Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 8
8 MORcrwnr 4 mð Fimmtuðagur 17. júli 1958 Dtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. RANGLÆTI AF RÁÐNUM HUG Prinsessan, sem beiðkonungssíns Vonsvikin prinsessa, áform út um þúfur — og Fazilet® EGAR rætt er um stór- eignaskatt verður sum- um á að halda að það sé svo sem saklaust, þó skattur sé lagður á stóreignir. Það er svo mikið búið að tala um „breiðu bökin“. Um langt skeið hafa flokkar og hópar haft uppi lát- lausan áróður um að í landinu hafi safnazt stóreignir, sem sjálf- sagt sé að taka af þeim, sem hafi þær undir höndum. Þessi ,breiðu bök“ eigi að bera skatt- þungann eða meginhluta hans, enda eigi þessi stóreignamenn ekki annað skilið. Það hefur lengi verið tízka sumra, að kalla all- an atvinnurekstur, sem ber sig, „brask og svindl“ en hitt sem annað hverrt ekki borgar sig eða berst í bökkum á að vera þjóð- inni gæfusamlegast. En hvar eru þá þessar stóreignir, sem nú eru skattlagðar? Svarið er eitt og aðeins eitt: Þær eru fyrst og fremst fyrir hendi í atvinnu- rekstri einstaklinganna, hvort sem þeir starfa í félögum eða einir sér. Þegar verið er að leggja á stóreignaskatt er raunverulega verið að skattleggja atvinnu ein- staklinganna. Allt verður að borgast af atvinnurekstrinum, beint eða óbeint, og þessi skattur alveg eins og annað. En atvinnu- rekstur einstaklinganna hefur staðið undir þjóðarheildinni og þess vegna snertir þetta mál alla og þá jafnt, þótt reynt sé að loka augunum fyrir staðreynd- um, eins og ýmsir gera, sem hlusta á innantóman áróður um þessi mál. ★ I þjóðfélaginu kemur rekstur- ínn fram í ýmsum myndum. En stóreignaskatturinn er ekki lagð- ur á allar tegundir reksturs jafnt. Ríkið hefur ýmsan rekstur með höndum, bæði verzlun og annað, en allur þessi rekstur sleppur við hinn mikla skatt. Bæja- og sveitafélög hafa líka ýmsan rekst ur, en hann sleppur einnig við skattinn. Samvinnureksturinn er orðinn geysivíðtækur og öfl- ugur, en hann sleppur að lang mestu leyti við þennan skatt. Stóreignaskattur er innheimtur hjá aðeins 20 samvinnufélögum, en hverjir skyldu menn halda, að væri stærstu skattgreiðendur af þeim? Ef til vill SÍS, auðug- ustu samtök landsins? Eða eitt hvert öflugt kaupfélag, svo sem KEA? Nei, stærstu tveir skatt- greiðendur af samvinnufélögun- um eru .Sultu- og efnagerð bak- ara í Reykjavík og Olíusamlagið 1 Keflavíkurbæ, Sem nokkrir út- gerðaraðilar þar standa að. Sá hluti skattsins, sem lendir á hin- um stóru kaupfélögum og rekstri SÍS er svo nauðalítill, að það mun naumlega hafa borgað sig fyrir hið opinbera að leggja skattinn á. Það hefur verið mik- ið mannahald og tilkostnaður við að leggja skattinn á, reikna hann út og tína saman þessi skattbrot, sem eiga að innheimt- ast hjá samvinnufélögum eða rekstri þeirra. Sem dæmi má nefna, að „Samvinnutryggingar“ eiga að greiða 7 krónur vegna eins útgerðarmanns á Akranesi. Vafstrið við að finna út þessar 7 krónur hefur kostað margfalda þá upphæð. Það hefði því vafa laust borgað sig að sleppa SÍS- rekstrinum og kaupfélögunum alveg, því skatturinn, sem af þeim flýtur, getur alls ekki borgað tilkostnaðinn. ★ Það er ljóst af því sem að of- an segir, að hinn stóri samvinnu- rekstur sleppur að langmestu leyti við skattinn, en allur þungi hans lendir á einstaklingum og rekstri þeirra. Hið opinbera inn- heimtir hjá samvinnufélögunum, þar með talið Sultu- og efnagerð bakara og Olíusamlagið, aðeins kr. 312.084,00 — þrjú hundruð og tólf þúsund áttatíu og fjórar krónur —• en hjá hlutafélögum kr. 81.656.450,00 — og áttatíu og eina milljón sex hundruð fimm- tíu og sex, fjögur hundruð og fimmtíu. — Þannig eru hiutföll- in milli þessara tveggja tegunda af rekstri í landinu. En finnst mönnum þetta réttlæti? Hér svari hver fyrir sig. ★ En nú munu menn spyrja, til hvers þetta óréttlæti sé framið og þá einmitt nú, þegar atvinnu- rekstur einstaklinganna á í sem mestum erfiðleikum, vegna þess gífurlega skattþunga, sem fyrir er, aukinnar dýrtíðar, síhækk- andi tilkostnaðar og annars, sem steðjar að? Svarið er mjög ein- falt: Með því að leggja hundruð milljóna skatt á at- vinnurekstur einstaklinganna á sama tíma, sem opinber rekstur og samvinnurekstur sieppa al- veg eða að mestu, er verið að hnekkja einstaklingunum, en af- leiðingin hlýtur að vera sú, að reksturinn færist meir og meir í hendur þess opinbera og SÍS- samsteypunnar. Hér er verið að mismuna íslenzkum þjóðfélags- aðilum á ranglátan hátt, en slíkt er einmitt stefna þeirra manna, sem nú hafa völdin í landinu. Hér er um stjórnmálaleg rang- indi að ræða og ekkert annað, rangindi, sem hefna sín á allri þ j óðfélagsheildinni. ★ Það eru einstaklingarnir og rekstur þeirra. sem hafa byggt upp íslenzka þjóðfélagið. Það er sú undirstaða, sem hingað til hefur verið byggt á. Þangað hefur björgin verið sótt og mest allt, sem þurft hefur til sam- eiginlegra þarfa. En flokkar hafa risið upp í landinu, sem vilja rekstur og atvinnuframkvæmdir einstaklinga feigar af því það hentar þeim stjórnmálalega, í bili. Þetta er svo augljóst, sem verða má. Annars væri skattað- ilum ekki mismunað svo herfi- lega eins og gert er. Þetta er umhugsunarefni fyrir alla og hver og einn verður að svara því fyrir sig, hvort það sam- rýmist hagsmunum hans og heild arinnar að þannig sé farið að. Að því er stefnt, meir og meir, að eyðileggja, drepa niður allan vilja einstakra manna til fram- kvæmda í atvinnulífinu. Það er verið vitandi vits og með ákveð- inn pólitiskan tilgang í huga, að mola í sundur, það sem hingað til hefur verið undirstaða þjóð- félagsbyggingarinnar. Þetta mál kemur öllum við, ekki þeim ein- um, sem greiða hinn rangláta skatt, heldur öllum almenningi, þjóðarheildinni, sem sýpur að lokum seyðið af því ranga, sem framið er FAZILET prinsessa, sem trúlofuð er Feisal írakskonun'gi, er nú í heimavistarskóla í Bretlandi. Trúlofun þeirra var tilkynnt í september s. 1. — og ráðgert var, að Feisal kæmi til Bretlands á næstunni og unnusta hans yrði honum samferða til fraks í haust. En síðustu fréttir hafa breytt öll- um fyrri áformum — og prins- essan bíður nú milli vonar og ótta eftir fregnum af unnusta sínum. — ★ — Fazilet er 16 ára að aldri. Fað- ir hennar er Mehmed Ali, prins af Egyptalandi, og Hanzade prinsessa. Er hún náskyld síðasta soldáni í Tyrklandi. — ★ — Þegar fyrstu fregnirnar bárust til London um uppreisnina í írak var prnisessan að skrifa sögurit- gerð í herbergi sínu í skólanum í Ascot. Sem vænta mátti höfðu fréttirnar mikil áhrif á ungu stúlkuna, sem var farin að hlakka til þess að hitta unnustann — og dveljast með honum á sveitasetri hans, Middlésex í Englandi. Kóngur var á leið til fundar for- ystumanna Bagdadbandalagsins, en síðan var ætlunin að hann færi sjóleiðis til Eng- lands. Snekkja hans beið reiðu- búin á Ítalíu. Hafði prinsessan búið sig undir að hverfa frá heimavistarskóianum um skeið — og átti að fara til London daginn sem uppreisnin barst út. Ætlaði hún fyrst að gera innkaup, en síðan að vera viðstödd komu kon- ungs til borgarinnar. Spánný Jaguar-bifreið hafði og verið keypt fyrir konung og unnustu hans til ferðalaga í nágrenni bú- garðsins — og var hún afhent fulltrúa konungs í Bretlandi á mánudaginn. — ★ — En skiljanlega fóru öll fyrri FORRÁÐAMENN brezka fiugfé- lagsins B.E.A. eru nú mjög von- sviknir vegna þess, að yfirstjórn Lundúnaflugvallar hafa enn ekki viljað fallast á að leyfa rússnesku þotunum TU-104 að hefja reglu- bundið flug til Bretlands með Lundúnaflugvöll sem endastöð. Ástæðan er sú, að hávaðinn frá hreyflum þotunnar þykir of mik- ill, íbúum í nágrenni flugvallar- ins verði ekki líft í húsum sín- um — og starfsmenn vallarins og ferðamenn, sem ieið eiga um völlinn, geti ekki þolað hávaðann. — ★ — Fyrir skemmstu undirrituðu Rússar og Bretar samninga þess efnis, að flugsamgöngur yrðu teknar upp milli höfuðborga beggja landanna. Átti í fyrstu að fljúga eina ferð í viku. Ætluðu Rússar að nota TU-104, en B.E.A. Viscount, nýja og stærri gerð en hingað til hefur verið í notkun. Hugsaði B.E.A. gott til glóðarinn- ar og var ákafi forráðamanna fé- lagsins mjög mikill í að hefja flugferðirnar sem fyrst, því að um samkeppni var að ræða af hálfu belgíska flugfélagsins SA- BENA, sem þegar hefur hafið flugferðir til Moskvu. Er flogið milli Moskvu og Brussel, en svo stillt til, að farþegar frá Moskvu geta haldið viðstöðulaust áfram til London með annarri flugvél félagsins — og sama gildir um farþega frá London til Moskvu. Þá er og í ráði, að hollenzka flug- félagið KLM og franska flugfé- | lagið Air France hefji reglu- I bundnar ferðir til og frá Moskvu prinsessa hætti við verzlunarför- ina. Forstöðukona heimavistar- skólans skýrði svo frá eftir að prinsessunni höfðu borizt fyrstu tíðindin frá írakska sendiráðinu í London, að stúlkan væri mjög miður sín, þetta væri allt mjög hræðilegt — „en e. t. v. væri það miklu betra fyrir hana að giftast venjulegum manni en að verða drottning í landi, sem alltaf mætti búazt við róstum og vígaferlum í“. — og Rússar þá jafnframt einnig frá Moskvu til höfuðborga við- komandi ríkja. Öll flugfélögin sjá sér mikinn hag í því að hefja þessar ferðir á undan BEA — og lendingarleyfi fyrir TU-104 var því nær auðfengið í Brussel. Frakkar hafa verið hikandi svo og Hollendingar við að ieyfa rússnesku þotunum að ienda á stærstu flugvöllum sínum — og í Bandarikjunum hefur ekki feng izt leyfi til þess nema um ein- stakar flugferðir hafi verið að ræða. • — ★ — Sem kunnugt er munu stóru flugfélögin á Vesturlöndum vera í þann veginn að taka í notkun bandarískar farþegaþotur. Hvorki hefur þessum þotum né hinni frönsku Caravelle verið meinað að lenda á umræddum flugvöll- um. Mun hávaðinn frá þeim ekki vera eins mikill og frá TU-104, en auk þess hafa Bandaríkjamenn gerf miklar tilraunir með hljóð- deyfa á þrýstiloftshreyfla sína — og samkvæmt síðustu fregnum hefur eitthvað miðað í áttina. — ★ — Brezka flugfélagið bindur miklar vonir við að rússnesku þotunum verði leyft að lenda í London. Telja forráðamenn flug- félagsins hættu á því að B.E.A. verði undir í samkeppninni við stóru flugfélögin á mörgum svið- um, ef leyfið fæst ekki hið bráð- asta, því að það hefur ekki svo lítið auglýsingagildi að fljúga austur fyrir járntjald, enda þótt farþegarnir séu annars ekki svo ýkja margir. Gamall fólk af Suð- urnesjum í skemmfiferð FIMMTUDAGINN 11. þ. m. bauð Aðalstöðin öllu gömlu fólki af Suðurnesjum í skemmtiferð aust- ur um sveitir. Farið var í 38 stöðvarbílum og var það mynd- arleg og falleg lest. Þátttakend- ur voru um 160 auk bílstjóranna og fararstjórnar, en ferðinni stjórnuðu Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Aðalstöðvar- innar, Tómas Tómasson fulltrúi og Guðný Ásberg, formaður Kvenfélags Keflavíkur, en stjórn kvenfélagsins var bílstjórunum hjálpleg með að ná sambandi við gamla fólkið. Farið var austur um Hellis- heiði, um Hveragerðk, Eyrar- bakka og Stokkseyri, upp Gaul- verjabæ og svo um Ljósafoss til Þingvaila. Komið var til Þing- valla um kvöldið og beið þar kaffi eftir ferðafólkinu og að því loknu var brugðið í dans og tekn- ir nokkrir Vínarkrússar og Mars- úkkar. Þá var Þingvallastaður skoðaður og staðnæmst að Lög- bergi og flutti Helgi S. þar ræðu um sögu staðarins og þýðingu hans í íslenzku þjóðlífi. Ferðalag þetta var hið ánægju- legasta í alla staði og voru þátt- takendur mjög þakklátir Aðal- stöðinni fyrir boðið og alla rausn þeirra í sambandi við það. Þátt- takendur voru úr Sandgerði, Miðnesi, Garði, Keflavík, Njarð- víkum og Grindavík. Ferðafé- lagarnir hafa allir óskað eftir því að Aðalstöðinni og bílstjórum hennar verði fluttar þakkir fyrir höfðingskap þeirra og hugulsemi, því margt af þessu fólki á ekki annan kost að komast í ferðalag og í þetta sinn fóru margir um æskustöðvar eða kunnar slóðir, sem þeir höfðu ekki séð árum saman. Veður var ekki sem allra bezt, þokudrungi á Kambabrún, en svo létti til er á daginn leið. Ekkert óhapp kom fyrir og voru allir glaðir og hressir þegar komið var heim og þá hartnær liðið að miðnætti. — Helgi. Hörð samkeppni á Moskvuieiðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.