Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 3. apríl 1960 MORGUNBLAÐ1Ð 23 rát, ástkæra fósturmold KFTIRFARANDI kaflar eru úr bókinni „Grát, ástkæra fóst urmold“ eftir Alan Paton, Suð ur-Afrikurithöfundinn, en bók þessi, sem kom út hjá AB 1955 hefur vakið mikla athýgli víða um lönd og opnað augu margra fyrir því ógnarástandi, sem ríkir í samskiptum hvítra manna og svertingja í Suður- Afriku. Eins og fréttir, sið- ustu vikuna bera með sér, hef- ur soðið upp úr þar í landi og ástandið þar nú talið svo al- varlegt, að Öryggisráð S. Þ. hefur tekið það til meðferð- ar. Þýðinguna hefur Andrés Björnsson gert: Og sumir hrópa að skipta verði Suðirr-Afriku tafarlaust í sérstök svæði, þar sem hvít- ir menn búi einir sér og svart- ir menn út af fyrir sig, þar sem svartir menn geti búið á sinum eigin landssvæðum, grafið sínar eigin námur og sett sér sjálfir lög. Aðrir vilja afhrópa náma- og vinnubúða- kerfið, sem veldur því, að karlmenn flytja til borganna án kvenna sinna og bama, og brýtur þannig niður ættflokk- inn, heimilið og einstakling- inn, og þeir óska eftir að reist verði þorp fyrir starfsmenn- ina í námunum og verksmiðj- unum. Kirkjurnar hrópa líka. Kirkjur enskumælandi manna hrópa á meiri uppfræðslu og fleiri tækifæri, og takmarkan- ir á störfum og framkvæmd- um innfæddra manna verði numdar brott. Kirkjur þeirra, sem tala Búamál, vilja að inn- fæddum mönnum verði gefin tækifæri til að þroskast að vild sinni, og þeir minna fólk sitt á það, að hnignun heimil- isguðrækni, þar sem þjónustu- fólkið tók þátt i guðræknis- stundum, hafi átt sinn þátt í siðferðilegri hnignun inn- fædds fólks. En það á ekki að verða um neitt jafnrétti að ræða innan kirkju eða ríkis. Já, hundruð og þúsimd radd ir hrópa. En hvað skal gera, þegar einn hrópar þetta og annar hitt. Hver veit, hvemig skapa skal friðland, þar sem svartir menn eru svona langt um fleiri en hvítir? Sumir segja, að jörðin hafi nægta nóg fyrir alla, og þótt einn fái meira, þurfi það ekki að þýða, að annar fái minna, að brauð eins sé ekki dauði annars. Þeir segja, að illa launuð verka- lýðsstétt sé sama og fátæk þjóð og betur launuð verka- lýðsstétt þýði aukna markaði og meiri möguleika fyrir iðn- að og iðnvarning. Aðrif segja, að þetta sé hættulegt, því að vellaunaður verkalýður kaupi ekki aðeins meira, heldur lesi hann líka meira, hugsi meira, biðji um meira og sætti sig ekki við að vera alla tíð áhrifa laus og utanveltu. Hver veit, hvernig við eig- um að skapa slíkt land? Við óttumst nefnilega ekki aðeins missi eigna okkar, heldur missi yfirráða okkar, og við óttumst að missa hvítan litar- hátt okkar. Sumir segja, að víst séu glæpirnir vondir, en væri þetta þó ekki verra? Er ekki betra að halda því, sem við höfum, og borga fyrir það með óttanum? Aðrir spyrja, hvort hægt sé að þola slíkan ótta. Er það ekki einmitt þessi ótti, sem knýr menn til að hugsa um þessa hluti? Við vitum þetta ekki, við vitum þetta ekki. Við látum hverjum degi nægja sina þján ingu og setjum fleiri lása fyr- ir dyrnar og fáum ágætan, grimman hund, þegar grimma tíkin í næsta húsi eignast hvolpa, og við höldum fastar á handtöskunum okkar. En við förum á mis við fegurð trjánna að næturlagi og unað elskendanna undir stjörnum himinsins. Við getum ekki lát- ið eftir okkur að koma drukkn ir og fótgangandi heim um miðja nótt og verðum að vera án kvöldgöngunnar um stjörnubjarta sléttuna. Við verðum að vera gætin og úti- loka hitt og þetta úr lífi okkar og hlaða um okkur múr af öryggisráðstöfunum. Líf okk- ar verður ófrjálslegt, en það verður lif æðri stéttar manna, og við munum lifa í ótta, en það verður að minnsta kosti ekki óttinn við hið óþekkta. Og samvizkunni stingum við svefnþorn. Ljós lífsins verður ekki slökkt, heldur sett undir mæliker, svo að það geymist handa kynslóð ,sem aftur lif- ir á því einhvem dag, sem enn er ekki runninn. Hitt forðumst við að hugsa um, hvemig og hvenær sá dagur rennur. ★ Grát þú, ástkæra fóstur- mold, yfir ófæddu barninu, sem á að erfa ótta okkar. Leyf þú því ekki að elska jörðina um of. Leyf þú því ekki að hlæja óþvinguðum hlátri, þeg ar vatnið rennur gegnum greipar þess, né standa gagn- teknu, þegar kvöldsólin roð- ar sléttuna. Leyfðu því ekki að hrífast um of við fuglasöng lands síns né gefa fjallinu eða dalnum of mikið af hjarta sínu. Því að óttinn rænir það öllu, ef það gefur of mikið. Sjúkraflugvélin 4 —10 tíma á flugi daglega MJÖG mikið hefur verið að gera I í fyrradag var hann á flugi í 9 í fluginu hjá Birni Pálssyni, | tíma, sótti sjúkling á Norðfjörð sjúkraflugmanni, að undanförnu. og fór með annan til ísafjarðar. 1 NA /5 hnúior / Si/ 50 hnútar X- Snjókoma * 06 i \7 Skúrir FC Þrumur W&i Kuldaskil Hifaskif H HotS L Lctqi Ekki er örgrannt um að svip breytíng sé að verða á veður korlinu. Hæðin er að vaxa yf ir Grænlandi, en lægðin fyrir sunnan land þokast NA. Marg ir hafa spáð því undanfarið að þessi veðurblíða hlyti að enda með vorhreti og er vísast að þeir hafi rétt fyrir sér. Skip sem statt var í gær 60 sjómíl- ur vestur af Jan Mayern gat þess, að ís væri á þeim slóð- um. Veðurspáin síðdegis í gær SV-mið: Allhvass austan, skýjað. SV-land til Breiðafj., Faxa flóamið og Breiðafj.mið: aust- an og síðar NA-kaldi, víðast léttskýjað. Vestf., Norðurl., Vestfj.mið og Norðurmið: SA-gola og bjartviðri fram eftir degi, síð ar vaxandi austan eða norð- austanátt, sennilega éljagang- ur á morgun. NA-land, Austfj., Norðaust- urmið og Austfj. mið: Austan gola o gsíðar kaldi, smáél. SAland og SA-mið: Austan stinningskaldi, dálítil slyddu él. — Já, það hefur verið sérlega mikið að gera við alls konar flutninga, sagði Björn Pálsson er blaðið spurði hann um þetta í gær. Þegar maður er farinn að vera í loftinu í 4—10 tíma á dag á svo lítilli flugvél, og koma við, þá er það orðið nokkuð mikið. En veðurskilyrði hafa verið ein- staklega góð og því hægt að anna miklu. Ekki kvaðst Björn hafa verið beðinn um að fljúga með kíg- hóstasjúklinga í margar vikur og kíghóstinn því líklega búinn að vera í þetta sinn. iHakaríos hótar London. 2. apríl (Reuter). — Talsmaður brezka utanrík isráðuneytisins neitaði í dag að segja nokkuð um þau ummæli, sem höfð voru eftir Makaríosi erki- biskup á Kýpur í gær — að hann mundi hvetja ibúa eyjarinnar til óhlýðni við Breta, ef samningaumleit- anirnar um framtíð Kýpur færu út um þúfur. Talið er, að brezka stjórn in reyni að halda áfram við ræðum, þrátt fyrir þessi ummæli erkibiskupsins, sem kjörinn hefir verið fyrsti forseti Kýpur, þegar hún fær formlega sjálf- stæði. — Adenauer Framh. af bls. 2. franska bjóðin hefur ekki tek- ið ræður hans allt of hátíð- lega og er það mikili styrk- ur fyrir Atlantshafsbanda- lagið. — Haldið þér að Krúsjeff hafi ætlað að reka fleyg miili Vestur-Þjóðverja og Frakka með þessari heimsókn sinni? spurði blaðamaðurinn. — Já, auðvitað. Annars hefði hann ekki farið þessa för. En honum hefur skjátlazt um hugarfar almennings í Frakklandi og ekki hefur hann þekkt de Gaulle rétt. — De Gaulle hefur í sannleika sagt mjög sterka og ákveðna stefnu í heimsmálunum. Þegar hér var komið sögu, þökkuðu blaðamennirnir dr. Ad- enauer fyrir fundinn og þá sagði hann um leið og hann stóð upp: — Ég þakka ykkur fyrir að sleppa mér svona snemma. Ég er mjög þakklátur íslenzku ríkis stjóminni fyrir ágætt hádegis- verðarboð, en mig langar jafnvel meira í ykkar íslenzka fríska loft. Svo gekk hann út, ásamt Ólafi Thors, Emil Jónssyni, Hans Richard Hirschfeld og öllu þeirra fylgdarliði. Ræddust þeir síðan við, forsætisráðherrarnir, nokkra stund úti á flugvallar- stæðinu og Ieyndi það sér ekki, að milli þeirra ríkti djúp vin- átta. Að svo búnu var blásið til brottferðar. — Dr. Banda Framhald af bls. 1. hann vonaðist til að geta til- kynnt í næstu viku, að fundur yrði brátt haldinn í London um stjórnarskrármálið. Spillið ekki starfi mínu Dr. Banda ávarpaði landa sína í útvarpsræðu, er hann hafði ver- ið látinn laus, en frelsi hans var mjög fagnað um gervallt landið. — Skoraði hann á menn að sýna fullkomna stillingu. „Bíðið,“ sagði hann, „þar til ég segi ykk- ur hvað þið skuluð gera, þegar ég fer til London. — Spillið ekki starfi mínu. — Ef þið takið tillit til þess, sem ég segi, munuð þið fá eigin stjórn — ef ekki, þi fáið þið ekki neitt. Ég vil, að allir sýni ró og stillingu á meðan ég fer til London.“ Dr. Banda kvaðst hafa átt „mjög vinsamlegar viðræður“ við nýlendumálaráðherrann og landstjóra Breta, Sir Robert Armitage, er hann hafði verið leystur úr haldi. Brezk blöð fagna Brezku blöðin fagna því yfir- leitt, að dr. Banda hefir verið leystur úr haldi og telja, að þatð muni stuðla mjög að lausn Njassalands-vandamálsins. — Þó heyrist rödd, sem er á öðru málL T. d.. segir „Daily Express", að stjórnin hafi með þessari ráð- stöfun „aðeins dregið úr virðingu og áhrifavaldi síns eigin embætt- ismanns —- landstjórans". Schannong’s minnisvurðar 0ster Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. Cunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti o' htestarétt. Þingholtsstræti 8. — Simi 1825». Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig og sýndu mér vinsemd á áttatíu ára afmælinu. Vilhjálmur Guðmundsson frá Hamri. Ég vil hér með þakka innilega hið góða atlæti, sem ég naut að hálfu Egils Þorgilssonar, hins djarfa og prúða skipstjóra og skipshafnar hans á Tröllafossi á ferð minni síðastliðið sumar frá Reykjavík til New York. Sérstaklega minnist ég vinar míns Agnars Ólafssonar, brytans Tryggva Steingrímssonar, matreiðslum., Ársæls Þor- steinssonar, Jóns Viðar og skipþemunnar Margrétar. Öllu þessu góða fólki þakka ég alúð þess og lipurð, það gerði allt sem í valdi þess stóð til að gera mér ferðina sem ánægjulegasta. Með vinsemd og virðingu. Ari Johnsson öskar eftir unglingum til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Herská/ahverfi Vesturgötu BONN, V-Þýzkalandi. INNAN skamms mun verða fjölg að í vestur-þýzka hernum um 10 j þúsund manns, og verða þá 156 þús. manns undir vopnum í Vest- ur-Þýzkalandi. Markmiðið er, að herstyrkurinn aukist upp i 350 ' þúsund manns fyrir 1963. I Jarðarför systur okkar og fóstursystur HÖLLU RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUB frá Smiðjuhóli, fyrrum kennslukonu, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 4. apríl n.k. kl. 2 e.h. Húskveðja verður á heimili hennar Hverfis- götu 28, kl. 1,15 e.h. Sigríður, Pétrína, Jórunn, Ólöf og Þorsteinn Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.