Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORCUNTtLAÐIÐ Sunnudagur 3. apríl 1960 & Ráffhcrramir eftir blaðamannafundinn. — Adenauer Frh. af bls. 1. þessum áhrifamikla stjórnmála- manni. í fari dr. Adenauers er festa og virðing, en það sem er einkennandi fyrir þennan 83ja ára gamla stjórnmálamann er samt, hversu unglegur hann er og léttur á fæti. Hann virðist ekki vera meira en sextugur, sögðu menn. Þegar þeir hittust, forsætisráð- herrarnir, varð fagnaðarfundur, enda urðu þeir miklir mát- ar, þegar þeir hittust hér á landi 1954 og í Þýzkalandi vorið 1956, þegar Ólafur Thors var boðinn þangað í opinbera heim- sókn. Þarna voru einnig mættir, auk þeirra, sem nefndir hafa verið, þýzka sendiherrafrúin, Karl Rowold, sendiráðsritari og frú, — Birgir Thorlacius, ráðu- Sonur kanslarans og alnafni neytisstjóri, Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi og Kristján Al- bertsson, rithöfundur, eins og fyrr getur en þeir þrír síðast- nefndu voru með Ólafi Thors í Bonn 1956, Haraldur Kröyer, for- setaritari, Björn Ingvarsson, lög- reglustjóri og Pétur Guðmunds- son, flugvallarstjóri. Ólafur Thors þakkaði dr. Ad- enauer fyrir elskulegar viðtökur í Bonn 1956 og spurði, hvernig ferðin nú hefði gengið, hvort hún hefði verið ánægjuleg. Já, það var hún, svaraði dr. Adenauer. Það var mikil opinberun fyrir mig að kynnast Japan, sem ég hef ekki gist áður. Þá sagði hann að sér hefði þótt það mjög ein- kennilegt á leiðinni heim að nótt in skyldi aðeins hafa verið 2% tíma. Þá spurði Ólafur Thors: — Gátuð þér sofið í flugvélinni? — Jú, ég gat sofið, svaraði kansl- arinn, en ekki hinir. Ólafur Thors sagði: — Við þekkjum líka bjartar nætur á Islandi, en þær koma þó ekki fyrr en um há- sumarið. Af þessu getið þér séð, hvað við liggjum sunnarlega. Adenauer brosti og sagði: — Já, það er einmitt það, og fór síðan að rifja upp komu sína hingað 1954 og lagði áherzlu á hvað dag- urinn á Þingvöllum hefði verið unaðslegur. Ég get aldrei gleymt bjartviðrinu á Þingvöllum og þessum skæru litum og víð- sýninu, sagði hann hægt og skýrt og það var eins og skáld talaði. Síðan gengu ráðherramir upp á loft í Flugvallarhótelinu, en íslenzkur heiðursvörður heils- aði þeim á leiðinni. Ólafur Thors sagði við dr. Ad- enauer: — Ég fékk nýlega bréf frá íslenzkum verkamanni, sem sagði við mig: Maður á aldrei að hugsa út í það að maður eld- ist. Láttu aldrei telja þér trú um að þú sért gamall, þá verður þú ekki gamall, líttu bara á Aden- auer! Kanslarinn skellihló og var augsýnilega skemmt: — Sagði ís- lenzkur verkamaður þetta við yður, já einmitt það, sagði hann, og svo bætti hann við: Hann hefur verið vitur maður. Þetta er nefnilega alveg rétt, maður á ekki að hugsa um aldur sinn. Síðan fóru þeir að tala saman um ástandið og stjórnmálin í heiminum og dr. Adenauer spurði um ástand og atvinnu- vegi á íslandi. Ólafur Thors sagði, að hér hefðu verið ýmsir örðugleikar í efnahagsmálum, eins og annars staðar, en það sem af væri þessu ári þyrftum við ekki að kvarta, því tíðin 'hefði verið afar góð og sjórinn gjöfull. Léttara hjal Nú var farið út í léttara hjal og kanslarinn sagði brosandi: — Ég hef alltaf dáðst að hárinu á yður, herra Ólafur Thors, og hugsað um, af hverju það rís svona beint upp. Ólafur Thors svaraði: — Ég hef einu sinni verið spurður að þessu sama áður af erlendum sendiherra á Þingvöllum 1944, þegar við vorum að stofna»lýð- veldið og þá sagði ég við hann: — Það er vegna þess að hárið á mér er sjálfstæðasta hár á Is-. landi. Af þessu hafði dr. Adenauer góða skemmtan og röbbuðu þeir nú um stund yfir glasi, og voru samræður kanslarans við ís- lenzku ráðherrana mjög frjáls- legar og einlægar. Á meðan ræddu islenzku blaðamennirnir við von Eckhard, blaðafulltrúa Adenauers, roskinn mann með yfirskegg .frjálslegan og óþving- aðan ,eins og góðir blaðamenn eru. Hann sagði að þeir hefðu verið 27 klukkustundir á leið- inni frá Tókíó, haft viðkomu í Anchorage, borðað þar og fengið sér bað. Þá sagði hann ennfrem ur, að þeir hefðu ferðast 36 þús. kílómetra og væri það löng leið. — Hvers vegna kom von Brent- ano ekki rrteð dr. Adenauer heim? spurðu fréttamennirnir. — Það var vegna þess, svaraði von Eck- hard, að hann þarf að taka þátt í umræðum í þinginu og fór þess vegna í þotu frá Tokíó einum degi áður. Fleygur Krúsjeffs Nú var komið að blaðamanna- fundi, sem dr. Adenauer féllst á að halda með íslenzkum frétta- mönnum. í upphafi fundarins mæltist honum eitthvað á þessa leið: — Ég er ánægður yfir því að vera kominn aftur til Islands og minnist með gleði þessa un- œn Algóði faðir! — Send heilaga eldinn af hæðum. Hjörtu vor titra og þráin oss brennur í æðum. Sannleikans sól signi vor fátækleg ból eilífum, andlegum gæðum. Sterkviðri andans send hingað úr himnanna sölum. Hér er oft dapurt og lágfleygt í skuggsælum dölum. Lýs oss og lyft, Iognmoliukyrrðinni svipt hressandi himinblæ svölum. Birtast lát engla sem áður hjá hirðunum forðum. Öld vor er trúarkölc}, sinnir lítt fornskráðum orðum. Leyf oss að sjá ljóst, svo sem bezt verða má, það, sem vér trúa ei þorðum. Eilífi faðir! — Lát vantrúarfjötrana falla. Fullvissa heiminn og lýð þinn úr deyfðinni kalla. Kirkjunni þá kraftur nýr berast mun frá vítt yfir veröldu alla. Komi þitt riki — og efinn sig auðmjúkur hneigi. Undir þinn vilja sig mótþróinn hvarvetna beygi. Taki svo völd trúarglöð fullvissu öld; — lýsi oss lífsins á vegi. VALD. V. SNÆVARR aðslega dags, sem ég var á Þing- völlum. Hann er mér algerlega ógleymanlegur, litir landsins eru óvenjulega dýrlegir, jörðin græn með svörtum steinum, blár him- inn og víðsýni svo mikið, að við gátum séð jökla í mikilli fjar- lægð. Ég hafði nautn af þessum degi á Þingvöllum og hann er mér ógleymanlegur. Ég hef heyrt að Reykjavík hafi stækkað mikið síðan ég var hér síðast. Nú kem ég beint frá Tokíó, sem er nokkuð langt í burtu og ég vona að þið getið sagt mér eitthvað um heimsstjórnmálin. Síðan gat kanslarinn þess, að hann hefði hitt margt fólk, séð margt, og orðið margs vísari. — Ég var í boði hjá keisarahjón- unum, sagði hann, þau njóta mik- illar virðingar hjá þjóð sinni. Það gladdi mig, hve þýzk vísindi og þýzk menning hafa fest djúp- ar rætur í Japan. Tokíó er skemmtileg borg. Hún er nú orð in stærsta borg í heimi. í Japan búa rúmlega 90 millj. íbúa sem vilja eiga samleið með vestrænni menningu. Fréttamaður Morgunblaðs- ins spurði: — Hvað vilduð þér segja um för Krúsjeffs til Frakklands? Dr. Adenauer svaraði: Krúsjeff hefur áður en hann kom í heimsókn til Frakk- lands, misskilið hvernig Frakkar hugsa. Ef hann hefði ekki gert það, hefði hann tal- að við þá i öðrum tón. Ann- ars er mér ánægja að því að Framhald á bls. 23. Kristián Alhertsson þýðir kveðjuorð Ólafs Thors til Adenauers. F-mil Jónsson sést tU hliðar við kanslar ann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.