Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. júlí 1958 Monr.vw nr 4 010 3 S/eg/ð og hirt jafnóðum í einstakri heyskapartíð BÆNDUR austan Fjalls og í öðr- um nærsveitum Reykjavíkur hafa unnið sleitulaust við hey sín frá því fyrir helgi, að þurrkurinn kom. Síðan hefur verið brakandi þerrir dag hvern til til í gærdag. Uafa bændur og búalið unnið stöku heyskapartíð og orðið mjög langt fram á kvöld í þessari ein- ágengt. Þessa dagana hafa bændur jöfn um höndum slegið og þurrkað. Sumir hafa lagt á það megin- áherzlu að ná heyjunum upp, eftir að þau eru fullþurrkuð. Hafa þeir þá farið með heyýtur á garðana og ýtt þurrheyinu upp í beðjur. Þannig láta þeir heyin bíða þess að verða flutt heim í hlöðu, eða ef skyndileg veðra- breyting verður, þá er hægt að setja heyið í lanir á skömmum tíma. Slldarleitarflugvél flutt til Egilsstaða SIGLUFIRÐI, 16 .júlí. — Nú er ákveðið að önnur tveggja síld- arleitarflugvélanna skuli flytja bækistöð sína til Egilsstaða. — Verður það sú flugvélin, sem leit ar á austursvæðinu. Hin verður á Akureyri og leitar á vestur- svæðinu. — Guðjón. Utsvör í Eyjum Útsvörin í Vestmannaeyjum . .22 VESTMANNAEYJUM, 16. júlí: — Niðurjöfnun útsvara hér í Vestmannaeyjum er nýlokið, alls var jafnað niður 10,3 milljónum króna á 1501 gjaldanda. Hæstu gjaldendur eru: Fyrirtæki: VinnslustöíSin ............ 441.100 Hraðfrystihús Vestmannaeyja 429.600 Fiskiðjan h.f.............. 382.100 ísfélag Vestmannaeyja...... 22S.500 Olíufélagið h.f., Reykjavík .... 193.700 Fiskimjölsverksmiðjan h.f. 141.500 Skeljungur h.f., Reykjavik .... 138.900 Lifrasamlag Vestmannaeyja .... 110.400 Einstaklingar: Ársæll Sveinsson, kaupm.... 114.600 Helgi Benediktsson, kaupm. 94.000 Aase Sigfússon, lyfsali ... 68.300 Björn Guðmundsson, kaupm. 44.000 Ástþúr Matthíasson, forstjóri 36.700 Hallberg Halldórsson, kaupm. 30.400 í gær átti Mbl. tal við tvo kunna bændur hér í nágrenni Reykjavíkur, Sigstein Pálsson á Blikastöðum í Mosfellssveit og Pétur Guðmundsson á Þórustöð- um í ölfusi. Þeim bar saman um það bænd- unum, að heyskapartíðin gæti ekki hagstæðari verið, en eins og veðrið hefur verið undan- farna daga. Heyskapurinn gengi eins og í ævintýri. Pétur á Þórustöðum sagði, að ef „hann héldist þurr“ framundir vikulokin, myndi hann verða langt kominn með að ná í hlöðu öllum fyrrislætti. Heyið hefur verið orðið þurrt og flutt heim eða dregið saman í beðjur, rúm- lega sólarhring eftir að það var slegið, svo mikill og góður hef- ur þurrkurinn verið undanfarna daga. í svona heyskapartíð er létt yfir bóndanum, þó vinnan sé mikil og vinnudagurinn langur, sagði Sigsteinn á Blikastöðum. fsf. stúlka vekur athygli NÝLEGA var frá því sagt í blöð- unum, að Ragnheiður Jónasdótt- ir, dóttir Jónasar Sveinssonar læknis, hafi verið kjörin „Ung- frú Adria 1958“ í fegurðarsam- keppni á Ítalíu, þar sem hún var á ferð með foreldrum sínum. Loftleiðir náðu 100^4» nýt- ingu flugvéla í júní I SL. JÚNÍMÁNUÐI náðu Loft- leiðir því marki, sem fágætt ef ekki einstætt mun vera í sögu flugfélags, en það er fullnýt- ing allra sæta á lengstu flugleið- inni yfir Norður-Atlantshafið, sem er áfanginn milli New York og Reykjavíkur. Allan mánuð- inn var hvert sæti flugvélanna skipað á þessari leið, en slík finn ast ekki fyrr dæmi í annálum Loftleiða og ekki vitað um önn- ur flugfélög, er svipaða sögu eigi að segja um áætlunarferðir sín- ar. Sætanýting allra flugferða reyndist einnig mjög góð, eða 79,1% að heðaltali á flugleiðum félagsins. í þvi sambandi ber þess að gæta, að talan lækkar talsvert vegna nokkurra ferða, sem farn- ar eru stundum með flugvélarnar tómar frá Stafangri, þar sem eft- irliti er haldið uppi með þeim og er hundraðstalan í hinum raunverulegu áætlunarferðum þá nokkru hærri en þessi og í sum- um þeirra, sem farnar eru alla leið milli meginlands Evrópu og Ameríku allt að 93.7%. Afleiðing þessa er sú, að enda þótt ferðirnar séu nú heldur færri en í fyrra eða sex viku- lega í stað sjö — þá er farþega- talan nú nokkru hærri en í júní- mánuði 1957 — eða 3587 og er af því auðsætt að flugreksturinn hefir allur verið mjög hagkvæm- ur félaginu á þessu tímabili. Vonir standa því til, að gjald- eyristekjur verði nú meiri af flugrekstri Loftleiða en á liðnu ári, en þá skilaði félagið nokkr- um gjaldeyri til bankanna, auk .umsamdra niðurgreiðslna af lán- um og að félagið eflist í heild til aukinnar þátttöku í alþjóð- legri samkeppni um hina mikli> markaði á flugleiðum Norður- Atlantshafsins. Nú berast þær fréttir frá Dan- mörku, að Ragnheiður, sem er þar stödd um þessar mundir, hafi eftir fegurðarsamkeppnina vakið athygli kvikmyndafélaga og leikskóla. T. d. hafi umboðs- menn Metro-Goldwyn-Mayers í Róm og Mílanó haft augastað á henni, • og tveir blaðamenn frá Daily Sketch í London hafi séð í henni gott efni fyrir blað sitt og auk þess bent Robert O’Neil, skólastjóra leikskólans Artist Workshops á hana. Hann bauð henni umsvifalaust skólavist hjá sér, án þess svo’ mikið sem að sjá hana, en það ku ekki vera vani hans. Frá Danmörku fer Ragnheið- ur, sem er 18 ára gömul og út- skrifuð úr Verzlunarskóla Is- lands, til London, þar sem talaö hefur verið um að hún komi fram í sjónvarpi. Eitt af dönsku blöðunum, sem hefur haft viðtal við Ragnheiði, segir að faðir hennar vilji helzt að hún læri eitthvað áþreifan- legt áður en hún ákveði að taka á móti einhverju af þessum freistandi tilboðum, og að erfitt verði nú fyrir hana að velja. Áusturborg skóli í húsi aðarins BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumar- gjöf boðaði fréttamenn til fundar við sig í gær í kjallara félags- heimilis Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Tilefnið var að Sum- argjöf hefur tekið kjallara fé- lagsheimilisins á leigu og hafið Innan skamms verður lokið við að breyta gömlu ;,Aldamótagörðunum“ í samfellt tún. Unglings- stúlkur úr Vinnuskóla Reykjavíkur hafa verið : görðunum undanfariö við að hreinsa grjót úr svæðinu. Er grjótið dregið á brott í skúffu, sem sett er aftan í traktor og þá nota telpurnar tækifærið og fara í ökuferð á traktornur — nýr leik- Óháða safn- þar starfrækslu leikskóla fyrir smábörn. Páll S. Pálsson, formað- ur Sumargjafar, skýrði frá að- draganda og undirbúningi starf- rækslunnar, en auk hans voru þarna mætt frá Sumargjöf þau Jónas Jósteinsson, Þórunn Einars dóttir, forstöðukona í Tjarnar- borg, og Bogi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri. Gat Páll þess að umsóknir um vist á leikskólunum hefðu oft verið fleiri, en hægt hefði verið að sinna. Sumargjöf hefði hins vegar lagt metnað sinn í að upp- fylla þarfir borgaranna í þessu efni, en ný hús fyrir leikskóla og dagheimili hafa ekki verið reist á síðustu árum. í vetur barst stjórn Sumargjafar bréf frá for- manni Óháða safnaðarins, þar sem hann bauðst til að leigja Sumargjöf nefnt húsnæði til leik skólastarfsemi. Tókust samning- ar í maí sl. og hófst starfræksla leikskólans þann 8. þ.m., eftir að lóð hafði verið girt og löguð. Andrés Andrésson, formaður Ó- háða safnaðarins, sem þarna var staddur, gat þess, að söfnuðinum væri það sérstakt ánægjuefni að leigja Sumargjöf þetta húsnæði fyrir starfsemi sína og árnaði hann Sumargjöf allra heilla með leikskólann. Enn sem komið er starfar leik- skólinn aðeins í einni deild og voru þarna 23 börn í gær. Nú- verandi forstöðukona er Hjördís Jónasdóttir, en 1. september n.k. tekur Dóra Jónsdóttir við for- stöðu leikskólans. Verða þá stofn- aðar fleiri deildir og er gert ráð fyrir að þarna verði 25 til 30 börn í eftirmiðdaginn. Leikskólinn er í rólegu umhverfi og ákjósanleg skilyrði til að koma þar upp góð- um leikvelli. Hann hefur hlotið nafnið Austurborg. STAKSTEIHAR „Verðhækkanir daglega“ Tíminn birti í fyrradag grein eftir G. Gr„ sem lýkur svo: „Þótt út af fyrir sig væri ekki nema gott eitt að segja um stöðv- unarstefnuna, má það ekki gleymastaðhefði henni vcrið hald ið, hefði hún ekki aðeins náð til verðlags, heldur í bókstaflegri merkingu til útflutningsatvinnu- veganna og í vaxandi mæli til allra athafna í landinu. Þessa þurfa menn að minnast er þeir mikla fyrir sér þær verð- hækkanir, sem nú verða daglega“. Ekki er nú lýsingin álitleg. Eftir henni hefur V-stjórnin fylgt tveim ólikum stefnum i verð lagsmálunum. Fyrst á hún að hafa reynt svokallaöa „stöðvun- arstefnu“. Með þeim árangri að „útflutningsatvinnuvegirnir og í vaxandi mæli allar áthafnir í 1 Iandinu“ voru komnir að því áð | stöðvast í „bókstaflegri merk- j ingu“! I Frá þessu var svo á síðustu j stund forðað með því, að fara inn j á þá leið, þar sem við blasa verð ! hækkanir daglega og enginn skyldi ætla, að búið væri að sjá fyrir endann á. Trúir Tíminn því 1 raun og veru, að allar þær hækk anir séu hollar fyrir útflutnings- vegina og athafnir í landinu? „Vísitalan skráir aðeins hluta hinna miklu verðhækkana“ Hitt er annað mal, að allt tal kommúnista um „stöðvunar- stefnu“ er marklaust hjal. Raun- verulega hækkaði verðlag vísi- töluvara meira en um 30 stig á fyrstu mánaðum núv. stjórnar. Hér við bætist, að vísitalan nær einungis til þeirra vara, sem minnst hafa hækkað. Þjóðviljinn gleymdi þessu atriði árum saman. Nú minnist hann þess skyndilega, því að í fyrradag segir hann feit- letrað: „Eins og menn muna fékk launa fólk 5% kauphækkun þegar efna hagslögin nýju tóku gildi og var sú hækkun talin jafngilda 9 vísi- tölustigum. Tveir þriðju hlutar af þeirri hækkun hafa þannig verið étnir upp með verðhækkunum á einum mánuði. Þetta er þó án efa smækkuð mynd af þróuninni, þvi vísitalan skráir sem kunnugt er aðeins hluta af þeim miklu verð hækkunum sem orðið hafa“. Hvernig greiddu Alþýðubandalagsmenn- irnir atkvæði? Hræsni Þjóðviljans Iýsir sér i forystugrein hans í gær, þegar þar segir: „------átti Alþýðubandalagið ekki styrk til þess aö tryggja stefnu sinni framgang lengur. | Raunverulega eru það 44 þing- menn Framsóknar, Alþýöuflokks ins og Sjálfstæðisflokksins, sem bundu endi á stöðvunarstefnuna . og bera ábyrgð á því, að nú er | farið inn á aðrar og stórhættu- legar leið'ir". : Öll þjóðin veit, að Sjálfstæð- | ismenn studdu ekki bjargráóin ill | ræmdu, heldur var samþjykkt j þeirra knúin fram með atkvæðum stjórnarflokkanna. Og ekki var það nema einn þingmaður AI- þýðubandalagsins, sem þar skarst úr leik, en þó tveir úr Alþýðu- flokknum. Engu að síður á nú að telja mönnum trú um, að Al- þýðubandalagsmennirnir hafi þarna hvergi nærri komið og beri enga ábyrgð á því, sem orðið hefur. Hvernig halda menn, að sagnfræðin sé þar, sem slíkir • nn segja einir frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.