Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsirtgasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Vandamál allrar þjóðarinnar ■ Það dapurlega útlit, sem fiskifræðingar hafa bent á varðandi þorskstofninn á íslandsmiðum, er ekkert einkamál útgerðar og þeirra aðila sem vinna fisk og selja. Þetta er mál sem varðar þjóðina alla á einn hátt eða annan. Mál þessi hafa mikið verið rædd og eru menn á einu máli um að vissulega verði að fara eftir tillögum fiskifræðinga, þótt sumir beri brigður á að niðurstöður þeirra séu alls kostar réttar, og benda á dæmi um að fyrri spádómar þeirra hafi ekki ávallt gengið eftir. En það er sama hvernig á málið er litið, þorskstofninn er greinilega á mikilli niðurleið. Afla- tregðan í ár og í fyrra sýnir að það er ekki einhlítt að ákveða tiltekinn aflakvóta, hvort sem þeir eru settir af fiskifræðingum eða stjórnvöldum, en þessir aðilar vinna saman að mótum fiskveiðistefnu, ef nægur fiskur er ekki í sjónum er tómt mál að tala um leyfilegt aflamagn sem á að vera svo og svo mörg tonn. Þetta hefur einmitt gerst í ár varðandi þorskinn. Það er sama hvað leyft er að veiða, aflinn nær einfaldlega' ekki því hámarki. Það er hugsað með hryllingi til þess ef ekki má veiða meira en 200 þúsund tonn af þorski á næsta ári eins og vísindamenn leggja til. En samkvæmt reynslunni í ár gæti allt eins verið að sá afli næðist ekki, nema til komi göngur frá Grænlandi eins og áður hefur borið til. En á slíkt er ekki að teysta þótt leyfilegt sé að voná að svo fari. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði eitthvað á þá leið, er mál þetta var til umræðu á Alþingi nýverið, að erfiðast verði að aðlaga þjóðlífið að þeim aðstæðum sem eru að skapast. Hann sagði að við hefðum ekki viljað takast á við þau vandamál sem skapast hefðu í sjávarútvegi, og ætti það jafnt við um Alþingi og marga hagsmunahópa. Ljóst sé að sjávarútvegurinn þolir ekki meiri byrðar, og vandann verði að leysa á miklu víðara grundvelli, en einvörðungu að því leyti sem að sjávarútvegi snýr. Þegar þorskaflinn minnkar um helming frá því sem hann var fyrir aðeins tveim árum gefur auga leið að vandinn nær til allra sviða þjóðlífsins. Þegar er hafin vinna við mótun fiskveiðistefnunnar fyrir næsta ár, og þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar má búast við að strangt kvótakerfi verði sett á og sóknin minnkuð til muna. Fiskveiðistefnan mun að sjálfsögðu koma illa við mörg útgerðarfélög og þá sem atvinnu hafa af fiskveiðum og vinnslu, en vandinn er miklu margþættari en svo að hann einskorðist við þessa aðila. Oft er haft á orði að ekkert sé sjálfsagðara en að setja einhver útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á hausinn og leggja skipum. Slíkar ráðstafanir geta farið vel í bókhaldi, en höfuðvanda- málið stendur eftir, sem er að útflutningstekjur fara hrað- minnkandi og það er undir þær aðstæður sem þjóðin verður að búa sig. Með breyttum viðhorfum er nú hafin endurskoðun á * þjóðhagsáætlun og er eðlilegt að í framhaldi af því verði fjárlögin tekin til endurskoðunar. Mörgum þykir að þegar hafi óvægilega verið skorið niður og að ríkisútgjöldin fyrir næsta ár sé langt undir þeim mörkum, sem samræmst geti því velferðarþjóðfélagi sem nútíminn gerir kröfur um. Þegar nú hefur enn syrt í álinn er ljóst að síst var of mikið skorið niður og betur má ef duga skal. Margar þeirra ákvarðana sem stjórnvöld standa nú frammi fyrir eru ekki sársaukalausar. Skjóta verður á frest fram- kvæmdum margs konar og ýmsum góðum málum sem þurfa fjármuna til að ná fram að ganga. Spurningin er ekki um hvort skera þurfi niður, heldur hverju á að fresta og hvað á að njóta forgangs. Um þetta verður deilt næstu vikur og mánuði. Það er mikilvægt að góður skilningur skapist á þessum málum í þjóðfélaginu og að enginn skerist úr leik, því það er meira í húfi en svo að það sé réttlætanlegt að einstakir þrýstihópar hrifsi til sín stærri bita en aðrir þegar aflahlutur- inn minnkar. O.Ó. Viðurkenn- ing í praxis ■ „Alþýðleg breiðfylking heldur landsfund sinn,“ skrif- ar einn gleggsti stjórnmála- skýrandi Þjóðviljans um helgina. Hér á hann að sjálf- sögðu við landsfund Alþýðu- bandalagsins, sem haldinn verður síðari hluta vikunnar. Landsfundur stjórnmálasam- taka eru eitt helsta skemmti- efnið þessa dagana. Þegar íhaldið hélt sinn landsfund um næstliðna helgi, bókstaf- lega flóði út úr öllum fjöl- miðlum af frásögnum og vangaveltum um þá fjöl- mennu samkomu, en samt situr nákvæmlega ekkert eftir í manni annað en það, að kosinn var nýr formaður, og kannski gerðist nákvæmlega ekkert annað á þriggja daga fundarhöldum nær ellefu hundruð manna. Sömu dagana þinguðu áhangendur Bandalags jafn- aðarmanna í Norðurárdal. Það sem eftir situr af um- fjöllum um þann merka fund, er gamansöm frásögn um að samþykkt hafi verið að Bandalagið skyldi vera lárétt grasrótarsamtök, en þetta hefur verið borið til baka. Samtökin eru aðeins lárétt. Samkvæmt fréttaskýringu Þjóðviljans er merkra tíðinda að vænta af landsfundi Al- þýðubandalagsins. Mikið starf hefur verið unnið til að endurskipuleggja flokkinn og nýmælin merkileg. Eitt er jafnræðisreglan og er gert ráð fyrir að hvort kyn, hér kemur svigi og fréttaskýring í honum, karlkyn og kvenkyn, hefðu að minnsta kosti 40% í nefndum og ráðum flokksins. Ekki er get- ið um jafnræði t.d. þeirra sem eru yfir eða undir 170 sm á hæð, eða hvar allaballar búa á landinu, né hvaða próf- gráðu meðlimimir geta stært sig af. Jafnræðið er kynbund- ið. Síðan er alþýðlega breið- fylkingin skýrð (alþýðufal- angistar???). „Gert er ráð fyrir að flokk- urinn opnaðist og leiðum til inngöngu og tengsla ein- staklinga og hópa við flokk- inn fjölgaði. Alþýðubanda- lagið er breiðfylking- og skipulagið á að vera viður- kenning þess í praxis" sagði Einar Karl, sem einnig hefur brennandi áhuga á Njálu. Það er vel til fallið að áhugamaður um Njálu skari eld að öllu því ósætti, sem ríkir innan flokks þess sem brátt verður breiðfylking. Jafnræðisreglan í Njálu er að vísu ekki talin í prósentum, en miklir skörungar eru þær konur sem þar er sagt frá og áhrifalausar um gang mála voru þær ekki fremur en kvennaveldið hjá allaböllum. Karlremba eða kvenremba Formaður Alþýðubanda- lagsins siglir góðan byr til endurkjörs, en svo sýnist að hart verði barist um sæti varaformanns og þar sækir kvennaliðið stíft fram og seg- ir fréttaskýrandi málgagnsins eftir einni valkyrjunni: „Hvert vígi karlrembunnar fellur af öðru.“ En þá kemur upp spurningin hvort einhlítt sé að valdabaráttan standi milli kynjanna (karlkyns og kvenkyns). Áhugamenn um Njálu hljóta að muna hvernig fór þegar Hallgerður skipaði Bergþóru á hinn óæðri bekk. Njáluhöfundur skaut sér undan öllum vandasömum skilgreiningum á konum og körlum og geta þeir sem hafa brennandi áhuga á Njálu velt fyrir sér hvort það er karl- remba eða kvenremba þegar hann skrifar: Bergþóra var drengur góður. Breiðfylking í stað sósíalisma Fréttaskýringunni lýkur svo: „Nú er það einnig svo að skipulagsbreytingar geta orðið á stjórn Alþýðubanda- lagsins og þá t.d. þannig að varaformenn yrðu fleiri en einn- og hver þeirra hefði yfir afmörkuðum málaflokkum að ráða. Fleiri slíkar hug- myndir um breytingar hafa heyrst nefndar. En allt þetta er meðal spennandi verkefna hinnar alþýðlegu breiðfylk- ingar, sem saman kemur í nafni þjóðfrelsis, jafnréttis og verkalýðshreyfingar á fimmtudaginn kemur.“ Hér sýnast mikil nýmæli á ferð. Þjóðviljinn er málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis, eins og skýrt er tilgreint í haus. En breiðfylkingin væntan- lega sleppir sósíalisma úr ein- kunnarorðum sínum, en set- ur jafnrétti í staðinn. Einkunnarorð landsfund- arins eru „Framtíð án fjötra," og er rökrétt að álykta að nú ætli allaballar að leggja sósíalisma á hilluna, enda fellur hann ekki í kram- ið þegar breiðfylkingarhug- sjónin er annars vegar. ■ Það líður ekki á löngu þar til dómur fellur í Spegilsmálinu margfræga. Grínarinn Úifar Þormóðsson, útgefandi Spegils- ins, verður vafalaust sakfelldur og gerður að píslarvætti í Þjóðviljanuim fyrir að hafa birt „klám“ og guðlast" á síðum Spegilsins, sem eitt sinn var frægur fyrir skemmtilegar skopádeilur. Annars er þetta mál fáránlegt. í fyrsta lagi er Spegill Úlfars svo óskaplega lélegur að viðlíka blað er vandfundið. í öðru lagi er biaðið með öllu laust við grín og gaman. Það er hins vcgar fullt af skætingi og öðru álíka og í því eru fjölmargar teikningar sem eru yfirleitt viðvaningslegar gerðar og þær vantar allt líf, sem að öllu jöfnu einkennir góðar skopmyndir. í stuttu máli er Spegill Úlfars blað sem hefur það eitt hlutverk að birta þann sálarsora sem virðist einkenna umsjónarmenn hans. Ef miðað er við Spegilinn hér á árum áður á þetta blað aðeins nafnið sameiginlegt. Og því má bæta við að ríkissaksóknari ætti mun fremur að einbeita sér að þeim klámblöðum sem fylla rekka hókaverslana - ef klám fer í taugarnar á honum. Satt best að segja var það illt að saksóknari skyldi taka upp á þeim skramba að auglýsa Spegilinn. Þegar blöðin tóku að flytja fréttir af því að nú stæði til að taka sorakopp Úlfars úr umferð hélt landslýður að nú væri hver síðastur að ná sér í eintak á ódauðlegu blaði. Menn þustu út í búð og sumir gengu svo langt að kaupa nokkur eintök. Menn flettu og leituðu að þessu voðalega sem ríkissaksóknari hafði rekið augun í en fundu ekki neitt ef frá er talið nokkrar lélegar teikningar, og enn lélegri texta sem var gersamlega laus við allt sem fram til þessa hefur verið við húmor kennt. Ef ríkissaksóknari hefði gert það sem Tandri gerði á sínum tíma hefði Spegill Úlfars horfið snarlega undir græna torfu. Tandri keypti nefnilega eintak - áður en lætin hófust - og hann var fljótur að henda Úlfar Þormóðsson í áramótaskaupið cintakinu þegar hann gat ekki, þrátt fyrir góðan vilja, brosað að innihaldi Úlfarsrauna. Oðru hvoru spretta upp karlar sem telja sjálfum sér - og nánustu ættingjum - trú um að þeir séu samviska þjóðarinnar. Úlfar Þormóðsson er einmitt dæmigerður fyrir slíka menn. Eitt sinn skrifað Úlfar bók um frímúrararegluna og átti sú bók að „fletta“ ofan af umræddrí reglu. En þegar að var gáð kom í Ijós að þetta var endurprentun úr félagstíðindum frímúrara og glefsur úr alfræðibókum. Tandri gerir ráð fyrir að Úlfar hefði ekkert frekar viljað á þeim tíma en að ríkissaksóknari eða jafnvel einhver frímúrari höfðaði mál gegn honum - til þess að sala bókarinnar værí tryggð. Það var engin ástæða til slíks hamagangs útaf bókinni um frímúrarana á sama hátt og það var engin ástæða til að höfða mál á hendur Úlfari vegna Spegilsins. Bókin gleymdist skömmu eftir útkomuna og hið sama hefði gerst með Spegilinn. Lélegra ritverk á borð við þau tvö sem gerð hafa verið að umtalsefni hér bíða alltaf þessi örlög. Við íslendingar eigum til nokkra sjálfskipaða samviskupost- ula. Yfirleitt vakir það eitt fyrir þebn að vekja athygli á sjálfum sér - miklu fremur en því málefni sem þeir fjalla um hverju sinni. Það er því slæmt þegar ríkissaksóknari gengur fram fyrir skjöldu og veitir þeim ónauðsynlega auglýsingu. Best er að landsmenn dæmi þá með því að fúlsa við ritverkunum. En vel á minnst - hefur jábræðrum Úlfars í pólitík aldrei dottið til hugar að hann gæti samið eins og eitt áramótaskaup? Við skulum vona að þeir komi fram með siíka tillögu í útvarpsráði. Það yrði til þess að við þyrftum aldrei framar að eiga von á að Úlfar sendi „gamanmál" frá sér. Tandri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.