Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 11
Sunnuðagur 3. apríl 1960 nr rt n /-• rj ni n w 4 r> I f) II Avarp Á SÍÐASTLIÐNU sumri varð 16 ára gamall piltur, Viðar Guðna- son, Háukinn 8, í Hafnarfirði, fyrir því hörmulega slysi að falla niður í súrheysturn og hljóta við það meiðsl og örkuml, svo hann bíður þess aldrei fullar bætur. Síðan slysið varð hefir hann leg- ið í sjúkrahúsum og á heimili sínu, og er hann svo lamaður, að hann getur ekki stigið í fæt- urna. Nú er orðið að ráði, að hann er sendur vestur til Banda- ríkjanna til sjúkradvalar og lækn ishjálpar, en að dómi sérfræð- ínga er einungis þar að vænta þeirrar iæknmgar, sem að gagni megi koina. Standa vonir til, að hann geti ger.gið með hjálp sér- stakra tækja og æfinga, þegar legusár hans hafa verið grædd. Eins og að iíkum lætur, er hér um geysiiega kostnaðarsama sjúkrahjálp sð ræða, og því hafa bekkjarsystkini Viðars, gagn- fræðingar frá Fienborg á síðast- liðnu vori, ákveðið að beita sér fvrir almennri fjérsöfnun honum til rtyrktar. Munu piltarnir og s'.úlkurnar heimsækja Hafnfirð- inga nú í vikunni og leita lið- sinnis þeirra. Við undirritaðir viljum hér með heita á Hafnfirðinga og aðra þá, er þessar línur lesa, að bregð ast vel við þessu drengskapar- bragði skólasystkina Viðars. Þcrfin er mikil, því að dvölin vestx-a verður óhjákvæmilega feikilega dýr. í þessum efnum gerir margt smátt eitt stórt. — Einnig munum við veita framlög uxn viðtöku. Dagblöðin taka ennfremur við gjöfum. Hafnarfirði, 31. marz 1960 Garðar Þorsteinsson, Stefán Júlíusson. J o h n s o n & K a a b e r Steinunn J. Heyes látin FRÚ Steinunn Jóhannesdóttir Heyes, frá Eystra Miðfelíi, um langt skeið læknir og kristniboði í Kína, andaðist 14. marz að heim ili sínu í Alhambra í Californíu, níræð að aldri (f. 19. jan. 1870). Vestan hafs var hún nefnd dr. Alice Hayes. Skúli G. Bjarnason í Los An- geles, sem nýlega skrifaði góða grein um hana í Morgunblaðið, skrifar mér 18. þ. m. á þessa leið: „Frú Hayes andaðist 14. þ. m., og var jarðsett við hlið manns síns 16. þ. m. Ég var eini íslend- ingurinn við útförina, sem var mjög virðuleg og í samræmi við líf hinnar framliðnu. Þrír prest- ar fluttu ræður og einir tólf vin- ir hennar voru líkmenn. Einn prestanna las upp æviágrip skrif- að af henni sjálfri í maí í fyrra. Var það afar vel úr garði gjört. Þótt hún væri að sumu leyti við- skila við ísland, unni hún ís- landi alla ævi, eins og hún endar æviágrip sitt einmitt með“. Ég á von á því innan skamms og get þá væntanlega birt það og bætt einhverju við, því að við frú Steinunn höfum skrifazt á í rúm 60 ár. Sigurbjörn Á. Gíslason. Miklar húsbygg- ingar á Akranesi AKRANESI, 29. marz. — Guð- mundur Magnússon, trésmíða- meistari, sem hefur verkstæðis- bækistöðvar á Stillholti 23, tók að sér í íyrravor að byggja 16 einbýlis- og tvíbýlishús. Eru nú 12 þessara húsa orðin fokheld, og sum þeirra komin langt á veg. Guðmundur hefur haft í stöð- ugri vinnu 10—15 menn. Annar trésmíðameistari, Sig-. urður Helgason, tók og að byggja 1 9—10 hús í fyrravor. Eitt þeirra i var þriggja hæða. Byggingu sumra þessara húsa er nú að Ijúka, en tvö eru ekki ennþá orð- in fokheld. — Oddur. kaffibílarnir aka daglega i allar mat- vöruverzlanir bæjarins með ilmandi Johnson & Kaaber kaffi nýkomið úr vélunum — Allar flutningaferðir út á land flytja ný brennt og malad Johnson & Kaaber kaffi — Þannig er það alltaf öruggt að •■•••« ...ilmurinn er indæll og bragðið eftir því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.