Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 15. júní 1960 MORGUNBLAÐIÐ 13 . „ bd nashvrningarnir róti upp moldinni... London í júní. DÖMURNAR í París voru áreið- anlega ekki að hugsa um Paster- nak. Þær gengu eftir búlivard Haussjnan með sömu reisn og dúf urnar í Hyde Park, sufnar með hvítar, aðrar fjólubláar eða rauð- ar hárkollur og augnhár úr næstu búð. Ekkert virtist geta raskað ró þessa eilífa straums háhælaðra fórnardýra heims- menningarinnar nema þetta eina: ef karlmennirnir hættu að veita þeim athygli. Nei, þeir voru víst ekki marg- ir sem voru að hugsa um það að nú væri hann dáinn, sem um margra ára skeið hafði verið „dýr í búri“, svo við hin gætum haldið áfram að leggja net okk- ar í þá, ennþá að minnsta kosti, óvissu mannfélagshvítá sem nefnist frjálst þjóðfélag, en þyrftum ekki að standa ótíndum kommisörum skil á samvizku okkar. Svona hugsaði ég þegar ég heyrði lát Boris Pasternaks. Mér fannst einhvern veginn heimur- inn ætti að reiðast yfir dauða þessa manns, sem í senn var von hans og þjáning og lauk ævi sinni útlagi í föðurlandi sínu. Og af hverju? Jú, vegna þess að hann þorði að gráta yfir fegurð þess. En þessi tvö orð, Pasternak og reiði, eiga illa saman, þess vegna verðum við að gleyma augnhár- unum, þau eru ékki falskari en sumar af þessum hvítu dúfum nashyrninganna. Og nú er Pasternak dáinn og enginn þarf að senda skeyti hans vegna. Steinn sagðist einhverju sinni aðeins lifa í ljóði sínu. Mér finnst Pasternak hefði getað sagt það sama, ef einhver lifir í ljóði sínu þá er það hann. Þessi staðreynd, að skáld lifa í orðum sínum, gefur okkur von um sig- ur. Pasternak orti oft um dauð- ann og nýlega sagðist hann ekki eiga langt eftir. En hann trúði á upprisuna. Ég trúi því að ljóð hans verði upprisa þess lands, sem er horfið í þokuna. ☆ Þannig minnumst við hans í pólitísku öryggi, við óverðugir. En til hvers er að skrifa um Pasternak, þegar hans er varla getið heima í Rússlandi? Bæði Pravda og Isvestia hafa gleymt stóru orðunum. Nú er nóbels- frægðin gleymd og grafin og engin mannleg augu sjá skáld- skap lífsins. gegnum moldina. Það er ekkert að óttast lengur. Nei, þetta er ekki svona einfalt, orð hans halda áfram að vaxa inn í brjóst hvers þess manns, sem nennir að rækta sinn litla þersónulega akur og lætur sér fátt um finnast, þó nashyming- arnir róti upp moldinni annað slagið. Rússneskum kommúnist- um hefur skjátlazt. Tunglið kemur hvað sem þeir segja, það kemur. Islenzka þjóðsagan veit hvað það getur haft í för með sér. Og ljóðið kemur líka. Einhvern tíma höfum við öll stigið ofan á einn af þessum gulu fíflum sem gera Island byggilegt, kannski jafnvel af ásettu ráði. Sumir hafa þá brotn- að, aðrir ekki. Þeir stigu oft ofan á Pasternak á leið sinni út í hraunið. Hann brotnaði ekki. Þeir vissu hann var þeim hættulegur og voru á verði. Nú halda þeir hann sé dá- inn, einmitt nú þegar líf hans er að byrja að bera ávöxt í þessum undarlegu óræðu orðum um frelsið og sannleikann, þessum hljóðlátu gustmiklu orðum, sem eru beittari en byssustingur vegna þéss þeir eru farnir að anda léttar og halda þau séu dauð. Þeir kölluðu hann svín, það var óhætt þá, nú kalla þeir ekki lengur og halda það sé ör- uggast. Hvílíkir veraldarinnar aumingjar. Er þetta þá svona einfalt? Nei, auðvitað ekki. Líf manna er ekki einfalt, skáldskapurinn ekki heldur því þá missir hann saltið og án saltsins er hann ekki skáldskapur, heldur sjálfsagður hlutur. Sumir vilja gera líf manna að þessum sjálfsagða hlut. Þeir gleyma því að salt lífsins er skáldskapur. Pasternak vissi það, þess vegna var hann ótta- laus, þó hann væri einn. I leik- riti Ionescos, Nashyrningunum, Hann hrósaði Mai mikið og sagði allt nema: Er hún ekki sexy? Það eru ekki allir nashyrning- ar eins í henni veröld. Ó, þú skrínlagða heimska og skraut- klædda ^mán, sagði Steinn. En vel á minnzt, brezku blöð- in. Ég skrapp niður í Fleet Street fyrir skömmu. Þar eru mörg brezku stórblaðanna til húsa. Það er gaman að tala við blaða- mennina á knæpunum, þeir eru glaðir og reifir og leika á als oddi. Blaðamenn eru skemmti- legustu nashyrningar sem til eru, og brezkir blaðamenn alveg sérstaklega. Einn þeirra drakk 10 bjóra meðan við stóðum við. Um leið og hann slokaði síðasta bjórinn lýsti hann því yfir að hann hataði Þjóðverja. Hann er verkamannaflokksþingmaður og góðvinur Bevans. Þegar hann var búinn með 8 bjóra, hélt hann ég væri sænski boxarinn Johansson. Chukovsky rithöfundur talar við dánarbeð Boris Pasternak sem nú er verið að sýna á Strand Það var kannski þess vegna sem Dreytast allar persónurnar í nashyrninga með Sir Laurence Olivier í aðal- hlutverkinu, breytast allar per- sónurnar í nashyrninga nema ein. Þegar svo er komið verður þessi eina vera auðvitað ófreskj- an, nashyrningarnir mannkynið. Pasternak þorði að segja fyrir um þessa þróun, þess vegna var hann settur í búrið.- Almenna bókafélagið hefur veitt okkur tækifæri til að kynn- ast dr. Zivago í íslenzkri þýð- ingu. Það er okkur til sóma að hafa notað tækifærið, ég veit ekki betur en dr. Zivago sé með söluhæstu bókum heima á Is- landi. Ég ætla ekki að segja hún sé merkileg bók, það væri eins og ef Grindvíkingur segði við okkur Reykvíkinga: — Ojú, Esjan er nokkuð fallegt fjall. En ljóðin? Þau eru jafnvel í laus- legum þýðingum dýrðlegur skáld skapur, nei opinberun. Samt mundi nesjamennskan kalla sum þeirra atómljóð. Það verður gaman að fá úrval úr þessum ljóðum þýdd úr frum- málinu. Ragnar í Smára ætlar að gefa þau út, Geir Kristjáns- son þýðir. Hann á að velta stein- inum og Ragnar segir hann hafi beinin í það. Hann er Þingey- ingur. Annars hafði Sigurður A. Magnússon þýtt Ijóð dr. Zivagos í laust mál með svo góðum ár- angri að varla er hægt að tala um „laust mál“. Samt er Sigurð- ur hestasveinn úr Reykjavík. ☆ En til hvers að fárast út af þessu í blaði heima á íslandi? Flest brezku blaðanna hafa að minnsta kosti annað að gera, því nú ætlar Mai Britt að giftast hon- um Sammy Davis, „Mr. Wönder- ful“. Hann hefur meira að segja haldið blaðamannafund um mál- ið og kunngert heimi tíðindin. hann kastaði mér ekki út, þegar ég spurði hvað marga þingmenn Verkamannaflokkurinn hefði í Commons. Það er eins og að spyrja barnlausa konu um barna- börnin hennar. Þarna á knæpunni voru marg- ir þekktir blaðamenn og keppt- ust við að segja skelþunna brandara hver um annan. Ég spurði hvort þeir væru alltaf svona gáfaðir og þeir svöruðu játandi. Hvort þeir væru alltaf svona glaðir líka? Nei, þeir sögð- ust vera ákaflega alvarlegir við vinnuna og þegar þeir sætu ekki við ritvélina og semdu eitthvert snilldarverkið, bitu þeir neglur og hugsuðu, svona tækju þeir starfið alvarlega. Þeir eru bara eins og íslenzkir blaðamenn, hugsaði ég, en þeir bættu við að eitt væri þó gott: Þeir þyrftu aldrei að hafa áhyggjur út af launundtn sínum — peninga- kassi knæpunnar sæi fyrir þeim. Þá brosti barþjónninn. Ég yrði ekki hissa, þó hann ætti Jagúar. Meðal blaðamannanna var Llewelleyn Chanter, sem hefur komið 12 sinnum til íslands og skrifað ósköpin öll um land- helgismálið. Hann er hrifnari af íslenzka kvenfólkinu en þorskin- um. ☆ Blaðamennirnir töluðu mikið um Island. Einn þeirra gerði grín að þessum smáþjóðum öll um sem væru að heimta sjálf- stæði til að koma af stað alls konar deilum um víða veröld, nú væri röðin komin að Möltu. Yfir- leitt þótti þeim landhelgisdeilan heldur ómerkileg deila — og ætti okkur ekki að vera sama um þessi fiskimið, sagði sérfræð- ingur Daily Telegraph í land- búnaðarmálum, fullorðinn mað- ur með meinhæðið brezkt yfir- skegg, hér eru hvort eð er allir hættir að éta fisk. Annar spurði hvað margar milljónir manna byggju á Islandi, það var sér- fræðingur sama blaðs í iðnaðar- málum. Ég reyndi að hliðra mér hjá að svara, þetta er ein versta spurning í diskúsjón erlendis um heimsmálin. Hvað maður getur orðið lítill allt í einu! Og engin hjálp hvorki í Snorra né Njálu, þegar svona stendur á. Flestir voru blaðamennirnir á þeirri skoðun að Bretar færu ekki aftur inn fyrir tólf mílurn- ar. Tíminn leiðir það í ljós. Chanter sagði Dennis Welch hefði verið skorinn upp við hættulegu magameini núna ný- lega. Hann er mikið veikur, sagði hann. Annar sagði Mac- millan hefði meðal annars farið til Noregs að ræða um landhelg- ina við norsku stjómina. Þarna sjáið þið, sagði ég, þetta er alvörumál. Þingmaðurinn sagði sér kæmi fiskur ekkert við. Hann sagðist vera á hærra plani. Hann sagðist hugsa stórt um framtíðina. Þú ert Þjóðverjasleikja, sagði hann sv® við mig upp úr þurru. Ég var óviðbúinn þessum heiðri. Ég þakkaði fyrir mig. Verkamannaflokkurinn drakk í botn og slagaði út í myrkrið. Um næstu áramót ætlar Daily Telegraph að hefja útgáfu á nýju sunnudagsblaði og hefur keypt knæpuna undir skrifstof- ur, svo blaðamennirnir verða að fara eitthvað annað en á „Th» King and the Knife“. Líklega flytja þeir sig á næstu knæpu, „Ye Cheshire Cheese", sem á sér merkilega sögu, þó hún sé kannski ekki til fyrirmyndar að öllu leyti. Þar reka menn gjarna handlegginn í ölkrús náungans, svo hann verður að fara heim og skipta um föt. Svona hefur þetta víst alltaf verið, líka þegar dr. Johnson og Boswell sátu þar og drukku sig moldfulla. Dr. Johnson sagði um stólana á „Ye Cheshire Cheese" að þeir væra hásæti mannlegrar hamingju. Þetta hefði Elías Hólm getað sagt með bæjara í annarri hendi og brasil í hinni. Svona fólk færir okkur nær'sólinni. Það hlýtur að hafa verið stór- kostlegt að hlusta á dr. Johnson segja frá, þennan mesta samtal- ara, sem England hefur átt. Bos- well hefur varðveitt minningu hans með því að skrifa ævisögu hans í samtalsformi, merkilega bók sem nú er kölluð klassísk, en mér finnst heldur leiðinleg með köflum og langdregin. En England hefur líklega ekki verið stórskemmtilegt á þessum tíma. Þá var allt upp á siðmenning- una, því Elísabet I hafði flutt hana inn. Nú er þetta farið að lagast aftur. Dr. Johnson fyrirleit Skota. Ör lögin eru oft gamansöm, auðvit- að þurfti Boswell að vera Skoti. En það hafði engin áhrif á vin- áttu þeirra. Hún var ekki háð landamærum. Dr. Johnson sagði aðeins og kímdi um leið: Skotar sjá ekkert fallegra en þjóðveginn sem liggur til Englands. Þetta var áður en þjóðvegurinn til Sovét komst í tízku. M. Hókorl og brennívín í fundnrlok GJÖGRI, Ströndum, 25. maí: — Aðalfundur Kaupfélags Stranda- manna var haldinn sl. sunnudag í húsakynnum Kaupfélagsins. — Pétur Guðmundsson, Öfeigsfirði, setti fundinn og var jafnframt fundarstjóri. Bygging íshúss MikiU áhugi er hjá bændum í Árneshreppi fyrir því, að Kaup félagið gangist fyrir byggingu ís- húss, sem allra fyrst. Er það mik- ið gleðiefni, hve bændur hér í hreppnum líta björtum augum á framtíðina og hafa óbifanlega trú á framförum, þrátt fyrir að varla sé svo opnað Tímablað sl. mánuð, að þar standi ekki sú fuilyrðing, að ekkert sé hægt að framkvæma og núverandi ríkisstjórn vilji stöðva allar framkvæmdir í land- inu. — Fundurinn fól stjórn Kaupfélagsins einróma að hraða byggingu íshússins, svo það rísi sem fyrst af grunni, helzt í sum- ar. Sveinn Sigmundsson, kaupfé- lagsstjóri, er búinn að láta at- huga hvað íshúsið, sem á að vera 140 fermetrar, muni kosta upp- komið, og er áætlað kostnaðar- virð 1,3 milljónir kr. Kaupfélagsstjóraskipff Stjórn Kaupfélagsins og fund- armenn þökkuðu Sveini vel unn- in störf í þágu Kaupfélagsins og óskuðu honum og hans ágætu konu, Jóhönnu Magnúsdóttur, allra heilla í hinu nýja starfi, en þau flytja héðan 29. þ.m. til Skagastrandar og tekur Sveinn við kaupfélagsstjórastörfum þar. Guðmundur Gíslason, sem ver- ið hefur barnakennari ner und- ar.farin 5 ár tekur við starfi kaup félagsstjóra, og óskuðu fundar- menn Guðmundi velgengni f þessu nýja starfi, báru sumir ræðumanna fram þá ósk, að hann yrði eins góður að kenna félags- mönnum rétta samvinnustéfnu, og henn hefði verið góðúr að kenna börnunum námsbækurnar. Úr stjórn Kaupfélagsins átti að ganga Eyjólfur Valgeirsson, Krossnesi, en hann var endur- kjörinn. Hákarl og brennivin Þegar fundi var slitið bauð fráfarandi kaupfélagsstjóri og kona hans öllum fundarmönnum til kaffidrykkju, og var veitt af mikilli rausn og höfðingskap. Gátu menn gengið í búrið eftir vild og fengið hér hangikjöt, há- karl og brennivín, eins og hver vildi. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.