Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 22
22 MORCUlSfíLAÐIÐ Sunnudagur 3. aprfl 1960 Skíðamót á Siglufirði f*0 t tatfré t tir fjlcryijh í lahiwá Stefán er líka íþróttakennari við Kennaraskólann, og sýndi leikfimiflokkur þess skóla sem gestir. Atta hundruð börn og ungling- ar mættu að Hálogalandi til að vera viðstödd íþróttasýninguna og hvetja skólafélaga sína í keppni skólanna. Laugarnesskólanemandi stekkur kistustökk, af stökkbretti . og yfir snúru. Athyqlisverð skóla- keppni að Háloga- landi NEMENDUR gagnfræðadeilda Laugarness og Réttarholtsskólans efndu til fimleika og íþrótta- keppni að Hálogalandi s.l. föstu- dag. Iþróttakennari skólanna er Stefán Kristjánsson, og átti hann frumkvæðið að þessari sýningu, sem er önnur í röðinni, er þessir skólar efna til. í fyrra efndu nem endurnir einnig til slíkrar sýn- ingar og var ágóði hennar not- aður til kaupa á íþróttabúningum fyrir skólana. og með aðstoðar stökkbrettis og þriðja atriðið höfuðstökk og svif- stökk á dýnu. Að sýningu lokinni kepptu skólarnir í boðhlaupi, hástökki og handknattleik. — Boðhlupskeppn in va r mjög tvísýn. Allt frá byrj- un til enda voru sveitirnar svo hnífjafnar að ógerningur var að sjá hver myndi vinna, og síðustu menn voru svo jafnir í mark, að ekki varð á milli séð. Hástökkskeppnin var mjög at- hygiisverð. Þarna flugu dreng- irnar hver af öðrum yfir 1,30 — 1.40 — 1.45 og 1.50, en þá fóru, manna KASTKLÚBBUR stangaveiði- manna í Reykjavík, hélt aðal- fund sinn 16. marz s.l. Af skýrslu formanns, Alberts Erlingssonar, var það ijóst, að áhugi stangaveiðimanna fyrir kastíþróttinni hefur farið mjög vaxandi, bæði sem sjálfstæðri íþrótt og sem nauðsynlegri þjálf- un í notkun veiðitækja, sem er grundvöllur fyrir sportlegum veiðum. Eitt aðalverkefni stjórnar klúbbsins hefur verið og er það að tryggja félagsmönnum full- nægjandi æfingar- og keppnis- svæði, en í því sambandi hefur klúbbufinn haft mjög ófullnægj- andi aðstöðu. Formaður tók það fram, að vonir stæðu nú til þess að úr þessu mundi rætast á næst unni, en á því byggist framtíðar- starf félagsins. Kastmót voru haldin á árinu og tekið þátt í heimsmeistaramótinu í Scarborough, Englandi, s.l. haust. Verðlaunpeningar voru afhent- ir fyrir ísl. met sett á árinu þeim; Halldóri Erlendssyni í tvíh. beituköstum með 17,72 gr. lóði: 97.00 metra, með 30 gr. lóði: 130.10 m og í einh. beitukast með 10.5 gr. lóði: 79.35 m og Sverri Eíassyni í tvíh. flugukasti: 46.03 metra og einh. flugukasti: 42.07 Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Albert Erlingsson, Karl Bender og Sverrir Elíasson. Eins.og venja er voru sýndar kast- dg veiðikvikmyndir á fund Laugarnesskólanemandi í stökki af kistu Eftir að Jón Sigurðsson, skóla- stj. Laugarnesskólans hafði flutt stutt ávarp hófst sýningin. Tuttugu og sex manna flokkur drengja, þrettán frá hvorum skóla sýndu léttar staðæfingar, eftir hljómlist af segulband'i. Ann ar þáttur sýningarinnar var þrenns konar stökk á kistu, án Hér sést Réttarholtsnemandi skora mark hjá Laugarnesskói- anum. Myndin ber glöggt merki þess að drengirnir kunna til verka sinna, enda flestir þekktir kappliðsmenn, í 3. flokki Reykjavíkurfélaganna. þeir fyrst að fella, og allir nema einn felldu 1.55, var það Jakob Hafsteinn, nem. Laugarnesskól- ans. Jakob reyndi við 1.60 — var vei yfir hæðinni, en felldi er hann sló fæti í rána, er haruí var á ieið niður. Lokaatriði keppninnar var handknattleikur. Liðin voru mjög jöfn, en lið Réttarholtsskólans þó ákveðnara og skipað betri skot- mönnum, enda sigraði Réttar- holtsskólinn leikinn með 9—7. — Sýningin og keppnin var í alla staði skólanum og íþróttakennar- anum, Stefáni Kristjánssyni, til hins mesta sóma, og vafalaust eiga margir af þeim, er þarna komu fram eftir að skipa fremstu raðir íþróttamanna á komandi árum. — A.A. ■0■ Molar í „A botninum" í SPÖNSKU knattspyrnukeppn- inni er Kanarieyjaliðið Las Paimas neðst að stigum og svo langt á eftir öðrum að ekkert nema kraftaverk getur bjargað liðinu frá falli niður í aðra deild. Út af þessu er sögð sú gaman- saga, að þjálfari liðsins hafi skrif að skipstjóranum á kafbátnum sem angraði Argentínumenn sem mest fyrir skömmu, og spart hann um ráð sem dugi til að bjarga sér „af botninum". Gengið upp í hæsta húsið Bandaríski hástökkvarinn Tho- SIGLUFIRÐI, 28. marz. — Skíða mót Siglufjarðar var haldið s. 1. sunnudag. Keppt var í göngu í yngstu aldursflokkunum. Dreng- ir 13—14 ára gengu 3 km. og varð sigurvegari Björn Björns- son á 14 mín. og 58 sek. Drengir 11—12 ára gengu sömu braut og sigraði Sigurjón Erlendsson. — Drengir 9—10 ára gengu 1 km. Þar sigraði Jens Mikaelsson og drengirnir 7—8 ára gengu sömu braut, þar sigraði Guðmundur Skarphéðinsson, sonur Skarp-, héðins Guðmundssonar, skíða- kappa. Tími Guðmundar var 8 mín .og 58 sek. — Þá var auka- keppni í 15 km. göngu í tilefni af því að hér voru staddir göngu- garpar úr Fljótum í þeirri keppni urðu fyrstir og jafnir bræðurnir Jón og Sveinn Sveinssynir. Tími þeirra var 56 mín og 36 sek. — Stefán. Kastklúbbur stangveiöi- Sendisveinn Oss vantar nú þegar röskan og ábyggilegan sendisvein. Verzl. O. Ellingsen hf. Bókband Verkstjóri óskast í bókbandsvinnustofu í Reykjavík. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudaginn 6. apríl, merkt: „Verkstjóri — 9426“. Hinn marg eftir spurði einangrunarflóki er kominn J. Þorláksson & Norðmann Hér sést Hallgrímur Þor- steinsson, ÍR (nr. 7) skora mark hjá Val. — Hallgrím- ur er nýliði hjá lR, en hefir þegar sýnt að hann er kraft- mikill og f jörugur leikmaður. r I.R. og F.II. keppa í kvöld ELLEFU leikir verða leiknir í dag í Handknattleiksmeistaramót inu. Mótið hefst kl. 2 e,h. að Há- logalandi og verður þá eftirtaldir leikir: í 2. fl. kvenna: KR—Ár- mann, Víkingur—FH og KR— Fram. í 3. fl. karla: Valur—. Fram, Ármann—KR og Haukar—. FH. í 2. fl.-karla: Ármann—Vík- ingur og KR—FH. Mótið heldur svo áfram í kvöld og hefst kl. 20.15, Fyrst leika í 3. fl. karla: Víkingur og Haukar. Síðan keppa í Mfl. karla Fram og Akranes og loks verður leikur milli ÍR og FH. Rey k j avíkurúrval körfuknattleiks- manna ÚRVAL körfuknattleiksmanna frá Reykjavík mun keppa við úrval körfuknattleiksmanna úr varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli n.k. laugardag. Körfukapp- leikurinn er einn liðurinn í mikl um hátíðarhöldum, sem efnt verður til í sambandi við vígslu hins nýja og veglega íþróttahúss, sem varnarliðið hefir látið reisa á Keflavíku-rflugvelli. Ingi Þór Stefánsson og Viðar Hjartarson völdu liðið fyrir hönd körfuknattleiksráðs Reykjavíkur og verður það skipað eftirtöid- um mönnum. — Hólmsteinn Sig- urðsson ÍR; Þorsteinn Hallgríms- son ÍR; Guðmundur Þorsteins- son IR; Helgi Jóhannsson ÍR; Kristinn Jóhannsson ÍS; Þórir Arinbjarnarson ÍS; Guðni Guðna son ÍS, Birgir Birgis Á; Lárus Lárusson Á; Einar Matthíasson KFR, Gunnar Sigurðsson KFR; Ólafur Thorlacíus KFR. mas, sem sett hefur hvert heims- metið af öðru i sinni grein, varð fyrir því eitt sinn að meiðast illa í lyftu. Síðan hefur hann ekki stigið fæti inn í slíkt hjálpar- tæki en gengið alla stiga. Nú hefur hann heitið því, að ef hann nái að stökkva 2.25 metra, þá skuli hann ganga upp stigana í Empire State Building — hæsta húsi heims. AKRANESI, 2. apríl. — Blíðskap arveður er dag eftir dag og nú í gær lönduðu 19 bátar hér 157 lestum. Aflahæstir voru Svanur með 34 lestir og Ver með 22,5 lestir. Allir bátarnir héðan eru á sjó eins og fyrri daginn. — Oddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.