Tíminn - 23.12.1939, Síða 16

Tíminn - 23.12.1939, Síða 16
16 TÍMINN GLEÐILEG JÓL! Málarinn. * GLEÐILEG JÓL! Veggfóðrarinn h.f. GLEÐILEG JÓL! Litir & Löhh. GLEÐILEG JÓL! Bifreiðastöð tslands. GLEÐILEG JÓL! HlAMAB h.f. GLEÐILEG JÓL! Verhsmiðfan Fram. GLEÐILEG JÓL! . . Blómaverzlunin Flóra. Það er bezt að spyrja hann ráða.“ „Já, já, ég hringi strax. Ég sæki hann samstundis. Jaffé?“ „Felix Jaffé,“ endurtók læknirinn. „Látið símstöðina ná í númerið hans.“ „Hefir hún það af?“ spurði ég. „Það verður að stöðva blóðrásina," gegndi hann. Ég togaði þjónustustúlkuna með mér og hljóp af stað. Hún benti mér á hús Mass- manns, þar sem síminn var. Ég hringdi eins og vitlaus maður. Nokkrir menn sátu þar inni við drykkju. Ég fékk ekki skilið, hvernig nokkur gæti setið hér og drukkið öl, meðan Pat blæddi út.--------- Loksins tilkynnti stöðin númerið. Ég spurði eftir prófessornum. Hjúkrunarkona svaraði mér. Prófessor Jaffé var farinn út. Mér fannst hjartað nema staðar, en sló því næst eins og það ætlaði að springa. „Hvar er hann? Ég verð að tala við hann á stundinni." Stúlkan vissi það ekki, spurðist fyrir í síma annars sjúkrahúss, og tilkynnti svo, að hann væri líká farinn þaðan, hvert vissi enginn. Aðstoðarlæknirinn væri við. Að tala við hann þýddi ekkert. Ég skýrði fyrir henni erindi mitt og bað um að Jaffé hringdi undir eins og hann kæmi. „Hér er um líf eða dauða að tefla“, hrópaði ég örvinglaður, stóð andartak með grátstaf í kverkunum yfir magnleysi mínu og hringdi svo af. Ég hrökk við. Kanarí- fugl í búri tók að tísta rétt við eyrað á mér. Nú gat ég ekkert annað gert en að biðja fólkið að kalla á mig, þegar Jaffé hringdi. Og samt gat ég ekki slitið mig frá símanum. Það var eins og að sleppa björgunarhring. Allt í einu vissi ég það. Ég hrópaði simanúmer Otto Kösters, vinar míns, til miðstöðvarinnar. Hann hlaut þó að vera viðstaddur. Annars var allt ómögu- legt. Og gegnum suðusón símans heyrði ég skyndilega Kösters rólegu rödd. Sjálfur náði ég aftur stillingu minni og skýrði honum frá öllu saman. Ég skildi á spurn- ingum hans, að hann skrifaði niður, meðan ég sagði frá. „Gott og vel — ég fer samstundis að leita hans. Ég skal finna hann, og svo hringi ég. Vertu alveg rólegur.“ Ég þaut til baka. „Náðuð þér í hann? Hvað sagði hann?“ spurði læknirinn æstur. „Nei, en ég náði í Köster,“ sagði ég laf- móður. „Köster! Þekki hann ekki. Hvað sagði hann? Hvenær hefir hann stundað hana“ „Hann hefir ekki stundað hana. Hann leitar að honum — að Jaffé. Köster er vinur minn, og hann finnur hann lifandi eða dauðan, og svo hringir hann.“ Læknirinn horfði á mig, hann hélt auð- sæilega að ég væri brjálaður. Og hann hristi önuglega höfuðið, þegar ég spurði, hvort ég gæti nokkuð hjálpað. Ég starði út um gluggann. Það korraði í Pat. Ég lokaði glugganum, gekk fram í dyrnar og horfði út á götuna. Allt í einu var hrópað: „Siminn þarna yfir frá.“ „Ég fer,“ mælti læknirinn. „Þeir rugla bara skilaboðum Jaffé. Þér verðið kyrrir.“ Ég settist á rúmstokkinn hjá Pat. „Pat,“ hvíslaði ég. „Við erum hér öll hjá þér, við gætum þín. Nú kemur ekkert meir fyrir þig. Við erum að símtala við Jaffé og fáum ráðleggingar við öllu mögulegu. Og í fyrramálið kemur hann sjálfur. Hann hjálpar þér og þú verður aftur frísk. Hvers vegna hefir þú aldrei sagt mér frá því að þú hefir verið veik. Þessi blóðmissir er ekki neitt. Þú færð annað í staðinn. Köster hefir fundið prófessorinn. Pat, nú verður allt gott aftur.“ Læknirinn kom aftur. „Það var ekki prófessorinn. Það var vinur yðar, Lenz hét hann-------“ „Hefir Köster fundið Jaffé?“ „Já, og Jaffé hefir líka sagt honum ráð- leggingar sínar, sem Lenz símaði til mín, mjög skýrt og greinilega. Er herra Lenz læknir?“ „Nei, hann ætlaði einu sinni að verða það. Og Köster?“ Læknirinn leit á mig. „Lenz símaði, að Köster væri ekinn af stað fyrir fáeinum mínútum — með prófessorinn." „Ottó!“ — Ég sagði nafnið hans lágt og varð andartak að leita eftir einhverju, til að styðja mig. „Það var einungis eitt skakkt í því, sem hr. Lenz sagði mér,“ bætti læknirinn við. „Hann hélt að þeir myndu komast hingað á tveim tímum; en ég þekki leiðina. Með allra mesta hraða þurfa þeir meir en þrjár klukkustundir. En samt sem áður---------“ „Fyrst hann sagði tvær klukkustundir, þá verða þeir hér eftir tvær klukkustundir. Treystið því, læknir,“ sagði ég með sann- færingarvissu. „Nei, það nær ekki nokkurri átt. Veg- urinn er krókóttur og það er nótt. En þrjár klukkustundir, það er ekki svo mikið. Bara að hann komi.“ Ég þoldi ekki lengur við þarna innl og gekk út. Loftið var að fyllast þungri mist- urmóðu. Döggin draup af trjánum. Ég leit í kringum mig. Ég var ekki lengur einn. Langt, langt í suðri, einhvers staðar langt bak við sjóndeildarhringinn geistist óvenjuljótur og skringilegur bíll áfram með ofsahraða og velti ljósflóði frá luktum sínum inn yfir hús og garða og óteljandi krappar beygjur. Hjólin hvinu, tvær hend- ur greiptu stýrið föstum tökum, tvö augu störðu hvasst fram í tunglsskinsmóðu kvöldsins: Vinur minn.... Seinna sagði Jaffé mér, hvernig allt hafði gengið. Strax eftir samtal mitt við Köster, hafði hann hringt til Lenz um að setja „Karl“ í gang og vera tilbúinn. Síðan höfðu. þeir þeyst af stað til að leita prófessorsins á sjúkrahúsi hans. Hjúkrunarkona sagði þeim, að hann myndi vera einhvers staðar úti í borginni að borða, og-nefndi nokkra staði, þar sem reynandi væri að leita hans. Köster ók í loftinu. Hann skeytti engum stöðvunarmerkjum, virti æpandi lögreglu- þjóna ekki viðlits. Vatt sig fram gegnum umferðaþvöguna eins og „Karl“ væri áll. Á fjórða staðnum, er hann spurðist fyrir, fannst prófessorinn, sem strax yfirgaf mat- inn og steig inn í bílinn. Fyrst óku þeir heim til Jaffé, eftir nauð- synlegum áhöldum, og það var sá einn hluti leiðarinnar, sem Köster ók að vlsu hratt, en þó ekki æðishratt. Hann vildi ekki gera lækninn hræddan þegar í byrj- un. Á leiðinni spurði Jaffé hvar Pat lægi. Köster tiltók stað hér um bil 40 km. í burtu. Hér reið á að fá Jaffé af stað með áhöld sín og tæki, þá kæmi áframhaldið af sjálfu sér. Meðan læknirinn raðaði niður í tösku sína, sagði hann Lenz hvað hann skyldi síma, og steig svo inn í bilinn. „Er hún í lífshættu?" spurði Köster. „Já,“ svaraði Jaffé. Um leið tók „Karl“ viðbragð og geistist af stað. Hann vatt sig fram á rjúkandi ferð um hinar þrengstu leiðir, þaut að hálfu leyti eftir gangstéttunum, þegar annars var ekki kostur. snaraðist eftir skemmstu göt-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.