Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 11
Lestunar- áætlun Hull/Goole Jan....... Jan ...... Jan....... ......28/11 ......12/12 ......27/12 menningarmálj ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Ekki er það efnilegt Rotterdam: Jan......................15/11 Jan ................... 29/11 Jan......................13/12 Jan .....................28/12 ■ Þjóðleikhúsið: Nágvígi eftir Jón Laxdal. Þýðing: Árni Bergmann. Leik- mvnd: Björn G. Björnsson. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir og höf. Stór stofa, búin ríkmannlegum hús- búnaði, dyr út í garð. Paul (Róbert Arnfinnsson) snýst raulandi á sviðinu og raðar vínflöskum á borð. í útvarpi er síbylja erlendra frétta, um Víetnam- stríðið, stúdentaóeirðir o.s.frv. Frétta- romsan er byrjuð í þriðja sinn þegar loks fer eitthvað að gerast. Inn á sviðið veltur Rudolf leikstjóri (Borgar Garðarsson) fullur, meðferðatösku. Paul kvikmynda- gerðarmaður klæðir hann úr frakkan- um og lætur vel að honum um sinn, enda kemur seinna í Ijós að hann var hommi en er nú bísexúal. Jæja. Nú hefjast spaklegar samræður þeirra leiklistarfrömuðanna, aðallega um kvikmyndir sem á að gera, eða væri kannski hægt að gera, einhverntíma. Vandinn er að finna stjörnu í hlutverkið. margir eru nefndir en flestir þeirra reynast dauðir, myndu hvort eð er vera of gamlir. Rut, kona Pauls (Guðrún Stephensen) hefur hvarflað um sviðið og Paul lýst hjónabandi þeirra sem auðvitað hefur verið svona og svona, en Rut þessi er af gyðingaættum. Allt er þetta náttúr- lega leikur. - í öðrum þætti eru nokkur ár liðin, en allt við sama, þau fara með sín hlutverk nema hvað Rut kemur nú inn of snemma. Hér ber líka að garði skrýtna persónu sem er einsog forstjóri en reynist vera rithöfundur (Baldvin Halldórsson) og er mikið kappsmál að láta filma bók sína, Játningar konu. Enn er skrafað og skeggrætt og nú farið mörgum orðum um sjónvarpið og hve það bregst hraklega við listamönnum utan stofnunar. (Kannast menn við sönginn). Og tíminn líður og í þriðja þætti heldur þetta tal áfram svo maður fer að halda að því ætli aldrei að ljúka. Að síðustu kemur þó höfundurinn og hefur keypt húsið og allt móverkið og gert samning um kvikmynd út frá sjónarmið- um múslima sem kostuð skal af olíu- furstum. Þá getur maður loks staðið upp. Hvernig stendur á því að manni skyldi leiðast svona mikið í leikhúsinu á fimm- tudagskvöldið? Ekki stafar það af því að leikhúsið hafi ekki lagt alúð við þetta verk. Brynja Benediktsdóttir er einn okkar færustu leikstjóra, enda sviðsetn- ingin öll, svo og leikmynd Björns Björns- sonar, hin haganlegasta. Róbert Arn- finnsson ljær hlutverki Pauls sína af- burða kunnáttu og Guðrún Stephensen hefur sjaldan, að ég hef séð, leikið af slíkri hind. Borgar Garðarsson fór að vísu fram með nokkrum geysingi en annars hafði hann góð tök á hlutverki sínu, og Baldvin Halldórsson bjó til kostulega fígúru úr rithöfundinum. Af hverju var þetta þá ekki bara gaman? Svarið liggur auðvitað í hinum rauna- lega misheppnaða texta Jóns Laxdal. Hann er saminn á þýsku en liðlega íslenskaður af Árna Bergmann. Það fer auðvitað ekki framhjá áhorfandanum að höfundur ætlar að kafa djúpt, í hinn staðlausa frægðardraum, eins og líka hefur komið fram í ábúðarmiklum við- tölum í blöðunum. En hugmyndir leiks- ins eru sumpart útjaskaðar og ævinlega illa útfærðar og umfram allt óskemmti- lega framsettar. í Morgunblaðsviðtali á dögunum talar leikstjóri um hve verkið sé „geysilega margslungið" og sjálfur lætur höfundur í ljós þá frómu ósk að þetta verk veki þau viðbrögð áhorfenda að þeim „þyki vænt um persónur leiks- ins, finni til með þeim.“ Mér er ógerlegt að finna til með þessum sírausandi, sídrekkandi persón- um. Ef fyrir höfundi hefur vakað að láta hinn verklausa listamann, draumóra- manninn, holdgast á sviðinu tókst það ekki. Hér er raunar þess að gæta að ég gat ekki fengið texta leiksins hjá Þjóð- leikhúsinu er ég leitaði eftir því og hef því ekki rýnt í verkið, svo vel má vera að eitthvað fleira felist í textanum er sú tilgerð sem hæst kvað í eyrum á frumsýn- ingu. Tilgerðin, vel á minnst. Höfundi virðist í mun að láta persónur sínar tala í spakyrðum, paradoxum. En til að bera uppi þá fáguðu samræðulist sem höf- undur stundar eftir, og nýtur sín einna skást hjá Rut, þarf blátt áfram meiri húmor en Jón Laxdal hefur yfir að ráða. Tilsvörin taka ekki heima, og detta jafnvel niður í llötustu aulafyndni, svo sem þegar Rudolf stingur upp á Ronald Reagan sem leikanda í kvikmyndinni sem þeir ráðgera. Hér ber allt að sama brunni: Návígi er misheppnað verk sem lætur áhorfandann ósnortinn þegar best lætur, veldur geispa og leiðindum þegar verr gegnir. - Jón Laxdal er sagður gera garðinn frægan erlendis og fæst við margar greinar lista. Það má kallast rétt að gefa okkur heimamönnum kost á að kynnast list- rænni iðju slíks manns. Aðra röksemd fyrir því að taka þetta leikrit til sýninga kem ég ekki auga á. Gunnar Stefánsson f skrifar um leikhús Vönduö teppi í úrvali 100% ullarteppi '*'Ð Lengi má prýöa fallegt heimili 100% gerviefni Blanda af ull og acril komið TEPPABUÐIN .sjón er OG SKOOID SÍÐUMÚLA 31 ■ REYKJAVÍK ■ SÍMI 84850 SÖGU RÍKARI Antwerpen: Jan 16/11 Jan 30/11 Jan 14/12 Jan 29/12 Hamborg: Jan 18/11 Jan 2/12 Jan 16/12 Jan 30/12 Helsinki: Helgafell 12/12 Larvik: Hvassafell ... 21/11 Hvassafell ... 5/12 Hvassafell ... 19/12 Hvassafell . 3/1 '84 Gautaborg: Hvassafell ... 22/11 Hvassafell ... 6/12 Hvassafell ... 20/12 Hvassafell . 4/1 '84 Kaupmannahöfn: Hvassafell ...23/11 Hvassafell ... 7/12 Hvassafell ...21/12 Hvassafell . 5/1 '84 Svendborg: Helgafell . .. 17/11 Hvassafell ...24/11 Hvassafell ... 8/12 Helgafelll ... 16/12 Hvassafell ... 22/12 Árhus: Helgafell ... 17/11 Hvassafell . . . 24/12 Hvassafell ... 8/12 Helgafell ... 16/12 Hvassafell ...22/12 Gloucester Mass.: Skaftafell ... 30/11 Jökulfell ... 16/12 Halifax, Canada: Skaftafell ... 1/12 Jökulfell ... 17/12 i SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu iPósth. 180 121 Reykjavík cSími 28200 Telex 2101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.