Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 16
V EDRID ísland — Bankok Sjá bls. 9. 159. tbl. — Fimmtudagur 17. júlí 1958 Hafnfirzkir verkamenn boda verkfall 25. júlí n.k. Láta sér ekki nœgja .bjargráðahœkkunina4 HAFNARFIRÐI — Verkamanna- félagið Hlíf hélt félagsfund sl. þriðjudag, og samþykkti þa stjórn þess og trúnaðarráð að stöðva alla vinnu verkamanna frá og með 25. júlí, ef þá hefðu ekki tekizt samningar við at- vinnurekendur. En eins og getið hefir verið um áður hér í blað- inu, hafa staðið yfir samninga- viðræður fyrir milligöngu sátta- semjara milli atvinnurekenda og fulltrúa Hlífar, en þær engan árangur borið. Eru helztu atrið- in í kröfum Hlífar þessi: Grunnkaup hækki um 15% en ekki 5% eins og gert er ráð fyr- ir 1 „bjargráðum“ ríkisstjórnar- innar. Á laugardögum og öðrum dögum fyrir helgidaga hefjist helgidagavinna strax að lokinni dagvinnu. Tímakaupsmenn eigi rétt á að fá greitt fyrir allt að 7 veikindadaga, hafi þeir unnið hjá vinnuveitanda í 6 mánuði. Tímakaupsmenn í fastavinnu verði ráðnir á fast vikukaup. — Atvinnurekendur borgi, sem svarar 1% af greiddum vinnu- launum verkamanna í félags- heimilssjóð Hlífar. Þá sé haldið eftir % % af launum verka- manna, og það einnig látið renna til sjóðsins; Samþykkt Verkamannafélags- ins Hlífar sl. þriðjud. barst blað- inu í gær og er hún á þessa leið: „í hálfan annan mánuð hefur Vmf. Hlíf reynt með samnings- viðræðum við atvinnurekendur, að ná fram nýjum samningum, er réttu að einhverju leyti hinn skerta hlut verkamanna. Hafa þær tilraunir engan árangur bor- Var Einar meðal þeirra, sem klöpp- uðu! MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því j fyrradag, að eftir sögn kunn- ugra mundi Einar Olgeirsson hafa farið á þing kommúnistaflokks- ins í Austur-Þýzkalandi. Hið sama þing, sem Krúsjeff heim sótti fyrir helgina og þar sem Kadar talaði um réttarmorðin í Ungverjalandi. Þeirri frásögn Kadar var eins og menn muna tekið með dynjandi lófataki af þingheimi. Þjóðviljinn í gær gerir enga athugasemd við fregnina af þess- ari fundagerð. Verður að skoða þá þögn, sem staðfestingu á því að Einar hafi farið á fundinn. Spurningin er þá sú, hvort Einar hafi verið meðal þeirra, sem með lófataki guldu réttarmorðunum samþykki, eða hvort hann hafi haft karlmennsku til að skera sig úr þeim ljóta leik. Beinafundur á Selfossi SELFOSSI, 16. júlí. — Hingað komu í dag Kristján Eldjárn þjóð minjavörður og með honum Gísli Gestsson safnvörður. Þeir komu hingað í sambandi við beinafund. Var verið að vinna með jarð- vinnslutækjum hér í sunanverðu þorpinu og var þá komið niður á gröf. Það kom í ljós, að hér var um að ræða bein af konu. Gröfin hafði raskazt, er jarðvinnslu- tækin fóru yfir hana. Gröfin var frá heiðni, og heldur fátækleg. Eitthvað fannst af perlum og járnleifar fundust, sem ekki urðu ákveðnar. —P.J. ið, þar sem atvinnurekendur hafa neitað öllum kröfum félagsins og hefur það gerzt á sama tíma og ýmis önnur stéttafélög hafa náð kjarabótum. Telur fundurinn að ekki sé hægt að láta lengur við svo búið sitja og félagið verði að hefja aðgerðir til þess að knýja fram samninga.“ Sí/cf og stórlúða AKRANESI, 16 .júlí. — Síldar- bátarnir sækja nú á mið í Kollál út af Snæfellsnesi. Komu þeir inn í dag með hálft þriðja hundrað tunnur. Var Fram með 160 tunnur, og AðalbjÖrn 60. Tvo síðustu daga hefur trillu- báturinn Már farið út með hauka lóð og hafa veiðzt 7 stórlúður í þessum tveim róðrum. — Oddur. Á dögunum var bifreið stolið á ísafirði að næturlagi — og stórskemmd. Á myndinni sjáið þið hvernig þjófarnir skildu við hana, á hvolfi á Silfurtorgi, en lögreglan gat þó handsam- að þá í tæka tíð. Bílþjófarnir voru aðkomumenn, sjómenn — sem munu hafa verið ölvaðir. Þeir sluppu ómeiddir. (Ljósm. Á. M.) Loksins almenn góð síldveiði 7000—8000 tn. söltun á Raufarhöfn í FYRSTA skipti á þessari síldarvertíð er hægt að segja að verið hafi mikil síldveiði. Það var í fyrrinótt, að um 100 síldveiðiskip, sem voru á austursvæðinu, fengu 100— 1000 tunnur síldar hvert. í gærdag var saltað á hverri söltunarstöð á Raufarhöfn, eins og hægt var. Búizt var við að dagsöltunin muni verða 7000—8000 tunnur. Á Enn varð dauðaslys í bíl Hjúkrunarkona beið bana i bilslysi á Hafnarfjarðarvegi i fyrrinótt Síðustu fréttir: Mikil ve/ð/ NOKKRU fyrir miðnætti í nótt átti Mbl. tal við síldarleitina á Raufarhöfn og þá voru þau tíð- indi helzt af miðunum að þar virtist góð veiði vera við Glett- ing og þar suður af. Síldin óð þar í torfum og þau skip sem þar voru, voru í óða önn að kasta og háva. Var talið fullvíst að mikil síld myndi hafa veiðzt þar í nótt er leið. Frá klukkan 8 í gærkvöldi og þar til þessi fregn barst, höfðu 20 skip tilkynnt löndun á saltsíld á Raufarhöfn og voru þau með 7000—8000 tunnur innanborðs. — Þessi skip þurftu að sigla 80— 100 mílna leið. ★ Fjöldi skipa hafði þegar náð góðum köstum. Skiptu skipin tug um sem með meiri og minni veiði voru með eftir daginn og hafði veiðin aukizt verulegv eftir því, sem nær dróg miðnætti. ★ Gott veður var í gærkvöldi á Raufarhöfn. ENN hefur hlotizt manntjón af völdum bifreiðaslyss. Kona beið bana í fyrrinótt á Hafnarfjarðar- veginum, er litlum bíl á mikilli ferð var ekið út af veginum. Konan sem fórst hét Líney Sig- urbjörnsdóttir hjúkrunarkona í Slysavarðstofunni hér í Reykja- vík. Hún var látin er þangað var komið með hana í sjúkrabíl. Slys þetta varð um klukkan 1 i fyrrinótt. Bílnum, sem er 4ra manna rússneskur Moskwitch, yngri gerðin, ók Óli Grímsson Laxdal til heimilis að Ljósvalla- götu 32 hér í Reykjavík. Maður sem var skammt frá slysstaðnum hefur skýrt frá því, að hann hafi séð til ferða bílsins, er var á leið suður eftir Hafnar- fjarðarveginum. Hafi bílnum ver ið ekið hratt. Síðan hafi hann séð að bíllinn sveigði yfir á hægri vegarbrún. Hélt maðurinn að bíllinn myndi ætla að sveigja inn á Álftanesveginn. Allt í einu sá hann er bíllinn stakst út af vega- brúninni. Þegar bílnum var ekið út af veginum virðist hann haia stung ist framyfir sig og komið niður á hjólin aftur. Við þetta köstuð- ust þau út úr bílnum Líney heit- in Sigurbjörnsdóttir og Óli Gríms son Laxdal. Er ekki vitað hvort þau féllu út um afturhurðina, sem opnaðist er bíllinn valt. Er að var komið var Líney með lífsmarki, en Óli G. Laxdal meðvitundarlaus. Voru þau þeg- ar flutt í slysavarðstofuna. Var Líney látin sem fyrr segir, er þangað var komið. Óli G. Laxdal meiddist á höfði og fæti og víðar og var rúmliggj- andi í slysavarðstofunni í gær. Hann hefur skýrt rannsóknar- lögreglunni, sem í alla fyrrinótt vann við rannsókn á slysinu og aðdraganda þess, að hann geri sér enga grein fyrir hvað komið hafi fyrir. Hann kveðst ekki muna hvað fyrir hafi komið er slysið varð. Einn liður rannsókn- arinnar var að tekið var blóðsýn- ishorn. Rannsóknarlögreglumenn ■ MhrlfSlinflaX mældu 35 metra löng hjóiför, ■ U|JilíKJ skki hemlaför, í malbikslaginu eftir bílinn, við slysstaðinn. Bíllinn skemmdist nokkuð við veltuna. Líney Sigurbjörnsdóttir hjúkr- unarkona, var 38 ára að aldri. Hún var systir Betgs Siguvbjörns sonar fyrrum alþingismanns Þjóð varnarflokksins. höfnum á Austfjörðum eru ekki miklir möguleikar til síldarsöltunar sakir mann- fæðar. Þessi síld sem flotinn fékk í fyrrinótt veiddist á svæðinu frá Digranesi og suður að Gletting. Nokkur skip leituðu inn á Aust- fjarðarhafnir með aflann. Þar var ekki hægt að taka á móti nema fáum skipum með söltun- arsíld, vegna manneklu, og fólk- ið þar ekki undir neina stórsölt- un búið og ýmis önnur skilyrði ekki fyrirliggjandi. Mun lang- samlega mestur hluti síldarskip- anna koma með aflann inn til Raufarhafnar til söltunar og bræðslu. Þessi síld hafði sums staðar vaðið í torfum, en í sum- ar hefur síld varla sézt nokkru sinni vaða. Hafa skipin kastað eftir mælitækjum. Þá var síld- in sums staðar upp undir landi, aðeins 4—6 mílur frá ströndinni. Frá veiðisvæðinu og inn á Raufarhöfn er 7—12 tíma sigling. Af þeim sökum má búast við að minna muni verða saltað af hverju skipi en ella. Síldin er Rúmlega 2000 mál NESKAUPSTAÐUR, 16. júlí: — Hér hefur í allan dag síld ver- ið landað til bræðslu í hina nýju verksmiðju og dálítið af síld hef- ur verið saltað, eða tæplega 300 tunnur og eru þá uppsaltaðar tunnur orðnar rúmlega 500. Bræðslusíldin er alls 2000 mál. Hvað gerðist í Leftlandi? Þingmannanefndin komin heim TÍMINN sagði frá því eitt stjórn- arblaða í gær, að þingmanna- nefndin væri komin heim úr Rússlandsferðinni. Hafði hún komið með flugvél í fyrrakvöid ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni mennta málaráðherra, sem hafði verið í boðsferð til Þýzkalands og ísraei. Hingað til hafa menn hér á landi haft þær fregnir einar af þingmannanefndinn, sem ritskoð- endur í Rússlandi leyfðu, að flutt ar væru. íslenzkum almenningi er sér'stök forvitni á að hej'ra, hvort fréttirnar, sem borizt hafa af heimsókninni til Lettlands, eru tæmandi, eða hvort alþingismenn irnir hafa þar sagt hug sinn og allra góðra íslendinga um með ferð kommúnista á lettnesku þjóð inni. Vonandi láta þingmennirnir ekki dragast að gera grein fyrir þessu. feit en nokkuð blönduð og í henni er nokkuð af rauðátu. Síldin veið- ist á kvöldin og nóttunni. Eins og fyrr greinir voru ann- ir miklar á öllum síldarplönum á Raufarhöfn í gærdag. Geta má þess t. d. á stærstu söltunarstöð- inni, Hafsilfri, var það fimmti sólarhringurinn í gær sem unnið hefir verið sleitulaust 21 klst. á sólarhring! Eru þar 50 karlmenn og 80 konur, sem við síldarsölt- unina vinna. Á öðrum síldarplön- um er meiri og minni skortur á vinnuafli. Geta má þess og að sú síldarstúlka, sem mest hefur saltað hjá Hafsilfri, hefur komizt upp í 50 tunnur á sólarhring. — Hefur þessi stúlka, sem er alvön og mjög dugleg, komizt upp í á fimmta þúsund krónur í kaup eftir þessa fimm sólarhringa. Á sama tíma sem svo mikið er um að vera á Raufarhöfn, símar fréttaritari Mbl. á Siglu- firði, að þar sé nú dauft yfir öllu — a. m. k. í bili. Fjöldi fólks er nú farinn frá Siglufirði. Síld- arleitarbáturinn Rán, sem leitar á vestursvæðinu, hefur ekki orð- ið var við síld, en rauðáta er mikil og önnur skilyrði góð. —. Vona menn að í þennan straum verði síldar vart á nýjan leik, sagði fréttaritarinn. Seyðisfirði, 16. júlí. — 1 gær og fyrrihluta dags í dag, hafa skip komið hingað með síld í bræðslu, en þau voru með um 1500 mál alls. — Lítilsháttar var saltað. Síðdegis í dag höfðu þessi skip landað bræðslusíld: Ágúst Sig. 224 mál, Sigurfari 224, Sig- rún, Ak. 432, Sídon 50, Húni 50, Jökull, Stefán Þór. og Pétur Jónsson 500 hvert skip, Álftanes 200, Fjalar 450 og Bjarni 100. — Þetta eru alls 3230 mál. B. Neskaupstað, 16. júlí. — í dag hafa nokkur skip komið með síld, en hún hafði veiðzt út af Norðfjarðarhorn og við Skrúð. Var Goðaborg með 170 tunnur, Gullfaxi 400 og Langanes 240, en þetta eru heimabátar, en að auki kom Suðurey VE með 150 tunn- ur. Síldin fór aðallega til fryst- ingar, en nokkuð var saltað. Er þetta fyrsta síldin, sem hér er söltuð á þessari vertíð. Bátar hafa lóðað á síld á öllu svæðinu frá Langanesi að Skrúð og er haft eftir skipverjum á Ægi ,sem er við síldarrannsókn- ir, að þeir hafi mælt á síld við Seley og viðar, allt suður undir Skrúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.