Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð J Miðvik'udagUr 15. júní 1960 Laugarvatnsstúdent arnir nýju Mennlaskólanum á Laugarvalni slitið MENNTASKÓLANUM á Laugar vatni var slitið við hátíðlega at- höfn þar eystra miðdegis í gær og brautskráðir 20 stúdentar. — Skólameistari, Jóhann Hannes- son, ávarpaði nemendur og kvaddi þá. Hæstur á prófinu vaið Eysteinn Pétursson frá Horna- firði, sem stundaði nám í stærð- fræðideild skólans, fékk hann á- gætiseinkunn, 9,07. í máladeild varð hæstor Magnús Pétursson með 8,94. Flestir hinna nýútskrif uðu stúdenta voru af Suðvestur- landi, en í hópnum voru 8 stúlk- ur og 12 piltar. Stúdentarnir munu eftir þjóðhátíðardaginn fara í 10—12 daga ferð til Aust- urlands. Hálft hundrað og nokkrir krakkar SIGLUFIRÐI, 14. júní. — For- smekkinn af revíu- og gaman- þáttaflóði því, sem nú skellur yf- ir landsbyggðina, fengum við Siglfirðingar í gær, er þriggja blaða smári Framsóknarflokksins var hér sviðsettur af Jóni Kjart- anssyni, forstjóra ÁVR, Ólafi prófessor Jóhannessyni og Birni bónda Pálssyni frá Löngumýri. Höfðu þeir auglýst af miklu kappi almennan stjórnmálafund og framkvæmt liðskönnun um Fljót og Siglufjörð, en árangur- inn varð hálft hundrað og nokkr- ir krakkar. Ræðuinnihald samanstóð af þessum venjulegu Tímalýsingum 205 nýstúdentar í ár TVÖ hundruð og fimm nýir stúdentar eru nú í þann veg- inn að setja upp húfur sínar í fyrsta sinn — en sá er f jöldi þeirra ,scm síðustu vikurnar hefur í gríð og erg ausið af djúpum brunni margvíslegr- ar þekkingar sinnar yfir próf- blöð og spurula prófendur. Tíðindamaður Mbl. leitaði í gær upplýsinga um það, hve margir stúdentar mundu brautskrást nú úr hverjum hinna 4 skóla, sem til slíks hafa réttindi. Nið- urstaðan varð þessi: í Menntaskólanum í Reykja- vík verða stúdentar að þessu sinni 109 að tölu. Þeir skiptast þannig milli hinna tveggja deilda skólans, að 46 eru úr stærðfræði- deild og 68 úr máladeild. Skóla- slitaathöfnin hefst kl. 14 í dag. Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri verða nú 52 alls, 22 úr stærðfræðideild og 30 úr mála deild. Þar fara skólaslit ekki fram fyrr en á þjóðhátíðardag- inn sjálfan, þann 17. júní, og hefst athöfnin kl.. 10.30 f. h. Ur lærdómsdeild Verzlunar- skóla íslands koma að þessu Til náms í húsa- gerðarlist L.ISTAHÁSKÓLINN í Kaup- mannahöfn hefur fallizt á að taka við einum íslendingi árlega til náms í húsagerðarlist við skól ann, enda fullnægi hann kröfum um undirbúhingsnám og standist með fullnægjandi árangri inn- tökupróf í skólann, en þau hefj- ast venjulega í byrjun ágúst- mánaðar. Umsóknir um námsvist í skól- anum sendist menntamálaráðu- neytinu fyrir 28» júní nk. Um- sóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. sinni 24 stúdentar. Verða þeir brautskráðir á morgun, þann 16. júní, byrjar sú athöfn kl. 14. Síðast er svo að geta þeirra stúdentanna, sem reyndar eru fyrstir í ár, en þeir koma frá Menntaskólanum á Laugavatni. Þaðan voru miðdegis í gsér braut skráðir 20 stúdentar, 11 úr stærð- fræðideild og 9 úr máladeild. Samkvæmt framansögðu munu því 205 hvítir kollar skarta á þjóðhátiðinni víðs vegar um landið í ár. á ríkisstjórninni og prófessor Ól- afur taláði langt mál um Stráka- veg, en forðaðist dyggilega veg sannleikans. Er almennt litið á þennan fund sem hina herfilegustu útreið fyrir Framsóknarflokkinn. — Stefán. Helgitónleikar annað kvöld HAFNARFIRÐI. — Sjöttu og næst síðustu helgitónleikarnir í Þjóðkirkjunni að þessu sinni, verða þar annað kvöld og hefjast kl. 9. Þá syngur Alþýðukórinn úr Reykjavík undir stjórn dr. Hall- gríms Helgasonar, en Páll Kr. Pálsson aðstoðar á orgelið. Kór- inn syngur lög eftir söngstjórann, Sigursvein D. Kristinsson og Jón Leifs. Einnig verður flutt Messa I G-dúr eftir Schubert. Einsöngv- arar með kórnum verða Guðrún Tómasdóttir, Hjálmar Kjartans- son og Einar Sturluson. — Verð- ur efnisskrá Alþýðukórsins- svip- uð og hún var á 10 ára afmælis- tónieikum, sem kórinn hélt fyrir nokkru í Austurbæjarbíói. Eins og fyrr er aðgangur ókeyp is, en kirkjugestum gefst kostur á að láta af hendi rakna í klukkusjóð kirkjunnar. — G.E. Runólfur fékk síld í hringnót við Snœfellsnes GRAFARNESI, 14. júní. — Vél- báturinn Runólfur, skipstjóri Guðmundur Runólfsson, lagði af stað héðan í gærkvöldi kl. 18, á- leiðis til síldveiða fyrir Norður- landi. Skipstjórinn ákvað að sigla fyrst út með Snæfellsnesi og athuga horfur þar. Klukkan 21 í gærkvöldi hafði hann fengið allverulegar lóðning ar á leitartæki og köstuðu skip- verjar þá nótinni. Fengu þeir úr því kasti 250—300. tunnur síldar. Síldin er misjöfn að stærð. Skip stjórinn álítur að þó nokkurt síldarmagn sé þarna, en síldin veður ekki og fæst aðeins eftir lóðningu. Báturinn fer út á sömu slóðir aftur í kvöld ef veður leyfir. /'NAIShnútor / SV 50 hnútar tk Snjókoma > OSi V Skúrir K Þrumur w%z KuUaskt Í Hitaskif H HaS L Ltxqi Kongsberg 12. júní Á alþjóðlegu íþróttamóti hér í dag náðust þessir frábæru ár- angrar: Spjótkast: Willy Rasmussen, Bergkameraterne 76.05 m, sem er nýtt vallarmet. Spjótkast (dreng- ir) Erik Korneliussen, Sturla 63.70 m. Kringla: Stein Haugen, BUL 63,70 m. Kúluvarp: Stein Haugen 15.61, 2. Olav Evjenth, Torodd 15,22 m. Alls fara sjö bátar til síldveiða frá Grundarfirði í ár. Eru’ þeir flestir komnir norður eða á leið- inni. — Emil. — Samtal við Hare Frh. af bls. 1 en hagsmuni nokkurra útgerðar- manna?“ — „Þúsundir manna, bæði í Hull, Grimsby og Fleetwood eiga hér hagsmuna að gæta. Ég fjalla um þeirra mál, en ekki um sam- foúð milli landa.Annars tökumvið ákvörðun um hvað við gerum áður en frestuirnn rennur út í næsta mánuði, það er að segja, ef samkomulag hefir ekki náðst áður.“ „EKKERT BENDER TIL OFVEI»I“. — Hafið þér komið til fslands? — Þér hafið þá ekki komið á „vígvöllinn"? — „Ég hef ekki verið boðinn. Þessi fiskiveiðimál eru mikil vandamál hér í Bretland, „hélt Hare áfram“. Við getum ekki gerbreytt fiskiðnaði okkar á einni nóttu. Ef einhver hætta væri á ofveiði við ísland, horfði málið öðruvísi við. En það er ekki. Sérfræðingar okkar segja að ekkert bendi til ofveiði á ís- lansmiðum, og þeir eru færustu sérfræðingar í heimi á þessu sviði.“ — Annað segja okkar sérfræð- ingar, svaraði ég. Og þeir kunna sitt fag líka. — „Okkar vísindamenn vinna upp á eigin spýtur og eru ó- háðir ríkisstjórninni“, svaraði John Hare. Svo bætti hann við: „Samningar okkar við Færeyjar sýna að við viðurkennum sér- stöðu Færeyinga. Við viðurkenn- um líka sérstöðu fslands. Við viljum semja við íslendinga. / SAMNINGAR VE> NOREG — Er það satt að þið hafið samið við Noreg um svipaða kosti og voru í banadrísk- kanadísku tillögunni, spurði ég? — „Nei, það er ekki rétt. En samningaviðræður hafa farið fram og eru í fullum gangi. Geri ég ráð fyxir að samningar takist á næstu tveim til þrem vikum. Ég vona að samningar náist áður en þriggja mánaða fresturinn við ísland rennur út“. — Hvaða áhrif teljið þér að samningar við Noreg hafi á land- helgisdeilu Breta og íslendinga? — „Slíkir samningar mundu sýna að það geta allir komizt að skikkanlegu samkomulagi við okkur, sem það vilja“, sagði John Hare. „Slíkir samningar yrðu ykkur siðferðilega í óhag. Þið áttuð undir högg að sækja í Genf. Þar fenguð þið alvarlegt áfall þegar tillaga ykkar var felld. í Genf sáu aftur á móti allir að við vildum samninga". EN KÍNVERJAR? — Finnst yður ekki, mr, Hare, það vera undarleg afstaða brezku stjórnarinnar að verja skip sín innan 12 mílna fiskveiðilandhelgi okkar, en sitja auðum höndum LÆGÐIN suðvestur af ís- landi en vestur af írlandi þok ast austur eftir og mun draga til austan-áttar hér á landi af hennar völdum. Háþrýsti- hryggur liggur nú frá Bret- landseyjum norðvestur yfir Island til Grænlands, enda er veður mjög stillt á því svæði öllu og víðast þurrt og bjart. Fremur svalt er nú í veðri austan hafs, 14 stiga hiti í Osló, 18 st. í London, en 19 stig í París og Stokkhólmi. þegar Rússar og Kínverjar vikka sína landhelgi út í 12 mílur? — „Við gerðum samning við Rússa“, svaraði ráðherrann, stutt ur í spuna. — Ekki Kínverja? Þögn. — Er það satt að þið viljið ekkl viðurkenna 12 mílna fiskveiðilög sögu við ísland af ótta við að ís- lendingar geri kröfu til alls land- grunnsins næst? — „Nei, við viðurkennum bara ekki 12 mílur“, endurtók ráðherr- ann ákveðið. BARA ÞESSA ÞRJÁ MÁNUÐI — Það er viðurkennd stað- reynd að þið hafið beðið siðferð- islegan ósigur með því að senda herskip inn fyrir 12 mílna fisk- veiðilandhelgi okkar, en verra væri það ef þið færuð inn fyTÍr 12 mílurnar aftur, eftir þriggja mánaða hléið. — „Við urðum að senda her- skipin til íslands, við áttum ekki annars úrkosta", svaraði ráðherr- ann. Um leið og hann stóð upp og kvaddi mig, sagði hann að togara- menn væru mjög bitrir, eins og hann komst að orði. — „Þeir hafa hótað að gera verkfall", sagði hann áhyggju- fullur. „Þeir hafa ekki lofað að vera fyrir utan 12 mílurnar nema þessa þrjá rnánuði". TOARAEIGENDUR SPURÐIR Seinna í dag spurði ég Stuart Ohant, talsmann togaraeigenda- félagsins og Cobley, varaformana félagsins, eftirfarandi spurninga: — Ætla togaraeigendur að biðja brezku stjórnina um her- skipavernd, ef ekki næst sanv komulag fyrir miðjan júlí? — Farið þið inn fyrir 12 míl- urnar? —Verður verkfall á togaraflot- anum ef þeim verður áfram bann að að veiða innan 12 mílna? Svörin voru: SÖMU HLUNNINDI OG ÍSLENDINGAR — „Við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr diplomatískum viðræðum og tilraunum til að ná samkomulagi, eða til að efna til fundar nokkurra þjóða eða aðila að fiskiðnaðinum til að leysa vandann. Heppilegt væri að efna til slíks fundar í Oslo eða París. Sumir togaraeigendur og áhafnir togaranna hafa misst þolinmæð- ina, en ef við gætum sagt þeim þegar þrír mánuðirnir eru útrunn ir ,að slíkur fundur verði haldinn, á næstu tveim til fjórum mánuð- um, mundu þeir sætta sig við það. Við viljum ekki fara inn fyr- ir 12 mílurnar og eyðileggja það sem hefir áunnizt, ótilneyddir. Við verðum að ná samkomulagi við íslendinga í einhverri mynd, og þá væri það góð byrjun að brezkir togarar nytu sömu hlunn- inda innan 12 mílnanna og ís- lenzkir togarar visst árabil. Það mundi róa Fleetwoodmenn, sem hafa orðið verst úti, svo og þá, sem veiða flatfiskinn. Þeir eru óánægðastir“. RÁÐA EKKI VIÐ ÞÁ Loks sögðu þeir að ef ekkert gerðist, yrði verkfall á togurun- um ,sem verkalýðsfélögin, með löndunarmenn í broddi fylking- ar, myndu styðja. Það gæti orðið hættulegt. — „Við viljum ekki að það ger ist, en við ráðum ekki yfir verka mönnunum né áhöfnunum í slík- um ham“. Þetta voru svör togaraeigend- anna. Syndið 200 metrana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.