Tíminn - 15.11.1983, Side 4

Tíminn - 15.11.1983, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Hertar reglur um innistædulausar ávísanir: ■ Björn Tryggvason, aöstoðarbanka- stjórí Seðlabankans. með vinnulaun fyrir mannskapinn í heilu plássi. Það er ekki lokað fyrir þau. Þeim er haldiðgangandi. En viðurlögum er beitt, og þessi gjöld ganga að sumu leyti upp í útlagðan kostnað. Nei, ég dreg það í efa að bankarnir haldi fyrir- tækjum gangandi í eiginhagnaðarskyni. En auðvitað er það spurning hvort að ekki væri rétt að veita viðskiptavinum löglegafyrirgreiðslu í sumum tilfellum". BK Þróunin erlendis: Vöru- verð hækk- ar með kredit- kortum ■ Kreditkort hafa rutt sér til rúnts hér á síðasta ári, þar taka bankarnir á sig ábyrgð á að greiða það scm við- skiptavinurínn kaupir með krcditkort- um. Við spurðum þá Þórð og Björn hvort að í því Ijósi væri ekki torskilin tregða bankanna á að taka ábyrgð á ávísunum viðskiptamanna sinna? „Ég skil ekki tregðu bankanna til þess að taka á sig ábyrgð á ávísunum þegar þau taka á sig ábyrgð á kreditkortum“ sagði Þórður. „Þeir taka þar á sig ábyrgð gagnvart þeim sem selur vöru og þjónustu um að hann fái skilyrðislaust greitt burtséð frá því hvort korthafinn er borgunar- maður eða ekki, svo framarlega sem seljendur vöru og þjónustu hafa gætt nauðsyniegra varúðarreglna þegar kaupin áttu sér stað.“ Björn tók í sama streng. „Það er viss mótsögn í þessu,“ sagði hann því að bankinn tekur vissu- lega ábyrgð á viðskiptavininunt þegar um kreditkort er að ræða. Þess ber þó að gæta að bankinn getur aiveg ráðið því hverja hann tekur í kreditkortavið- skipti og þá getur hann m .a. tekið tillit til þess ferils sem menn hafa í ávísana- viðskiptum og öðrum viðskiptum“. Þórður benti á það að óeðlilegt væri að ekki væri til ncin löggjöf um kredit- kort. Hann sagðist telja það bráðnauð- synlegt. Báðir voru á cinu máli um það að líklegt væri að kreditkortakerfið væri dýrara þegar á heildina væri litið, en ávísanakerfið. Þróunin erlendis væri sú að vöruverð hækkaði í þeim verslunum sem tækju krcditkort. Ein- hvern veginn yrðu kaupmenn að bæta sér það upp að fá ekki vöruna greidda fyrr en eftir 30-45 daga. Þórður benti þó á það að þetta ætti ekki við að svo miklu leyti sem kreditkortaviðskiptin kæmu í staðinn fyrir afborgunarvið- skipti útbreidd hér. Hins vegar,,benti Bjöm á að fyrirviðskiptavin bankanna væri nú ódýrara að ganga um með kreditkort sem kostaði 600 kr. fyrsta árið og síðan 300 kr. úr því, heldur en ávísanareikning þar sem heftið kostaði 150 kr. og meðalmaður færi varla með minna en eitt hefti á mánuði. BK Guðmundur og Þórarinn unnu Akranesmótið — segir Björn Tryggvason, adstoðarbankastjóri ■ Fyrsta júlí í sumar gengu í gildi nýjar rcglur um það hvernig innlánsstofnanir meðhöndla innistæðulausar ávísanir. Bjöm Tryggvason aðstoðarbankastjóri Seðlabankans er formaður Samvinnu- nefndar banka og sparísjóða og í þeirri nefnd náðist samkomulag um þessar reglur. Við spurðum Björn í hverju aðalbreytingin hefði veríð fólgin. „Aðalbreytingin sem varð í sumar er sú að nú á skilyrðislaust að loka öllum ávísana og hlaupareikningum manns sem verður fyrir því að einum reikningi hans er lokað, en það var ekki tekið fullt skref í þá átt að taka upp takmarkaða reikningsábyrgð banka þó að það hafi verið ein af tillögum okkar“, sagði hann einnfremur. Við spurðum Bjöm að því hvort þetta kerfi væri ekki of ágóðahvetjandi fyrír bankann, þ.e. þessir háu dráttarvextir , þannig að það væri hagur þeirra að hafa fyritæki í vanskilum í staðinn fyrir að veita þeim ódýrari fyrirgreiðslu. „Það eru sum fyrirtæki sem ekki er hægt að loka fyrir. Lykilfyrirtæki, út- gerðarfyrirtæki og frystihús t.d., sem verða að halda áfram starfi. Eru kannski KERFID EKKI ”nögu gott 7 --v-í ■ GuðmundurPáll Arnarssonog Þórarinn Sigþórsson sigruðu örugglega á Opna Hótel Akranes- mótinu í bridge sem haldið var um síðustu helgi. Þeir hlutu 197 stigen Sigurður Vilhjálmsson og Sturla Geirsson, voru í öðru sæti með 132 stig. Aðalsteinn Jörgensen og Runólfur Pálsson enduðu í þriðja sæti með 119 stig en peningaverð- laun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Guðmundur og Þórarinn kom- ust í efsta sætið þegar mótið var hálfnað en framan af veittu Björn ■ Vinningshafar á Hótel Akranesmótinu: Sigurður Vilhjálmsson, Sturla Geirsson, Guðmundur Arnarsson, Þórarinn Sigþórsson, Aðalsteinn Jörgensen og Runólfur Pálsson. Eysteinsson og Guðmundur Her- mannsson þeim nokkura keppni um efsta sætið, Björn og Guð- mundur gáfu síðan eftir í lokin meðan Guðmundur og Þórarinn áttu góðan endasprett. Þetta er fimmta árið í röð sem Bridgeklúbbur Akraness heldur stórmót í bridge-í samvinnu við Hótel Akranes. Að þessu sinni setti Björn Theodórsson, nýkjör- inn forseti Bridgesemband íslands, mótið. Keppnisstjóri var Bragi Hauksson og reiknimeistari Þór- finnur Karlsson. -GSH — segir Þórdur Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins ■ Einsog fram kemur á forsíðu þá taka innlánsstofnanir mjög háa vexti af inni- stæðulausum ávísunum, fyrir utan fast gjald. Við bárum það undir Þórð Ólafs- son forstöðumann Bankaeftirlits Seðla- bankans hvort þetta væri nógu gott kerfi'. „Mín skoðun er sú“, sagði Þórður, „að í þessu kerfi sé fólgin ákveðin hætta á því að stjórnendur innlánsstofnana telji sér unnt að ná í tekjur með þessum hætti. Þannig að mínu mati er kerfið ekki nógu gott. Ég er ekki að segja að svo hafi verið, hinsvegar er þetta fyrir- komulag opið fyrir allri gagnrýni í þá átt. Við höfum bent á það allar götur síðan 1977“, hélt Þórður áfram, „að bankar og sparisjóðir hefðu mátt taka upp ábyrgð á sínum viðskiptum og jafnvel á hverri einstakri ávísun upp að tiltekinni lág- marksfjárhæð. Þeir létu viðskiptavini sína fá kort sem á væri nafn, nafnnúmer, mynd o.s.frv. Útvegsbankinn reyndi þetta í einhverjum mæli fyrir 1-2 árum síðan, en ekki náðist víðtækari samstaða meðal bankanna að taka upp þetta fyrirkomulag almennt.“ Við spurðum Þórð að því hvort að fyrirtæki væru ekki sum beinlínis rekin á ólöglegum yfirdrætti með öllum þeim kostnaði sem því fylgdi. Hvort það væri ekki eðlilegt að fyrirtækin fengju eðli- legri fyrirgreiðslu þegar sýnt þætti að þau væru alltaf að fara yfir, eða þá bara að lokað væri á þau. „Það á enginn viðskiptavinur kröfu á hendur banka eða sparisjóði um það að fá tiltekna fyrirgreiðslu. Það er alfarið mat bankans. Hins vegar hefur borið á því í nokkr- um mæli að eftir gildandi reglum um ■ Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankacftirlits Seðlabankans. tékkaviðskipti hefur ekki verið farið í þessum efnum og mörg fyrirtæki hafa nánast verið fjármögnuð á stanslausum yfirdrætti og með þeim vöxtum sem einstökum tékkum og innheimtukostn- aði fylgir.“ Við spurðum Þórð að því hvorl að Bankacftirlitið fylgdist með því hve miklar tckjur bankar hefðu af dráttar- vöxtum og kostnaði. „Við höfum ekki sundurliðaða dráttar- vexti af einstökum útlánsformum. Hins vegar höfum við upplýsingar um dráttar- vexti af innistæðulausum ávísunum um nokkur undanfarin ár. Þær tekjur sem innlánsstofnanir hafa haft af innistæðu- lausum ávísunum eru umtalsverðar", sagði Þórður að lokum. BK „FYRIR SUM FYRIRTÆKI ER EKKI HÆGT AÐ L0KA”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.