Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.11.1983, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Utflutningur iðnvarnings hefur aukist um 60 af hundraði - heildarútflutningur þjóðarinnar um 10% ■ Útflutningur iðnvöru var 60 af hundraði meiri fyrstu níu mánuði þessa árs en hann var á sama tímabili í fyrra. Nú voru flutt út rúmlega 184 þúsund tonn á móti tæplega 115 þúsund tonnum í fyrra. Verðmætaaukningin er um 217 af hundraði í krónum talið, eða úr 1.213 af hundraði. Þetta kemur fram í yfirliti Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins, fyrir tímabilið janúar - september á þessu ári. Enn- fremur kemur fram, að heildarútflutn- ingur þjóðarinnar á þessu tímabili jókst um 10% miðað við sama tímabil í fyrra. Nú voru flutt út 447.115 tonn á móti 405.997 þúsund tonnum í fyrra. Verð- mæta aukningin er 136%, úr 5.657 milljónum í 13.329,5 milljónir. í heild hefur orðið 9% samdráttur í útflutningi sjávarafurða og5% samdráttur í útflutn- ingi búvara. Á umræddu tímabili var útflutningur Ærkjöt til Þýska- lands ■ Búvörudeild Sambandsins hefur selt 350 tonn af ærkjöti til Vestur-Þýskalands og fór sendingin utan nú fyrr í mánuðin- um. Fer kjöt þetta á fríhafnarmarkað í Þýskalandi, sem þýðir að það verður ekki selt í landinu sjálfu, heldur fer það eingöngu í skipakost. Kaupandi er fyrirtæki í Hamborg, sem um árabil hefur keypt kjöt af Búvörudeildinni. Að þessu sinni keypti fyrirtækið nokkru meira en undanfarin ár. Nú árar betur hjá fyrirtækjum í flestum iðngreinum en.gert hefur um nokkurt skeið. Þó hefur orðið samdráttur í einstaka greinum, til dxmis í fataiðnaði. Alþjoðleg lán Bankinn hóf fyrir rúmu ári að lána til fjárfestinga í sérstökum verkefnum til fyrirtækja á Norðurlöndum, alþjóð- legra þróunarbanka og einstakra þró- unarlanda. Bankanum hafa borist 160 umsóknir og hefur stjórn hans þegar fjallað um 20 lánsumsóknir. Fyrsta lánið til fjárfestingar í sérstöku verkefni fór til Botswana Power Corpor- ation. Lánið hljóðar upp á 10 milljónir Bandaríkjadala og á að nota til fjár- mögnunar á kolaknúnu raforkuveri. Að auki hefur bankinn veitt fyrirheit um fjárfestingarlán til átta verkefna, sem nema samanlagt um 2000 milljónum. Lánin fara til Kolumbíu, Indlands, Kam- erún, Portúgal, Suður-Kóreu og Ung- verjalands. afurða álversins í Straumsvík 45 al hundraði allra iðnvara, en salan milli áranna jókst um 93 af hundraði. Verð- mætaaukning afurða verksmiðjunnar nam 330%, úr 541,7 milljónum í 2.327,7 milljónir. ■ 45 af hundraði iðnvöru sem flutt hefur verið úr landi það sem af er árinu er úr álverinu í Straumsvik. Útflutningur verksmiðjunnar er nú 93% meiri en hann var á sama tímabili í fyrra. Norræni Könnun Félags íslenskra iðn- rekenda á horfum í iðnaði: Aukin sala hjá iðnfyrirtækjum ■ Fyrstu níu mánúði þessa árs hefur framleiðsla og sala aukist hjá megin- þorra iðnfyrirtækja samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt könnun sem nýlega var gerð á vegum Félags íslenskra iðnrekenda. 39 fyrir- tæki tóku þátt í könnuninni og voru þau valin af handahófi úrfélagatali FÍI en þess gætt að úrtakið yrði nokkuð dreift á hinar ýmsu greinar iðnaðar. Fyrirtækin höfðu almennt aukið markaðshlutdeild sína. Jafnframt virð- ast þau hafa aukið verulega alla mark- aðsstarfsemi, þar eð könnunin leiddi í Ijós aukna áherslu á vöruþróun og - auglýsingar. Þá kom fram í könnun- inni, að birgðir fullunninna vara virð- ast eðiilegar, en nokkur óvissa ríkir um eftirspurn næstu mánuði. Könnunin leiddi líka í Ijós bætta samkeppnisstöðu iðnaðar. Töldu 49% fyrirtækjanna sig vera með lægra verð á framleiðslu sinni en sambærilegar innfluttar vörur. 41% töldu vöru sfna vera á svipuðu verði og innflutningur, en aðeins 10% sögðust vera með dýrari vöru en sambærilega innflutta. Þá kom fram í könnuninni, að hækkun framleiðslukostnaðar hefur verið hcld- ur minni en hækkun almcnns verðlags. í könnuninni var einnig gerð athug- un á starfsmannafjöida í fyrirtækjun- um og kom fram, að yfirleitt hafa fyrirtækin haldið óbreyttum starfs- mannafjölda framan af árinu. Jafn- framt cr búist við að það ástand haldist óbreytt eða jafnvel batni það sem eftir er ársins. Loks kemur fram í könnuninni, að samdráttur hefur oröið í einstaka iðn- greinum, svo sem fataiðnaði og grein- um tengdum honum, þjónustuiðnaði margs konar og greinum tengdum sjávarútvegi. bankinn tekið nær 16.6 milljarða króna að láni, þar af 93% á hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Vaxtatekjur sjóðsins hafa aukist, ef mið er tekið af fyrstu átta mánuðunum í fyrra, um 38 af hundrað. Meðalútláns- vextir jukust úr 10,2% í 10,4%. Netto afrakstur bankans á tímabilinu nam um 360 milljónum króna, sem er svipuð upphæð og á sama tímabili í fyrra. Meðal fyrirtækja, sem fengið hafa fyrirgreiðslu bankans, má nefna íslenska fyrirtækið ISNO hf, sem fyrir skömmu fékk sitt annað lán vegna laxeldisstöðvarinnar í Lónum í Keldu- hverfi, en stöðin er reist í samvinnu við fyrirtækið Mowi í Bergen íNoregi. Þetta nýja lán er að upphæð um 7,5 milljónir íslenskra króna. Þá hefur bankinn ný- lega veitt sitt annað lán til landsíma Færeyja til stækkunnar á símakerfi eyj- anna. ■ í nýbirtri áfangaskýrslu Norræna fjárfestingabankans kemur fram, að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur bankinn veitt 25 lán að upphæð samtals um 2,9 milljarðar íslenskra króna. Þar að auki hefur bankinn gefið fyrirheit um átta fjárfestingarlán til verkefna, sem nema um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Frá stofnun, 1976, hefur bankinn veitt 181 lán, samtals að upphæð sem nálgast 26,5 milljarða íslenskra króna. Á þessum átta mánuðum hefur bank- inn tekið fjögur lán, að upphæð samtals um 3 milljarðar króna. Samtals hefur þá fjárfestingar- bankinn: Afraksturinn um 360 millj- ónir fyrstu 8 mánuðina Innflutningsdeild Sambandsins: Veltuaukningin 76 af ■ Fyrstu níu mánuði ársins var velta Innflutningsdeildar Sam- bandsins 927 milljónir króna. Er það 76% aukning frá sama tíma- bili í fyrra. Af undirdeildum innflutningsdeildar er birgðastöð með mesta aukningu, 110% en næst kemur fóðurvörudeild með 91% aukningu í krónutölu, en hundraði 18% aukningu í magni. Sam- því að í byggingavörusölunni er dráttur í byggingaframkvæmd- aukningin talsvert undir því sem um landsmanna kemur fram í eráöðrumsviðum,eðaum47%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.