Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 10
10 MORCTrNfíL 4 ÐIÐ Sunnudagur 3. apríl 1960 Könnun undirdjúpann Menn hafa komizt niður á hafs botn, þar sem dýpi er mest HINN 23. janúar sl. tókst syni hins fræga prófessors Piccard að komast við annan mann niður á II km hafdýpi. Með þessu afreki hafa opnast mögu leikar til ævintýralegustu könnunarferða, sem verða furðulegri en margar sögur Jules Verne. í þessu tilefni hefur prófessor, dr. Hans Brattström, forstöðumaður Dýrafræðisafnsins við Háskól- ann í Bergen, skrifað grein •um könnun hafdjúpanna. Fer meginefni greinarinnar hér á eftir. Könnun undirdjúpanna hef- ur lengi verið mikið áhuga- mál. Mesta afrekið á þessu metra dýpi við Suðurskauts- landið og sjálfsagt hefur hann vitað, að frændi hans, John Ross, hafði fundið dýr, sem lifðu á 2000 metra dýpi í Baff- insflóanum,- milli Kanada og Grænlands. En Forbes hafði staðið fyrir rannsóknum í Eyjahafi, milli Grikklands og Tyrklands, og komizt að því, að ekkert dýralíf var þar neðan 550 m dýpis. f>að sem Forbes ekki vissi var það, að í þessu hafi ríkir mikill súr- efnisskortur, þegar á ákveðið dýpi er komið og þess vegna er ekkert lifandi að finna þar niðri. Edward Foorbes var í miklu eftir prófessor dr. Hans BrattstrÖm sviði var unnið 23. janúar 1960, er Svisslendingnum Jacque Piccard og Bandaríkja manninum Don Walsh tókst að komast til botns í nær 11 þúsund metra djupri gjá við Marian-eyjar í Kyrrahafi. En það er mesta hafdýpi, sem vit- að er um. Hefir Kyrrahatið þannig verið sigrað á svipað- an hátt og Himalajafjöllin voru sigruð, þegar menn kom- ust á tind Everest. Varla mun nokkur hafa ef- azt um, að menn myndu ein- hvem tíma stíga fæti sínum á Everesttind en fyrir nokkr- um áratugum var það taiið algerlega fráleitt, að menn myndu nokkru sinni komast niður á hafsbotn, þar sem hafið er dýpst. En svo þegar þetta hefur skeð, þá vekur það ekki verulega athygli. í þessu sambandi verður þó að muna, að af eðlilegum ástæð- um er ekki jafn almennur áhugi fyrir hafsbotninum, eins og háfjöllum, og svo er um svo margt að hugsa á þessum tímum gervitungla og gervi- pláneta. Einnig er það staðreynd, að þessi sigur yfir hafdjúpinu kostaði enga svipaða líkam- lega áreynslu, eins og ganga á Everest eða leiðangur þvert yfir Suðurskautslandið. En af rekið er samt stórfenglegt, enda þarf meira en meðal hug rekki til að fara niður á dýpi, þar sem þrýstingurinn er yfir 1100 loftþyngdir . Skiptar skoðanir um dýralít' í undirdjúpunum. Allt fram til síðustu ára hafa verið skiptar skoðanir um dýralíf í hafdjúpnum. — Enski landkönnuðurinn James C. Ross lýsti því yfir árið 1841, að hann væri sannfærð- ur um að fjölskrúðugt dýra- líf væri í höfunum, jafnvel á hinu mesta dýpi. En landi hans, náttúrufræðingurinn Edward Forbes, hélt því fram tveimur árum seinna, að dýra- líf minnkaði ekki aðeins eftir því sem dýpra dragi, heldur gæti ekkert líf þrifizt á meira dýpi en 550 metrum. Báðn' þessir menn byggðu hinar gagnstæðu kenningar sínar á eigin athugunum. Jtoss hafði fundið dýr, sem lifðu á 730 áliti, en þó líf fyndist við og við á meira dýpi en hann hafði fullyrt að gæti verið, urðu margir til að styðja hann og héldu því þá fram, að dýr, sem menn þættust finna dýpra hefðu í rauninni með einhverj um hætti festst við rannsókn- artækin, er þau voru sett nið- ur eða dregin upp. Enda má segja, að það hafi varla verið hægt að skilja það á þeim tímum, að dýr gætu lifað við þann geysilega þrýsting, kulda, myrkur og næringar- efnaskort, sem er í hafdjúpun- um. En árið 1860 beið kenning Vísindamaðurinn Jacque Piccard Forbes alvarlegan hriekki. Það ár slitnaði sæstrengur í Mið- jarðarhafinu og þegar hann var tekinn upp af 2 þúsund metra dýpi, kom í Ijós, að ýmiss smádýr loddu við hann og nánari athugun sýndi fram á, að þau hlutu að lifa á þessu dýpi. Hin áðurnefnda 550 m lína var þar með endanlega úr sögunni. Enn þá var spurn- ingin, hvort einhver önnur lína markaði skilin milli lífs og dauða í sjónum. „■Lifandi steingervingur". Fjórum árum síðar, eða 1864 lýsti Norðmaðurinn Michail Sars lítilli „hárstjörnu", sem G. O. Sars hafði fundið á miklu dýpi við Lofoten: Þessi tegund af „hárstjörnu" hafði áður aðeins verið þekkt sem steingervingur og þar sem hinir yngstu slíkra steingerv- inga voru um 60 milljón ára gamlir, þá vakti fundur lif- andi einstaklinga af tegund- inni geysimikla athygli meðal vísindamanna. Var nú farið að ræða um það, að búast mætti við, að fleira af „út- dauðum“ dýrum og jurtum myndu enn lifa djúpt í höf- unum. í beinu framhaldi af þess- ari mikilvægu uppgötvun fékk skozki náttúrufræðingurinn Wyville Thomson því til leið- ar komið, að farnir vo.u nokkrir hafrannsóknarleið- angrar. í þeim fundust sönn- unargögn fyrir fjölskrúðugu lífi á miklu dýpi og jafnframt fundust ennþá eldri „lifandi steingervingar" en G. O. Sars hafði fundið. Þessar uppgötvanir og fleiri um svipað leyti juku mjög áhugann fyrir hafdjúpunum og víðtækar rannsóknir tóku líka að hafa mikla þýðingu um þær mundir, þar sem í undirbúningi var lagning strengja fyrir skeytasending- ar miili meginlandanna. Og svo var það sein't á árinu 1872 að lagt var í hafrann- sóknarleiðangur umhverfis jörðina undir stjórn Wyville Thomson. „Challenger“-rann- sóknarleiðangurinn var hann kallaður. Úr þessum mikla leiðangri var komið með um 1500 dýra- tegundir, sem voru teknar á 900—5500 m dýpi. Síðan hef- ur sams konar rannsóknum verið haldið áfram við og við fram á þennan dag. Og náðst hafa dýr og bakteríur, sem lifa á 10 þúsund m dýpi. Hið síðasta i þessum rannsóknum er svo köfunin niður á um 11 þús. m. dýpi og athugun á dýralífi þar. Sjávardýpið setur lífinu því ekki takmörk. Eitthvert líf er svo til alls staðar í sjónum. Áð urnefndur Ross hafði því rétt fyrir sér, en Forbes rangt. Á hinn bóginn er það staðreynd að dýralif minnkar yfirleitt því meir sem neðar dregur. Á hinu mesta dýpi er þó meíra líf en nokkurn mun yfirleitt hafa órað fyrir. Kostnaðarsamar rannsóknir. Það liðu því hundrað ár frá því, að menn tóku upp hinn slitna sæstreng í Miðjarðar- hafinu og fengu þar með sönn un fyrir því, að líf er að finna á 2000 m dýpi og þar til vissa fékkst fyrir því, að dýpið set- ur lífinu engin takmörk. Að það skyldi taka svo langan tíma að kynnast þeim 9 þús. m., sem þarna eru á milli, sýn- ir bezt hvílíkir erfiðleikar eru samfara djúphafsrann- sóknum. í rauninni er það ekki skort ur á tækjum, sem hefur staðið þessum rannsóknum fyrir þrifum, heldur miklu frekar það, hvað kostnaðurinn er mikill borið saman við árang- urinn hverju sinni. Til þess að ná sýnishornum af botni á 10 þús. m. dýpi þarf stálvír, sem er 15 þús. m. langur. Slíkur vír er svo þungur, að hann myndi slitna vegna eigin Kafskip Piccards, sem notuð hafa verið til þess að komast niður á hin mestu dýpi. þunga, ef efri hlutinn væri ekki hafður æ sverari. Svo langur vír, þannig lagaður, þarf að vera á geysistóru og kraftmiklu spili og þar með á stóru skipi. Kostnaðurinn verður því augljóslega mikill. Enda hefur aðeins örlítill hluti af hafsbotninum verið rann- sakaður, enn sem komið er. Á hinn bóginn ætti að vera óhætt að draga ýmsar almenn- ar ályktanir af þeim tiltölu- lega fáu sýnishornum, sem tekin hafa hafa verið á hafs- botni. Komið hefur í ljós, að þegar komið er niður í haf- djúpin virðast ákveðnar dýra tegundir halda sig á ákveðnu dýpi í höfunum og er þannig miklu minni breyting frá ein- um stað til annars heldur en er á dýralífinu á grunnsævi. En eins og áður er sagt, þá er söfnun sýnishorna afar miklum erfiðleikum bundin og menn munu aldrei kynn- ast dýralífinu í sjónum vel kynnast dýralífinu í sjónum með þessum aðferðum. Þvi er það mjög mikilvægt, að síð- asta áratuginn hefur verið að þróast ný tækni, sem mun auð velda mjög hafrannsóknir. Ný tækni auðveldar haf- rannsóknir. Nú eru til myndavélar, sem hægt er að sökkva niður í djúpin og með rafeindageisl- um er hægt að fá nægilegt ljós til að ljósmynda á hinum myrkustu stöðum. Auðvitað vinna menn að þessu blind- andi, ef svo mætti segja, því að enginn veit, hvað er á film- unum fyrr en þær eru fram- kallaðar. Þannig verður e. *. v. ekki nema ein mynd góð af hverju þúsundi. En á síð- ustu árum hafa verið birtar fjölmargar slíkar myndir, sem sýna, að dýralíf er ótrúlega auðugt í sjónum, á dýpi, sem skiptir þúsundum met.ra. Köfunarkúlur hanga niður í skipum og eru að mörgu leyti óhentugar til rannsókna og taldar hættulegur farkostur. Nú hafa verið smiðaðir köf- unarbátar, sem eru miklu hentugri en kúlurnar, enda geta þeir fært sig úr stað með eigin afli. Athugunarklefinn í slíkum skipum er reyndar stálkúla af svipaðri gerð og köfunarkúlurnar voru, en þau eru að öðru leyti smíð- uð úr þunnum plöfum, þar sem hægt er að halda sama þrýstingi á sjálfvirkan hátt, jafnt innan skips sem utan. Þannig var skipið, sem komst niður á hið mikla dýpi við Marianeyjar. Er búizt við að margra og mikilsverðra upp- lýsinga verði aflað í framtíð- inni af vísindamönnum í hin- um nýju köfunarskipum. Á hafrannsóknarráðstefn- unni, sem haldin var í ágúst 1959, í New York, var jafnvsl sýnd furðuleg kvikmynd, sem frönsku fulltrúarnir höfðu tek ið á 4 þús. m dýpi á Atlants- hafi á leiðinni til ráðstefn- unnar! Með aðstoð sjónvarps tækja má finna miklu betri árangur við myndatökur í sjónum. Hefur þessi aðferð þegar reynzt vel á grunnsævi, en hefur enn ekki verið reynd í hafdjúpunum. Mestur er þó árangurinn, þegar menn geta sjálfir farið niður og virt fyrir sér dýra- lífið með eigin augum. Þetr.a gerði bandaríski náttúrufræð- ingurinn William Beebe fyrst- ur manna. En hann komst í stálkúlu niður á 923 m dýpi árið 1934. Og á sama hátt var síðar farið niður á 1372 m dýpi. Fjárskaðaveðrið í nóv. skyggir á gœði vetrarins GRUNDARHÓLI, Hólsfjöllum, 1. apríl: — Þegar klukkunni verður flýtt teljum við, sem í myrkrinu búum, að veturinn sé liðinn og vorið komið. Þessi vetur hefur verið einn sá mildasti, sem kom- ið hefur um langt árabil, t.d. mældist 11 stiga hiti á þorran- um á Grímsstöðum og minnast rnenn þess ekki fyrr. Pósturinn hefur farið á bíl vikulega í vetur utan tvö eða þrjú skiptl, og er slíkí einsdæmi. Jörð hefur verið góð í allan vetur, fé verið óvenjulega hraust svo að ekki hefur frétzt að kind hafi veikzt, en óhreysti hefur gætt í kúm við burð og hafa tvær drepizt. Þrátt fyrir alla hugsan- lega meðalagjöf og læknisráð. En hér eru aðeins kýr fyrir heimil- m, ein til tvær og mest þrjár á hverju búi. En þrátt fyrir þenn- an milda vetur, hefur fjárskaða- veðrið í byrjun nóvember skyggt svo á gæðin, að menn hafa ekki inotið hans sem skyldi, — en þá fórust hér á annað hundrað fjár og nær annað eins var grafið ur fönn, aLt að mánuði eftir hríð- ina — Víkingur. 4fli Norðfjarðar- báta NORÐFIRÐI, 1. apríl. — Heildar afli bátanna hér í marz er tæpar 400 lestir. Netabátarnir fengu afla sem hér segir: Hrafnkell 103 lestir, auk 40 lesta í dag, Stefán Ben 112 lestir, Goðaborg 117 lestir. Þráinn stundaði veiðar hluta úr mánuðinum og hafði 33 lestir. Hann hefur verið leigður til Ólafsvíkur. Björn Pálsson flugmaður kom hér á sjúkraflugvél sinni um kl. 15 í dag, til að sækja sjúkling, og fór með hann um klukkustund síðar. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.