Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 1
um fþróttir heigarinnar. Sjá bls. 11-14 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 15. nóvember 1983 265. tölublað - 67. árgangur Siðumula 15 — Posthoif 370 Reykjavik—Ritstjorn 86300- Augtýsingar 18300— Afgreiðsia og askrift 86300 - Kvöidsimar 86387 og 86306 TÓMAS GUÐ- MUNDSSON, SKÁLD LÁTINN ■ Tómas Guömundsson skáld er iátinn í Reykjavík 82 ára að aldri en hann hafði átt við langvarandi vanhcilsu að stríða. Tómas feddist 6. janúar árið 1901 á Efri-Brú í Gríms- nesi í Árnessýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1921 og cand. juris. frá Háskóla íslands árið 1926. Starfaði hann í fyrstu við málflutningsstörf og við Hag- stofuna um 14 ára skeið, en þekktastur er hann fyrir skáld- skap sinn sem hann helgaði mestan hluta ævi sinnar. Fyrsta Ijóðabók Tómasar kom út árið 1925, en síðan komu þær reglubundið hver af annarri fram á sjötta áratug- inn. Auk Ijóðanna liggja eftir Tómas ritstörf af ýmsu öðru tagi. Tómas Guðmundsson var heiðursborgari Reykjavíkur. ■ Flugmenn hafa mátt hafa sig alla við að finna Reykjavikurflugvöll í aðfluginu eftir að þokan tók völd í höfuðborginni, og duga ekki minna en „full ijós“ þó um hábjartan dag eigi að heita. Tímamynd: Róbert BANKAR TAKA ALLT AÐ 1710% VEXTI AF INNI- STÆÐULAUSUM AVÍSUNUM ■ Ef þú ferð yfir á ávísana- reikningi þínum, þá greiðir þú enga smávegis vexti. Fyrir utan fast gjald 103 krónur sem koma á hverja ávísun, þá koma 4,75% dráttarvextir, þannig að í vexti og kostnað af 1000 króna ávísun greiðir þú 150 krónur. Langflest- ir greiða bankanum strax næsta dag það sem þeir hafa farið yfir og þeir menn greiða þá 1710% vexti af ávísuninni, miðað við heilt ár. Ef menn hinsvegar draga á greiða ávísunina í 10 daga, eins og „leyfilegt" er þá greiða menn aðeins 171% vexti við að við árið. Nýjar reglur um tékkavið- Lokunum reikninga fjölgar skipti tóku gildi þann 1. júlí sl. og að sögn bankastarfsmanna sem Tíminn ræddi við hefur lokunum á reikningum fjölgað og þá aðallega af þeirri ástæðu að nú ber að loka öllum ávísana- og hlaupareikningum sem menn eiga í hvaða banka sem er, sé einum lokað. Bankar hafa ann- ars nokkuð frjálsar hendur um það hvenær þeir loka á viðskipta- menn sína, en sé skekkja á reikningi ekki leiðrétt innan 10 daga frá því að hún kemur fram þá er reikningi lokað. Þegar reikningi einstaklings er lokað vegna misnotkunar er Reikni- stofnun bankanna send tilkynn- ing þar um og nafn hans er skráð í Lokunarskrá. Gildar ástæður þurfa að vera fyrir því að endur- opnaður sé reikningur fyrir að- ila, sem brotið hefur reglur um tékkaviðskipti. Skiptir þá veru- legu máli að liðinn sé hæfilega langur frestur frá því að reikningi var lokað, minnst sex mánuðir. Ef reikningi hefur verið lokað án kæru falla menn sjálfkrafa af Lokunarskrá eftir 2 ár og tvær reikningslokanir falla niður eftir 3 ár, þrjár eftir 4 o.s.frv. Ef útgefandi er kærður samhliða lokun fellur ein reikningslokun niður eftir 3 ár tvær eftir 4 og svo framvegis. í þessu er aðeins miðað við misnotaða reikninga. Sé reikningur enduropnaður áður en þessi fyrningafrestur er liðinn, þá er hann alfarið í ábyrgð reikningsbanka. Til að forvitnast nánar um þessi mál ræddi Tíminn við þá Björn Tryggvason aðstoðar- bankastjóra Seðlabankans, sem jafnframt er formaður Sam- vinnunefndar banka og spari- sjóða og Þórð Ólafsson for- stöðumann Bankaeftirlits Seðla- bankans. Sjá nánar bls. 4 BK ■ Nýja skólahúsið við Arnes í Gnúpverjahreppi stendur autt og ónotað þar sem ekki fásf peningar til þess að Ijúka því. ^ Tímamynd: Guðmar Skólabörn í Ásaskóla í Gnúpverjahreppi: KOMAMEB MVS HEIM f TÖSKUNUM ■ „Það hefur tvívegis komið fyrir í haust að börnin hafa komið með mýs heim í skóla- töskunum“, sagði Guðmar Guðjónsson bóndi á Stóra Hofi í viðtali við Tímann. Umræddur skóli er Ásaskóli í Gnúpverja- hreppi. Hann er byggður 1923 og verður því 60 ára á þessu hausti. Ásaskóli er fyrsti heima- vistarskóli sem byggður er á Islandi. Nú vantar aðeins herslumun- inn á að Ijúka nýrri skólabygg- ingu í Ámesi, sem mun leysa gamla skólann af hólmi. Byrjað var á grunninum 1982 og hann var gerður fokheldur í sumar. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að taka hann í notkun, einkum vegna þess að ríkið hefur dregið að greiða sinn hluta af byggingarkostnaði, að sögn Guðmars. Ljóst er að ekki mega líða mörg ár þangað til nýi skólinn verði tekinn í gagnið, þó að Ijóst sé að sá gamli hentar betur fyrir sum fög t.d. kennslu í dýrafræði. -BK - Halldór Ásgrimsson, sjavarutvegsraðherra: HLYNNTUR LAX VEIÐT í HAFI -á einum tíl tveimur bátum í tilraunaskyni ■ „Það hefur nú verið ákveð- in stcfna íslendinga að veiða ekki lax í sjó og þeir hafa reynt að fá aðrar þjóðir til að gera það ekki heldur. Það hefur hins vegar ekki gengið þannig að í reynd erum við að gefa öðrum þjóðum laxinn eftir. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar að það væri rétt af okkur að hefja veiðar á laxi í tilrauna- skyni - kannski með einum eða tveimur bátum,“ sagði Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra, þegar hann var inntur álits á tillögum Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands um að íslending- ar hcfji veiðar á laxi ■ úthafinu í tilraunaskyni. Halldór sag;ði, að menn væru alls ekki sammála um hvernig laxinn gengi. Það hefði til dæmis aldrei verið sannað með óyggjandi rökum að Færeying- ar veiddu lax sem er á leið til íslands. Til þess að fá það sanna fram í því máli þyrfti að gera'tilraunir og þær yrðu ekki gerðar viðhlítandi nema með veiðum. Hins vegar sagði Halldór hugmyndir sínar ættu ábyggilega ekki greiða leið í gegn um Alþingi, en til að þær nái fram að ganga þarf laga- breytingu. „Ég hef miklar efa- semdir um að frumvarpið kæmist/í gegn en tel að það sé naúðsynlcgt að fá^ úr því skorið,“ sagði Halldór. -Sjó. ———————

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.