Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 1
Bandaríkjamenn og Bretar reiðubúnir til að senda her til Jordaníu Rússar segjast grípa til sinna ráða — á írak er árás á okkur — segir Nasser London, Beirut, Washing- ton og MoskVu, 16. júlí. Einkaskeyti frá Reuter. ★ Enda þótt ekki hafi verið hleypt skoti af í Beirut síðan — og í brezka þinginu brýndi stjórnarandstaðan vel fyrir rík- isstjórninni að fara varlega í sakirnar og blanda Bretum á engan hátt í deilurnar fyrir botni bandarísku landgönguliðarnir I Miðjarðarhafs. voru settir þar á land í gær, ríkir mikil óvissa um framtíðarþróun málanna fyrir botni Miðjarðar- hafsins. ic Fregnir frá Amman herma, að forystumenn Bagdadbanda- lagsríkjanna þriggja, íraks, Xyrk lands og Pakistan, sem nú sitja á rökstólunum, hai'i sent Hussein Jórdaníukonungi orðsendingu, þar sem hann var eindregið hvatt ur til þess að leita hernaðarað- stoðar Bandaríkjanna til þess að tryggja öryggi lands síns. Ráðstjórnin birti sam- tímis tilkynningu þess efnis, að hún mundi ekki geta setið hjá aðgerðarlaus við þá stór- felldu ógnun við heimsfrið- inn, sem landganga Banda ríkjamanna í Líbanon hefði verið. Krafðist Ráðstjórnin þess ,að Bandaríkjaher yrði samstundis fluttur frá Líban on, að öðru kosti mundi Ráð stjórnin gera nauðsynlegustu ráðstafanir til tryggingar heimsfriðinum. ★ Um sama leyti var og til- kynnt, að Selwyn Lloyd, utanrik isráðherra Breta mundi fara flug leiðis vestur um haf til viðræðna við Dulles síðarihluta dags i dag if Miklir liðsflutningar fara fram á Atlantshafi, Miðjarð- arhafi, svo og í Evrópu. — Bandaríkjastjórn hefur gefið út fyrirmæli til alls handa- rísks herafla á norðurhveli jarðar að vera við öllu búinn. Þá er það haft eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum i London, að Bretar muni ekki hika við að senda Jórdaníu- mönnum liðsstyrk þegar í stað, ef Hussein konungur færi fram á slíkt. if Egyptaland, Ráðstjórnin og Stjórn kínverskra kommúnista hafa nú formlega viðurkennt stjórn uppreisnarmanna í írak, en engar öruggar fregnir um á- standið þar í landj hafa borizt — og er útvarpsstöð uppreisnar. manna í höfuðborginni nær eina fréttaheimildin, sem um er að ræða. Sagði útvarpsstöðin í dag, að bæði konungur, ríkisarfi og fyrrum forsætisráðherra landsins hefðu verið líflátnir. ic Samkvæmt fregnum, sem bárust seint i kvöld, mun Ben Gurion, forsætisráðherra ísraels, hafa farið fram á það við Vestur- veldin, að þau létu israelsmönn- um af hendi nútíma vopn til þess að verja land sitt, ef á þyrfti að halda — og samkvæmt því, er Reutersfréttastofan segir, hefur þess verið farið á leit af hálfu Vesturveldanna, að þau fái að flytja herafla til Jórdaníu — um ísrael, ef til kæmi. Síðar í kvöld var af hálfu Vesturveldanna bor- ið til baka, að um slíka málaleit- un hefði verið að ræða — og frá Hvíta húsinu var tilkynnt, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um að senda her til Jór- daníu eða Tyrklands. 'tr Þá hafa og horizt fregnir þess efnis, að Nasser, einræð- isherra í Egyptalandi, hafi í kvöld sagt landgöngu Banda- ríkjamanna í Líbanon of- beldisárás — og allar árásir á Irak, eða íhlutanir í mál- efni landsins, yrðu taldar beinar árásir á Egypta — og mundu Egyptar og banda- menn þeirra bregða skjótt við. if Rætt var um atburðina í ör- yggisráðinu í dag og fordæmdi fulltrúi Ráðstjórnarinnar aðgetð ir Bandaríkjamanna harðlega. Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna, kvaðst vænta þess, að gæzlulið S.Þ. yrði bráðlega nægilega styrkt til að gegna hlutverki sínu í Líbanon. Friðsamt var í Beirut í gœrdag Síðasti sólarhringur var hinn friðsælasti í höfuðborg Líbanon í margar vikur. Ekkj var hleypt af skoti — og engar sprengingar gerðar. Salem, foringi uppreisn- armanna og leiðtogi stjórnarand stöðunnar, sem háð hefur haría baráttu gegn Chamoun forseta og stjórn landsins síðan 9. maí- sl. gaf út yfirlýsingu í dag, um að uppreisnarmenn mundu hætta bardögum. Ekki greindi frá því í yfirlýsingunni, hvort hér væri um að ræða stutt vopnahlé. eða fullnaðaruppgjöf, en samt sem áður var yfirlýsing hans talin mikill sigur fyrir forsetanr. Útvarpsstöðin í Kairo túlkaði þessa yfirlýsingu á þá iund, að uppreisnarmenn og hermenn stjórnarinanr hefðu nú samein- azt gegn bandarísku „heimsvalda sinnunum" og mundi þess ekki langt að bíða, að öll alþýða Líban ons ásamt stjórnarhernum hæfi baráttu við bandaríska herinn. Það hefur Salem uppreisnarfor- ingi staðfest, að sögn egypzka út- varpsins. Bandarísku hermennirnir urðu ekkf fyrir neinni áreitni, er þeir slóu hring um höfnina og settu þar vörð. Þvert á móti virtist ai- menningur frekar vinsamlegur í garð hermannanna. Bandarískir hermenn tóku sér og stöðu við bandaríska sendiráðið og bústað sendiherrans, en ekkj hafa þeir enn haldið inn í hverfi það, sem uppreisnarmenn hafa lengst af haft á valdi sínu í bardögunurn síðustu vikurnar. Fjöldi bandarískra flugvéla við Beirut. Nú munu á fjórða þúsund Bandarikjahermenn vera komnir til Líbanon og eru þeir vel vopnaðir, studdir sKiiðdreka sveitum og fallbyssuliði. Eisen- hower forseti sagði í útvarps- ræðu sinni í gær, að 5.000 her- menn yrðu sendir til Iábanon, og munu þeir, sem enn eiu ókomn- ir, þegar á leiðinni. ^if Allur herinn viðbúinn Fjöldi herflugvéla hefur kom- ið til Beirut í dag. Flestaliar hafa þær komið frá stöðvum Bandaríkjamanna í Evrópu, en liðsflutningar eru þegar hafnir yfir hafið, frá Bandaríkjunum. Nær 70 bandarísk herskip, stór og smá, eru á Miðjarðarhafi aust anverðu — og er eitt þeirra búið fjarstýrðum eldflaugum. Þrjú stór flugvélamóðurskip með 300 flugvélar eru þar og. Miklir liðs- flutningar fara nú fram. Fyrst og fremst er um að ræða flutninga Bandaríkjahermanna til Líbanon, en einnig hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að senda aukaherstyrk til Frh. á bls. 15. Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. á Grófarbryggjunni í gær, Þar voru um 70 gljáfægðar, spánýjar Massey-Ferguson drátt- arvélar, sem bændur munu fá í hendurnar næsfu dagana. Þessir vélar höfðu bændurnir keypt og greitt 20. marz í vor. En svo lengi tafðist afgreiðsla við kaup þeirra til landsins, að begar þær komu, lagðist „bjargráðaskatturinn“ á þær. — Verða bændur að leggja á borðið 16—17 þús. kr. til þess að fá þær. — Skotið var á brezka sendiherrann í Bagdad LONDON, 16. júlí: — Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, skýrði svo frá í þinginu í dag, að brezka stjórnin hef'ði ekki haft neitt samband við sendiherra sinn í írak eða starfsmenn hans, en eftir öðrum leiðum hefði henni borizt frásögn af því, er múgur réðíst inn í brezka sendiráðið í Bagdad, varð einum manni að bana, og brenndi húsið. Gœzlulið S. Þ. megnaði ekki að leysa verkefni sitt — sagði Eisenhower WASHINGTON, 16 .júlí. — Eisenhower Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í útvarpi í gærkveldi og gerði grein fyrir því vegna hvers Bandaríkjastjórn hefði tekiö þá ákvörðun að senda herafla til Líbanon samkv. beiðni Chamoun, forseta landsins. Það' hefði verið gert til verndar sjálfstæði Líbanon. Atburðirnir í írak hefðu haft í för með sér mikla hættu — og menn hefðu ekki sízt gert sér hana Ijósa, eftir að uppvíst var um sams konar áform í Jórdaníu. Ulbricht herðir enn tökin BERLIN, 16. júlí: — Walter Ul- bricht, var endurkjörinn aðalrit- ari a-þýzka kommúnistaflokks- ins, og styrkti þar að auki að- stöðu sína og alger yfirráð í flokknum með því að láta víkja fjórum fyrrverandi mcðlimum miðstjórnarinnar frá, en þeir hafa verið grúnaðir um að vera óhliðhollir Ulbricht, enda játuðu þeir í ,sjálfsgagnrýningarræðum‘ hefur þegar lent á flugveliinum I sínum frammi fyrir flokksþing- inu, sem 2260 fulltrúar sátu að þeim hefði ýmislegt orðið á. Eft- ir þetta er talið, að Ulbricht hafi töglin og hagldirnar g öllum flokknum og andstöðu gæti ekki innan hans svo orð sé á gerandi. Tveir þeirra fjögurra, sem ekki hlutu endurkosningu í miðstjórn ina Selbmann, aðstoðarforsætis- ráðherra, og Wandel, sendiherra landsins í Kína og fyrrum ritari miðstjórnar flokksins. Kvaðst Bandaríkjaforseti hafa gert sér fulla grein fyrir hætt- unum, sem ákvörðunin um beina hernaðaraðstoð Bandaríkjanna hefði í för með sér, en aðstoðin hefði ekki brtjtið í bága við sátt- mála S. Þ. og án hennar hefði Líbanon framvegis ekki verið í tölu sjálfstæðra ríkja. Fyrir at- beina ráðamanna í Damaskus og Kairó hefði látlausum áróðri yer- ið haldið uppi til þess að reyna að hafa áhrif á gang málanna í Líbanon- og jafnframt hefðu þessi öfl gert sig sek um beina íhlutun þar sem um vopnasmygl inn í Líbanon hefði verið að ræða. Ljóst væri, að gæzlusveitir S. Þ. hefðu ekki verið þess megnugar að gæta þess að Egyptum og Sýr lendingum héldist slíkt ekki uppi — og þess vegna hefðu Banda- ríkjamenn verið fúsir til að koma stjórn landsins til hjálpar, þegar aðstoðar var leitað. Bandaríkja- stjórn vildi með aðgerðum sín- um ljá S. Þ. allan þann stuðn- ing, sem á hennar færi væri að veita — og kvaðst forsetinn von- ast til að gæzluliði S. Þ. yxi svo fiskur um hrygg, að það gæti eitt annazt þau störf, sem það hefði verið kvatt til. Sagðist Lloyd svo frá, að 24 manns hefðu dvalizt í sendiráðs- byggingunni, þegar atburðurinn átti sér stað — daginn sem upp- reisnin var gerð í írak. iimn venjulegi irakski lögregluvörður stóð utan við bygginguna að venju. Hafi herforingi komið til sendiráðsins og sagt, að .irakski herinn mundi gæta byggingarinn ar, lét átta hermenn eftir — og hélt á braut. Skömmu síðar réð- ist hópur manna til inngöngu í sendiráðið, en hvorki lögregla né hermennirnir reyndu a'ð hindra för fólksins. Sagði Lloyd, að marg ir árásarmanna hefðu verið vopn aðix — og einkennisklæddur her- maður hefði m.a. skotið á brezka sendiherrann, sem hefði flúið til skrifstofu sinnar. í sömu mund skutu árásarmennirnir Patrick Graham,sem annaðist yfirumsjón með nushgldi öllu í ser.diváðinu, og hiaut hann þegar bana af. Þá kveikcu árásarmenn í nokkrum hlutum sendiráðsbyggingarinnar — og hótuðu að kveikja einnig í sknfstofuálmunni, sem sendi- ráðsfólkið hafðí flúið í, ef það kæmi ekki allt út óvopnað. Sendi ráðsmennirnir gengu þá út og hermaður fylgdj þeim gegn um mannþröngina — til hótelsins, sem fólkið dvelst nú í. Ráðherr- ann sagði að lokum, að svo virt- ist sem sendiráðsfólkið hefði mjög takmarkað ferðafrelsi — og ekki hefði verið hægt að hafa samband við neinn úr hópnum. Kairoútvarpið skýrði svo frá í dag, að tilhæfulaust væri, að inn fæddir hefðu kveikt í brezka sendiráðinu í Bagdad, Bretar hefðu gert það sjálfir. Þeir hefðu verið að brenna leyndarskjöl, bálið hefði orðið fullmikið og sendiráðsmenn ekki getað heft útbreiðslu eldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.