Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 9
Fimmtuda^ur 17. júlí 1958 iuoRcrnsTtr 4ðið 9 Gott að koma til Evrópu, en bezt verður að koma aftur tii Bangkok segir Vtilborg Hermannsdóttir, sem hefur búið á 5. ár i Thailandi FERÐALANGAR af fjarlægum slóðum litu inn á Mbl. fyrir helgina. Það voru þau hjónin Kurt Steenager-Jacobsen og Val- borg Hermannsdóttir. Eins og nöfnin benda til er hann Dani en hún íslendingur og þau urðu ástfangin í Danmörku, þar sem bæði voru við nám í lyfjafræði. Afleiðingin varð sú að Valborg hélt ekki til íslands að námi loknu, neldur til Malaja til móts við sinn Kurt, sem var þá og er reyndar enn, starfandi hjá Austur-Asíufélaginu í Bangkok í Thailandi, eins og það heitir nú. — Það heitir Síam eða Thailand á víxl, eftir því hver er við völd og 15 sinnum er víst búið að skipta um nafn á landinu, segir Steenager-Jacobsen. Þar sem allur minn fróðleikur um Thailand er úr bókinni „Anna og kóngurinn í Síam“ og kvikmyndunum tveim, sem gerð- ar hafa verið eftir henni, þá bað ég þau hjónin um að segja mér eitthvað frá þvísa landi. — Það er margt satt og rétt sem í þeirri bók stendur, segir Valborg. Ég las hana aftur eftir að ég kom þangað austur og hafði ennþá meira gaman af henni en áður. Eftir að hafa ver- ið á þessum slóðum, á maður gott með að skilja að svona hafi það einmitt verið fyrir 100 ár- um. Klæðnaðinn sem lýst er í bókinni, eins og t. d. þessar skrýtnu brókaðibuxur, nota Thailendingar enn eins og aðrar þjóðir nota sína þjóðbúninga og þannig eru þeir klæddir þegar þeir dansa hina sígildu þjóð- dansa sína. Það eru ákaflega fallegir og skemmtilegir dansar. Dansend- urnir dansa með öllum líkaman- um, jafnvel fingurgómunum. Það er gaman að sjá hvernig þeir geta sveigt fingurna aftur, jafnvel svo að þeir nemi við ulnliðina. Mæðurnar byrja að þjálfa börnin í þessu meðan beinin eru ekki fullhörðnuð og æfa þau daglega með því að sveigja fingurna á þeim aftur. Þessi handarhreyfing lítur líka ákaflega glæsilega út í dansi, ekki sízt þegar búið er að setja langa gullnögl á hvern fingur. Nú í sumar var dansflokkur frá Thailandi í Danmörku í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan verzlunarsamningur var undirrit- aður milli Danmerkur og Síam og voru hátíðarhöld í báðum löndunum í því tilefni. Evrópu- búum finnst músik Thailendinga nokkuð tilbreytingarlaus og ein kennileg. Það stafar kannski af því að þeir nota kvarttóna, þar sem við notum aðeins hálftóna og heiltóna. Leikið er á trommur og fleiri slaghörpuhljóðfæri og einnig á kynleg strengjahljóð- færi. — Og hvernig fólk eru Thai- léndingar? Er sambúðin milli gulra og hvítra góð þar í landi? — Thailendingar eru gult fólk og skáeygt. Ég hefi lesið eín- hvers staðar að þeir séu falleg- asta þjóð í heimi og mér er næst að halda að það sé rétt. í land- inu búa um 800 hvítir Evrópu- búar, hitt (20 millj.) eru Thai- lendingar og Kínverjar. Það fer vel á með íbúum landsins og hvíta fólkinu, sem þar býr. Þetta er einasta landið í Asíu þar sem hvítir menn eru vel séðir og vel- komnir. Það stafar sennilega af því að Thailand hefur aldrex verið nýlenda og þess vegna er viðhorfið annað. Evrópubúar í landinu verða að tala mál íbú- anna, sem fæstir tala nokkuð annað. Landsmenn eru Búddatrúar og ák rlega trúað fólk. Maður verð- ur að kynna sér Búddatrúna til að vera ekki alltaf að særa þá án þess að vita af því. Það hefur komið fyrir bæði á skrifstofum og í heimahúsum, að allt í einu hefir. allt starfsfólkið farið án þess að húsbændurnir viti hvað- an á sig stendur veðrið. Við verðum alltaf að gæta þess að hundum, sem margir voru með hundaæði. Heilbrigðisyfirvöldin hafa reynt að grípa í taumana og útrýmt miklu af þessum hund- um. Þó er mikið eftir. Ekkert vit er í því að klappa ókunnug- um hundi, og sá sem er bitinn af hundi, verður til öryggis um svifalaust að láta sprauta sig gegn hundaæði, jafnvel þó hund- urinn líti út fyrir að vera alheil- brigður. — Hvað haldið þið að mundi Hjonin Kurt Steenager-Jacobsen og Valborg Hermannsdóttir, sem búsett eru í Thailandi. virða trúarbrögðin, þó mikið vanti á að við skiljum þau full- komlega. Hver fjölskylda verður að hafa lítið hof til afnota fyrir þjónustufólkið. Við höfum eitt slíkt í garðinum hjá okkur. Trú- arbrögðin kenna Thailendingum að vera þolinmóðir, nægjusamir og ánægðir með það sem þeir hafa, enda fer vel á því í svo heitu loftslagi. — Já, hvernig er loftslagið? —- Það er heitt og rakt. — Þurrkatíminn stendur yfir í fimm mánuði. Heitast er í marz og apríl og þá er hitinn um 40 stig í skugganum. En ef maður sefur vel í loftkældu svefnher- bergi, og það höfum við, þá er vel hægt að afbera hitann á dag- inn. Dyr standa galopnar á dag- inn og engar rúður eru í glugg- unum, þeim er aðeins lokað með hlerum á næturnar. í tvo mán- uði er þó svalt í Bangkok, eða um 25 stiga hiti. Það er ákaflega þægilegt. — Þarna eru fílar, er það ekki? Og kannski eitthvað af hættu- legri dýrum? — Jú, það má oft sjó fílana þegar þeir eru að vinna við að fella tré í skóginum. Þeir eru tamdir til að kippa í trén eftir að búið er að höggva í þau. Þeir eru líka notaðir til reiðar. Ekki er hægt að ferðast gegnum frum- skógana nema á fílsbaki. Fílarnir eru ákaflega vel viðráðanlegir meðan setið er á þeim. Hættulegri eru slöngurnar Þær eru þó ekki á ferli á dag- inn, svo þá er óhætt að ganga hvar sem er þeirra vegna. Á kvöldin fer maður lítið fótgang- andi, en ef það kemur fyrir, er sjálfsagt að hafa gát á hvar stigið er niður. Annars er nú orðið til gott móteitur gegn slöngubiti. Komist fólk á læknavarðstofu innan tuttugu mínútna frá þvi það verður fyrir biti, geta sér- fræðingar sem þar eru undir eins séð eftir hvers konar slöngu bitið er og samstundis gefið mót- eitur. Maður venst því fljótlega að forðast slöngurnar. En flækings- hundarnir eru til meiri óþæg- inda. Af trúarástæðum mega Thailendingar ekki drepa neitt kvikt. Auðvitað er farið í kring- um þetta á ýmsan hátt, en þeir drepa ekki hund þó hann sé gam- all eða veikur. Áður fyrr flækt- ust um skarar af hungruðum helzt vekja eftirtekt ferðamanns frá íslandi, ef hann væri allt í einu staddur á götu í Bangkok? — Það er erfitt að segja. — Sennilega mundi honum t. d. líkum hita. í fyrstu ætlaði ég að vinna úti, en er hætt við það. Nú fyrst get ég gert svo margt sem ég hef aldrei haft tíma til áður. Svo hef ég verið að læra málið og ýmislegt annað skemmtilegt, og það tekur sinn tíma. Auk þess hefur maður oft gesti í þessum löndum og fer mikið út. Það eru góð veitinga- hús í Bangkok og einhver beztu kvikmyndahús, sem ég hef séð Þau eru loftkæld og samkvæmt nýjustu tízku. Við höfum líka ferðast heilmikið, farið til Ind- lands, Pakistan, Burma, Malaja og svo um Thailand. Þá þýðir ekki að vera að setja hlutina fyr- ir sig. Hótelherbergin geta ver- ið heldur frumleg stundum. T. d. bjuggum við einu sinni í her- bergi, þar sem ekki var rennandi vatn, aðeins vatnsfat og í þvi dauðar mýs. En á slíkum ferða- lögum er svo margt skemmtilegí að sjá, að slík smáatvik gera ekkert til. — Þið hittið liklega ekkx marga íslendinga? — Einn íslenzkur sjómaður frá Eskifirði kemur tvisvar á ári til Bangkok og stanzar venjulega í 3 vikur. Þið megið trúa því að honum er vel tekið. Einu sinni hittum við líka íslenzkan verzl- unarmann, sem búsettur er í Bandaríkj unum. — Verðið þið lengi þarna aust urfrá? Langar þig ekki stundum heim, Valborg? — Auðvitað saknar maður margs að heiman, en það er svo margt annað sem kemur í stað- inn. Á þriggja ára fresti getum við komið heim. Starfsmenn Aust ur-Asíufélagsins fá þá 5 mán- aða frí til að hvíla sig á hitunum og safna kröftum fyrir næsta tímabil. Við fórum frá Bangkok í febrúar í vetur og vorum búin að stanza í London og Kaup- mannahöfn áður en við komum hingað. Og nú snúum við við aftur. Þó það sé gaman að koma til Evrópu, þá hugsa ég að bezt Veitt í einum af hinum 10,000 skurðum, sem liggja um landið þvert og endilangt. verða starsýnt á prestana, sem ganga um nauðrakaðir og i gux- um silkikirtlum. Þeir eru ákaf- lega áberandi í götulífinu. Allir Búddatrúarmenn, sem bera virð- ingu fyrir sjálfum sér, verða að vera prestar einhvern hluta æv- innar. Það kemur t. d. oft fyrir að einn af skrifstofumönnunum hjá Austur-Asíufél. biður um þriggja mánaða frí til að stunda prestsskap. Á meðan hann er prestur, lifir hann nokkurs kon ar klausturlifi og nemur einhver fræði eða veltir fyrir sér gátum tilverunnar. Fæði fá prestarnir með því að betla. Þeir byrja dag- inn með því að skipta sér á hús- in og biðja um mat, og allir sannir Búddatrúarmenn láta eitt- hvað af hendi rakna við þá. — Hvernig eyðir þú tímanum á daginn, Valborg? Ég geri ráð fyrir að þið hafið húshjálp þarna austurfrá? — Já, við höfum þrjár stúlkur, en austurlandastúlkur geta ekki unnið handtak sjálfstætt. Það verður alltaf einhver að stjórna þeim. Auk þess er áaðgengilegt fyrir hvítt fólk að leysa af hendi nokkra líkamlega vinnu í því verði að koma aftur til Bangkok. Hvað við verðum þar lengi veit ég ekki, en við verðum fjarri Danmörku í a. m. k. tíu ár. Ætli við setjumst samt ekki að þar á efri árum okkar. F.itt af stærstu Búddahofum í Thailandi, „Fótspor Búdda“, um 150 km fyrir norðan Bangkok. — Og að lokum langar mig til að segja þetta: Við höfum oft talað um það okkar á milli hve óréttlátt það sé að kalla Austur- landaþjóðirnar menningarsnauð- ar. Það er svo margt sem fylgir hinum vestræna hraða, sem þær eru lausar við. Það er svo langt á milli Vesturlanda og Austur- landa og skilningurinn þeirra á milli er kannski ekki alltaf mik- ill. En vestræni heimurinn get- ur lært mikið af hinum austræna ekki síður en Austurlandabúar af vestrænni menningu. E. Pi. Þurrkar og hlý- indi við Djúp ÞIJFUM. 14. júlí. — Síðustu vlku var unnið að rúningu sauðfjár og er henni að verða'lokið. Slátt- ur er víðast hvar byrjaður* og hefur mikið rætzt úr með gras- sprettu nú síðustu daga. Er hún sumsstaðar orðin allgóð en nokk- uð misjöfn. Norðan Djúpsins mun túnspretta vera heldur lakari að undanskyldu túninu í Bæjum, sem er mjög árvisst með sprettu hvernig sem viðrar. Þurrkur og hlýindi eru nú hér dag hvern og taðan þornar jafnóðum og hún er losuð. Veiðistjóri var hér nýlega á ferð til leiðbeininga um refaveið- ar. —P.P. Övenju góð gras- spreita i Horna- firði HÖFN 15 .júlí. — Þrátt fyrlr kalt vor, nær úrkomulaust, er gras- spretta hér óvenju góð, þótt mjög illa horfði lengi í því efni. Er sláttur víðast hvar hafinn hér um slóðir. —Gunnar. Elnn af skurðunum í Bangkok mcð síömskum húsum á báðar hlxðar. Farið er um skurðina i háðkeypum og mótorbátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.