Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 12
12 mn n r: r v n r aðið Fimmtudagur 17. júlí 1958 SkklOSAirA EPTlfc RltHAfcO MAJON sýndi þeim allt hið markverð- asta í herbergi mínu með viðeig- andi athugasemdum. „Þessi hár- bursti — ekta silfur, þú skilur“. (Svo var auðvitað ekki!). „Nú skal ég sýna ykkur skyrtuhnappa vinar míns — ekta gull. Ef til vill þrjú hundruð dala virði . . . Og um leið og hún opnaði skúff- urnar. „Nei, þetta er allt í lagi. Vinur minn hefur ekkert ú móti því . . .“ „Halló. Þetta er Suzie“. Ekki Molly — það var ills viti! „Hvað ertu að gera núna?“ „Ekkert sérstakt“. „Ágætt. Ég kem þá til þín“. Fyrstu fimm mínúturnar eftir að hún kom inn í herbergið, tal- aði hún við mig um hitt og þetta, en ég sá, að hún gaf mér nánar gætur. Og allt í einu hvessti hún á mig augun. „Þú varst með Canton — drós- inni. Ég veit allt“. „Hvaða Canton drós?“ spurði ég sakleysislega. „Stelputæfunni með tilgerðar- göngulagið. Þú gafst henni sjötíu og sex dali“. Það var táknrænt fyrir ná- kvæmnina í eðli Suzy, að hún skyldi vita upp á hár, hver upp hæðin.var. Fréttin um peninga- afhendinguna hafði eflaust flog- ið sem eldur um sinu um veit- ingastofuna, og Betty hafði án efa verið nægilega illkvittin til þess að hafa ánægju af að við- halda misskilningi stúlknanna. Ég sagði Suzie sannleikann, en hún neitaði að trúa mér. „Þú lýgur- Þú hefur leitað ásta Canton-tæf unnar! “ Reiði hennar magnaðist og brauzt út, og hún hellti úr skál- um reiði sinnar með óþvegnum fúkyrðum, sem hún hafði lært af. sjómönnunum, og hafði ég aldrei áður heyrt slík orð af vörum hennar. Ég hélt áfram að neita ásökunum hennar, og hún fleygði í mig glasi. Það mölbrotnaði á veggnum fyrir ofan rúmið og brotin dreifðust yfir það. „Þú lýgur! Ég hélt, að þú vær- ir mikill maður — góður! En mér skjátlaðist. Þú ert bara fiðrildi — ómerkilegur!“ „Suzie, þetta er blátt áfram hlægilegt", sagði ég. „Ég er í rauninni alls ekki vinur þinn, í þeim skilningi, sem þú leggur í orðið, og þú hefur engan rétt til þess að hegða þér, eins og þú eigir í mér hvert bein. Mér fell- ur það alls ekki“. „Nú segirðu sannleikann — þú vilt mig ekki! Þér finnst ég vera ómerkileg götustelpa. Ágætt — öllu lokið! Ég fer!“ Og hún fór. Síðar um kvöldið, er við hitt- umst í veitingasalnum, lét hún sem hún sæi mig ekki. Morgun- inn eftir mætti ég henni fyrir utan Nam Kok og yrti á hana, en hún leit undan og skálmaði fram hjá mér. Þannig liðu nokkrir dagar, og ég komst brátt að raun um, að ég saknaði bæði heim- sókna hennar og símtalanna. Ég fói að gera mér grein fyrir, hve vænt mér þótti um hana. En svo ^ar það einn morgun, að ég fann í vasa mínum kvittun frá bankanum varðandi þessi viðskipti. Ég hafði ekki einu sinni munað eftir, að ég hefði fengið slíkt plagg. Ég sendi eftir Ah Tang og bað hann að kenna mér nokkur kínversk tákn og þau skrifaði ég aftan á kvittun- ina. Þau þýddu: „Ég sakna þín mjög mikið“. Síðar um kvöldið fékk ég Gwenny miðann og bað hana að koma honum til Suzy. Klukkustundu síðar hringdi síminn. „Halló, þetta er Suzie“. „Halló, Suzie“. ,Hvað ertu að gera?“ ,Ekkert sérstakt". „Ágætt, ég kem og heimsæki þig“. Og enn einu sinni var fimm mínútna undirbúningur og síðan hvasst einarðlegt augnatillit. „Þú ert góður maður. Skrökv- ar ekki. Mér skjátlaðist“. Ég hló og sagði, að mér væri sama hvað upp eða niður sneri á Betty Lau. Hún útskýrði fyrir mér, grafalvarleg á svip, hvers- vegna hún hefði tekið þetta svo nærri sér. Þar sem hún hafði alltaf talað um mig sem „vin“ sinn, hafði hún beðið mikinn á- litshnekki, er svo virtist sem ég hefði eitthvað saman við Betty Lau að sælda. „Ég þorði varla að fara inn í veitingasalinn", ságði hún. „Ég skammaðist mín svo mikið. Ég hugsaði: Ef ekki væri barnið, mundi ég drepa mig. „Þér getur ekki hafa verið al- vara-“ „Jú, ég skammaðist mín svo mikið“. „Jæja, sjáðu nú, hvað ég hef vevið að gera‘. Ég sýndi henni olíumálverk, sem ég var að mála eftír teikn- ingu af henni. Hún þótti mjög til stærðar strigans koma, og til- hugsunin um það að geta sýnt Van Heusen skyrtan fer best íf. Van Heusen vörumerkiíi tryggir gaeiin Framleitt í Englandi vinstúlkum sínum þetta bætti henni upp þá niðurlægingu, sem henni afnnst hún hafa orðið að þola. Hún varð aftur sú sama og áður. Hún flissaði ertnislega, er hún minntist þess, að hún 'hafði fleygt í mig glasi. „Ég var nærri búin að hitta þig“. „Já, ég hef verið að tína úr mér glerbrotin síðan“. Hláturinn bar hana ofurliði. Hún gat ekki setið upprétt á rúm stokknum, heldur kútveltist um af hlátri. „Ég þori að veðja, að þú varst hneykslaður! Þú enn hneykslað- ur á mér?“ „Já, litli stelpuskratti — yfir mig hneykslaður“, svaraði ég. Stundum á morgnana kom hún með barnið með sér í heimsókn. Það var smávaxið og veiklulegt, og gráfölt enskt-kínverskt andlit þess virtist einkennilega um- komulaust. Það var fullorðinslegt og það var alltaf eins og það væri örvæntingarsvipur á and- litinu. Það var eins og barnið fyndi það á sér, að það væri kyn- blendingur, og þess biði því ekk- ert annað en löng einmanaleg ævi þess einstaklings, sem hvergi á heima. En Suzie var ákaflega natin við það. Hún hélt á því á handleggn- um á svo móðurlegan hátt, að furðu sætti, með tilliti til þess, hve mjög skorti á hið móðurlega í fasi hennar og útliti. Hún skrafaði við það án afláts, og barnið skríkti og veifaði hrís- grjónaskálinni, sem það hélt á í hendinni. „Heyrðu nú, hvers vegna ertu enn að hósta? Hvers vegna ertu svona óþekkur? Já, óþekkur strákur! Þú ert bara svo fallegur, að ég verð að fyrirgefa þér! Já, þú ert fallegt barn! Kannski verður þú filmstjarna." Stundum breiddum við teppi út á svalirnar, og þar skreið barnið um í skriðbuxum úr rauðu randaflaueli. Og Suzie skreið á eftir því í grænu hnjá- buxunum og lét sem hún elti það. Þegar hún loks náði því, náði það varla andanum fyrir kæti. Að lokum fór hún með það ut til gömlu fóstrUnnar, sem beið fyrir utan, lét það i reifana, sem nengu á baki hennar, og þar sofn aði það samstundis, Hún horfði venjulega á eftir þeim og kallaði: „Vertu sæll, mundu nú eftir að vera gott barn! Já, hegðaðu þér nú vel“. Hún kom líka stundum upp til mín með vinstúlkur sínar og Að lokum kom röðin jafnan að segulbandstækinu, sem hún full- yrti, að hefði kostað mig tvö þús und dali, þótt henni væri full- ijóst, að ég hafði það aðeins á leigu. Venjulega var ég kvaddur til þess að stjórna upptöku á rödd vinkonunnar, en Suzie kynnti og útskýrði og hegðaði sér að öllu leyti, eins og um eig- in uppfinningu væri að ræða. En Suzie gætti þess jafnan vel, að koma vinkonunum út, áður en þær færu að gera sig of heima komnar í herbergi mínu. Hún sagði þá jafnan, að vinur sinn þyrfti að fara að vinna. Stund- um heyrði ég hana sega, með j talsverðri hreykni, þegar þær voru komnar fram á ganginn. „Vinur minn er mikill maður. Einhvern tímann fær hann fimm þúsund'dali fyrir myndirnar . . . Nei, auðvitað hverja fyrir sig!“ Stundum átti hún það til að koma einnig með „vini“ sína — venjulega skeði það, þegar hún var ráðin fyrir alla nóttina. Þann ig kom það oft fyrir, að ungur sjóliði, úfinn og syfjaður, stóð á miðju gólfi og deplaði augun- um vandræðalega, meðan Suzie sýndi honum allt hið sjónarverð- asta í herbergi mínu og lét dæl- una ganga á meðan. Sumum hef- ur eflaust dottið í hug, að ég væri dulbúinn lögregluþjónn. Hún átti þá til að missa allan á- huga á sjóliðanum og beina máli sínu til mín, en þá fannst mér nóg komið af svo góðu, með til- liti til þess, að veslings sjóliðinn hafði eytt hálfu vikukaupi sínu til að greiða fyrir nóttina, og ’ sendi þau aftur til herbergis síns. í eitt skipti fór þó heldur á ann- an veg, þar sem ég lenti í svo miklum stælum við ungan Bandaríkjamann, lögfræðing að menntun, sem gegndi herþjón- ustu í sjóhernum, að við rönk- uðum ekki við okkur, fyrr en eftir klukkan fimm um nóttina. Suzie var fyrir löngu orðin leið og farin að sofa. Að lokum, er við nöfðum Páðir nærri misst stjórn á skapi okkar, tókumst við í hendur, og ég bað hann afsök- unar á því, hve ég hefði eytt miklu af tíma hans frá Suzy. | „Það gerir ekkert til“, sagði ; hann. „Ég hef engan áhuga fyrir j henni á þann hátt — þú skilur hvað ég á við“. j „Ekki það?“ sagði ég stein- hissa. „Hvað í ósköpunum ertu j þá að gera með henni?“ „Svo er mál með vexti, að strákarnir um borð líta á mig sem I sérvitran spjátrung. Ég kom með | þeim hingað í kvöld og náði mér Starfsstúlkur óskast Uppiysingar á SKiiístofunni. EIli- og hjúkrunarheimilið Grund. L ú ó ANIMALS MOSTUV, TIMMY/ SEE, MR.TRAIl_ VOU KNOW ALU ABOUT CAMERAS ...WNAT KIND OF PICTURES DO YOU , TAKE ? ,_J\ WHY, I EXPECT SO, TIMMY/ ... AND VOUR FLASH ATTACHMENT GOES ON LIKE THIS ...SEE? J wow/... S® COIJUD i... COUUD I GO WITH VOU SOMETIME . WHEN VOU'RE TAKING ANIMAL PICTURES? , 1) „Sjáðu, svona festirðu ljósið á“. „Þú veizt bara allt um mynda vélar, Markús. Hvers konar ’ dýrum, Tommi“. „Er það? Má ég j ar þú ætlar að taka dýramynd- myndir tekur þú?“ j fara með þer einhvern tíma þeg- I ir?“ 2) „Ég tek mest myndir af ‘ ‘3) „Ég býst við því, Tommi", í stúlku til þess að sýna þeim, að ég væri ekki eftirbátur þeirra í neinu“. „Þá er líklega heppilegast fyrir þig að segja þeim ekki, að þú hafir setið alla nóttina og stælt um kommúnisma", sagði ég. „Þú getur bókað, að það geri ég ekki. Heldur segi ég þeim, að ég hafi slegið öll þeirra fyrri met“. En þó var það oftar, að Suzy kom og heimsótti mig ein, tæk- ist henm að komast burtu frá viðskiptavinunum einhvern hluta næturinnar. Við spjölluðum sam- an, og værum við svöng, létum við senda okkur mat frá ein- hverju næsta matsöluhúsa. Það var hægt að fá sendán mat á hvaða tíma sólarhringsins sem var, og hann var ótrúlega ódýr miðað við gæði og fyrirhöfn. Suzie vildi jafnan fá að borga matinn, þar sem hún hafði oft áhyggjur af fjárhag mínum, og einstaka sinnum leyfði ég henni það. En þegar ég borgaði sjálf- ur, spurði hún mig jafnan, hvað ég hefði gefið burðarkarlinum í þjórfé. „Fimmtíu sent“, svaraði ég. Það jafngilti sjö pensum. „Of mikið. Ég hef áður sagt þér það!“ „Hann var svO fátæklegur út- lits, Suzie“. „Já, en ef þú gefur burðar- körlum fimmtíu sent, verður það bráðum þú, sem lítur svona út! Þú gefur honum tuttugu sent næst. Hann verður alveg nógu ánægður með það“. Það var meðan á einni slíkri næturheimsókn stóð, að ég gerði uppgötvun varðandi Suzie, sem vakti mjög furðu mína. Ég hafði fengið reikning frá þvottahúsi skrifaðan á kínversku, og þar sem mér hafði fundizt upphæðin grunsamlega há, bað ég hana að segja mér, hvað hver einstakur liður kostaði. Hún leit aðeins lauslega á blaðið. „Ekkert vitlaust“. „Þú ert varla svona fljót að sjá það“, sagði ég. „Þvottamaðurinn er mjög heið- arlegur. Hann reiknar aldrei skakkt". „Ég er viss um, að hann hefur gert það í þetta skipti". Hún var vön að láta sér svo annt um, að ég væri ekki hlunnfarinn i við- skiptum, að kæruleysi hennar í þetta skipti vakti undrun mína. „Hvað hefur hann reiknað mér margar skyrtur? Hvaða flíkur aðrar hefur hann skrifað þarna?“ ailltvarpiö Ji'immtudagur 17. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Á frivaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19.30 Tónleikar. 20.30 Er- indi: Hamskipti og andasærmgar (Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. kand.). 20.50 Tónleikar. 21,15 Upplestur: Andrés Björnsson les kvæði eftir Helga Valtýsson. 21, 25 Tónleikar. 21,45 Upplestur: „Laun heimsins“, smásaga eftir Kristján Bender (Valdimar Lár- usson leikari). 22,10 Kvöldsagan: „Næturvörður" eftir John Dick- son Carr; IX. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Tónleikar af léttara tagi. 23.00. Dagskrárlok. Föstudagur 18. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar. 20.30 Ferðasaga: Frá Mælifellshnúk til Snæfells- jökuls (Jóhannes Örn Jónsson bóndi á Steðja). 21,00 íslenzk tón list. 21.30 Útvarpssagan: „Sunnu- fell“ eftir Peter Freuchen; XV. (Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur). 22,00 íþróttaspjall. 22,15 Garðyrkjuþáttur: Um stofublóm (Edwald B. Malmquist heimsæk- ir garðyrkjustöð Pauls Michels- ens í Hveragerði). 22.30 Sinfón- ískir tónleikar. 23.00 Dagskrár- io!-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.