Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. apríl 1960 MORCV1SLLA91B 5 Ó kæri herra læknir. Hvað eig um við að gera. Ég hef svo mikl- ar áhyggjur af honum syni mín- um, því að hann hefur svo mikl- ar áhyggjur af því að ég hafi áhyggjur af honum. ★ Skrif og spjall manna um að reykingar valdi krabbameini, hef ur gert menn svo taugaóstyrka, að þeir reykja helmingi meira en áður. Hvað kom fyrir manninn þinn, ég frétti að hann væri í sjúkra- húsi. — Já, hann fór á veiðar og sá sem með honum var skaut hann í staðinn fyrir héra. ★ Dómari nokkur þótti ákaflega nízkur. Eitt sinn sagði einn af kunningjum hans við hann: „Hvað ætlarðu eiginlega að gera við alla peningana þína? — Ekki geturðu flutt þá með þér yfir „landamærin" — og jafn- vel þótt þú gætir það, væri það til lítils, því að þeir myndu óðar bráðna!“ — Eg er alltaf svo óróleg þegar mað- urinn minn fer í ferðalög. — Nú, hvers vegna? Hann er alltaf svo fljótur í förum — kominn heim áður en þú veizt af. — Jú, það er nú þessvegna, sem ég er óróleg. ..... ■.> >.>j Ofuriítið nær vinan. 70 ára er í dag Kjartan Ólason, innheimtumaður, Klapparstig 8, Keflavík. Þann 29. marz opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ásta Magnús- dóttir, skrifstofumær, Háteigs- vegi 13 og Hrafnkell Gíslason, bifreiðasmiður, Frakkastíg 12. Fimmtugur er á morgun (mánudag), Ingi H. Þ. Kroyer, bifreiðastjóri, Lynghaga 16. MENN 06 = MALEFN!= Dorthe Hjelmholm heitir þessi 13 ára danska telpa. Hún er að flestu leyti eins og aðrar 13 ára telpur, geng ur í skóla, leikur sér og ærsl ast. En það bar við fyrir fjórum árum, að móðir hennar, Margot Hjelmholm sendi hana til pianókennara og bað hann kenna telpunni eitthvað í músik. Margot lék sjálf á pianó og fannst sjálfsagt að telpan kynntist hljóðfærinu, svo að hún gæti leikið sér og ef til vill börnunum símurn til á- nægju. En það kom fljótt í ljós að Dorthe var miklum tón- listarhæfileikum búin. Hún var eldfljót að læra, lék músikalskt og hafði sérlega gott tóneyra. Nótur gat hún lesið beint af blaði, eftir skamman tíma við námið. Vinur f jölskyldunnar, Peder Elbæk, hljómsveitar stjóri, stakk upp á því við Dorthe, að hún lærði ein- hvern píanókoncert. Hún var ekki sein á sér að hefj- ast handa, og Haydn varð fyrir valinu. í upphafi reiknaði hún með að þurfa rúmt ár til að læra koncert inn ,en sex mánuðum síðar var hann fullæfður. Tónlistarstjóri Tivoli hlustaði á hana og var hún þegar ráðin til að leika kon certinn með hljómsveitinni í hljómleikasalnum í Tivoli. Stjórnandi hljómsveitarinn ar er Sv. Chr. Felumb og verða hljómleikarnir á ann an páskadag. Dorthe sagði blaðamönn- um í Kaupmannahöfn, að víst væri hún ógurlega spennt, hún ætti líka að fá svo geysifallegan kjól. Fyrir nokkru festist danska íshafsfarið „Kista Dan“ í þykkum ís á Marguerite- flóanum undan Grahams- landi á suðurheimsskauts- svæðinu — og sat þar fast í hálfan mánuð. — Skipið var þarna á ferð með hinn fræga suðurskamtsfara, Sir Vivian Fuchs, ásamt 30 öðr- um brezkum vísindamönn- um. Kallað var á ísbrjótinn „GIacier“ frá bandaríska flotanum til hjálpar íshafs- farinu — og er mynd þessi tekin, er isbrjóturinn hefir rutt sér leið til „Kista Dan“. — Hann tók þegar til ó- spilltra málanna að brjóta hinu litla, danska skipi braut gegnum hafþökin — en þrír dagar liðu, áður en komið var aftur á „opinn sjó“. O hversu fögur er ásjóna flærðar- innar. — Shakespeare. Hið eina, sem við þurfum að óttast, er óttinn sjálfur. Franklin Hoosevelt. Það er sagt, að brot haldist | betur í karlmannabuxum, ef sápu er núið í efnið á röngunni. H.f. Jöklar: Drangajökull lestar á Breiðafirði. Langjökull er á leið til Rússlands. Vatnajökull er í Rvík. Skipadeild SlS: — Hvassafell er í Rieme. Arnarfell er í Stykkishólmi. Jökulfell er á leið til Rvíkur. Dísarfell er í Rotterdam. Litlafell er í Faxaflóa. Helgafell er í Reykjavík. Hamrafell er á leið til Rvíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur hf.: — I Katla er á leið til Spánar. Askja er á leið til Italíu. Hafskip hf.: Laxá er á leið til Lyse- kil og Gautaborgar. Flugfélag Islands hf.: — Gullfaxi er I væntanlegur til Rvíkur kl. 16:40 í dag frá Hamborg, Khöfn og Oslo. Flugvél- | in fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í ! fyrramálið. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 22:30 samdægurs. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar og Vestmannaeyja. A morgun til Ak- ureyrar, Homafiarð^r o*t V^tmanna- eyja Nýlegur Ford — Zodiac er til sölu. Aðeins ekinn 24 þús. km. Hefir eingöngu verið notaður yfir sumarmAnuðina. Bifreiðin er öll í I. fl. ástandi og sér hvergi á henni. Bifreiðin verð- ur til sýnin í dag að Mímisvegi 4, sími 11199. Verzlunarhúsnœði í miðbœnum til leigu strax. Sala kemur einnig til greina. — Uppl. ekki gefnar í síma. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 Útlendir karlmannaskór sérlega þægilegir, falleginr og liprir. Amerískir leistar og stærðir D. og E. breiddir. SL óuerziun jf^éturó ^sdndréóóoruir Laugavegi 17. — Framnesvegi 2. Ferðafélagar óskast Ungur íslenzkur námsmaður, búsettur í Þýzkalandi, hefur Volkswagen Kleinbus til umráða'og getur tekið með sér 6 ferðafélaga í 4 vikna ferðalag um megin- landið. Ferðast verður á ódýran hátt þ.e. gist í tjöld- um og farfuglaheimilinum þar sem hægt er að koma því við. Ferðalagið verður frekar einstaklingsbundið, nema hvað snertir ferðaáætlunina. Áætlað er að leggja af stað frá Hamburg 14. apríl en komið aftur til Hamburg þann 15. maí. Nánari upplýsingar veitir Ferðaskrifstofan SAGA sími 17600, Ingólfsstræti („gegnt Gamla Bíó“). Ný sending af SVISSNESKUM og ENSKUM *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.