Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. apríl 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík I'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. JRitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. , Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKATTAR OG ÚTSVÖR HHEK JU SKATTSLÆKK- UNIN, sem ríkisstjórn in beitir sér fyrir, hefur í för með sér stórfelldar hagsbæt- ur fyrir allan almenning í landinu. Sest það greinilega á þeirri staðreynd, að hjón með tvö börn og 90 þús. kr. tekjur þurfa samkvæmt hin- um nýju lögum engan tekju- skatt að greiða. Þessi lækkun tekjuskattsins léttir mjög verulega byrði opinberra gjalda á yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Skattabyrðin hefur á undan- förnum árum stöðugt verið að þyngjast. Hefur það haft margvísleg og óheillavænleg áhrif á efnahagsstarfsemina í landinu. Menn hafa leitað allra bragða til þess að svíkja undan skatti og framtak og viðleitni einstaklinganna til þess að leggja sig fram um tekjuöflun og sköpun verð- mæta hefur lamazt. Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra minntist nokk- uð á þetta í framsöguræðu sinni fyrir tekjuskattslækk- uninni á Alþingi sl. föstudag. Þegar svo væri komið, að t.d. 70% tekna, 7 kr. af hverjum 10, færi í tekjuskatt og útsvar, minnkaði áhugi margra, ef ekki flestra á að halda áfram störfum, sagði fjármálaráð- herra. Fiskimenn gengju í land af skipum sínum og fólk í landi fengist ekki til að vinna ýmis þjóðnýt og nauð- synleg störf. Lækkun útsvaranna Af öðrum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar mun einn- ig leiða verulega lækkun út- svaranna. Með breytingunni á útsvarslögunum er það m. a. lögleitt að útsvör skuli veraj frádráttarhæf. Ennfremur er; nú gert ráð fyrir að sam- vinnufélög skuli skyld til þess að greiða veltuútsvör af allri veltu sinni, hvort sem um er að ræða viðskipti þeirra við innanfélagsmenn eða utan- félagsmenn. Með þessari breytingu er afnumið það einstæða rang- læti að auðhringur eins og SÍS skuli ekki greiða einn ein- asta eyri í útsvar í bæjarsjóð Reykjavíkur. Hefur þetta ranglæti m. a. haft í för með sér verulega hækkun útsvara á öðrum bæjarbúum. Verður þessi breyting ekki einungis Reykvíkingum í hag heldur íbúum í ýmsum öðrum bæj- arfélögum, til dæmis á Akur- eyri, þar sem samvinnufélög- in hafa haft víðtækan út- svarsfrjálsan atvinnurekstur. J öf nunars j óðurinn Þá hefur það einnig mikla þýðingu fyrir bæjar- og sveitarfélögin að ríkisstjórn- in hefur ákveðið að Vs hluti söluskattsins skuli ganga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi á föstudaginn, að gera mætti ráð fyrir, að út- svörin í Reykjavík mundu á þessu ári lækka um 10—15%. Lækkun tekjuskatts og útsvars er einn liðurinn í viðreisnarráðstöfunum rík isstjórnarinnar. Er óhætt að fullyrða að þessar lækkanir munu eiga sinn þátt í því að gera almenn- ingi ljóst, að stefnt er í rétta átt með því víðtæka viðreisnarstarfi, sem stjórn in hefur hafið. DR. BANDA IT'YRIR örfáum vikum kom hingað sendinefnd Njass- lendinga undir forystu Kany- ama Chiume. Erindi hennar hingað var að leita stuðnings Islendinga til þess að fá upp tekið í mannréttindanefnd Ev rópu mál landa síns, dr. Hast- ings Banda, sem setið hefir í fangelsi Breta undanfarna mánuði. Blöð og almenningur hér á landi tóku fulltrúum þessarar undirokuðu þjóðar vel. Mál- staður þeirra átti ríkan hljóm grunn á íslandi. Það vekur því vissulega einlægan fögn- uð hér, að brezka stjórnin hefur nú neyðzt til þess að sleppa dr. Banda úr fangels- inu. Hún hefur gert sér það ljóst, að á meðan hann situr í tukthúsi er vonlaust að semja við Njasslendinga um mál þeirra. Dr. Banda er hinn kjörni leiðtogi þeirra. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að það er almenningsálitið í heiminum sem hefur knúð Breta til þess að sleppa dr Banda. íslend- ingar fagna því að hafa átt sinn litla þátt í því að skapa þetta almenningsálit. Berjast gegn kúgun hvítra Luthuli brennir persónuskírteini sín — en slík skjöl skyldaði Verwoerd-stjórnin alla blökkumenn tii að bera. í HÁLFA aðra öld hafa blökku- menn Suður-Afríku verið skyld- aðir til að bera vegabréf, þar sem skráð eru nöfn þeirra, fæð- ingarstaðir og hvaða ættflokki þeir tilheyra. í vegabréfunum er einnig gert ráð fyrir kvittunum fyrir skattgreiðslum, skrá yfir handtökur viðkomandi manns og mánaðarlegar undirskriftir vinnu veitenda hans til að staðfesta að hann hsfi atvinnu. Ef undirskrift vantar í vegabréf, má viðkom- andi eiga von á því að verða handtekinn. Hvar sem blökku- maðurinn er staddur, verður hann að bera vegabréf. Ef hann stendur fyrir utan heimili sitt án vegabréfs, leyfir lögreglan honum ekki að hlaupa inn til að ná í það, heldur er hann tafar- laust handtekinn og fluttur á næstu lögreglustöð, án þess að fjölskylda hans eða vinnuveit- andi séu látin vita. SHARPEVILLE Barátta blökkumannanna gegn vegabréfaskyldunni hefur staðið í mörg ár og oft leitt til árekstra milli þeirra og lögreglunnar. En alvarlegustu árekstrarnir urðu fyrir nærri hálfum mánuði í Sharpeville, um 45 kílómetrum fyrir suðvestan Jóhannesborg, þegar lögreglan hóf skothríð með rifflum og vélbyssum á hóp blökkumanna, sem safnazt höfðu saman í mótmælaskyni, með þeim afleiðingum að rúmlega 70 blökkumenn féllu en hundruð særðust. Mótmælum rigndi yfir ríkisstjórnina alls staðar að úr heiminum og öryggisráð Samein- uðu þjóðanna var kvatt saman sérstaklega til að ræða atburðinn. Síðan hefur daglega komið til árekstra í Suður Afríku, þrátt fyrir það að ríkisstjórnin hafi nú fangelsað flesta leiðtoganna í baráttunni fyrir rétti blökku- manna. VEGABRÉFASKYLDA AFNUMIN Um síðustu helgi var svo kom- ið að ríkisstjórnin sá sig til- neydda að fella niður vegabréfa- skyldu blökkumannanna, en það tekið fram að sú ráðstöfun væri aðeins til bráðabirgða. En þessi ráðstöfun kom of seint og hefur ekkert dregið úr óspektum. Tvö félög blökkumanna standa aðallega að baráttu þeirra; Al- afrísku samtökin og Afrísku þjóðarsamtökin, og er allmikill munur á stefnum þeirra. Al-afrísku samtökin eru rót- tækari, og stóðu þau að mótmæla göngunni í Sharpeville, sem lauk á svo hryllilegan hátt. Foringi þess félags er Robert Mangaliso Sobukwe, 35 ára gamall fyrrver- andi skólakennari, sem nú er í fangelsi. Vígorð samtakanna er „Afríka fyrir Afríkumenn", og vilja þau nú hrekja hvítu íbúana burt með valdi. LUTHULI Afrísku þjóðarsamtökin, undir öruggri leiðsögn Alberts Luthuli, hafa hingað til valið aðrar leiðir til að vinna að hugsjónum sínum, sem eru aukin réttindi fyrir blökkumenn, án þess að hrekja þá hvítu burt. Albert Luthuli situr einnig í fangelsi, og eru margir sem álíta að það sé mikill misskilningur hjá ríkisstjórn Verwoerds, því Luthuli sé eini maðurinn, senrhaft geti hömlur á blökkumönnum. Albert Luthuli er 61 árs að aldri, og hefur í áratugi verið einn af leiðtogum í baráttu inn- fæddra fyrir jafnrétti. Hann ólst upp á bandarískri trúboðsstöð í Natalhéraðinu, en þar vann faðir hans sem túlkúr. Luthuli gekk í skóla og varð kennari, en árið 1935 var hann kjörinn höfðingi yfir Zuluættflokki, og barátta hans fyrir bættum kjörum þegna sinna varð fordæmið fyrir seinni tíma baráttu hans fyrir jafnrétti allra landa sinna. Hann varð einn af leiðtogum Afrísku þjóðar samtakanna, en í þeim eru nú einnig þúsundir hvítra manna. Árið 1952 var hann kjörinn for- seti samtakanna. Árið 1953 var hann dæmdur í eins árs ræðu- og ferðabann og þrem árum síðar var hann einn af 156 mönnum, bæði hvítum og svörtum, sem handteknir voru og ákærðir fyrir landráð. Ari síðar var ákæran á hendur Luthuli felld niður. ÖRVÆNTING RÍKISSTJÓRNARINNAR Á síðasta sumri stóð Luthuli fyrir því að blökkumenn hættu að verzla við þá kaupmenn er höfðu sérafgreiðslu fyrir blökku- menn, en þetta hefur haft í för með sér stórkostlegt fjárhagslegt tjón fyrir kaupmennina í Jó- hannesarborg, þegar til stóð að hækka fargjöldin,- Sýndu þessi mótmæli vel samheldni hinna inn fæddu og völd Luthulis, og hefði ríkisstjórnin mátt af því læra. 1 stað þess varð ríkisstjórnin grip- in örvæntingu og hóf lögregluað- gerðir, sem einungis geta leitt til blúóðsúthellinga og sundrungar. Luthuli er nú aftur í fangelsi. Afbrot hans er það að of margir '\tu upp til hans. Jafnvel stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar hugg uðu sig með því að á meðan hans nyti við, þyrfti ekki að óttast blökkumannauppreisn. Hvað skeð ur nú, þegar áhrifa hans gætir ekki lengur? Orka sólar til frystingar SINGAPORE. — Það vakti mikla athygii, er fulltrúar í sendinefnd frá Sovétríkjun- um, sem situr efnahags- málaráðstefnu Asíulanda, lýstu því yfir, að Rússum hefði nú þegar tekizt að hagnýta sólarorkuna til þess að reka frystikerfi — og á annan hátt við geymslu matvæla. Rússneski nefndarformað urinn, I. I. Adamorsky, upp lýsti það í ræðu á fundi sér- fræðinga, að í Sovét-Ar- meníu væri orka sólar nú talsvert notuð í sambandi við frystingu kjöts, fisks og grænmetis, en einnig væri hægt að hagnýta hana við þurrkun matvæla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.