Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 14
14 MORCT’Nnr 4 ÐIÐ Fimmtudagur 17. júlí 1958 Sigurður Halldórsson skósmíðameistari — Minningarorð Einvígi da Silva og Vilhjálms í þrístökki í kvöld 10% af innkomnu fé renna til Eyjólfs Jónssonar í KVÖLD kl. 8,15 hefst á íþróttavellinum á Melunum aukamót i friálsum íþróttum á vegum ÍR. Vegna Reykjavíkurmeistara- mótsins, sem hefst á laugardag, fékkst aðeins leyfi til að keppa í kast- og stökkgreinum, en keppni getur samt orðið mjög skemmti- leg, því að um jafna menn er að ræða í þeim flestum. en í þeirri grein er um mikla framför að ræða og nýlega stökk Jón Pétursson 1,90 m. Da Silva — Vilhjálmur Aðalkeppni kvöldsins verður að sjálfsögðu í þrístökki milli da Silva og Vilhjálms Einarsson ar. Er vonandi að veðurskilyrði og aðstaða öll til keppni verði betri, en á ÍR-mótinu á dögun- um, má þá búast við að kapp- arnir stökkvi allt að 16 m. Fjögur beztu þrístökksafrek í heiminum í ár eru: Riacowski, Rússlandi, 16,26 m., Kreer, Rússland, 16,20 m., Scmidt, Pólland, 16,20 m., Tjen, Rússland, 16,00 m. í fyrra keppti Vilhjálmur tvisvar við Kreer og Tjen og sigraði þá í öll skiptin, en ennþá hefur hann ekki fengið tækifæri til að reyna sig við Riacowski og Scmidt. Gylfi Gunnarsson tekur þátí i spjótkastinu. Huseby — Skúli í kúluvarpi Skúli Thorarensen er nú aft- ur með eftir meiðslin, sem hann hefur átt í undanfarið, en síðast þegar hann og Huseby kepptu sigraði Huseby með 1 sm. mun. í kringlukastinu keppa þremenn- ingarnir Friðrik, Hallgrímur og Löve, en þeir eru mjög svipaðir. Mótstjórnin hefur ákveðið, að 10% af því, sem inn kemur á mótinu, renni til Eyjólfs Jónsson- ar sundkappa ,en hann ætlar að reyna að synda yfir Ermarsund í næsta mánuði. Sigurður Halldórsson var fædd- ur 23. maí 1884 í Litla-Fellsaxlar kosti í Ytri-Skilmannahreppi. Hann andaðist í sjúkrahúsi Akra ness 3. desember sl. Foreldrar han voru Halldór Ólafsson og Gróa Jónsdóttir. Sigurður fór ungur að heiman frá foreldrum sínum til vandalausra og ólst upp við venjuleg sveitastörf. Hann lærði fljótt að beita kröftum sínum eftir því, sem þrek og kraftar leyfðu. Á þeim árum var unglingum ekki hlíft, og kjör þeirra voru þá mun harðari en nú þekkist. — Til ísafjarðar flutt ist Sigurður um tvítugt og nam skósmíði hjá Jóhannesi Jenssyni. Sigurður var frábær starfsmað- ur. Fór allt saman, verklægni, áhugi og samvizkusemi, enda féll honum nær aldrei verk úr hendi. Hann var ætíð hress og léttur í lund og aldurinn 'bar hann með afbrigðum vel. Sigurður átti 11 börn með fyrri konu sinni, Guðbjörgu Guðmunds dóttur og eru sex þeirra á lífi: Hjörtur, giftur Dóru Bjarnadótt- ur ,Karl, sem býr með Jóhönnu Þorsteinsdóttur, Salvör, gift Hall grími Guðmundssyni. Eru þau öll búsett á Akranesi. Þá er Þóra, sem er gift Sveinbirni Davíðssýni járnsmið í Keflavík. Páll giftur Önnu Hákonardóttur, Stefanía gift Stefáni Bjarnasyni verzlun- armanni í Reykjavík. — Seinni kona Sigurðar er Sveinsína Stein dórsdóttir, og giftu þau sig 14. desember 1929. Lifir hún mann sinn ásamt þremur börnum henn- ar frá fyrra hjónabandi. Sigurður fluttist frá ísafirði 1932 og þá til Akraness, þar sem hann bjó til dauðadags. Öll erum við samferða á lífs- ins leið. Viðkynning um góðan dreng er gulli betri. Það er lán að mega njóta samstarfs og vin- áttu við góðan félaga. Slíkt end- ist út yfir gröf og dauða. Hjá Sigurði var að finna raungóðan og tryggan vin, sem öll vanda- Þátttaka Eyjólfs í keppni yfir Ermarsund staðfest i Englandi Enn skortir á að hann hafi farareyri í GÆRDAG fékk Eyjólfur Jóns-1 an sjóð og hér skal minnt á son þolsundmaður skeyti frá for- söfnun þá, er íþróttamenn standa að, og veita afgreiðslur blaðanna móttöku peninga. Það verður að eins að hafa hraðann á, því Eyj- ólfur verður utan að halda eigi síðar en eftir hálfan mánuð. mál vildi leysa og á engan vildi halla. — Blessuð sé minning hans. —Á. J. Sólborg landar rúml. 300 In. af karfa ÍSAFJÖRÐUR 16. júlí. — Sólberg landaði hér í fyrradag rúmlega 300 tonnum af karfa, sem veiðst hafði við Grænland. Aflinn fór að mestu leyti til vinnslu í hrað- frystihúsi ísfirðings. Atugasemd og leiðrétting að gefnu tilefni með Ásana í Skaftártungu. í greinaflokkum Páls Zóphón- íassonar í Tímanum, nú síðast um V-Skaftafellssýslu, segir m. a. að prestsetrinu Ásum í Skaftártungu hafi verið skipt í tvennt og að nýbýlið hafi ekkert tún fengið, enda byggt nokkuð frá Ásum. En það rétta er að prestsetrinu Eystri-Ásum hefur raunverulega aldrei verið skipt til nýbýlis. Ytri-Ásar, sem teknir voru i ný- býli, hafa frá fornu fari verið sér jörð. En árið 1907 fóru þeir í eyði, og frá þeim tíma var jörð- in nytjuð frá Eystri-Ásum, og túnið girt fjárheldri girðingu og látið fylgja túninu innan girðing- ar valllendisstykki slétt og girni- legt til ræktunar, frá Eystri-Ás_ um, sem lá að Ytri-Ása-túninu að austan, og auðvitað var Ytri- Ásatúnið með þessu valllendis- stykkj og girðingin látið fylgja nýbýlinu, þegar það var tekið til ræktunar. Sveinn Sveinsson, irá Ásum. Hvað gerir Valbjörn í kvöld? Eins og kunnugt er þá setti Valbjörn glæsilegt Islandsmet í stangarstökki út í Varsjá fyrir nokkrum vikum. Hann er í góðri æfingu nú og má búast við góð- um árangri í kvöld. í hástökki getur orðið skemmtileg keppni, Engin þríslökks- keppni var ákveðin á Akureyri VEGNA fréttar í blaðinu í gær um frjálsíþróttamót á Akureyri og þátt da Silva og Vilhjálms Einarssonar í því, hefur blaðinu verið bent á, að aldrei hafi verið léð máls á því, að þeir félagar kepptu í þrístökki á Akureyri. Hins vegar var um það raítt að þeir kæmu fram á mótinu. Fyrir helgi var vitað að Vilhjálmur mundi ekki fará, því hann átti að keppa fyrir félag sitt hér í Reykjavíkurmótinu og vildi ekki sleppa því fyrir ferð norður, þar sem um enga keppni yrði að ræða. Var það fyllilega skýrt tek- ið fram við forráðamenn móts- ins að engin keppni færi fram milli garpanna í þrístökki, fyrir utan Reykjavík. ráðamönnum sundkeppninnar yf- ir Ermarsund. Þar er staðfest, að þátttökutilkynning hans í keppninni yfir sundið sé tekin gild og fram tekið að engin for- keppni fari fram um það, hvaða sundmenn eigi að fá rétt til að synda yfir í keppninni. En um það hafði frétt borizt hingað til lands og birzt í Mbl. Það er því ákveðið að Eyjólfur leggur upp í sundkeppnina 22. ágúst nk. Það er lengsta sund er íslendingur hefur reynt, eða 32 km. Enn skortir nokkuð á að hann hafi farareyri og fé til hinna margvíslegu. útgjalda Margir hafa þó orðið til þess að leggja honum styrk. Andrés John son færði honum 500 krónur, Lúlli í Lúllabúð afhenti honum 1000 krónur og hjá starfsfólki Tryggingarstofnunar ríkisins söfnuðust nál. 1000 krónur og auk þessa hafa ýmsar fleiri stórgjaf- ir borizt og aðrar smærri. En kornið fyllir mælirinn. Margar smágjafir mynda nægilega stór- SIGLUFIRÐI, 16. júlí. — Danskt skip liggur hér í höfninni, hing- að komið til að íesta síld til Svíþjóðar. Um síðustu helgi lest- uðu tvö skip síld til útflutnings. — Guðjór Þessi litli vélbátur, sem er 22 feta langur og rneð tvo utanborðsmótora lagði fyrir skömmu af stað frá Löngulínu í Kaupmannahöfn í siglingu yfir Atlantshaf iil New York. Ætlar áhöfn- in sér að komast yfir hafið á nokkrum dögum. Áhöfnina skipa verksmiðjueigandinn Ole Bot- ved, sem hefir smíðað bátinn og teiknað, sænski kapteinninn Svend Örjansgaard, sem gegnir störfum siglingafræðings á bátnum, og Bandaríkjamaðurinn James Wynne, sem er sérfræð- ingur í utanborðsmótorum. Báturinn heitir „Coronet Explorer" og í honum er radíótæki, svo að áhöfnin getur alla leiðina haft samband við sænskt flutningaskip, sem fer sömu leið. Frá sænska skipinu fær báturinn benzín, er hann þarf á því að haldc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.