Tíminn - 15.11.1983, Page 9

Tíminn - 15.11.1983, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Bréf til ritstjóra og blaðamarma Tímans: Umburðarlyndi hefur lengi verið aðalsmerki Tímans 1. ■ Ef að Tíminn hætti skyndilega að- koma út, þá myndi slíkt þýða sama og mikill ósigur fyrir lýðræðisöflin í land- inu. Umburðarlyndi í skoðunum hefur lengi verið aðalsmerki Tímans. Þar hefur pólitískt ofstæki, hvort heldur það hefur komið frá hægri eða vinstri, sætt rétt- mætri gagnrýni. Þetta er þýðingarmikið, því að án slíkrar afstöðu og lýðræðislegra skrifa, geta framfarir ekki átt sér stað á neinum sviðum. „Valfrelsi" er þýðingarmikið orð og sem skynsamlegt e'r að bera virðingu fyrir. Okkur hættir ekki við að gleyma þessu orði eða inntaki þess, þegar við sjálf eigum í hlut, — hins vegar vitum við ekki alltaf, hvaða merkingu orðið „val- frelsi“ hefur, þegar um annað fólk er að ræða. Á þeim árum, þegar Halldór Laxness var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að nota ekki z-una í bókum sínum, var gengið á rétt hans og fólks almennt um „valfrelsi". Því mátti þetta mikla skáld ekki sleppa z-unni, ef það óskaði þess? Ekki er hægt að kalla það rangt athæfi að sleppa zetunni þegar skáldskapur er festur á bókfell. Þegar um íslenzka stafsetningu er að ræða, finnst mér að ríkja ætti algjört frelsi. Skólakerfið á íslandi er þannig úr garði gert, að slíkt frelsi ætti að vera til bóta. Hvað íslenzkastafsetningusnertir, þá ættu höfundar bréfa og bóka að fá að skipa sig í eins marga ólíka hópa og þeir vilja. En er þá ekki jafnt rangt að banna fólki aðnota z-una, ef þvít.d. finnztz-an vera rökréttari stafsetning? Á ekki einn- ig að vera til „valfrelsi“ fyrir þá sem vilja nota z-una í skáldskap sínum eða öðrum ritsmiðum? Það er einkenni allra trúarofstækis- manna að þvinga alla til að fara einn veg, veg trúarofstækisins. Þá er ekki um neitt „valfrelsi“að ræða. Að leyfa ekkert „valfrelsi" er arfur frá trúarofstækinu sem stjórnmálamenn og ofstækisfullir menningarfulltrúar hafa tileinkað sér. Nú tilheyri ég þeim flokki einstaklinga sem gjarnan vilja nota z-una við ritstörf sín. Og ég er einn af þeim sem álít, að það sé mjög rökrétt, aðstaðsetja íslenzkt mál með stöfum eins og „z„. Hins vegar er ég síður en svo andvígur því, að einhverjir aðrir einstaklingar séu á öðru máli og skrifi z-laust. Til þess að vekja athygli á „valfrelsi" í þessum efnum, sendi ég bréf til Velvak- anda Morgunblaðsins um þetta áhugam- ál mitt, en mér til vonbrigða , hefur þetta bréf verið „ritskoðað“ burt af síðum Morgunblaðsins. Bréfið innihélt ákveðna skoðun í þessu máli, skoðun sem ekki er ólýðræðislegri en margt annað sem í þessu blaði er birt. Bréf mitt var eitthvað á þessa leið: 2. „Ég vil byrja á því að þakka hinum mjög svo lærða og klóka fræðimanni, dr. Benjamín H.J. Eiríkssyni, fyrir mjög gott bréf til Velvakanda frá 13.7. s.l. Dr. Benjamín minnist á hluti sem því miður eru of sjaldan á dagskrá blaða og fimarita, hluti sem þó varða sérhvert mannsbarn í landinu og ættu að vera oftar til umræðu. Það er engu líkara en að reynt hafi verið að hræoa fólk með hótunum um það, að hver sá eða sú er hæfi umræður á þessum hlutum yrði tafarlaust stillt upp við vegg og líflátinn með orðum og aðhlátri frægra orðháka. Dr. Benjamín segir í þessu bréfi sínu eftirfarandi: „Þá er það zetan. Óneitan- lega er hún þörf og setur svip á málið. Geti frönsk börn lært að stafsetja frönsku, þá ættu íslenzk börn að geta lært réttritun með zetu, finnst mér“. Ég kalla það hugrekki að voga sér að segja annað eins og þetta, og ég vil leyfa mér að taka undir þessi orð , um leið og ég óska dr. Benjamín til hamingju með hugrekkið. Nú verð ég að játa það, að ég er fremur slæmur tungumálamaður og verð oft að hafa talsvert fyrir því, að lesa erlendar tungur mér til gagns, - ég er einnig illa lærður í íslenzku ritmáli, setningafræði, fallbeyingum og stafsetn- ingu. En ég hef heldur aldrei reynt að setja mig upp á háan hest, þegar um ritaða íslenzka tungu er að ræða, hvað þá heldur gerast strangur dómari. Ég læt mér nægja að taka viðmið af lærðu fólki í íslenzkum fræðum, þótt ég reyni einnig að halda mínum sjálfstæðu skoðunum. Ég ber mikla virðingu fyrir sérfræðingum í íslenzku máli og teysti þeim vel til að halda rétt á stafsetningarvandamálinu. Þegar ég skrifa ritgerð, reyndi ég fyrst og fremst að halda mér við sjálft málefn- ið, en slíkt getur stundum komið illa niður á föllum og stafsetningu. Sendi ég ritgerðina strax frá mér, verða ritvillur margar. Láti ég ritgerðina bíða hjá mér í fáeina daga tekst mér, - ef heppnin er með mér, að leiðrétta helztu stórvillurn- ar. Ég vil hér með biðja alla góða blaða- menn og konur sem kynnu að þurfa að leiðrétta eftir mig grein, að leiðrétta hana með fullri virðingu fyrir z-unni. Þrátt fyrir mína lærdómsbresti í ís- lenzku máli, er ekki þar með sagt að mig skorti tilfinningu fyrir fögru máli. Vand- inn er að geta náð upp til sinnar eigin kröfu. Ég heid mér hafi oft tekizt að halda mér innan skynsamlegra takmarka rök- réttrar hugsunar, - en slíkt er, að mínum dómi, ekki alltaf hægt að segja um þá sem vilja með góðu eða illu, skipa fólki að afnema z-una og upp frá því halda kjafti! Má fólk ekki skrifa nákvæmlega þá stafi sem það vill? Má ekki gera stafsetninguna alveg frjálsa? Ég hef verið að rannsaka það, hvers vegna mönnum tókst að afnema z-una á Alþingi íslendinga. Mér er nær að halda það, að orsökin hafi verið heimska, fáfræði, fordómar og alveg sérstaklega mikið af íslenzku snobbi. Þegar til dæmis einn þingmaður frá Alþýðubandalaginu sem vildi ekki láta afnema z-una ætlaði að greiða atkvæði með z-unni þá var lesin yfir honum klausa, þar sem m.a. þetta var skrifað: „Má ég spyrja háttvirtan fysta sjálf- kjörinn setufræðing og etýmólóg Sverri Hermannsson; úr hverju mynduðust orðin hundur og köttur? Og hvernig og úr hverju er myndað orð eins og seta? Og hver er upprunaleg mynd orðsins fífl?“ Þegar þingmaður Alþýðubandalagsins heyrði slíka fyndni varð hann svo hrifinn, að hann mátti varla vatni halda og kaus að afnema z-una eins og skot. Þannig eru nú aðal rökin gegn z-unni. Slík afstaða gegn z-unni er ekki aðeins órökrétt, heldur einnig andhúmanísk. Ekki gæti ég hugsað mér nýja útgáfu á Heimskringlu Snorra, án fullrar virðing- ar fyrir z-unni“. 3. Eitthvað á þessa leið var bréf mitt til Velvakanda Morgunblaðsins. Mér hefur nú borizt til eyrna hver hafi ritskoðað burt bréf mitt af síðum Morgunblaðsins. Mér dettur ekki í hug að andmæla slíku. „Valfrelsið" er einnig fólgið í því að hafna hlutum. Að vísu er hér um að ræða sjónarmið sem ætti ekki að þurfa að skaða lýðræð- ið, þótt það fái að njóta sín með skoðunum annarra manna sem eru á annarri skoðun en ég. Venjulegur ein- staklingur gerir ekki mikla rellu út af þvíþótt skoðun hans sé hafnað með öllu. Allt öðru máli gegnir ef skoðun hans fær ekki að koma í Ijós meðal skoðana annarra manna. Og þegar þannig er á málum haldið, verður málstaður and- stæðingsins oft eitthvað hæpinn, þótt hann beri sigur úr býtum í formi a*- kvæðagreiðslu. En þetta er ekki svo alvarlegt vanda- mál. Það er t.d. enn alvarlegra þegar sæmilegur höfundur hefur sent leikrit til útvarpsins og fengið það til baka með synjun um flutning, en svo upplifað það sömu vikuna, að hlusta á miklu verra leikrit flutt með góðum leikkröftum. slíkt er ekki óalgengt á íslandi. Auðvitað get ég vel skilið svona hluti. Enda hef ég ekki staðið í baráttu og mótmælum þegar um slíka hluti er að ræða. En þegar ég hef orðið var við það, að slík neikvæð íslenzk þróun er farin að teygja sig til Svíþjóðar og annarra landa Evrópu, þá finnst mér rétt að gefa dálitla bendingu og það hef ég gert. Vissulega veit ég, að slík þróun stafar af vissri tegund taugaveiklunar sem ekki er svo auðvelt að hafa hemil á. Tímarnir eru líka erfiðir. Stríðshættan og annað sem fylgir hernaðarkapphlaup- inu skapar angist meðal fjölda fólks. Við sjáum þetta m.a. á umferðaslysunum og lönguninni til að ala upp húsdýr eins og hunda og ketti. Ég vil benda taugaveikluðu fólki á íslandi á það, hvort sem það vinnur hjá útvarpinu, leikhúsunum í Reykjavík eða hjá Morgunblaðinu, að nauðsynlegt er að fara til læknis og læknast af sinni taugaveiklun, áður en maður ætlar t.d. að fá sér hund. 14.10. 1983. Einar Freyr. menningarmál Harmsaga um hetjudáðir Káre Holt KAPPHLAUPIÐ Sigurður Gunnarsson þýddi og endursagði. Æskan 1983. „Út eru nú ýtar gerðir ófyrirsynju i glœfraferðir til að nema norðurpól". ■ Svo kvað Grímur Thomsen þegar þjóðir kepptust við að koma sínum mönnum sem næst norðurskauti jarðar. Og hér er bók sem rekur einhvern frægasta þátt úr sögu heimskautafara. Kapphlaupið, sem bókin dregur nafn af, er ferð þeirra Ámundsens og Scotts á Suðurskautið 1911. Á bókarkápu segir að þetta sé spenn- andi skáldsaga. Þó er stuðst við heimildir eftir því sem þær hrökkva til og varlega farið í ályktanir og fullyrðingar um hugrenningar og leyndar kenndir. Þetta er því raun frásögn sem er sagnfræði- lega svo rétt sem sagnfræði yfirleitt getur orðið. Og hér segir frá afreksmönnum. Káre Holt er kunnur höfundur í Noregi og kann vel til verka. Roald Ámundson er svo frægur að naumast hægt að nefna nokkum landa hans á undan þegar fræðgarmenn eru taldir þó að einhverjir kynnu að verða nefndir jafnt honum og mönnum eins og Nansen og Ibsen endist frægðin betur. Amund- sen var frábær atgjörvismaður og kunni vel að búa sig í ferðir og stjórna þeim. Hann skildi gildi þess smáa. Ferðin á suðurskautið var farin í nafni vísindanna. Þaðgilti jafnt um Norðmenn og Breta. En þeir fóru hvorir fyrir sig og vildu verða fyrstir til að komast þangað, sem enginn átti nokkurt erindi, eins og Káre Holt segir. Samt hlaut það, að verða fyrstur, að varpa frægðarljóma á nafn þess sem það yrði og þjóð hans. Þó finnst okkur nú að ferðin hafi verið ámóta mikið afrek hvort sem komið var í áfangastað degi eða viku fyrr eða síðar. Hér er hetjusaga sem segir frá afreks- mönnum en hégómaskapurinn kemur líka við sögu og ýmislegt smátt sem einkennir stundum stóra menn. Sagan er átakanlega mannleg. Því er hún bæði merkileg og nærgöngul. Scott er miklu geðþekkari maður en Amundsen. Þeir eiginleikar sumir sem gera hann geðþekkan, áttu þátt í því að hann varð á eftir Amundsen og varð svo úti, eða þannig skilja menn sögu hans. Sigurður Gunnarsson þýddi þessa sögu til að lesa hana í útvarp. Þess gætir hér, t.d. í því að skýringar þýðenda eru felldar inn í frásögnina en ekki hafðar neðanmáls eins og algengt er. Þetta skiptir þó ekki máli. Ferðirnar á suðurskautið 1911 voru glæfraferðir farnar að ófyrirsynju eins og Grímur Thomsen kvað. Amundsen varð á undan og kom lifandi til baka, heims- frægur sigurvegari. Vissulega var hann aðdáunarverður afreksmaður, en sigur hans var engan veginn skuggalaus. Saga þessara heimsskautafara eins og Káre Holt segir hana knýr til gagnrýn- innar hugsunar um mannleg örlög og mannlegt eðli. Því er þetta góð bók að menntagildi. Upphaf hinnar kristnu kirkju TIL FUNDAR VIÐ JESÚ FRÁ NASARET Höfundur: Paul Leer-Salvesen Þýtt og staðfært: Rúna Gísladóttir, Æskan. ■ 1 þessari bók er reynt að lýsa því mannfélagi sem Jesús frá Nasaret lifði og starfaði í. Frásagan er byggð á guð- spjöllunum og trúlega fylgt sögum þeirra. En auðvitað þarf að segja börn- um þessarar aldar ýmislegt um baksvið- og umhverfi sem nú er horfið en öllum var kunnugt þegar guðspjöllin voru skrifuð. Bókin eraTipru og léttu máli, setningar stuttar og glöggar. Að því leyti er bókin ágætlega unnin. Þó finnst mér að vísu vafasamt hvernig orðið fiskigegndir er notað á bls. 45 en það mun vera fyrir áhrif frá fiskigöngum. Sennilega færi betur að segja að Javhve væri ríkur og voldugur en stór og voldugur, en þar er um að ræða þýðingarsvip sem mjög er fágætur. Á bókarkápu er þess getið að þetta sé rit úr flokki sem heiti: Til fundar við, og svo sé í hverri bók sagt frá einhverjum miklum áhrifamanni. Þá fer vel á því að Jesús frá Nasaret sé fyrstur því hvernig sem trúfræðin horfir við mönnum urðu þáttaskil í mannskynssögunni með til- komu hans. Biblíusögur margskonar höfum við lesið og ýmiskonar endursagnir. Hér er sagan sögð eins og ætla má að hún hafi horft við samtímamönnum. Auðvitað er ekki hægt að taka í svona lítið kver nema nokkur sýnishorn. Og þá er vandi að velja. Hérergreintfránokkrum meginatr- iðum í kenningu meistarans, nefnd dæmi um kraftaverk hans og gerð grein fyrir því hvers vegna ýmsir samtíðarmenn þoldu hann ekki. Én niðurlagsorð bók- arinnar eru þessi: „Þeir trúðu því að Jesús kæmi frá guði til þess að sýna mönnunum Guð í alveg nýrri mynd. Þeir trúðu því að leyndar- dómurinn um Jesú væri sá að hann líktist guði þó að hann væri maðurinn frá Nasaret. Þeir sem trúðu á þennan hátt héldu hópinn og kölluðu sig söfnuð. Þeir urðu upphaf hinnar kristnu kirkju". Ég man ekki hvort ég hef vitað þessum upphafsþætti kristinnar kirkju og kristindóms jafnvel lýst með svo fáum og einföldum orðum. En svona er þessi bók. Hún er listilega vel gerð. Frásögnin er yfirleitt snilldarleg. Halldór Kristjánsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.