Helgarpósturinn - 06.07.1979, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 06.07.1979, Blaðsíða 1
Húmorinn nauðsyniegur í íþróttum” Bjössi Kristjáns í Helgarpósts- viðtali ^ m Föstudaguró. j úlí 1979 l.árgangur Sími 81866 KOSNINGA- SLAGUR í ÞUNGAVIGT í VESTUR- ÞÝSKALANDI Það stefnir allt f mikinn kosningaslag I Vestur-Þýska- landi nú eftir aö Franz Josef Strauss hefur tryggt sér út- nefningu sem kanslaraefni Kristilegra demókrata eftir að hafa verið vonbiðill æðstu valda i heimalandi sinu i ald- arfjórðung. Þótt enginn frýi Strauss vits, fer misjafntorð af honum i v-þýskum stjórnmálum, þar sem hneykslismál hafa fylgt honum allt frá þvi að hann varð ungur ráðherra i stjórn Adenauers og bundið heföi endi á feril flestra annarra stjórnmálamanna. En Strauss hefur ægivald i Bajern og lykilaðstöðu innan Kristilega demókrataflokksins, sem nú hefur fleytt honum I þá að- stöðu sem hann hefur beðið svo lengi að undangengnum miklum innanflokksátökum. Viðureign Strauss og Helmut Schmidt getur orðiö næsta söguleg ., þvi Schmidt er einn fárra sem er jafnoki Strauss i kappræöum og þegar á allt er litið þykir framboð Strauss heldur auka á sigur likur Schmidt en hitt. Sjá Er- lenda yfirsýn Magnúsar Torfa Ólafssonar. „Ég skamm- ast mín fyrir Islendinga” - segir ung islensk kona, sem er gift Filippseyingi STJORffVOLD SAMÞYKKTII MILUONA MÚTUGREIDSLUR islensk stjdrnvöld, og þar á meðal þáverandi viöskipta- ráðherraJögðu blessun sinayf- ir hundruð milljóna króna mútugreiðslur eða „umboðs- launagreiðslu”, eins og það var látið heita, tU að liðka fyrir skreiðarsamningum islendinga við Nigerhi á árun- . um 1976 til 1978 og tókust þá samningarum skreiðarsölu aö ' verðmæti 33 miUjónir dollara eða sem samsvaraði um 11 mUljörðum króna á núverandi gengi. Fljótlega eftir stjórnar- skiptin var núverandi við- skiptaráöherra greint frá grunsemdum um að ekki væri aUt með feUdu um þessar um- boösmannagreiöslur og óskaði hann eftir athugun á málinu en eftir þvi sem Helgarpóstur- inn kemst næst liggja niður- stööur hennar ekki fyrir. Vegna skreiðarsölunnar var veitt gjaldeyrisleyfi fyrir röskri einni milljón dollara tU greiðslu umboðslauna og halda sumir heimUdamanna Helgarpóstsins þvi fram, að þessi fjárhæð öll hafi farið I mútur til að greiða fyrir kaup- unum. Þaö voru fulltrúar þriggja sölusamtaka, sem áttu I þessum viðræðum úti i Nigerlu — þeir Bragi Eiriks- son frá Samlagi skreiðar- framleiðenda, Magnús Frið- geirsson frá SIS og Bjarni V. Magnússon hjá Islensku um- boðssölunni, og staðfesti Bjarni að 630 þúsund dalir eða um 217 mUljónir króna hafi AÐ HÚLLA EÐA RÚLLA verið greiddar I mútur tU manns að nafni Gazadu i Nigeriu, en þvi hefur hins veg- ar verið haldið fram við Helgarpóstinn að stór vafi leiki á þvi að Gazadu þessi hafi nokkru sinni komið ná- lægt skreiðarviðskiptum heldur sé hann einungis leppur og grejðslur „umboðslaun- anna” hafi runniö annað. Hvert þær hafa runnið er hins vegar erfitt að fá vitneskju um. Að vera kommúnisti á Islandi Hvernig ætli þaö sé aö vera kommúnisti á tslandi i dag, þegar með kommúnisti er átt við þá sem standa tU vinstri við Alþýöubandalagið? Ari Trausti Guömundsson, formaður mið- stjórnar Einingarsamtaka kommúnista (marx- ista-leninista), segir i viötali viö Helgarpóstinn i dag að þaö sé á- gætt, þótt þvi geti að visu fylgt ákveðnir verkir. Hann segir að samtök hans hafi náö sýnilegum árangri i baráttunni fyrir breyttri þjóö- félagsgerð,.að baráttan sé ekki til einskis. Menn verði aö setja upp s jónaukann og horfa fram i Hmann, en ekki bara á einn dag eða mánuð í senn. Þaö sé fólkiö sem getí haft áhrif á hversu fljótt þetta gerist og hvernig.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.