Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1S. NÓVEMBER 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Boy George leiðist félagsskapur lögregluþjónanna. En hvað er til ráða? Frægðin tekur sinn toll ■ Boy George, aðalsöngvari bresku popp-hljómsveitarinnar Culture Club, hefur áður orðið okk- ur að umræðuefni hér í spegsli Tím- ans og þá aðallega vegna frumlegs útlits, sem vakið hefur athygli, þó að fólk sé orðið ýmsu vant í popp-heim- inum. Frægð og vinsældir Boy George hafa haft það í för með sér, að hann telur sér ekki óhætt að ferðast á götum úti, nema í fylgd fílefldra lögregluþjóna, sem geta varið hann gegn ásókn ákafra aðdáenda. En þar sem honum þykir flestur annar félagsskapur skemmtilegri en lög- regluþjónanna, liggur hann nú öllum stundum með heilann í bleyti til að finna eitthver ráð til að losna við fylgd þeirra, en samt að fá að vera í friði. Nýjasta hugmyndin er sú, að ein- faldlega hreinsa af sér hinn skraut- lega andlitsfarða, sem hann er hvað þekktastur fyrir. Enn sem komið er hefur þetta ráð gefíst ágætlega. Komið hefur í Ijós, að þegar George er til fara eins og venjulegt fólk, stingur hann ekkert í stúf við aðra vegfarendur og enginn veitir honum athygli. ■ Auðvitað vildu alltr frændumir og frænkurnar kyssa og faðma Tom Jones. í stórri fjölskyldu getur slíkt verið bæði tímafrekt og erfitt. Tom Jones á heimaslóðum ■ Tom Joncs er kominn á þann aldur, orðinn 43 ára og afí, að hann er farinn að leita uppruna síns. Um mörg undanfarin ár hefur Tom dvalist í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur verið fastráðinn söngvarí í spilavítunum í Las Vegas. En rætur Toms standa djúpt. Hann er fæddur og uppalinn í Wales, og áður en frægðarsól hans sem söng- vari tók að rísa, vann hann þar sem námuverkamaður, rétt eins og allir vinir hans og vandamenn. Nú er langt um liðið síðan Tom kom síðast á heimaslóðir og þótti honum í haust tími til kominn að heilsa upp á gamla nágranna og fjölskyldu sína. Til að gera málið sem einfaldast, ákvað hann að halda eitt stórt boð í Newport í Wales. Alls komu í veisluna 160 manns, þar af 88 systkinabörn við söngvar- ann. Herlegheitin kostuðu sem svar- ar 70.000 ísl. kr. og fannst Tom þeim peningum vel varíð. Annað mál er, að auðvitað vildu allir frændurnir og frænkurnar tala við hann, faðma hann og kyssa, og það fannst Tom satt að segja örlítið erfítt! um þá verður andstæðingurinn að koma sér upp mótleik og hann verður líklega tölvustýrður og slíkur búnaður er þegar kominn, og þá verða það sjálf- virk mælitæki og tölvur sem sjá um að taka í gikkinn. Og við stöndum frammi fyrir því að það er hægt að hugsa sér kjarnorku- stríð sem afleiðingu af bilun í sjálfstýrikerfinu. Annað atriði sem hefur þróast mjög óheilla- vænlega er það, að komið er fyrir fjölmörgum smáum og veik- um kjarnorkuvopnum, fall- byssukúlum, jarðsprengjum og skammdrægum flugskeytum sem ætlunin er að beita gegn hersveit- um og skriðdrekum andstæð-- ingsins í hugsanlegu hefðbundnu stríði. Þetta lækkar þröskuldinn sem verkar gegn beitingu kjarn- orkuvopna og eykur þess vegna hættuna á kjarnorkustyrjöld" , Nei, ég_ held að það náist aldrei öryggi í skugga slíkra vopna. Ég finn a.m.k. ekki til öryggis í skjóli þeirra tugþús- unda vopna sem eru sett upp mér til varnar'. „Það hefur mjög háð umræð- unni hér að menn stimpla hver annan á víxl“ svarar Hans. „Þess vegna eru þessir hópar mjög mikilvægir t.d. friðarhópar lækna og eðlisfræðinga. Við höfum nú um nokkurt skeið, 10-15 eðlisfræðingar verið með starfshóp um frið og afvopnun. Markmiðið er að byggja upp eigin þekkingu sem við hyggj- umst síðan miðla út í þjóðfélag- ið. Við reynum að fara ofaní kjölinn á því hvað gerist við kjarnorkusprengingu. Ætlum einnig að fara ofaní vopnakerfi stórveldanna o.s.frv. Ég held að þessi hópar sem eru að reyna að vera ópólitískir, sem reyna að meta málin frá öllum hliðum, ég held að þeir hafi gífurlega þýð- ingu og ég vona að það verði sem mest hlustað á þá. Það má ekki drepa þessu máli á dreif með því að stimpla menn sem kommún- ista eða heimsvaldasinna. Þetta er allt of alvarlegt mál fyrir mannkynið til þess. Það er eng- um þægð í því að drepa alla komma eða öfugt og lifa ekki af sjálfur. Það er fáránleg rökleysa. Ég held að ef þessi aðgerð okkar geti minnkað það að menn líti þessi mál flokkspólitískum aug- um þá sé ekki til einskisunnið11. -BK. erlent yfirlit ■ Olof Palme og Ove Rainer á blaðamannafundinum. Gagnrýni flokksblaðsins felldi dómsmálaráðherrann En verður honum vært sem hæstaréttardómara? ■ SÍÐASTLIÐINN miðviku- dag hélt Olof Palme stytzta blaðamannafund, sem hann hef- ur haldið. Ásamt honum var Ove Rainer dómsmálaráðherra mættur á fundinn. Þegar blaðamenn höfðu tekið sér sæti, setti Palme fundinn og las upp fréttatilkynningu, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Ove Rainer er frábærlega hæf- ur dómsmálaráðherra. Vegna þekkingar sinnar og persónu- leika hefur hann verið ríkis- stjórninni mikill styrkur. Traust mitt á hpnum sem dómsmálaráð- herra og heiðarlegum manni er óbreytt. Ég skil þær persónulegu ástæður, sem valda því, að hann hefur beðizt lausnar. Með hryggð hefur verið fallizt á hana. Ove Rainer getur verið þess ifullviss, að hann nýtur.trausts og vináttu félaga sinna í ríkisstjóm- inni. Eftir að hafa flutt þessa stutt- orðu fréttatilkynningu, risu báð- ir ráðherrarnir á fætur og gengu úr salnum án þess að gefa kost á að svara spurningum. Blaða- mennirnir munu heldur ekki hafa óskað eftir því. Það voru þeir, sem höfðu orðið valdir að lausnarbeiðni Rainers. Með málgagn verka- lýðshreyfingarinnar, Afton- bladet, í fararbroddi, höfðu blöðin gert skattamál Rainers að slíku umtalsefni, að hann hafði daginn áður orðið neyddur til að birta skýrslu, sem útilokaði að hann sæti áfram í ríkisstjórninni. Palme sýndi það hins vegar í verki, að traust hans á Rainer var óbilað. Daginn eftir blaða- mannafundinn, var tilkynnt að Rainer hefði verið skipaður hæstaréttardómari. Sennilega á það eftir að verða umdeilt, og getur hæglega orðið sósíaldem- ókrötum til tjóns í næstu kosn- ingum. OVE RAINER var gefið það að sök, að hann hefði notað sér ákvæði skattalaganna um frá- drátt vaxtatekna úr hófi fram. Þannig hefði hann tryggt sér tvær milljónir sænskra króna í vaxtafrádrátt á tekjum, sem námu 2.4 milljónum króna. í skýrslu þeirri, sem Rainer birti á þriðjudaginn eða daginn fyrir blaðamannafundinn, bar hann ekki á móti þessu, en sýndi fram á, að þetta hefði verið gert með löglegum hætti, enda hefur því aldrei verið haldið fram, að hann hafi brotið skattalögin. Hins vegar hefur verið efazt um, að hann hafi farið rétt að sið- ferðilega. í skýrslunni viðurkenndi Rain- er, að hann hefði fengið 15 milljón króna lán hjá PK-bank- anum og m.a. keypt fyrir það ríkisskuldabréf, sem námu 19 milljónum króna. Það gerði þessa miklu lántöku Rainers tortryggilegri, að hann átti á þeim tíma sæti í bankaráði PK-bankans sem póstmálastjóri ríkisins. Lánið þótti svimandi hátt, þegar um lán til einstaklings væri að ræða. Sænsku slattalögin Ieyfa rnarg- víslegan vaxtafrádrátt til að auð- velda sölu á ríkisskuldabréfum. Ef keypt er ríkisskuldabréf, sem skráð er á 100 þúsund krónur, þarf oft ekki að greiða fyrir það nema 50 þúsund. Vextir eru 4% og miðast þeir við 100 þúsund krónur. Raunverulega er hér um að ræða 8% vexti af 50 þúsund krónum. Miðað við 100 þúsund krónur eru 4% vextir ekki frá- dráttarbærir. Sé hins vegar mið- að við, hið raunverulega kaup- verð bréfsins eða 50 þús., er helmingur vaxtanna frádráttar- bær. Selji viðkomandi síðar bréfið, sem keypt var á 50 þús. kr., og fær fyrir það 60 þús. krónur, er mismunurinn eða 10 þús. kr. ekki skattskyldur. Ýmsar fleiri leiðir eru til þess að öðlast vaxtafrádrátt á lögleg- an hátt. Af hálfu sósíaldemókrata hafa þessar frádráttarreglur verið gagnrýndar og þeir menn, sem notfærðu sér þær, verið harðlega gagnrýndir. Þegar það vitnaðist, að Rainer hefði notfært sér þær í stórum sfíl, þótti ritstjóra Aft- onbladets ekki annað tilhlýðilegt en að gagnrýna það á áberandi hátt. Blöð stjórnarandstæðinganna tóku hins vegar dræmt undir gagnrýnina, enda hafa þau oft varið vaxtafrádráttarreglurnar. Fyrir Rainer reyndist það verst, þegar uppvíst varð um stóra lánið, sem hann hafði feng- ið hjá PK-bankanum á meðan hann átti sæti í bankaráðinu sem fulltrúi opinberrar stofnunar. Hér var um að ræða miklu stærra lán en einstaklingum er yfirleitt veitt. Eftir að þessar upplýsingar komu fram í dagsljósið, mun það hafa verið rétt metið hjá Rainer, að honum yrði ekki vært í embætti dómsmáiaráðherra. En verður honum vært í emb- ætti hæstaréttardómara og hvernig á sú embættisveiting eftir aðmælastfyrir? Hvaða áhrif hefur það á fylgi sósfaldemókrata, að maður, sem flokksblað þeirra hefur hrakið úr ráðherrasæti, er strax á eftir skipaður hæstarétt- ardómari? OVE RAINER á að baki merkan embættisferil. Eftir að hann lauk lögfræðiprófi hefur hann gegnt mörgum embættum á sviði dómsmála. Hann hefur verið undirréttardómari, sak- sóknari, stjórnarráðsfulltrúi, forstjóri lagadeildar dómsmála- ráðuneytisins, ráðuney tisst j óri og margt fleira. Rainer hefur verið formaður í mörgum mikil- vægum nefndum og hvarvetna getið sér gott orð sem einbeitt- ur og röggsamur embættismað- ur, en jafnframt mannlegur. Þannig hefur hann talið, að fang- elsi væri ekki heppilegur staður fyrir sakamenn. Rainer varð póstmálastjóri 1973 og gegndi því embætti til haustsins 1982, þegar Palme myndaði stjórn sína. Þá varð hann dómsmálaráðherra. Þegar Ola Ullsten myndaði minnihlutastjórn Frjálslynda flokksins, bauð hann Rainer embætti dómsmálaráðherra. Mun það hafa helgazt af því, að faðir hans og fleiri ættmenn hans höfðu verið í Frjálslynda flokknum. Rainer játaði boði Ullstens í fyrstu, en hafnaði því síðan. Talið er, að áður hafi hann ráðgazt við Palme, en þeir eru gamlir vinir. Rainer hefur því verið talinn sósíaldemókrati um alllangt skeið, þótt formlega gengi hann ekki í flokk þeirra fyrr en á síðastliðnu ári. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.