Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 24
V EÐ RID Sjá veðurkort á bls. 23. r- 79. tbl. — Sunnudagur 3. apríl 1960 Reykjavíkurbrél er á blaðsíðu 13. Síldarmerkingar hefjast á morgun Vestfjarðagangan e.t.v. athuguð um leib Á MORGUN heldur Jakob Jakobsson fiskifræðingur út til síldarmerkinga á Auð- björgu, sem er 15 lesta vél- bátur og er leiðangurinn gerður til að merkja vorsíld- ina við Suðvesturland. En ef aðstæður leyfa, þá látum við ekki undir höfuð leggjast að athuga Vestfjarðagönguna j líka, sagði Jakob í samtali við blaðið í gær. Byrjað í fyrra / f fyrra var byrjað að merkja ' vorsíld hér við SV-landið, og er j það aðallega gert til athugunar á 1 J>ví að hve miklu leyti hún geng- í ur norðurfyrir á sumrin. Norður- i landssiidin kemur sem kunnugt er bæði frá Suðurlandi og frá Noregi. Merkja Norðmenn hjá sér og íslendingar hér, og síðan eru heimtur bornar saman á sum arvertíðinni. Nú mun vera nóg síld við Reykjanesið, en vegna sölutregðu á frosinni síld, hefur hún ekki verið veidd. Við Vestfirði Um síldargönguna við Vest- firði kvaðst Jakob Jakobsson lít— ið vita, annað en að hún virtist vera stór. Vestfirðingar hafa ekki veitt hana neitt og Fiskideildinni ekki borizt nein sýnishorn af henni. Kvað Jakob það rétt vera, að þarna hefði ekki verið síldar- ganga a. m. k. síðastliðna tvo áratugi, meira gæti hann ekki fullyrt. r * Övenjuleg steinbítsgengd ( DALVÍK, 2. apríl: — Þrátt fyrir i Fiskurinn fer ýmist til frysting- óvenju hagstæða tíð og góðar ar, herzlu eða í salt. Hann er gæftir, eru aflabrögð hér heldur | fremur smár og lélegur. léleg. I s.l. viku lönduðu hér Aftur á móti hefur steinbíts- Bjarnarey 60 tonnum og Björgvin 80 tonnum. í þessari viku hefur Bjarnarey landað 20 tonnum. Dr. Konrad Adenauer á fundi með íslenzkum fréttamönnum á Keflavíkurflugvelli í gær: — Dagucinn á Þingvöllum var ógleymanlegur. 7400 lestir í SANDGERÐI, 2. apríl: — Nú er Sandgerðisflotinn búinn að leggja á land alls 7418 tonn af fiski á þessari vertíð, í 905 róðrum og er þetta afli 16 báta. Þetta er nokkuð meirá aflamagn en á sama tíma í fyrra, 31. marz, en þá voru 19 bátar búnir að landa alls 6733 tonnum f fiski. Næsti báturinn er Víðir II með 705 tonn í 68 róðrum. Helga er með 613 tonn í 64 róðrum, Mummi 590 í 64. Þá er vélbátur- urinn Jón Gunnlaugsson sem ver ið hefur alla vertíðina á línu með 539 tonn af fiski í 62 róðrum. Geta má þess að hann var með 18,4 tonn á föstudaginn, 14,4 dag inn áður. Hæsti netabátanna á föstudaginn var Helga með 24 tonn. — Axel. Sýningu Valtýs lýkur í dag SÍÐASTI dagur málverkasýning- ar Valtýs Péturssonar í Lista- mannaskálanum er í dag. Verður sýningin opin frá kl. 2—23. Aðsókn hefur verið góð að sýn- ingunni og tólf myndir selzt. Klukkunni * j var flýtt , SVO fljótt líður táminn, að það fór framhjá blaðamönnunum í gær, að segja frá því að nú hæfist Ihér á landi íslenzkur sumartími cg kom hann til framkvæmda í nótt er leið. Klukkan 1 var klukkunni flýtt um eina klukku- j stund og er þá sami tími hér á landi og Greenwich-tími. Fór í bið MOSKVU. — Áttuada skák þeirra Botvinniks og Tals, sem tefld var á fimmtudaginn, fór í biS í 40. leik. — Tal hefir nú 5 vinninga og Botvinnik 2. — Níunda skákin var tefld í gær, en henni var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Og I tíunda skákin verður tefld á þriðjudaginn. gengd verið hér óvenjuleg, svo engir menn muna slíkt. Héðan rær aðeins einn bátur með línu, Freyja, og hefur hann fengið allt upp í 5 tonn af steinbít í róðri, en ekki orðið þorsks var. Menn velta því fyrir sér hverju þetta sæti, því báturinn rær á venju- leg vormið, á Grímseyjarsundi. Ekki mun þetta þó stafa af al- mennu fiskleysi því færabátar hafa góðan afla hér á svipuðum slóðum. Menn eru nú hættir að stunda hér rauðmagaveiði og hafa tekið grásleppunætur og hef ur veiði verið sæmileg. — S.J. Mikil effirvœnting 1 Cenf Atkvæðagreiðsla á miðvikudag i nefnd um framkomnar tillögur Frá fréttaritara Mbl., Þorsteini Thorarensen. GENF, 2. apríl. — Atkvæða- greiðslur í heildarnefnd land- Mokað gegnum sex metra snjóskafla NORÐFIRÐI, 2. april. — Á fimmtudagskvöld var byrjað að ýta Oddsskarð. Er unnið með tveimur 14 tonna ýtum og hefir gengið mjög erfiðlega. Búast þeir við að komast upp í háskarðið í kvöld. Snjórinn hefur verið 3—4 m. djúpur og dýpst upp í 6 m Er komið er upp í háskarðið, en það hefur tekið hálfan þriðja dag, er eftir álíka langt hinum megin. En veðurspáin er ekki sem hagstæðust hvað þetta snert- ir. — Hér var allt grátt í byggð bæði í morgun og gærmorgun, en sjóinn tekur fljótt upp aftur. Það hefir verið venja undan- farin ár að kvenfélagskonur á Suð- ureyri við Súgandafjörð hafa fagnað komu sólarinnar með SÓLARKAFFI, og renn- ur ágóðinn af kaffisölunni til Félagsheimilisins. Hefur þetta orðið mjög vinsælt í byggðarlaginu, enda munu fáir hafa ríkari ástæðu til að fagna hækkandi sól en Súgfirðingar. — Sólarkaffið var að þessu sinni sunnud. 13. marz. Myndin sýnir kaffi- ^nefmlina, er hún hefir lagt siðustu hönd á verkið. (Ljósm.: Pétur Jónsson). helgisráðstefnunnar hefjast á miðvikudag, eins og gert hafði verið ráð fyrir — og er þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu. Tillögur verða bornar upp í þeirri röð, sem þær hafa komið fram — fyrst sú rússneska ,síðan tillaga Mexíkó, þá bandaríska tillag- an og loks sú kanadiska. ir Herbragð? Talið er, að ætlun Kanada- manna með því að vera á eftir Bandaríkjunum með tillögu sina sé sú, að þá muni verða klofningur meðal þeirra rikja, sem hallast að reglunni um „sex plús sex“, eins og það er almennt orðað. Það er að segja, að sum þeirra muni ekki greiða atkvæði með bandarisku tillögunni, heldur bíða þeirrar kanadisku — og þegar tillaga Bandaríkja- manna sé fallin, muni mörg ríki, sem hana studdu, veita Kanadatillögunni atkvæði sitt. Á Sömu vandamál f nefndinni þarf aðeins ein- faldan meirihluta til samþykkt- ar, og því er sú hætta fyrir hendi, ef bandaríska tillagan yrði sam- þykkt, að Kanadatillagan kæmi ekki til atkvæða. — En hvor til- lagan, sem kann að fá meirihluta í nefndinni, þá kemur hin einnig fram á allsherjarfundi. — Þar gilda sömu vandamálin — „sex plús sex“ mílna ríkin verða klof- in, þegar fyrri tillagan kemur til atkvæða, en sameinast meira um þá seinni. it Breytingartillögur? Kommúnistaríkin «iunu vænt- anlega greiða atkvæði gegn til- lögu Bandaríkjanna, en sitja hjá, þegar Kanadatillagan verður bor in undir atkvæði. — Breytingar- tillögur kunna að gera strik i reikninginn — og kemur þar væntanlega helzt til greina hug- myndin um tímatakmörkun hins „sögulega réttar“ fjarlægra þjóða til veiða á miðum strandríkis á svæðinu milli 6 og 12 mílna tak- markanna. r Agætis gæftir STYKKISHÓLMI, 2. apríl. — Afli síðustu viku var sem hér segir: 6 netabátar fengu í 30 sjó- ferðum 256 lestir. Hæstur var m.b. Kristjón 63 tonn í 5 sjó- ferðum. I marzmánuði komu á land í Stykkishólmi 1500 lestir í 126 sjóferðum. í þeim mánuði er Svanurinn aflahæstur með 281 lest í 22 sjóferðum. Ágætis gæft- ir hafa verið í þessum mánuði og fáir dagar fallið úr. — Fréttaritari. Pólverjar hœttir ís- landssigl- ingum ? L.ESENDUR blaðsins munu minnast þess að í fyrrahaust komu hingað nokkrum sinnum pólsk flutningaskip og hugðust Pólverjar taka upp reglu- bundnar siglingar hingað og samkeppni við ísl. skipafélög- in. Nú hefur ekkert skip frá hinni pólsku ríkisútgerð kom- ið hingað með vörur síðan fyrir jól, og er mönnum nær að halda að siglingar skip- anna hafi lagzt niður m.a. vegna þess að Isl. flýtja varning sinn sjálfir heim með sínum eigin skipum, eins og maður nokkur komst að orði niður við höfn í gær, er pólsku skipin bárust í tal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.