Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. júní 1960 MOKCriHBLAÐIÐ 15 Blaðadómar um sýningu Guð- mundar frá Miðdal í Finnlandi Högrgmynd: Tveir húnar — líkamsstærð — gerðir úr kvartz og líparít, verður sett upp í Karelíuskólanum í Helsinki. Helsingin Sanomat, 9. maí. — I (Eftir. gagnrýnanda blaðsins, Olli Valkonen). -----1 þeim tilfellum sem við I höfum haft til að kynna okkur íslenzka list, þá hefur hún ávallt orkað sterkt og sérkennilega með frískum formum. 1 fortíðinni er ekkert er hamlar eða dregur nið- ur, án hiks er krafturinn sóttur til hins upprunalega. Jafnvel þótt framandi hliðstæður megi finna. Að vísu má telja G. Ein- arsson til eldri kynslóðarinnar, en í list hans finnur maður kraft æskunnar, dugnað og stórbrotin form. í list vorri eigum við varla hliðstæður er jafnast á við hinar stóru vatnslitamyndir hans.Á því sviði erum við meira inn á við, túlkum tilfinningalífið á sama hátt og t. d. Anton Lindfors. (Samanber „Hraunbreiður“ no. 8) — Venjulega túlkar G. E. þannig í litríkum formum, ýmist fjalla- mótiv með ís og snjó, eða þá lita- dýrð sumars og hausts. Það sem málarinn sér í landslaginu verð- ur lifandi í höndum hans, hann túlkar náttúruna af lífi og sál á sérstæðan hátt. Litameðferð G. E. er karlmann leg og markviss, oftast eru lit- irnir mjög hreinir og hljóma sér- kennilega. Styrkurinn liggur ekki í gömlum fastmótuðum stíl- tegundum, heldur persónulegum, og sterkri pensilfærslu, sem er aðall listamannsins. í höggmyndum ber ekki eins mikið á „handstílnum". G. E. hefur vald á hinum stóru plast- isku formum, eins og sjá má á hinu mikla Síbelíus-höfði og Is- bjarnarhúnum, er hvortveggja eru steinmyndir. Suomen Sosialdemokratti 9. maí (ásamt mynd af „Sauðnaut- um við jökul“. Eftir Seppo Niinivara). — — Hinn íslenzki listamað- ur G. Einarsson sýnir í Galleri Pinx ,er sýningin að vissu leyti ólík sýningu er við sáum í Konst- hallen 1952, sýning þessi er per- sónulegri, enda þótt hún hafi í heild svipuð einkenni þá er fjöl- breytnin enn meiri. Aðalgihdi sýningarinnar eru hinar litríku vatnslitamyndir, má segja að í þeim birtist hinir beztu eiginleikar listamannsins. Finnskum sýningargestum op- inberast þarna íslenzkt landslag, eyðilegt, en sterkt í línum og formfast. Glóandi í litadýrð. Listamaðurinn hefir karlmann- l'ega og breiða pensilfærslu, slá- andi og myndríka. Lokatak- markið er hið raunhæfa form. G. E. sýnir ísland sannarlega sem „Sögueyju" — stórkostlegt landslag, villt og fornaldarlegt, með köntuðum formum. í blá- móðu glitra jökulár, bugðast milli klappanefja, öræfalandslag verður ljóslifandi, litríkt og gló- andi. Listamaðurinn nær ávallt því sem máli skiptir á greinileg- an hátt og ræður fullkomlega við vatnslitateknikina. í fáum olíumálverkum sýnir G. E. aðra hlið listar sinnar, not- ar þurra og myrka liti, bera þau ekki vott um jafnmikla starís- gleði og vatnslitamyndirnar.----- Uusi Suomi, 10. maí. (Mynd „Bláfjöll". — Eftir E. J. Jehmas). — — Mikilfangleg, gróður- vana fjallanáttúra, með jöklum og eldgígum er stöðugt í háveg- um hjá G. Einarssyni. Þau mik- ilfenglegu form málar hann í vatnslitum *g olíu, en olíumál- verkin eru meðal betri verka sýningarinnar. Við munum einn- ig olíumálverk hans á sýning- ! unhi í Konsthallen 1952. 1 vatnslitamyndum er G. E. bjartari í litum, mýkt í útfærsl- unni og ber vott um leikni, jafn- vel stundum um of. Kunnáttan er mikil. Aðalform landslagsms koma skýrt fram, eins og t. d. í myndinni „Bláfjöll“. Þar eru dregin fram heilleg og sterk ein- kenni — rauðbrúnir gígar í grænbrúnu landslagi. Oftast heldur listamaðurinn sig innan náttúrlegra forma, ; vatnslitamyndunum getur hann orðið frjálslegur í lit, málað djarft. Það sést í mynd nr. 8 og 14. Nær hann þar lengst í myndinni „Haustlitir". Af höggmyndum er það hin mikla Síbelíusmynd sem sérstak- lega vekur athygli finnskra sýn- ingargesta, hún er gerð úr jaspis, hörðum steini með mjúkra á- ferð.----- Hufudstadsbladet, 10. maí. — (Mynd „Sauðnaut í Grænlandi“). — Eeftir Erik Krúskoph. — -----Á sýningu G. Einarsson- ar er fjallanáttúran r^ðandi. í Galleri Pinx eru sýndar 30 vatns- litamyndir og nokkur olíumál- verk, höggmyndir og radering- ar. — Verk listamannsins bera vott um margbreytileik mótívanna, sem hann túlkar kröftuglega og af innsæi. Sýnir átthagabundna ást á þessu villta og eyðilega landi, fjöllum, ís, hafi og himni. Lítið ber á dýralífi og gróðri, sjást aðeins fáein sauðnaut. Þessi heimur á þó sína lita- dýrð, heljargreipar íssins, kulda- blik yfir vötnum, sumar og haust litir við sprengigíga allt frá morgni til kvölds, leika í skugg- um og ljósbrigðum. Allt þetta tjáir hann í vatnslitamyndum sínum, með mikilli litadýrð ,er virkar oft sem komposition, og hefir mikil áhrif á sýningar- gesti. Rólegri í litum ,en því kröft- ugri eru hin stóru olíumálverk, með meitluðum formum. Þau hafa einnig hin sömu einkenni, — lýsa því upprunalega. — Að- eins litastiginn er annar. — Olíumálverk frá Austur-Grænlandi, keypt af einkasafni dr. W. Leukola, Helsinki. 0 ,* 0*.0- 0 0 6 BORÐIÐ SALTAÐAR PEAPTS SALTAÐAR ^ PEANUTS B A M B I S. F. SAMANBURÐUR á efnainnihaldi nokkurra fæðutegunda: „Læknir einn í Bandaríkj- unum sem haldinn er dreyrasýki (blóðsjúkdóm ur), hefur undanfarin þrjú ár gert tilraunir á sjálfum sér með að borða handfyili af PEANUTS daglega og læknað þannig sjúkdóminn“. (Hollusta og Heilbrigði Vísir 8. þ.m.). NYTT Vatn Bætieíni magn huaeininga Appelsínur 86.1% 11.3% 38 Epli 84.6% 16.1% • 60 Rúsínur 14.6% 83.0% 343 Kartöflur 78.3% 20.7% 84 PEANTUTS 7.4% 90.4% 587 FÆST f NÆSTD BDD LOSTÆTI ÖMISSANDI Á HVEBT HEIMILI SÖLUUMBOÐ: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRD H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.