Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. júlí 1958 MOltCVl\BT 4 ÐIÐ 13 HlustaB á útvarp FYRIR nokkrum árum skrifaði ungur maður, Indriði Þorsteins- son, frá Gilhaga í Skagafirði, skáldsögu er, þegar vakti mikla athygli. Sagan gerist á stríðsár- unum ,eftir 1940. — sex ára stríðinu —, og heitir 79 af stöð- inni. Sumir töldu að skáldið hefði tekið til fyrirmyndar, í stíl, Nó- bels-skáld eitt amerískt, en ég tel það fjarstæðu. Má vera að stundum svipi til í frásögn, en það er engin stæling. Indriða tekst, í sögunni, að ná hinum ógnþrungna, kaldranalega og — mér liggur við að segja — við- bjóðslega blæ, sem herseta og hergnýr settu á okkar áður frið- samlega og rólega þjóðlíf. Þessum peningaglamrandi lausungarblæ, sem erlend glæframennska og hatur þrengdi inn í okkar rólegu tilveru sem þjóð okkar býr enn að, til tjóns og bölvunax, tekst Indriða að ná í bókinni. Er það mikið vandaverk. — Það sem sumir, er um bókina hafa fjall- að, hafa sett út á hana, finnst mér kostur á henni. Það sem mest er um vert er, að höfundi hefur tekizt að lýsa hinu óhugnaniega stríðstímabili, þegar þúsundir ís- lendinga, konur og karlar, g'öt- uðu sól sinni að meira eða minna leyti og fóru, margir, algeriega í hundana. Þegar ísl. þjóðarsái varð fyrir því áfalli að enn er ekki séð, hvort nokkurn tíma fæst viðunandi bati á. Nú hefur þessi athyglisverða skáldsaga ver ið færð í leikform af Gísla Hall- dórssyni og var fyrsti kaflinn fluttur í útvarpinu laugardag 5. júlí. Fannst mér það takast vel og hinn rétti svipur nást. Oft hef- ur fremur illa tekist að breyta skáldsögum í leikrit, enda er það mikið vandaverk. Verður nú fróð legt að vita, hvernig tekst í þetta sinn. ★ Nýlega byrjaði þáttur í útvarpi, sem nefndur er Æskuslóðir. — Fysrta erindið var flutt 20. júlí, en ég heyrði það ekki. Anna ðer- indið flutti séra Jón Auðuns dóm prófastur um ísafjörð. Á þeim stað átti séra Jón fagurt og gott æskuheimili. Fór hann nokkrum orðum um sögu þessa kaupstaðar, sem um tíma var einn mesti fiski bær landsins og sköruðu ísfirzk- ir athafnamenn og sjómenn fram úr flestum öðrum á tímum þeirra Ásgeiranna frægu. Að sjálfsögðu eru enn þá margir ágætismenn og dugandi á ísafirði. Ég hef nokkrum sinnum komið á Isa- fjörð og notið þar gestrisni og góðvildar, m. a. á æskuheimili séra Jón Auðuns. Fólkið fannst j mér ágætt, en staðurinn átti ekki við mig, hefði ég ekki kosið að | eiga þar heimili. Til þess finnst mér alltof aðkreppt og þröngt, — vanur víðsýni miklu.En „hverj- um þykir sinn fugl fagur“ og ég kann vel að meta ræktarsemi manna við æskustöðvarnar, þar sem margir áttu sínar sæJustu og unaðslegustu stundir. hvort sem var í þröngum firði eða breiðum byggðum. ★ Ólafur Gunnarsson sálfræðing- ur talaði um daginn og veginn 7. júlí. Var mikið af ræðu hans um verkföllin, enda um fátt meira talað nú, þó einkum sjó- mannaverkfallið á farmskipun- um og farþegaskipunum Þetta er orðin árleg pest og kemur oftast á versta tíma. Auðvitað var það alveg_ rétt hjá ræðu- manni, að sjómenn verða ' að hafa sérstakar undanþágur í sköttum og útsvörum, ella fæst enginn maður til þess að fara á sjó. Gildir þetta bæði um far- menn og fiskimenn.Það er óvitur legt að skerða laun þessara manna. Það þarf að bæta við 2— 3 þúsund fiskimönnum, ef vel á að vera. Enn er heldur óálitlegt í því efni. Ræðumaður benti rétti lega á það, að alit legst á eitt að hamia gegn því að menn gerist sjómenn. Mæður reyna í lengstu lög að telja syni sína af því að fara á sjó. Þá taka unnustur og eiginkonur við og er þeirn. að vísu, vorkun. Þó er nú öryggi orðið mikið á sjó, og ólíkt því, sem áður var. En sjómannslíf er erfitt og útheimtir það að menn séu lengst af burtu frá heimilum sínum. Hljóta því að fá betri laun og styttri vinnuævi og ríflegri eftirlaun en aðrar stéttir manna. Auk þess lægri skatta. Það er lífsnauðsyn fyrir okkur að fjöldi duglegra manna fáist til þess að stunda sjó og sigla okkar ágætu skipum um höfin. Fáist menn ekki til þess, sé ég enga leið til þess, að þjóðin eigi nokkra framtíð nema eymdar bú- hokur og dorg á smáfleytum uppi í landsteinum. ★ Béra Jóhann Hannesson á Þing völlum flutti síðara erindið um siðgæði Fjallræðunnar og lög- mál lífsins. Gat hann um ýmsar guðfræðilegar skýringar á þessari miklu ræðu og bar að lokum fram sínar eigin skoðanir. Þessir tveir útvarpsþættir séra Jóhanns um Fjallræðuna eru meðal þess allra athyglisverðasta og lær- dómsríkasta, sem utvarpið hefur flutt á siðari tímum. En málið er þannig lagað að t. d. nægir ekki að heyra það flutt einu sinni, þótt sr. Jóhann sé ágætur fyrir- lesari. Þessi útvarpserindi þarf að prenta og lesa. Það er mikiil skaði að útvarpið hér skuli ekki, eins og víða er gert erlendis gefa út í bók úrvals erinda, sem þar er flutt. í slíkri bók kæmi auðvit- að, aðeins úrval, þar á meðal þetta erindi séra Jóhanns Hann- essonar. En hvað sem því líður, þarf erindið að koma út í goðu og víðlesnu tímariti eða blaði. ¥ Símon bónda í Vatnskoti í Þing vallasveit telur Björn Th. Björns son síðasta bóndann í Þingvalla hrauni. Áttu þeir saman skemmti legt og fróðlegt samtal í útvarpi. Margir þekkja Símon þótt ekki sé hann tíður gestur í höfuðstaðn- um, kveðst koma hingað einu sinni á ári eða stundum liði 2—3 ár milli fei’ða. Ekki telur Símon að skóginum hafi farið fram í Þjóðgarðinum siðan landið var friðað. Vanti áburð. — Ég vil bæta því við, að mér finnst skóg ræktin ganga fremur seint. Mér er nær að halda að betra og vitur legra væri að verja mestu af því fé, sem nú fer í þessa skógrækt- artilraun til þess að rækta upp sanda og hefta uppblástur lands. Sjá, nokkra tugi ára, hvernig fer með þau svæði, sem þegar hafa verið girt og þar sem plantað hefur verið barrtrjám og öðrum trjátegundum, sem einhver von er um að verði til gagns. Ef þessi gróður reynist ætla að verða að gagni má þá taka til óspilltra málanna aftur með skógræktun. En fyrst og fremst ber að vera raunsær — nokkrir tugir ára gera ekkert til né frá í skógræktinni en geta munað miklu í sandratkt- un og til þess að hefta eyðmgu lands af sandfoki og þvílíku. Það er verk, sem vinna þarf fljótt, hitt er vafamál að hér vaxi nokkurn tíma stórskógar. ★ Gunnar Hall talaði um Krist- inn vagnasmið og var það gott erindi. Kristinn Jónsson vagna- smiður átti það skilið, að honum væri þakkað mikið og gott starf. Hann var hinn ágætasti maður, ljúfur og notalegur í umgengni, dugnaðarmaður mikill, sanngjarn í viðskiptum. Ef til vill hefur Torfi í Ólafsdal smíðað kerrur á undan honum, þó veit ég ekki hvort Torfi fékk hjólin, smíðuð, frá Skotlandi. En kerra var til á heimili foreldra minna um I8''0, ekki veit ég hvort hjólin voru smíðuð hér á landi, en eitthvað var Torfa í Ólafsdal getið í sam- bandi við kerru þessa. — Gunnar Hall hefur áður talað um Ara Jónsson óperusöngvara. Hall er fróður og vel máli farinn og er gott að hann mmnist merkra frumherja, látinna. Þorsteinn Jónsson. Eggert L. Fjeldsted Minningarorð í DAG verður til moldar borinn Eggert L. Fjelsteð fyrrum bóndi. Þarfir þjónar f ÁGÆTU ERINDI, sem Gunnar Hall flutti nýlega í Útvarpinu, um Kerruöldina og Kristinn vagnasmið, var Kristinn maklega lofaður iyrir lífsstarf sitt. Og svo var einnig um tvo aðra merka brautryðjendur. En til að segja söguna betur, hefði einnig þurft að geta Bald- vins Einarssonar aktýgjasmiðs. Það hefðu orðið minni not að kerrunum hans Kristins, þó góð- ar væru, ef Baldvin hefði ekki jafnframt smíðað hentug aktýgi, sem hæfðu íslenzkum hestum. Hann beinlínis „fann upp“ íslenzk aktýgi. Og hesturinn okkar kom einnig við sögu á kerruöldinni. Það var hann, sem hreifði vagninn. Að vísu er tæplega hægt' að tala um kerruöld. Þetta var einn áfanginn á leið þjóðarinnar til bættra lífskjara. Eitt stórvirkið, sem þjóðin hefir afkastað á síð- ustu sextíu árum. Vonandi held- ur þróunin áfram, og með enn meiri hraða. Nú er búið að velta mörgum steinum úr götunni. Baldvin hóf aktýgjasmíði 1905, eða nær samtímis kerrusmíði Kristins. Hér voru að vísu til áður aktýgi frá Skotlandi, sem Torfi í Ólafsdal hafði flutt heim með sér. En þau voru gerð fyrir stærri hesta og hentuðu ekki. Baldvin lagfærði þau og breitti til hæfis hestunum okkar. Þar kom til meðfætt hugvit og leikni kunn- áttumannsins. Sem unglingur man ég eftir „síðutökunum1* á ökuhestunum, meiðslum eftir óhentug aktýgi. Þau hurfu, er aktýgi Baldvins komu til. Mörgum bónda lærðist líka að fara vel með „þarfasta þjóninn“, létu jafnvel ökuhest- inn búa við sama og reiðhestinn. En of margir meðhöndluðu hest- ana sem „húðarjálka" og „klaka- klára". Og, því miður, mun sá hugsunarháttur vera til enn í dag. Kristinn vagnasmiður hlaut maklega viðurkenningu og þakk- ir fyrir sitt merka lífsstarf. Þeg- ar hann varð sjötugur bauð hann Baldvin til sín, og þakkaði hon- um samstarfið. Hann sagði, að minna hefði orðið úr kerrusmíð- inni hjá sér, ef aktýgi Baldvins hefðu ekki komið til. Hann kunni að meta lífsstarf Baldvins, og hafði drenglund til að þakka það. Það er leitt, hve fáir bændur hafa metið og þakkað starf Baldvins, jafnmikið og það þó létti þeim verkin við heimilis- störf og aðdrætti, og bætti hag þeirra. Ég held engnn þeirra hafi getið þess opinberlega, sem hann gerði, nema Ágúst í Birtingaholti. Hann getur Baldvins hlýlega í minningum sinum. Hinar stórkostlegu framfarir, sem orðið hafa í vegagerð og samgöngubótum, hefðu orðið erfiðari framan af, ef ekki hefðu komið til aktýgin hans Baldvins. Ég sá þau við vegagerð norður í Húnavatnssýslu árið 1910, er ég var þar unglingur. Sama má segja um byggingu Reykjavíkur, þó ekki væri annað en öflun eldsneytis 1918. Baldvin er nú nær 83 ára. Hann hefur unnið mikið um ævina, og aldrei talið stundirnar. Hver góður þjónn gleðst yfir því, að fá þakklæti fyrir vel unnin verk. Og einhvers staðar sá ég það skrifað, að betra væri að færa manninum blómin meðan hann væri enn lífs, en að honum lótn- um. Á langri ævi skiptast skin og skúrir. Margur er kalinn eftir kuldann. Baldvin er enn sama broshýra prúðmennið. Hann ber þó enn líkamlegt ör eftir harð- neskju tíðarandans, er hann hlaut á fyrsta aldursári. Það væri leitt, ef hann kendi enn sviða í sárinu, þegar hann kveður okkar ágætu þjóð. Hannes Jónsson. Vislmenn Elliheim- ilisins á Keflavíkur- flugvelli Hann lézt í Landsspítalanum 11. þ. m. rösklega 80 ára. Fæddur var hann að Kolgröf- um í Eyrarsveit 27. maí 1878. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigríður Hannesdóttir og LárUs Eggertsson Fjelsteð, bróðir hins nafnkunna bónda Andrésar Fjel- steð á Hvítárvöllum í Borgarfirði. FÉLAG ísl. bifreiðaeigenda fór með vistmenn frá Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund og Elli- og dvalarheimilinu Ási, Hvera- gerði í skemmtiferð til Keflavík- urflugvallar s.l. laugardag. Fé- lagið hefur árum saman boðið vistfólkinu á hverju sumri í skemmtiferð, veitt kaffi og alls konar sælgæti, gosdrykki og öl og haft ýmis skemmtiatriði fyrir það. Er bæði ljúft og skilt að þakka þetta allt saman og alla þá miklu vinnu og fyrirhöfn, sem þetta hefur kostað forgöngu mennina ,sem og alla bifreiðar- stjórana. Að þessu sinni var farið til Keflavíkurflugvallar og tóku lögreglustjóri, fulltrúar varnar- liðsins og forstjóri Aðalverktaka á móti fólkinu. Síðan var farið um flugvöllinn og ýmislegt nýstárlegt skoðað, þ. á m. þyril- þota (helikopter) og síðan sezt að kaffiborði hjá Aðalverktökum. Ferðin tókst ágætlega, allar viðtökur hjartanlegar og veiting- ar rausnarlegar. Færi ég því öll um, sem að þessari för stóðu innilegt þakklæti allra vistmanna og annarra, sem í ferðinni tóku þátt. Gísli Sigurbjörnsson. Liðsauki til Kýpur NIKÓSÍU, 14. júlí. — Reuter — Brezk yfirvöld á Kýpur skoruðu í dag á eyjarskeggja að halda sig sem mest innan dvra, meðan reynt væri að bæla niður óeirðir þær, sem undanfarið hafa sífellt farið í vöxt á eynni. f dag voru fjórir menn drepnir á eynni, þrír Grikkir og einn Tyrki, og hafa þá alls 18 fallið undanfarna þrjá daga. Síðan blóðsútheliingar hóf- ust að nýju fyrir 5 vikum á eynni, hafa alls 533 Kýpurbúar og Bretar verið drepnir. f undir- búningi er að flytja liðsauka til eyjarinnar. Mikið var um óeirðir á eynni um helgina. Anthimos biskup, sem er stað- gengill Makaríosar, sagði, er hann kom til Aþenu í dag, að Bretar ættu siðferðislega séð alla sök á ástandinu á eynni. An...imos fór til Aþenu til að ræða við Makaríos. Kvaðst Anthimos mundu fara fram á öfluga aðstoð grísku stjórnarinnar til handa grískumælandi mönnum á eynni. í dag gengu 6 grískir borgar- stjórar á Kýpur á fund landstjór- ans Sir Hugh Foot og fóru þess á leit enn einu sinni, að Makar- iosi yrði leyft að snúa aftur til Kýpur. Úr föðurhúsum fluttist Eggert um tvítugsaldur vestur að Djúpi og stundaði þar sjóróðra og þar kvæntist hann Ríkeyju Jónsdótt- ur ættaðri úr ögursveit vestra. Hún er látin fyrir rösku ári. Árið 1911 fluttust þau hjón að Hálsi á Ingjalcjssandi og hófu þar búskap. Þaðan fluttust þau hjón að Klukkulandi í Dýrafirði (Mýrahreppi) 1915 og bjuggu þar til ársins 1934 að þau fluttust til Reykjavíkur. Þau hjón eignuðust 5 börn, 3 dætur og 2 syni, (1 dóttirin látin). Öll eru börnin mannvænlegir borgarar og vel gefin, Þrjú eru búsett hér í Reykjavík: Harry og Lúðvík báðir kaupmenn og Aðal- heiður gift húsfrú. Ásta er búsett á ísafirði og gift Arngrími Fr. Bjarnasyni kaup- manni. Eggert sál. var gæddur sterkri sjálfsbjargarhvöt, vildi „standa á eigin fótum“ — og honum tókst það. Hann var skapríkur maður, og fór ekki troðnar slóðir, mun því stundum hafa verið misskil- inn af samferðafólkinu. „Hver ævi og saga hvert alda bil fer eina samleið sem hrapandi straumur. Eilífðin sjálf hú* er alein til. Vor eigin tími er villa og draumur". Þessi glögga túlkun skáldsins á æviskeiði mannlífsins, leiðir hugann inn á þroskabrautir mann verunnar, þar sem hver einstak- lingur er „í prófi“ unz hann stíg- ur „fyrir dómara allra tíma“ að leiðarlokum. Mér er vel kunnugt um að hinn látni gerði sér þess grein að hann var háður þessu allsherjar „prófi“ og gat því tekið undir með skáld- inu: „Með jarðneska kraftsins veig á vör — úr visnandi höndum ég skálinni f leygði. Ég heyrði ljóð, — mitt líf veu: á för. Ljósið handan við daginn ég eygði“. Bjarni fvarsson. Sigurgeir Sigurjónsson liæstaréUariögraaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. PeBiingaKán óskast, 50—100 þúsund krónur eða minna gegn veði í fasteign á góðum stað í bænum. Tilboð óskast send Morgunblaðinu merkt: 777 — 4044.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.