Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 15. júní 1960 MORCTHSTiíAÐiÐ 17 Guðrún Kristveig Daníelsdóttir Fædd 16. nóvember 1911. Dáin 8. júní 1960 Kveðja frá móður og systkinum. Liðinn er þinn lífsins dagur hér, ljómar eilífð björt á móti þér. Lokið þinni sjúkdóms þungu þraut, þráða hlýtur hvíld við jarðar skaut. En sál þín frjáls, á Ijóssins ljúfu strönd, leidd er nú af Drottins náðar hönd. Ástrík dóttir ætíð mömmu varst, yl og birtu henni jafnan barst, frá því hernsku bros þín henni hjá, blíð og saklaus skinu fyrst á brá. 1 sorg og gleði sama kærleiks lund, sýndir henni fram á hinztu stund. Móður hjartans þökk er þúsund föld, þína minning fram á hinzta kvöld, geymir hún, sem geislan bjarta sinn er gefur yl, svo þorna tár á kinn. Hún veit að samband ykkar eilíft er, sem allra þeirra vina, er unnast hér. Systkin muna allt frá æsku tíð, hve ástúð þín var söm og lundin blíð. Var sem fylgdi vorið bjarta þér, vitni fagurt göfgi hjartans ber. Gekkst, sem hetja gegnum æviraun. gefi Drottinn æðstu sigurlaun. Systkin færa heitar þakkir þér, það er hinzta kveðja til þín hér, borin fram í bæn af heitri trú, að breiði Drottins kærleiks faðminn nú, móti þér, og þroskans æðstu spor, þig hann leiði um eilíft dýrðar vor. Ólöf H. Eggertsdóttir og Ingimundur Halldórsson Kveðja frá fósturdóttur. Ólöf, f. 25. ágúst 1887 Ingimundur, f. 11. apríl d. 7. júní 1960 1879, d. 1. júní 1959 Er vorið breiðir vængi sína um hafið og vonir svífa á geislastrengjum björtum, en minningarnar vakna í heitum hjörtum og heiðríkjunnar slæðum allt er vafið. Þá kem ég heim svo klökk og bljúg í anda að kveðja ykkur hjartans afi og amma. Þið voruð mér sem vænsti pabbi og mamma, í vorsins Ijóma sé ég ykkur standa. Ég kem nú heim. Það fagnar enginn framar og framandi er allt við gamla bæinn. Þar stend ég ein og stari á dapran sæinn, en stríð og sorgir hugans orku lamar. 1 sorg og gleði saman æ þið genguð, og sól og friður skein um ykkar brautir. Þar var svo bjart á bak við húm og þrautir. 1 bæinn ykkar holla vini fenguð. Mér finnst þið enn og alltaf standa vörð um allt hið sanna, rétta, fagra og góða. Þið áttuð bænir ótal blíðra ljóða um allt, sem göfgast hugsað er á jörð. En þú ert horfin, hjartans amma mín, og hugarsjón um munarvegu leitar. En fjallið, hafið öllum orðum neitar. Hún er svo döpur litla stúlkan þín. Með vorsins blæ ég geng að hljóðri gröf og græt þar hljótt sem fyrr í faðmi þinum. Ég finn þar skjól í öllum raunum mínum. En grátský fela fjallsins yztu nöf. Og hafsins djúpu, hljóðu ekkasog við hörpu „Bjargsins“ kvaka þakkir mínar. Ég þakka amma allar gjafir þínar. Þær aðeins telur Drottins himinvog. Gleðinnar óma vorið hefur vakið, og vorsins englar strjúka tár af hvörmum. Hjá þér er gott að geta í sárum hörmum geislanna þræði úr minnjavoðum rakið. Á. Stúlka óskast í sælgætisverzlun í Bankastræti 12. D ö n s k svefnherbergishúsgögn til sölu. HÚSGAGNAVINNUSTOFAN Njálsgötu 65 Opið til kl. 9. íbúðir til sölu Við Stóragerði eru til sölu 3ja og 4ra herb. íbúðir í fjölbýlishúsi. Hverri íbúð fylgir auk þess ibúðarherbergi í kjallara auk sér geymslu og sameignar þar. 4ra herb. íbúðirnar eru seldar með fullgerðri miðstöð, öll sameign inni í húsinu murhúðuð, húsið fullfrágengið að utan, allar útidyrahurðir fylgja. 3ja herb. íbúðirnar tilbúnar undir tréverk. Hægt er að fá íbúðirnar lengra komnar. Bílskúrsréttindi. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. 4ra herbergja íbúðirnar eru í vesturenda og sérstaklega skemmtilegar. ÁRNI STEFÁNSSON, HDL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Skínandi litir____ .... hreint á augnabliki Allar húsmyður eru ánægðar með að hafa Fromica & borðunum á heimili sínu. Fromica er hlýlegt, hvort held- ur er í eldhúsinu, borðstofunni eða setustofunni. Litirnir eru skemmtilegir og gera bjartara og líflegra á heim- ilinu. Formica hreinsast á augnabliki, og þolir hita allt upp í 150° C. Það hvorki upplitast né tekur í sig lit. Flestir hafa reynt, að ekkert annað efni þolir meira slit. Formica býður upp á mikið litaúrval og fjölda mynztra. Fáanlegt gljáandi eða matt. Varanlegustu húsgögn heim- ilisins eru með Formica. Réttarhol tsskóla slitið GAGNFRÆÐASKÓLANUM við Réttarholtsveg var slitið 31. maí sl. I skólanum voru 328 nem- endur í vetur í 12 bekkjardeild- um. Kennarar voru 20. Hæstu einkunnir á unglinga- prófi hlutu Garðar Valdimarsson 8,76, Iðunn Óskarsdóttir 8,72 og Bima Þórisdóttir 8,60. Á vorprófi 1. bekkjar hlutu hæstar einkunn- ir. Jórunn Erla Eyfjörð, 9,61, Hrefna Einarsdóttir 9,58 og Val- dís Bjarnadóttir 9,12. Réttarholtsskóli hefur nú starf að í fjögur ár. Skólastjóri er Ragnar Georgsson. Laugardalsvöllur íslandsmótið (I. deild) í kvöld kl. 20,30 keppa Fram og K.R. Dórnari: Þorlákur Þórðarson Línuverðir: Daníel Benjamínsson og Bjarni Jensson MÓTÁNEFNDIN Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki bjóða yður önnur efni í stað FORMICA, þótt stæling- in líti sæmilega út. — Athugið að nafnið FORMICA er á hverri plötu. Umboðsmenn: Þorsfeinsson & Johnson h.f. Grjótagötu 7 — Sími 24250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.