Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 2
2 MORnrwnT 4 t>ið Fimmtudagur 17. júlí 1958 l&nverkatólk tœr grunnkaupshœkkun og lífeyrissjóðsréttindi Hinn nýi samningur staðfestur í gær EINS og skýrt var frá í blaðinu í gaer tókust samningar í fyrra- dag miili samninganefnda Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykja- vík, og Félags íslenzkra iðnrek- enda. Samningarir voru staðfest- ir á fundum félaganna í gær, en iðnrekendur gerðu fyrirvara varð andi samkomulag við verðlags- yfirvöld. Meginatriði hins nýja samnings eru þessi: Sildarsöltun á Raufarhöfn 1 fyrrakvöld höfðu söltunar- stöðvarnar á Raufarhöfn saltað sem hér segir: Gunnar Halldórs- son 1747, Borgir 1388, Norðursíld hf. (Valtýr Þorsteinsson) 1054, Óskar Halldórsson hf. 3391, Haf- silfur 5494, Skor (Kaupfél.) 1352. Hólmst. Helgason 403 og Óðinn hf. 1302. Þá nam söltunin alls 16131 tunnu síldar. — Öll grunnlaun, þ. á. m. fyrir ákvæðisvinnu, hækka um 5% fyrir utan þá 5% kauphækkun, sem ákveðin var með „bjargráða" lögunum. — Auk þess hækkar grunn- kaup kvenna, sem hafa að baki 4 ára starfstíma um 8,5%. Heild- arhækkun i þessum launaflokki er því 13,5%, auk 5% „bjarg- ráða“-hækkunarinnar. — Stofnaður verður lífeyris- sjóður fyrir iðnverkafólk, og tekur hann tii starfa 1. janúar n.k. f hann greiða iðnrekendur sem nemur 6% af launum, en iðnverkafólk sjálft 4%. — Samningurinn gildir til 31. desember 1959. Fundur iðnverkafólks í gærkvöldi hélt Iðja fund, þar sem samningsuppkastið var til umræðu. Fundurinn hófst með því, að formaður félagsins Guð- jón Sigurðsson, lagði fram og skýrði samningsuppkastið, sem felur í sér kjarabætur er að ofan greinir, svo og það merkilega ný- mæli að stofnaður skuli „Lífeyr- issjóður iðnverkafólks”, er taki til starfa 1. janúar næskomandi. Umræður urðu nokkrar um samningsuppkastið. Meðal ræðu- manna var Björn Bjarnason, sem mælti gegn samningsuppkastinu á þeim grundvelli að hann treysti ekki lengur ríkisstjórninni til þess að halda uppi kaupmætti launa. Vildi hann binda Iðju upp Tveir menn skaðbrennast á ísafirði við sprengingu ISAFJÖRÐUR, 16. júlí. — Alvarlegt slys varð hér á Isafirði sl. sunnudag um borð í m.b. Morgunstjarnan er sprenging varð í véla- xúmi bátsins og tveir menn skaðbrenndust. Tildrög slyssins voru þau, að Jón Þorleifsson vélstjóri og Jónas Pétursson vélsmiður voru niðri í vélarúminu og hugðust setja vélina í gang. Notuðu þeir til þess súrefni, en svo hörmulega tókst til, er þeir opnuðu súrefnis- hylkið að stórsprenging varð og vélarúmið varð alelda á svip- stundu. Mennirnir komust við illan leik upp úr rúminu en föt þeirra loguðu þá öll. Voru þeir þegar fluttir á sjúkrahús, alvar- lega brenndir, sérstaklega Jón as, en líður nú eftir atvikum. — Siökkviliðinu tókst tiltölulega fljótt að ráða niðurlögum elds- Norrœnt vinabœjamót á Isafirði ÍSAFJÖRÐUR 16. júlí. — Næst- komandi laugardag hefst á ísa- firði norrænt vinabæjamót, sem standa mun í þrjá daga. Munu sækja mótið fulltrúar frá öllum vinabæjum ísafjarðar á Norður- löndunum en þeir eru Roskilde í Danmörku, Linköping í Svíþjóð, Jouensuu í Finnlandi og Töns- berg í Noregi. Á vegum bæjarstjórnar- innar. Danir, 7 Sviar, 5 Norðmenn og Þetta er 26 manna hópur, 10 4 FinnaF. — Þetta er fyrsta vina- bæjaheimsóknin til Isafjarðar, en hinsvegar tóku nokkrir ísfirð ingar þátt í vinabæjamóti í Ros- kilde á sl. ári og var þeim í sömu ferðinni boðið til Linköping. — Bæjarstjórn ísafjarðar mun sjá um móttöku hinna norrænu gesta en einnig munu þeir sitja kvöld boð hjá Norrænafélagsdeildinm á ísafirði. Munu þeim einnig verða' sýnd helztu atvinnufyrirtæki og mann virki í bænum og nágrenni hans, farið í bílferðir um nærsveitir og einnig er ætlunin að fara inn í Djúp með viðkomu í Æðey. Ferðamannastraumur til Isa- fjarðar hefur verið með mesta móti að undanförnu. T. d. hafa þar verið haldin tvö fjölmenn þing: Ársþing Skógræktarfélags íslands og Iðnaðarmannaþingið. Katalínubáfnum oft flog ið dag og nótt FREKAR hefur verið erfitt um samgöngur við Vestfirði í sumar — og meðan á skipaverkfallinu scóð var nær einungis um flug- samgöngur að ræða. Að visu er hægt að komast landleiðina að Djúpi — og síðan með bát til ísafjarðar og þaðan landieiðina ■ til suðurfjarðanna. Aðeins Pat-1 reksfjörður og Bíldudalur eru í beinu sambandi við akvegakerfi landsins. Mikil eftirspurn hefur verið eftir flugförum vestur, sér- staklega til ísafjarðar -— því að allmörg félagasamtök hafa hald- ið ársþing sin þar í sumar. Flug- félagið hefur einungis yfir einum Catalínubát að ráða, sem ekki á einungis að anna flutningum til ísafjarðar, heldur einnig annarra kaupstaða á Vestfjörðum svo og sagnartima Dagsbrúnar og lét í það skína, að búast mætti við verkfallsaðgerðum og taldi því ekki heppilegt að binda kjara- samninga Iðju til langs tíma. Fundarmenn litu bersýnilega öðrum augum á málið, því, er samningsuppkastið var borið undir atkvæði fundarmanna, var það samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Það mun vissulega vekja at- hygli almennings, að Iðja, sem lýðræðissinnar náðu úr höndum kommúnista fyrir tveim árum, hr _ur nú forustu um að semja án ailra stórátaka um kaup og kjör til lengri tíma, en tíðkast hefur hér á landi og gefa þannig for- dæmi að langþráðum vinnufriði í landinu. Sunnuhvoil verSur bráSlega rifinn EITT hinna gömlu býla hér í Reykjavík mun nú senn hverfa af kortinu. Að vísu er fyrir mörg- um árum hætt búskap þar. Er hér um að ræða Sunnuhvol við Háteigsveg. Sunnuhvoll og öll þau hús og kofar sem honum tilheyra verða nú rifin og þar verða reist tví- lyft íbúðarhús. Þeir Karl Lúð- víksson, Háteigsvegi 1 og Óli V. Metúsalemsson, Hrefnugötu 7, hafa fengið samþykki bæjarráðs fyrir þessum framkvæmdum. — Þegar gömlu húsin hafa verið rifin skapast möguleikar til hús- bygginga á þrem lóðum og verða þeir Karl og Óli að sjá um að fjarlægja gamla húsið og úti- húsin býlinu tilheyrandi, bænum að kostnaðarlausu. KR sigraði SUB 4:3. f GÆRKVÖLDI keppti danska úrvalsliðið frá Sjálandi gegn K. R. og lauk þeirri viðureign með sigri K. R. 4:3, eftir góðan og mjög spennandi leik. í hálfleik höfðu Danir yfir, 3:2, en K. R. jafnaði fljótt í þeim síðari og skoraði sigurmark sitt tveim mín. fyrir leikslok. Mörk K. R. skoruðu: Ellert Schram, tvö, Þórólfur Beck og Sveinn Jónsson. Nánar um leik- inn I blaðinu á morgun. Fjárhagsáæflun Sfykkishólms STYKKISHÓLMI, 16. júlí. _ Nýlega hefur verið samþykkt fjárhagsáætlun fyrir Stykkis- hólmskauptún fyrir yfirstand- andi ár. Áætlunin er talsvert hærri en undanfarin ár og er það m. a. vegna fyrirhugaðra framkvæmda við vatnsveitu og einnig að lagt er fyrir í vara sjóð allmikið fé, til að mæta væntanlegu tapi á rekstri togar- ans Þorsteins Þorskabíts. Helzti tekjuliður eru útsvör, tæplega 1,4 millj. kr. Helztu gjaldaliðir eru: menntamál kr. 300 þús., lýðtryggingar 250 þús., framkvæmdasjóður kr. 250 þús., sveitarstjórn kr. 140 þús., fram- færslumál kr. 100 þús., vega- mál kr. 65 þús. og heil- brigðismál kr. 60 þús. Niður- stöðutölur fjárhagsáætlunarinn- ar eru kr. 1.533.000.00. — Árni. Landanir á Raufarhöfn í gærkvöldi símaði fréttar. Mbl. á Raufarhöfn að eftirtalin skip hefðu komið þangað eða væru á leiðinni með síld: Hamar 700, Bjarmi 200, Hannes Hafstein 400, Huginn 400, Björg (Neskaupstað) 400, Gunnólfur 1000, Freyja 350, Hafrenmngur 500, Reynir (Rvík) 700, Hringur 250, Farsæll 250, Baldur 250, Víðir (Eskifirði) 500, Tálknfirðingur 200, Sleipnir 400, Sigurður 350, Mummi 450, Öðl- ingur 200, Guðbjörg (Hafnarf.) 200, Gullborg 600, Hilmir (Kefla vík) 250, Dux 300, Hannes lóðs 800, Ásgeir 300, Jón Stefánsson 200, Vörður 350, Nonni 500, Ágúst Guðmundsson 500, Björg (Vest* mannaeyjum) 300, Svanur FH 150, Sævaldur 400, Þorsteinn 60 og rifna nót, Garðar 500, Einar Hálfdáns 300, Faxaborg 600, Stella 200, Hrönn II 400, Fróði 400, Vísir 350, Reynir AK 600, Akureyri 500, Gissur hvíti 400, Guðm. Þórðarson 400, Smári (Húsavík) 250, Gylfi 500. Stjarn- an og Þorbjörn voru með góða veiði, en ekki var vitað hve mikið. —Einar. Neskaupsfaður Þessi skip hafa landað hér f dag: Langanes 410, Glófaxi 384, Suðurey VE 515, Þráinn 426, Kambaröst 578. — Eru þetta alls 2313 mál, en í kvöld bíða hér löndunar þessi skip: Barði ís. með 200 mál, Hrafnkell 450, Bergur VE 500, og Helgi Flóventz 800. Af Goðaborg voru saltaðar 107 tunnur, Sæfaxi kom með 70 og af Hrafnkeli var saltað í 118 tunnur. H. C. Hansen fór heimleið- is í skyndi frá Crœnlandi Kaupmannahöfn, 16. júii. — Einkaskeyti til Mbl. H. C. HANSEN, forsætis- og ut- anríkisráðherra Dana, hefur í skyndi hætt við ferð sina um Grænland vegna alvarlegs á- stands í heimsmálunum, og mun hann koma til Kastrup-flugvall- arins kl. 18 í kvöld með sérstakri flugvél frá herstöðinni í Thule. Forsætisráðherrann ákvað að Fyrstu lóðaúthlutanir í íbúðarhverfi við Háaleiti Siglufirði. Einnig hefur verið flogið á henni til Grænlands. Þessi flugvél hefur ekki annað allri eftirspurninni, enda þótt oft á tíðum hafi verið flogið jafnt nótt og dag. Sem kunnugt er á flugfélagið tvo Catalinubáta — og mun ætlunin hafa verið sú, að þeir yrðu báðir í notkun í sumar. Öðrum bátnum var lagt í vetur vegna þess að gagnger skoðun þurfti að fara fram á honum — erlendis. Það var fyrst í síðasta mánuði, að hægt var að senda flugbátinn utan, erC áður hafði blaðið skýrt frá því, að ekki hefði fengizt gjaldeyrisyfirfærzla vegna víðgerðarkostnaðarins. Er flugbáturinn nú til skoðunar í Ósió og verður skoðuninni vænt- anlega lokið urn miðjan næsta manuð. Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs sl. | þriðjudag gerðist það m.a. sem í annála bæjarins mun verða skráð, að samþykktar voru fyrstu lóða úthlutanir í nýju íbúðar- hverfi hér í Reykjavík. Er það hverfið sem rísa á við og á Háa- leitinu, fyrir austan Kringiumýr- ina og bera mun nafnið Háaleit- ishverfi. Þegar þetta hverfi verð- ur fullbyggt, mun þar búa milli 14000—15000 manns. Lóðir þær sem úthlutað var í hverfinu á þirðjudags-fundí bæj arráðs voru fyrir fjölbýlishús og verða þau öll við Hvassaleiti númer 6—34. Ungverjaiands- nefndin skorar á leppsljórnina NEW YORK, 16. júlí. — Ung- verjalands S. Þ. hefur beint á- skorun til rússnesku leppstjórn- arinnar í Ungverjalandi um að hætta . aftökum og leynilegum réttarhöldum. Segir í áskorun nefndarinnar, að hún vænti þess, að ungverska stjórnin hafi séð sig um hönd eftir viðbrögð hinna frjálsu þjóða við fregnunum af aftökum Nagy og félaga lians, scm gerinilega voru griðroi. Hvassaleiti 6—10 var úthlutað Magnúsi Oddssyni, Miklubraut 11. Hvassaleiti 12—16, var út- hlutað til þeirra Jóhanns Finns- sonar og Sveins R. Jónssonar við Kringlumýrarblett 14 A—15 og til Ólafs Pálssonar, Hæðargarði 46. Hvassaleiti 18—22 verður fjöl- býlishús Byggingarsamvmnufé- lags iðnverkafólks. Hvassaleiti 24—28 var úthlut- að til hlutafélagsins Múr og Hvassaleiti 30—34 til Byggingar- félagsins Atla h.f., en þessi félög bæði hafa byggt stóru fjólbýlis- húsin við Eskihlíð og víðar í bæn um. í sambandi við umræður um úthlutun byggingarlóða á þess- um fundi bæjarráðs var ákveðið að þeir, sem eftirleiðis fá út- hlutað byggingarlóðum, skuld- bindi sig til að hlíta þeim skil- málum, er settir kunna að verða um þátttöku lóðarleigjenda í greiðslu kostnaðar við gatnagerð o. fl. Á sl. vetri var samþykkt tillaga í bæjarstjórn um athugur. á því, hvort rétt væri, að lóðarhafar tækju þátt í kostnaði við að gera ióðir byggingarhæíar, það er m. a. gatnagerð og holræsagerð. Þeirri atnugun er ekki lo'cið. £n það var í sambandi við þessa sara pvkkt. aem ofangreind ákvörðun nefur nú ve.i.) tekin í bæjarráði. halda heimleiðis þegar í stað, ep hann hafði haft samband vitf samráðherra sína lieima í Kaup- mannahöfn. Heimkoma ráðherr- ans mun sennilega vekja ánægju í Danmörku nema e. t. v. hjá Stracke, sem í fyrsta sinn átti að gegna forsætisráðherraembætti — frá 18. þ.m. Snemma í morgun var þróuri málanna fyrir botnr Miðjarðar- hafsins rædd á ráðherraíundi og utanríkismálanefnd þingsins. Voru fundirnir haldnir mjög árla morguns vegna þess, að sendi- herrg Dana í aðalstöðvum NATO óskaði fyrirmæla að heiman áður en fastaráðið kæmi saman í dag til þess að ræða Líbanonmálin. Talsmenn dönsku stjórnarinnar hafa neitað að láta uppi skoðanir sínar á landgöngu Bandaríkja- hers í Líbanon eins og stendur, en stjórnarblaðið „Sociaidemo- kraten“, segir í dag, að ráðstaf- anir stjórna Líbanons og Banda- ríkjanna séu vafalaust þjóðrétt- arlega réttar. Ennfremur sagði blaðið, að ástandið hefði vissa áhættu í för með sér, en úrslitum hefði ráðið, að án bandarískra hjálparaðgerða hefði orðið mun meiri hætta á því að við ekkert yrði ráðið. Fyrsta síldin til Eskifjarðar ESKIFIRÐI, 16. júlf. — Síldar- söltun hófst hér í dag er vél- báturinn Jón Kjartansson kom hingað með 600—700 tunnur. 1 gær kom hingað Björg SU með síldarfarm, 150 tunnur, en hér var aðeins hægt að taka á móti 50 tunnum til frystingar vegna mikils annríkis í hrað- frystihúsinu. Fiskimjölsverksmiðjan tekur strax á móti síld og lokið er vinnslu á karfa úr togaranum Austfirðingi, en það stendur nú yfir. Er hér mikil atvinna og annríki þessa daga. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.