Tíminn - 15.11.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 15.11.1983, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 ÖRUGGT ÚTIUÓS í SKAMMDEGINU KOMBI-PACK-útiljósið er með 80 watta kvikasilfursperu, sem gefur mikla birtu. Það er sterkbyggt og auðvelt í uppsetningu. KOMBI-PACK eykur öryggi hvar sem er, á vinnusvæðum, við útihús, á skólasvæðum og við hvers manns dyr Lýsið umhverfið með KOMBI-PACK Heimilistæki hf SÆTUNI8-S: 27500 Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viðhald MKBKKJW samvirkivV Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. BILAPERUR ÓDÝR GÆÐAVARA FRÁ MIKIÐ ÚRVAL t J ALLAR STÆRÐIR Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807 HEILDSALA - SMASALA | Unigavegi 170-172 Sírni 21240 þingfréttir ERFIÐAST AÐ AÐLAGA ÞJÓD- LÍFIÐ AÐ MINNKANDI AFLA ■ Sjávarútvegsráðherra sagði á Al- þingi í síðustu viku að unnið sé að því að koma á fót samstarfsnefnd til að fjalla um þxr ískyggilegu horfur sem nú steðja að sjárvarútvegi og reyndar þjóðarbú- skapnum öllum. Hann kvaðst ekki geta upplýst hvemig brugðist verður við þeirri miklu aflaminnkun sem fiski- fræðingar leggja tii en vandinn nái til allra sviða þjóðiífsins, en ekki eingöngu hagsmunaaðila í sjárvarútvegi. Mikil vinna er í gangi til að undirbúa viðbrögð og ljóst er að fara verður að marka fiskveiðistefnu fyrir næsta ár og endurskoða þjóðhagsáætlun samkvæmt því. Fulltrúar úr sjávarútvegsráðuneyti, Þjóðhagsstofnun, Hafrannsóknarstofn- un, Fiskifélaginu, Landssambandi ísl. útvegsmanna, Farmanna- og fiski- mannasambandinu, sjómannasamtök- unum og vinnsluaðilum í landi munu hittast í dag að frumkvæði sjávarútvegs- ráðherra og stefnt er að því að koma á fót samstarfsnefnd sem geti hafið störf um eða uppúr helginni. Kristín Halldórsdóttir kvað sér hljóðs utan dagskrár og spurði hvernig stjórn- völd hygðust bregðast við þeim hrika- lega vanda sem við blasir eftir að niður- stöður rannsókna um þorskstofninn liggja fyrir. Hún sagði að forsendur þjóðhagsáætlunar væru brostnar þar sem útflutningsframleiðslan mundi dragast saman um 12-13%. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra sagði að hér Væri um að ræða svo margslungið og mikilvægt mál, að engra skjótra ákvarðana væri að vænta og kvaðst ekki geta gert viðhlítandi grein fyrir hvað gert verður á næstunni. Þjóð- arbúið er háð sjávarútvegi og það færi betur sagði sjávarútvegsráðherra að menn hefðu skilning á því, t.d. þegar ákvarðanir eru teknar á Alþingi um t.d. fjárlög. Hann benti á að fara þyrfti þrjá áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um 200 þús, tonna þorskafla, eins og fiskifræðingar leggja nú til. Það gefur því auga leið að þetta er mikill hnekkir fyrir þjóðarbúið og það verður að meta hve óhætt er að veiða mikinn þorsk, en ljóst sé að ekki megi taka mikla áhættu. En í spá fiskifræðinganna er ekki gert ráð fyrir göngum frá Grænlandi, eins og öft hefur orðið. Erfiðast er að aðlaga þjóðlífið í heild að þeim aðstæðum sem skapast, sagði sjávarútvegsráðherra. Við höfum ekki viljað takast á við þau vandamál sem skapast í sjávarútvegi og á það jafnt við um Alþingi og ýmsa hagsmunahópa. Ljóst er að sjávarútvegurinn þolir ekki meiri birgðir , og það verður ekki sárs- aukalaust að draga enn meira úr fram- kvæmdum í landi og ýmsum góðum málum sem frek eru til fjárins. En það er mikilvægt að skiiningur skapist á þessum aðstæðum í þjóðlífinu og sér- staklega er það mikilvægt á Alþingi. Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra minnti á svörtu skýrsluna frá 1974, og þá hefði ræst betur úr en áhorfðist, og einnig að á sínum tíma hafi fiski- fræðingar talið óhætt að veiða 1-1.5 millj. tonn af loðnu, en því marki hafi aldrei verið náð, en stofninn hrundi samt. Hann sagði tómt mál að fara algjörlega eftir tillögum fiskifræðinga, en skyldu bæri til að taka mið af því sem þeir legðu til. Hjörleifur Guttormsson kvaðst vona að. þjóðin tæki á þessum málum af raunsæi, en sveifla af því tagi sem hér um ræðir dregur diik á eftir sér. Forsend- ur fyrir spám fiskifræðinga væru oft ónákvæmar, en okkur bæri að vera varúðarmegin. Hann sagði að vitað væri um allstóran þorsk frá 1977 við Austur- Grænland og göngur gætu komið þaðan á íslandsmið, en því væri þó alls ekki að treysta og væri óráðlegt að stefna í meiri afla en 200-250 þúsund tonn á næsta ári. Hjörleifur mælti með að kvótakerfi yrði tekið upp í veiðistjórn og fengi hvert skip ákveðinn veiðikvóta. Margir þingmenn aðrir en hér eru nefndir tóku til máls í umræðunni. -OÓ Fóstureyðingum fjölgar hvorki né fækkar ■ Þungun stúlkna á aldrinum 15-18 ára er miklu tíðari hér á landi en í nágrannalöndunum og með aukinni fræðslu um kynferðislíf og getnaðarvarn- ir væri hægt að koma í veg fyrir fjölda óæskilegra þungana, sagði Kristín Hall- dórsdóttir, er hún beindi þeirri fyrir- spurn til heilbrigðisráðherra og mennta- málaráðherra hvernig væri framfylgt lögum varðandi fræðslu um kynlíf og barneignir. Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra sagði að tölur sýndu að fæðingum fækkaði hjá stúlkum á aldrinum 15-19 ára og tala fóstureyðinga hafi staðið í stað í nokkur ár og að tíðni bráðra kynsjúkdóma færi minnkandi. Taldi hann að þetta sýndi að eitthvað af þeirri fræðslu sem veitt er um kynferðismál og getnaðarvarnir komist til skila. Heilbrigðisráðherra sagði að á fjár- lögum fyrir næsta ár væri aðeins varið 450 þús. kr. til þessara mála, en boðaði að sýndar yrðu fræðslumyndir í sjón- varpi um kynsjúkdóma oggetnaðarvarn- ir í vetur. Ragnhildur Helgadóttir menntamála- ráðherra gerði stuttlega grein fyrir þeirri fræðslu sem veitt er um kynferðismál í skólum. -OÓ. Ávallt vilja fleiri fá leyfi til veiða en hægt er að koma að ■ Vciðileyfisstjórn á flskveiðum var tilefni mikilla umræðna á Alþingi, en tilefnið var þingsályktunartillaga frá öllum þingmönnum Alþýðuflokksins þess efnis að kosin verði sjö manna nefnd tU að gera tUiögur um veiðileyfis- stjórn á fiskveiðum, þannig að full og hagkvæm nýting fáist á íslenskum flski- miðum og hagstæðustu útgerðarstaðir fái að njóta sín. Kjartan Jóhannsson mælti fyrir tillögunni. Halldór Ásgrímsson sagði að erfitt væri að komast niður á reglur um veiðistjórn sem allir gætu verið ánægðir með. Á öllum veiðum eru einhverskonar kvótar og eru þeir með ýmsum hætti, eins og kunnugt er. í sumum tilvikum er um að ræða kvóta fyrir einstök skip og annars staðar heildarkvóta á ákveðna fiskistofna. Nú er unnið að undirbúningi fiskveiðistefnu fyrir næsta ár, en núna eru fyrst að berast uppiýsingar um hugsanlegt aflamagn hinna ýmsu teg- unda á árinu. Sjávarútvegsráðherra sagði að æski- legt væri að stytta veiðitíma yfirleitt. Hann kvaðst t.d-. hlynntur því að hefja ekki netaveiði fyrr en um miðjan febrú- ar, helst ekki fyrr en í mars. Framan af vertíð fæst lítið í net nema ufsi, og væri hann betur geymdur í sjónum en í frystigeymslum eða salti og enn eru til birgðir síðan í fyrra sem illa gengur að selja. Hann kvaðst hlynntur aukinni drag- nótaveiði og benti á að kolinn væri sá fiskur sem helst væri vannýttur hér við land. í ár var leyft að veiða 10 þús. tonn, en aðeins 5 þúsund tonn væru komin á land. Spurningin væri hvort ekki væri óhætt að fiska 20-25 þúsund tonn af kola. Markaðurinn fyrir hann værigóður og kolinn skapaði mikla vinnu. Það vandamál sem erfiðast er að leysa er skipulag á veiðum togarana. Mikil- vægt er að koma þar við kvótakerfi en erfiðara er að finna hvernig koma á því kerfi við. Mikið er talað um að leggja skipum, en það er ekkert einfalt mál, sagði sjávarútvegsráðherra. Það varðar atvinnu fjölda manns á sjó og í iandi, markaðskerfið erlendis og hefur áhrif á þjóðlífið allt. Nú er unnið að því af fullum krafti að marka fiskveiðistefnu, en erfitt væri við það að fást, enda væru þeir miklu fleiri sem vilja fá leyfi til veiða en hægt er að koma að. Garðar Sigurðsson sagðist hafa verið talsmaður þess í fjölda ára að taka upp kvóta á skip, en á það hafi aldrei verið hlustað. Hann sagði að ekkert annað kæmi til greina en ströng fiskveiðistefna og hart eftirlit með því að henni yrði framfylgt. Garðar sagði skelfilegt ef ekki mætti veiða meira en 200 þús. tonn af þorski á næsta ári og að meðan svona illa stæði á í sjávarútveginum, væri að sínu viti ekki hægt að bæta kjör landsmanna. Ólafur Þ. Þórðarson kvað grunsam- legt að ekki skuli minnst á fiskigöngur frá Grænlandi, þegar fiskifræðingar eru að skammta landsmönnum 200 þús. tonn af þorski á næsta ári. Hann kvað það augljóst mál að fiskigöngur frá Grænlandi kæmu iðulega á íslandsmið og væru uppistaðan í vertíðarafla og eins væri greinilegt að fiskur gengi af Islands- miðum til Grænlands og ferðuðust heilir árgangar af þorski þarna á milli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði það leiðina til glötunar að halda áfram offjár- festingu í sjávarútvegi, ofveiði og vondri meðferð á þessari mikilvægustu fram- leiðsluvöru okkar og mælti með sölu veiðileyfa. Stefán Guðmundsson sagði menn sjá ofsjónum yfir fjárfestingu í fiskiskipum. Fiskveiðar eru okkar mikilvægasta at- vinnugrein og ein aðalástæðan fyrir slæmri stöðu útgerðarinnar væri, að það væru svo margir búnir að taka sér væna bita af kökunni áður en útgerðinni væri skammtaður sinn hlutur. Ef útgerðin fengi það sem henni ber væri staðan allt önnur. Stefán kvaðst hafa grunsemdir um að of mikið væri tekið af fiski á vertíð, og skaut fram þeirri spurningu hvort ekki væri réttara að leyfa fiskinum að hrygna og taka hann svo á eftir. -OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.