Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 abriel cö HÖGGDEYFAR ^<ftvarahlutir .SSST Hamarshöfða 1' tiÍTOÚtra Ritstjom 86300- Augfysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Þriðjudagur 15. nóvember 1983 Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga: TÆPAR 400 MILUONIR KRONA ÞARF TIL ENDURFJARMÖGNUNAR ■ Taliö er að um 100 milljónir nurskra króna, eöa tæpar 400 milljónir íslenskra króna þurfi, þegar endurfjármögnun á Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga fer fram, en reiknað er með að hún fari fram um leið og nýr eignaraðili kemur inn í rekst- urinn, ef samningar nást þar að lútandi. Elkem, sem á 45% í verksmiöjunni, mun vilja selja japanska fyrirtækinu Sumitomo 18 til 20% í verksmiðjunni, en íslenska ríkið mun eftir sem áður eiga 55% hennar. Munu eignar- aðilarnir leggja til fjármagn í hlutfalli við eignarprósentu þeg- ar endurfjármögnun fer fram, þannig að íslenska ríkið þarf að líkindum að leggja fram liðlega 200 milljónir íslenskra króna. Þetta ásamt möguleikum á endurskoðun á orkusamningn- um og athugun á tæknisamningn- um mun hafa verið það helsta sem fulltrúar Elkem og stóriðju- nefndar íslands ræddu á fundi í síðustu viku í Osló, en þessir aðilar munu funda með fulltrú- um Sumitomo í næstu viku, í Bandaríkjunum, þar sem reynt verður að komast til botns í því hvort einhver grundvöllur sé fyrir samningum milli þessara aðila. Helsti ávinningurinn af því að fá Japanina inn í reksturinn er talinn sá, að auk þess sem þeir leggja ákveðið fjármagn af mörkum, þá myndu þeir tryggja sölu 20 til 25 þúsund tonnum af kísiljárni, á ári, sem myndi þýða að hægt væri að keyra verksmiðj- una á fullum afköstum, en slíkt myndi auka hagkvæmni rekstrar- ins mjög mikið. Er talið að ef af yrði, þá myndi hallareksturverk- smiðjunnar á næsta ári verða miklum mun minni, en þetta ár, en eins og kunnugt er, þá hefur taprekstur verksmiðjunnar frá því hún opnaði fyrir fjórum og hálfu ári verið svo mikill að allt eigið fjármagn hefur tapast. Það sem helst vefst fyrir Japönunum í þessu máli, er að þeir vilja fá einhvers konar trygg- ingu fyrir því að raforkuverð það sem verksmiðjan greiðir nú, 7.2 mills, verði óbreytt í framtíðinni. Samningar þeir sem gerðir voru þegar verksmiðjan tók til starfa, eru til 20 ára, og endurskoðunar- réttur er ekki fyrr en verksmiðj- an hefur starfað í 15 ár, eða eftir tíu og hálft ár. íslenska samn- inganefndin mun því reyna hvað hún getur, samkvæmt því sem tíminn hefur fregnað, að fá inn í nýjan samning endurskoðun- arákvæði, sem gæti orðið virkt, þegar verksmiðjan er farin að bera sig vel, sem getur orðið eftir 4 til 5 ár, ef markaðshorfur standast. Er talið að íslenska samninga- nefndin muni alls ekki kvika frá þessu atriði af þeirri einföldu ástæðu að þeir samningar sem kunna að verða gerðir við sam- rekstraraðila á Grundartanga, hljóta að verða fordæmi fyrir samningum þeim sem nú er verið að endurskoðavið Alusuisse.-AB Fjörugur fundur F.R.: SAMÞYKKIR AÐ LENGIA 0PNUN- ARTÍMA VERSLANA ■ Mjög vel sóttur félagsfundur V.R. sem haldinn var á Hótel Sögu í gærkveldi samþykkti sam- komulagsdrög þau sem stjórn félagsins kynnti fundinum um breytta tilhögun á opnunartíma verslana í Reykjavík, en atkvæði féllu þannig að 178 voru með en 78 á móti. Magnús L. Sveinsson formaður félagsins kynnti drögin og lagði mjög fast að félags- mönnum að samþykkja þau og ef þeir ekki treystu sér til þess, þá bað hann félagsmenn að sitja hjá við atvkæðagreiðsluna. Auð- ir seðlar og ógildir voru 27. Samkomulagið felur það í sér að verslanir í Reykjavík mega vera opnar mánudag til fimmtu- dags frá kl. 08-20, föstudaga frá kl. 08-22 og laugardaga frá kl. 08-16. Jafnframt er ákvæði sem heimilar afgreiðslufólki að neita að vinna yfirvinnu sem á að tryggja að cnginn þurfi nauðugur viljugur að taka að sér aukna vinnu. Gildir samkomulag þetta, sem er viðbót við núgildandi kjarasamninga til 1. júní á næsta ári. - AB SERSTÆNR TONLEIKAR UM GERFIHNOTT ■ A tónleikum PSYCHIC TV í Menntaskólanum við Hamra- hlíð þann 23. þessa mánaðar verður notast bæði við jarðstöð- ina Skyggni og gerfihnött er íslenska hljómsveitin Kukl hitar upp fyrir Psychic Tv. Þannig er mál með vexti að söngvari Kukl Einar Örn Bene- diktsson stundar nú nám við London School of Communicat- ion og getur því ekki mætt í persónu. Hann verður hinsvegar með á tónleikunum þannig að leikur hljómsveitarinnar verður símsendur til London en mynd Einars aftur varpað á stóran sjónvarpsskerm á sviðinu í HM og við þetta notaður gerfihnöttur og Jarðstöðin. Skólinn sem Ein- ar stundar nám við hefur yfir fullkomnum tækjum að ráða til þessa sem hann hefur fengið afnot af raunar er búist við stórri uppákomu í skólanum, og samn- ingar hafa tekist við Póst og síma hér heima um málið. Tónleikar PSYCHIC TV hér á landi hafa vakið mikla athygli í Bretlandi enda hefur hljóm- sveitin ekki komið fram opinber- lega þar áður og búist er við að blaðamenn af flestum rokktón- listarritum Bretlands komi hing- að vegna tónleikanna. Full- hlaðinn vöruflutningabíll valt út af vegmum nálægt ’ Ólafsvik á föstudag, þegar veg- kanturinn lét undan. Tveir menn voni í bílnum og sluppu þeir ómeiddir, en bfllinn skemmdist talvert. Vöruflutningahfllinn, sem er í eigu Arnar Steingrímssonar var að koma frá Reykjavík og átti að afferma vörurnar í Rifi. Á myndinni sjást menn vera að flytja vörumar af bflnum á annan vörubfl. Timamynd: Sigurjón dropar Hver er dagfari? ■ Það hefur væntanlega ekki farið framhjá lesendum DV að Svarthöfði er horfin af sjónar- sviðinu á síðum þess, og bendir flest til að meint „frí“ hans taki ekki enda, a.m.k. ekki í bráð, eftir að snurða hljóp á þráðinn milli hans og forsvarsmanna blaðsins. Glókoili sem nefndur er Dagfari var falið að feta í fótspor Svarthöfða, en ósagt skal látið enn sem komið er hvort það var tilraunarinnar virði. Hins vegar hafa lesendur blaðsins mikið velt því fyrir sér hver Dagfari er, og nefnt nafn annars rítstjóra blaösins, Jón- asar Krístjánssonar, í því sambandi. Dropar hafa hins vegar heyrt nafn Baldurs Her- mannssonar blaðamanns á DV og landfundarfulltrúa hjá íhaldinu nefnt í sömu andrá og Dagfara, en selja það ekki dýrara en þeir keyptu það. Kjartan í sagnfræð- ina? ■ Kjartan Ólafsson, einn af þrcmur ritstjórum Þjóðviljans, hefur verið í fríi um langan tíma, og m.a. sinnt fræðistörf- um í Kaupmannahöfn. Mun hann iangt kominn með sagn- fræðilegt verk sem ijallar um samstarfsmenn Jóns Sigurðs- sonar forseta. Nú heyra Drop- ar aö fræöimennskan hafl hel- tekið huga Kjartans með þeim árangrí að hann hugsi sér ekki heimkomu á Þjóöviljann, sem aftur þýðir að ritstjórastóll hans kemur til ráðstöfunar inn- an tíðar. Eins og kunnugt er hyggur Kjartan ekki á framboð til varaformanns Alþýðu- bandalagsins, og jafnframt hafa Dropar heyrt að hann hyggist draga sig út úr pólitík og hafi því ekki lengur áhuga á efsta sæti framboðslista flokks- ins á Vestfjörðum þegar að næstu kosningum dregur. Þegar hugað er að eftir- manni Kjartans á ritstjórastóli er mönnum eðlilega starsýnt á 1 A Ólaf Ragnar Grimsson, fallítan þingmann flokksins í Reykja- vík, sem undanfama mánuði hefur gengt stöðu Kjartans í forföllum við misjafnlegar undirtektir áhrífamanna í Al- þýðubandalaginu. Munu sumir þeirrar skoðunar að óþarfi sé að hafa þrjá ritstjóra á blaðinu, þegar önnur blöð sem hafa miklu meirí dreifingu en Þjóð- viljinn láta sér nægja tvo. Krummi . . . ... gæti líf ekki heitið móður- líf...?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.