Tíminn - 15.11.1983, Síða 5

Tíminn - 15.11.1983, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 5 n nti* HVAÐ Á LÍF AÐ HEITA EFTIRLEIÐIS? Meiri hluti dómenda við Hæstarétt íslands hafa nú fellt þann úrskurð að Frjálsu framtaki hf sé óheimilt að nota íslenska orðið líf sem nafh á timariti sínu þar sem erlent fyrirtæki eigi einkarétt á notkun nafnsins hérlendis. Að sjálfsögðu verður dómnum hlítt og því þarf að finna nýtt nafn á tímaritið. Frjálst framtak heitir nú á stuðning orðhagra íslendinga og óskar aðstoðar þeirra við að finna stutt en gott nafn á tímaritið. Vinnsla 6. tbl. þessa árgangs — jólaþlaðsins — er nú á lokastigi þannig að skjótra viðbragða er þörf. Finna þarf nafnið fyrir lok þessarar viku. Þeir sem leggja vilja lið og koma með tillögur um nafn eru vinsamlegast beðnir aö hafa símasamband við Frjálst framtak fyrir klukkan fimm föstudaginn 18. nóvember. Verður öllum ábendingum tekið með þökkum. Meö fyrirfram þakklæti Frjálst framtak hf. Ármúla 18, sími 82300.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.