Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 15. júni 1960 anttMnfrifr Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. AUKNAR KRABBAMEINS- VARNIR UTAN UR HEIMI ,Carin 11“ á siglingu um höfnina í Kaupmannahöfn. — A afturdekki stendur Hermann Göring. 4LÞINGI samþykkti fyrir skömmu þingsályktunar- tillögu um auknar krabba- meinsvarnir. Var þar skorað á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því í samráði við Krabbameinsfélag íslands og heilbrigðisyfirvöld landsins, að krabbameinsvarnir verði efldar svo sem frekast iná verða. I þeim tilgangi, segir í tillögunni, verði m. a. lögð áherzla á, að efla allar rann- sóknir, sem nauðsynlegar eru við greiningu á krabbameini, að auka stuðning við öflun fullkomnustu tækja til rann- sókna og lækninga á krabba- meini, að bæta aðstöðu leit- arstöðva Krabbameinsfélags' Islands, og athuga hvort til- tækilegt sé að stofna leitar- stöðvar utan Reykjavíkur, að aukin verði almenn fræðslu- starfsemi um sjúkdóminn. Flutningsmenn tillögunnar voru úr öllum stjórnmála- flokkum, þeir Sigurður Bjarnason, Benedikt Gröndal, Þórarinn Þórarinsson og Alfreð Gíslason læknir. Alþingi samþykkti þessa tillögu um auknar krabba- meinsvarnir einróma. — Óhætt mun einnig að full- yrða að ríkisstjórnin muni hafa fullan hug á að fram- kvæma hana og stuðla þannig að því að allt verði gert, sem unnt er af opin- berri hálfu til þess að bæta aðstöðu læknavísind- anna hér á landi í baráttu þeirra við hinn skelfilega sjúkdóm. Mikið hefur á unnizt Læknavísindin hafa á und- anförnum árum unnið marga sigra og stóra í baráttu sinni við sjúkdómana. Meðal sjúk- dóma sem segja má að sigr- azt hafi verið á hér á landi má nefna holdsveiki, sulla- veiki, taugaveiki, barnaveiki og berklaveiki. En þrátt fyrir þessa sigra læknavísindanna eru verk- efni þeirra nær takmarka- laus. I baráttunni við krabba- meinið standa vísindin t. d. ennþá mjög höllum fæti. Ár- lega deyja 200 íslendingar úr þessum sjúkdómi. En um allan hinn menntaða heim er nú unnið að því af hinu mbsta kappi að efla krabbameins- varnirnar. Göfugasta starfið Við íslendingar megum ekki láta okkar hlut eftir liggja í þessum efnum. Manns lífið er dýrast allra verð- mæta. Baráttan gegn sjúk- dómum og hrörnun er í senn göfugasta og mikilvægasta starfið sem í dag er unnið af mannlegum huga og hendi. Krabbameinsfélag íslands og margir ágætir læknar hafa undanfarin ár haft mikils- verða forystu um eflingu krabbameinsvarnanna. — Er engum gert rangt til þótt. sagt sé, að prófessor Níels Dungal hafi verið þar fremst- ur í flokki. Alþingi hefur með sam- þykkt fyrrgreindrar þings- ályktunartillögu viljað sýna áhuga sinn og skilning á þessu mikilvæga heilbrigðis- máli. Um það ríkir enginn ágreiningur. Ný sókn verður hafin á hendur hinum skæða sjúkdómi. Óþarfi að örvænta Óþarfi er að örvænta um það, að skjótur árangur kunni að nást í baráttunni gegn krabbameininu. Vísindunum fleygir fram á öllum sviðum. Þróunin á sviði læknavísind- anna hefur verið örhröð á undanförnum árum. Ný lyf hafa verið fundin upp og hver sjúkdómurinn sigraður á fætur öðrum. Þess er t. d. skemmst að minnast, að svo að segja óbrigðult lyf hefur verið fundið upp gegn barna- lömunarveiki. Tökum höndum saman Sérfræðingar á sviði krabbameinsvarna gera sér margir góðar vonir um það að innan tiltölulega skamms tíma muni sigur hafa unnizt á þessum sjúkdómi, sem í dag heggur stór og tilfinnanleg skörð í raðir þjóðanna. Með því að skipuleggja baráttuna gegn honum, afla nýrra tækja, auka fræðslu og þekk- ingu á eðli sjúkdómsins er örugglega hægt að flýta fyrir nauðsynlegum árangri af bar- áttunni gegn honum. íslendingar munu taka höndum saman í þeirri baráttu á sama hátt og þeir gerðu í viðureigninni við berklaveikina og ýmsa aðra skæða sjúkdóma. H V E R vill kaupa gömlu snekkjuna hans Görings? Hana er nú hægt að fá ódýrt, og á sama tíma losna brezku hernaðaryfirvöldin í Vestur- Þýzkalandi við vaxandi áhyggjur. Snekkjan, sem hét Carin 11“ í höfuðið á fyrri eiginkonu Gör- ings, fannst og var hertekin af brezkum hersveitum í höfninni í Krefeld við Rín í stríðslok. Var snekkjan þá skírð upp og heitir nú „Prins Oharles", og var í nokkur ár notuð til eftirlits á Rín og sem skemmtisnekkja fyr- Kóngsdætur kveðja Kaliforníu LOS Angeles, 8. júní. (NTB) — Norraenu kóngsdaeturnar Mar- grétarnar tvær og Ástríður kvöddu Kaliforníu í dag eftir fimm daga ánægjulega og við- burðaríka daga. Þær flugu heim- leiðis í kvöld með nýrri Douglas-farþegaþotu, Hákon vík- ingi, sem SAS flugfélagið á. Áður en þær lögðu af stað héldu þær stuttan fund með blaðamönnum í Bel Air-gistihús- inu í Beverley Hills. En stór hóp- ur blaðamanna og ljósmyndara hefúr fylgt kóngsdætrunum eft- ir hvert fótmál í Kaliforníudvól- inni. NÚ eru komnar beinar flug- ferðir frá íslandi til vestur- strandar Bandaríkjanna. Þot- ur Pan American flugfélags- ins koma orðið við á Kefla- víkurflugvelli síðdegis á mánu dögum í svokölluðu Póiar- flugi og fljúga þær beint héð- an til Seattle og síðan áfram til San Francisco. Fyrir þá, sem leið eiga á vesturströnd- ina eru þetta að sjálfsögðu mikil þægindi. Þoturnar, sem hafa áætl- unarflug til San Francisco, er það talsvert sunnar en Seattle, fara yfineitt sunnan við ísland, nema þegar veður veldur því að heppilegra er ir fjölskyldur yfirmanna í brezka hernum. Þegar hernáminu lauk, var hlutverki snekkjunnar einn- ig lokið, og var hún afhent „Joint Services Liaison Office“ og lagt hjá Oberwinter, rétt sunn an við Bonn. Þar liggur hún enn og ryðgar niður. ,,LÆDERJAKKER“ og „Huligan- er“ (Norðurlönd), „Teddy Boys“ (England), ,,HooIigans“ (Banda- ríkin), „Halbstarke“ (Þýzka- land), „Tsotsis“ (Suður-Afríka), „Mambo-Boys“ (Japan), „Bod- gies“ og „Widgies“ (Ástralia og Nýja Sjáland, annað orðið notað um pilta, hitt um stúlkur) — allt eru þetta nöfn á fyrirbæri sem nú er þekkt um heim allan, ung- lingum sem mynda með sér sam- tök og fremja meira eða minna alvarleg afbrot. Ráðstefnan í London Sá háttur að fremja afbrot í skipulögðum hópum er algeng- asta formið á afbrotum unglinga eins og stendur, ségir í skýrslu sem þýzkur lögfræðingur, Wolf Middendorff, hefur samið á grundvelli upplýsinga sem hann hefur fengið frá ríkisstjórnum, félagssamtökum og sérfróðum mönnum í allmörgum iöndum. að fljúga norðar og koma við á íslandi. Þannig komu t d. tvær þotur frá Pan American við hér sl. laugardag, önnur um morguninn, en hin siðdeg- is. Fréttamenn fengu að líta inn í þá seinni. Það er Boeing 707 þota með 130 farþega inn anborðs, og var hún að koma frá London á leið til Seattle. Flugtími þangað er áætlaður 7% tími, en þar sem 8 klst. tímamismunur er á íslandi og vesturströnd Bandaríkjanna, átti flugvélin að vera komin þangað hálftíma áður en hún lagði af stað héðan. Vilja ekki peningana Bretar hafa reynt að selja hana, og hofðu í hyggju ,að láta andvirðið renna til Bonn-stjórn- arinnar. En stjórnin hefur til- kynnt að hún vilji ekki sjá pen- ingana. „Þið tókuð snekkjuna“, segja þeir í Bonn við Bretana, ,,og nú verðið þið sjálfir að sjá um að losna við hana“. Þá reyndu Bretar að selja stjórninni í Westphalen snekkjuna, en hún afþakkaði einnig boðið. Nú segjast Bretar óska eftir einhverju sanngjörnu tilboði. Hv er vill? Skýrslan verður lögð til grund- vallar umræðum sem fara fram í London dagana 8.—20. ágúst n. k. Verður á þeirri ráðstefnu rætt um vandamál í sambandi við hindrun á lögbrotum og með- ferð á lögbrjótum. Skýrslan ber yfirskriftina „New Forms of Juvenile Delinquency. Their Origin, Prevention and Treat- ment“. Fyrir ráðstefnuna verðúr ennfremur lögð skýrsla um sömu vandamál, sem skrifstofa Sam- einuðu þjóðrnna hefur samið, og einmg verða lögð fyrir hana ým- is gögn frá sérstofnunum S. Þ. og frá óopinberum stofnunum í nokkrum löndum. 20% á skrá .Middendorff segir í skýrslu sinni, að afbrotum æskumanna fari sífellt fjölgandi. Sem dæmi má taka Bandaríkin, þar sem 47 af hundraði allra lögbrota eru framin af ófullveðja ungiingum, segir í skýrslunni. 20 af hundr- aði e.Hra pilta á aldrinum 10—17 ára í Bandaríkjunum hafa á einn eða annan hátt lent í kasti við lögregluna. Veruleg aukning á afbrotum unglinga hefur einnig átt sér stað í mörgum öðrum lóndum, meðal þeirra Svíþjóð og Finnlandi. 1 Sviss, Italíu, Belgíu og Kanada hefur hins vegar dreg ið úr afbrotum unglinga. Svíþjóð er einnig meðal þeirra landa, sem eiga við að stríða aukin kynferðisafbrot og aukna mis- notkun á áfengi og eiturlyfjum. Þurfa útrás Rannsóknir á örsökum til vax- andi afbróta unglinga leiða í ljós, að efnahagsafkoman hefur sitt að segja, og svo þverrandi möguleikar á að veita æskunni útrás fyrir eðlilega umframorku hennar. I skýrslunni er einnig lögð áherzla á upplausn fjöl- skyldubandanna ,sem hefur mjög skaðleg áhrif. 1 því sambandi er einnig bent á hina „frjálsu kennslu“ og „frjálsa uppeldi‘% sem dragi úr virðingunni fyrir yfirvöldum og lögboðum. Kemur til Seattle áður en lagt er af stað frá Keflavík ! Vaxandi afbrot unglinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.