Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 202
198
GRIPLA
Það er í samræmi við venju Ungers að leiðrétta augljós pennaglöp í
aðalhandriti, eins og hér eru þar sem B hefur heidingi fyrir ‘hœgindi’,
en oftast nær er slíkra leiðréttinga þó getið neðanmáls. En hér hefur
Unger jafnframt, þegjandi og hljóðalaust, breytt sameiginlegum texta B
og b í samræmi við texta Aa-gerðar þáttarins, sem hér er prentaður orð-
rétt eftir handritinu a (AM 180 a fol.), þar sem A (AM 180 c fol.) er
skert á þessum stað, í Karlamagnús sögu, 292. bls.:
ok var engi sá í öllum herinum er svá mikil hœgindi féngi at hjálm
sinn leysti af höfði
Vera má að orðasambandið ‘leysa hjálm sinn af höfði’ sé eldra í
Agulandus þætti, enda þótt það sé aðeins varðveitt í a, en þar sem hand-
ritin B og b eru óháð hvort öðru,1 hlýtur sambandið ‘fría hjálminum sér
á höfði’ að hafa staðið í erkiriti Bb-gerðar þáttarins, sem hefur verið
skrifað á 14. öld2 eins og gerðin sjálf. Textabreyting Ungers er því gjör-
samlega óheimil, en vegna hennar er dæmasafn orðabóka um notkun
sagnarinnar ‘fría’ í fomu máli fátæklegra en ella hefði orðið.
Ósagt skal látið hvort hjálmurinn er hér persónugerður, þannig að
orðasambandið merki “veita hjálminum á höfði sér frelsi”, eða hvort
‘sik’ er undanskilið, þannig að það merki “losa sig við hjálminn á höfði
sér”.
1 Tvö stemmu hafa verið sett upp: Jakob Benediktsson, “Skinnblað úr Karla-
magnús sögu”, Skírnir CXXVI (Rv. 1952), 213. - E. F. Halvorsen, The Norse Ver-
sion of the Chanson de Roland (Bibliotheca Arnamagnæana XIX, Kh. 1959), 75.
2 Handritið B ber með sér að vera mikið til stafrétt uppskrift glataðs handrits,
sem að vitnisburði Árna Magnússonar var “non admodum vetustus Codex” (Kata-
log over den Arnamagnœanske hándskriftsamling I (Kh. 1889), 149) og virðist
hafa verið frá lokum 14. aldar. c v
7
Á SÁ SÁ SÁ ES Á SÁ SAT
Setning sem hver maður með einfalt og grandalaust hugarfar mundi
lesa eins og gert er hér að ofan er rist á rúnakefli sem fundizt hefur á
Grænlandi á slóðum Eiríks rauða. Um þetta má fá meiri fróðleik í
grein eftir Helga Guðmundsson í fyrsta bindi Griplu, og í annarri eftir
Ólaf Halldórsson í kveri því sem Bjarnígull nefnist (1977). Um þann