Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Súnnudagur 3. apríl 1960 Næsta vika verður ÁRSFUNDUR Lj óstæknifélags Islands verður haldinn þriðju- daginn 5. apríl nk. Mjög er til fundarins vandað, m. a. kemur hingað formaður sænska ljós- tæknifélagsins, Ivar Folcker, en hann er jafnframt nýkjörinn for- seti alþjóðaljóstæknisambands- ins CIE (Commission Internati- onale de l’Eclairage). Folcker mun flytja aðalerindi fundarins og sýnir hann Ljóstæknifélaginu mikinn heiður með þessari heim- sókn. Auk erindis hins sænska fyrir- lesara munu verða flutt fjögur styttri erindi, íslenzk, síðar um daginn. Flytjendur eru Jón A. Bjarnason, rafmagnsverkfr., Jón Sætran, raffræðingur, Skúli Norðdahl, arkitekt, og Þórður Runólfsson, öryggismálastjóri. — Gert er ráð fyrir umræðum um hvert erindi. Þá verða farnar ýmsar skoð- unarferðir. Skoðuð verður lýsing innanhúss, kennslustofa í lýsing- artækni, framleiðsla lampabún- aðar og ýmis útilýsing. Sýnd verður kvikmynd um lýsingu. Fndurinn fer fram í Leikhús- kjallaranum og lýkur honum þar með hófi um kvöldið. Krjúsjeffsdætur „vestrænast" SÍÐAN Krúsjeff tók til við að fara í opinberar heimsóknir til Bandarikjanna, Asíuland- anna og Vestur-Evrópuríkj- anna og hafa fjölskyldu sína með, hefur fólk í hinum vest- ræna heimi veitt því athygli hvílíkri gjörbreytingu aliir meðlimir Krúsjeff fjölskyld- unnar hafa tekið í háttum, Kada fyrir Ameríkufor .... og á Crilloa hóteli Júlía í Grikklandi klæðaburði og allri framkomu — og hafa menn gaman af því að sjá hve fljótt fjölskyldan hefur verið að „vestrænast". Þetta sést vel ef bornar eru saman myndir, sem teknar hafa verið í hinum ýmsu opin- beru heimsóknum. Tökum t. d. Júlíu, dóttur Krúsjeffs af fyrra hjónabandi Móðir hennar lézt 1924 og er fátt um hana vitað. Fyrir fjórum árum var Júlía iðinn nemandi, sem gekk með svört gleraugu og enginn veitti sér- staka athygli. Myndin var tek in af henni í Grikklandi, er hún var að skoða rústirnar á Akropolis. í Ameríkuferðiijni, sem hún fór með pabba sínum, var hún orðin regluleg heirrts- kona, vel klædd og örugg. Og í Indónesíu dansaði hún cha-cha-cha við Súkarno. Sama er að segja um eldri dóttur Ninu og Nikita Krús- jeffs. Fyrir nokkrum árum lá Rada í marxistiskum bókum og leit varla upp úr námsbók- um sinum um lífeðlisfræði. Myndin af henni var líka tek- in í Aþenu fyrir fáum árum. Þá var hún enn líkust sögu- hetju úr bók eftir Tsjekov. Úr Ameríkuferðinni kom hún sem glæsileg heimskona í dýr- indis loðfeldi. Myndin var tek- Einnig hefur Júlía, hin 17 ára gamla sonardóttir Nikita Krúsjeffs, dóttir látins sonar hans af fyrra hjónabandi, ver- ið fljót að tileinka sér nýja siði, en hún var með afa sín- um í Djakarta og sýndi sig þá óhikað í sundbol, sem ekki ku hafa þekkst fyrr í Krúsjeffs- fjölskyidunni. in á Crillon hótelinu, einu glæsilegasta hóteli Parísar- borgar. „L,jósvika“ Auk ársfundarins beitir Ljós- tæknifélagið sér fyrir eins konar „Ijósviku" vikuna 3.—9. apríl. Er það ætlunin með henni að örva sem flesta til átaka á sviði bættr- ar lýsingar og aukinnar fræðslu um fyrirkomulag og meðferð lampa. Félagið beitir sér fyrir flóð- lýsingu nokkurra bygginga, einkum við Austurvöll. Einnig verður stytta Jóns Sigurðssonar lýst með bráðabirgðaljósköstur- um, en vonandi verður unnt að lýsa hana varanlega síðar. Raf- magsveita Reykjavíkur sér um framkvæmdir. Þá væntir félagið þess, að eig- endur verzlana í Miðbænum vandi glugga’ýsingu sína sér- staklega þessa viku, og hyggst það veita verðlaun fyrir bezt lýsta gluggann. I lok ljósvikunnar, þ. e. laug- ardaginn 9. apríl, verður kennslu stofa í lýsingartækni, sem Ljós- tæknifélagið og rafmagnsdeild Vélskólans starfrækja, opin al- menningi kl. 14.00—17.00. Þar eru sýnishorn alls konar lampa og verða þar veittar ýmsar upp- lýsingar um Ijós og lýsingu. — Kennslustofa þessi er í húsnæði Vélskólans í Sjómannaskólanum. Almennur áróður fyrir bættri lýsingu verður hertur þessa viku m. a. með sérstakri skreytingu í sýningarglugga Málarans við Bankastræti. Bætt lýsing Ljóstæknifélag Islands var stofnað haustið 1954. Félagar eru nú milli 150 og 160, þar af all- margar stofnanir og ýmis fyrir- tæki. Flestir meðlima eru raf- virkjar, rafmagnsverkfræðingar og raffræðingar, nokkrir arki- tektar, læknar, kennarar o. fl. Fé- lagið beitir sér fyrir ankinni þekkingu á öllu því er ljós varð- ar, s. s. starfsemi augans, áhrif- um ljóss og lita, notkun allra tegunda lampa, fyrirkomulag lýs ingar innanhúss og utan. Það stendur í sambandi við erlend ljóstæknifélög og fylgist með nýj ungum á sviði ljóstækninnar, sem er ört vaxandi tæknigrein og mjög yfirgripsmikli. Félagið væntir stuðnings allra landsmanna í þeirri viðleitni sinni að bæta lýsingu hér á landi til verndar sjóninni ,aukins ör- yggis, bættra vinnuafkasta, auk- ins hreinlætis, meiri fegurðar í híbýlum og á vinnustöðum. Kjörorðið er: Meira ljós — betra Ijós: (Frá Ljóstæknifélagi íslands). „Hans og Grcta44 í Hafnarfirði LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýnir í dag í Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði ævintýraleik inn Hans og Greta eftir Willy Kriiger. Hans og Greta var fyrst sýnt í Hafnarfirði fyrir 6 árum. Þá gekk það stanzlaust í þrjá mánuði við miklar vinsældir. Það eru ekki eingöngu fólkið á sviðinu, sem tekur þátt í leikn- um, börnin í salnum taka líka þátt í honum. Aðalhlutverkin Hans og Greta leika þau Ingvar Birgir Friðleifs son og Erla Guðlaug Sigurðar- dóttir. Aðrir leikendur eru: Sópa smiðurinn faðir þeirra, Friðleif- ur E. Guðmundsson, stjúpmóðir in Ásthildur Brynjólfsdóttir, galdranornin, Svanhvít Magnús- dóttir, skógarbjöm Harry Ein- arsson og Tobias klæðskeri Ragn ar Magnússon. Einnig koma fram, skógarandi, Jóhannes Guðmundsson, Skógar dís, Sigurbjört Þórðardóttir, blóm álfar, Anna K. Þórðardóttir og María Guðmundsdóttir. Leiktjöld gerði Lothar Grund. Leikstjóri er Sigurður Kristins- son og er þetta í fyrsta skipti, sem hann setur á svið leikrit fyr- ir Leikfélag Hafnarfjarðar. — Um hljómlistina í leiknum sér Jan Moravek. Dansa hefur Jón Valgeir æft. Stjórn Leikfélagsins skipa: Hulda Runólfsdóttir form., Sína Arndal, ritari og Jóhannes Guðmundsson, meðstj., Fjölmcnnt skóla- mót 1 Hlégarði Á SUNNUDAGINN var, var hald ið í Hlégarði í Mosfellssveit skólamót. Þetta skólamót sóttu börn 11 ára og eldri úr barna- og unglingaskólúm Kjósarsýslu, Garða- og Bessastaðahreppi. Var mótið haldið á vegum Fél. áfeng- isvcTrnarnefnda á þessu svæði. Mótið sóttu um 300 manns. Voru fluttar ræður um bindindismál og sýnd kvikmynd um sama efni. — Þá var sýnd afbragðsgóð Horn strandamynd Osvalds Knudsens málarameistara. Annars var dag skrá mótsins að verulegu leyti í því fólgin að skólabörnin fluttu sjálf skemmtiatriði, sem voru fjölbreytt og þóttu takast mjög vel. Allir samkomugestir þágu veitingar, sem konur úr Mos- fellssveit buðu til. M jBjsp, Þessi mynd er af einu málverka þeirra, sem Einar Baldvinsson, listmálari, sýnir um þessar mundir á vegum listkynningar Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.