land. 1841. Mjög hagstætt tíðarfar. Sumstaðar gekk sauðfé sjálfala. Á Suðurlandi mundu menn eigi jafngóðan vetur. Eigi lagði þar glugga oftar en tvisvar. 1842. Vetur þíður og snjólítill. Sunnan- áttir langvinnar, veður ókyrr, úrfelli mikil. 1845. Það ár var talið með mestu ár- gæzkuárum. Svo var vorgott vestra, að fuglar fundust orpnir eggjum á sumar- málum og öndvert í maímánuði var sprungin út sóley, fífill og fífa. 1847. Framan af árinu voru frostleysur og blíðviðri, svo sóley og baldursbrá voru sumstaðar syðra komnar í blóm á þorra. Yfirleitt mundu menn eigi jafngóða vetrar- veðráttu. Túnvinna og garðyrkja voru byrjuð í einmánaðarkomu og tún voru þá farin að grænka og fénaður að taka vor- bata. 1849—50 og 1850—51 voru vetur mjög góðir. 1852. Ágætis árferði á Suðurlandi. Mikl- ar veðurblíður fram á þorra, en þá gerði harðviðri og jarðbönn. Vorið gott og gras- vöxtur mikill, svo búið var að tvíslá tún í Reykjavík fyrir hundadaga. 1855—56. Þá vissu menn varla að vetur væri. Hin einstakasta veðurblíða var þá á Suðurlandi frá nýári fram undir vor. Hin mesta árgæzka. Á Norðurlandi var líka öndvegistíð, svo menn mundu ekki jafn góðviðrasaman vetur. f Stykkishólmi var þó —6 st. meðalhiti í janúar og —0.4 í febrúar og 5.6 í marz. 1858. Vetur góður — vor slæmt. 1801. Yfirleitt góður vetur. Veðurblíða mesta á Suður- og Vesturlandi á þorra og fram í miðgóu. 1868. Vetur góður fyrir nýár og fram á þorra, síðan stirðari. í Víðikeri í Bárðardal voru þá í desembermánuði heyjaðir 27 hestar af stör og þar í grennd gengu kýr ennþá úti. 1875. Veðráttufar og árferði eitt hiðf H bezta. Vetur mjög mildur og blíður. Á Suðurlandi komu aðeins 8. frostdagar við í sjávarsíðuna frá nýári. ! 1879—80. Menn mundu ekki jafn gott \ ár. Auð jörð og þíð fram undir jól, hver ; dagurinn öðrum betri. 1881—82. Öndvegistíð fram undir jól og ! síðan frosta- og snjólítið, svo víða á Suður- ! landi fraus ekki jörð fyrr en eftir páska. 1888. Vetur mildur, góður og snjólítill 1 en veðrátta óstillt. 1890—91. Vetur mjög góður. Sást votta • fyrir gróðri á þorra sumstaðar norðan- og austanlands. í þorralok var geldfé ekki enn komið á gjöf austan lands í sumum sveit- um. 1893. Vetur mildur og frostvægur. 1895. Vetrarveðrátta mjög mild og oft líkari sumri en vetri. Er þess sérstaklega getið, að á Ströndum norður féll enginn snjór á þorra og tók þá upp áfallinn snjó og þíddi. Á þessari öld hafa því orðið að minnsta kosti 24 vetur sem teljast góðir eða af- bragðsgóðir, en mætti raunar telja fleiri talsvert yfir meðallag. Þ. Thoroddsen telur 29 góðæri á 19. öldinni, 52 meðalár og 17 harðæri. Tvisvar hefir orðið manndauði af harðrétti og er þar framför mikil frá 18. öldinni, er manndauðaárin voru 15. Það sem af er 20. öldinni, verður nú að mæta afgangi. En á síðasta áratugi hefir komið hver veturinn öðrum mildari. Ýmislegt af því, sem ég hef rakið um árferði á undangengnum öldum vekur spurningu um það, hvort veðrátta hafi í raun og veru breytzt hér á landi síðan á landnámstíð. Það eru engin tök á að ræða það mál að þessu sinni, en ég vil aðeins benda á það, að góðir vetur og meðalvetur yfirgnæfa að tölu til hina hörðu vetur á 17., 18. og 19. öldunum. Og ásetning manna á hey sín hefir víst að jafnaði verið miðuð við von um góðan vetur. Þess vegna varð líka fellir og vandræði, ef vonin um ár- gæzku brást. GIÆBILEG JOL! tshúsið Herðubreið FríUirkjjuveg 7. GLEÐILEG JÓL! Reiðhjjólaverksm. Fálkinn. GLEBILEG JÓL! Áburðarsalu ríkisins. GLEÐILEG JÓL! Grœnnietisverzlun ríkisins. GLEÐILEG JÓL! Sápuverksmiðjjan Sjjöfn. GLEÐILEG JÓL! JUllarverksmiðjjan Framtíðin. GLEÐILEG JÓL! Smjjörlíkisgerðin Ástjarður. GLEÐILEG JÓL! I Efnalaug | Reykjjavíkur. j GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL! SmjjörMkisgerðin .Svanur“. 99^ í i •>* Sláturfélag Suðurlands.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.