Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. júní 1960 — / ævintýraskógi Frafh. af bls. 8 Bruns. Nú þurfti að járna Njál og laga undir einum fæti á öðr- um hesti sem greip fram á sig. Hér vill það brenna við að járn- smiðirnir hafi skeifurnar bæði of langar og of útstæðar á hæl- ana. I öllum þessum atriðum var Páll Sigurðsson leiðbeinandi.Það er í rauninni gaman að sjá vand- virkan járnsmið naela undir hest, svo vel og skipulega er það gert. En það tekur sinn tíma og er nost ursamt. Allt gekk vel þar til að Njáli kom. Hann var ekki á þeim buxunum að láta járna sig. í>að var komin í hann svo gróin kergja, að fátt eitt er hægt að láta hann gera. Við börðumst við hann hjá smiðunum, bundum hann og reyrðum, og loks eftir langa mæðu stóð kar^ aljárnað- ut. Sömu sögu var að segja, ef átti að láta hann fara yfir j hindranir eða koma honum inn í flutningavagn, en þá kom okk- ur íslenzk aðferð vel, að grípa tveir höndum saman fyrir aftan læri hans og hálf bera hann inn í flutningavagninn. Hvort sem þessi kergja er eðlislæg eða til komin fyrir klaufaskap núver- andi eiganda, skal ósagt látið, en Njáll var engum til sóma á þessu móti. Erfiðar reiðbrautir. Snar þáttur í undirbúningnum var lagning reiðbrauta, bæði á skeiðvelli og uppi í misjöfnu hæðardragi. Á skeiðvellinum var fjöldi hindrana og þurfti að fara fram og aftur eftir vellinum í ótal krákustigum til þess að kom ast á brautina. Var þetta svipað og skeiðbrautin, er við sáum um síðustu helgi og stórhestarnir runnu. Aðeins voru hindranirnar nú lægri og færri. Uppi í hliðar draginu var riðið í krákustigum íbúð til leigu Glæsileg 4ra heíb. íbúð 'við miðbæinn til leigu nú þegar. — Tilboð merkt: „Góð umgengni — 3747“, sendist afgi’. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Get iánað 100—150 þúsund krónur til tíu ára gegn öruggu fasteignaveði. Tilboð merkt: „Fastalán — 3890“, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld. 4ra - S herb. íbúðarhœð ÓSKAST TILi KAUPS. íbúðin þarf að vera í góðu steinhúsi, sem mest sér. — Æskilegur staður væri Hlíðarnar,, Norðurmýrin eða Laugarneshverfi. — Góð útborgun í boði. — Upplýsingar gefur: Málflutningsstofa INGI INGIMUNDAKSON HDL., Vonarstræti 4, II. hæð — Sími 24753 ia herb. íbúð til sölu við Langholtsveg. - Nánari upplýsingar gefur. Allt sér. Málflutningsstofa INGI INGIMUNDARSON, hdl. Vonarstræti 4 H. hæð Sími 24753. íbúð óskost til leign Hef verið beðinn að útvega 2ja eða litla 3ja herb. íbúð til leigu. Má vera rishæð en ekki í kjallara. Fyrirframgreiðsla. JOHANNES LÁRUSSON hdl. Kirkjuhvoli. — Sími 13842. Fagnið nýstúdentum með rósum Gróðrarstöðin við Miklatorg Símar : 22-8-22 og 1-97-75. eftir ákveðinni braut. Þurfti að fara gegnum hlið, líkt og í svigi á skíðum, einnig þurfti að fara yfir allskonar hindranir ofan í djúpa bolla og snarbeygja fyrir tré og staura. Höskuldur lenti einn daginn í því að ríða með Falkner og fleirum eftir þessum frumlega reiðvegi, sem varla get ur fundizt bölvaðri. Þótti hon- um skítur til koma og mun hafa verið lítt sælli en við Páll, sem í þann mund vorum að berjast við Njál. Reiffbuxnaskortur. Gunnar Bjarnason og Búi Pet- ersen höfðu lengst af frí frá þess um störfum sakir reiðbuxna- skorts. Þeir höfðu ætlað að kaupa sér reiðbuxur þegar er þeir kæmu til Þýzkalands, en það ætlaði að ganga trdglega að fá þær, en endaði með því, að þær voru skraddarasaumaðar í 30 km fjarlægð frá Schlúchtern og Var það mikið verk áæinni nóttu. Svo fór þó, að daginn fyrir sjálfa sýninguna reyndust þeir félagar báð,ir hestfærir, hvað buxur snertir. Eltingaleikur. Einn daginn lentum við í því niður hjá skeiðvelli, að eltast við brúnan hest er Fálki nefn- ist. Er sá hestur hinn skemmti- legasti hindrana-stökkhestur, en pratinn nokkuð og dýrstyggur. Fyrir lítilshláttar handvömm slapp hann og hófst nú eltinga- leikur hinn mesti um vellina við skeiðvöllinn. Ég kom í þann mund er leikurinn byrjaði og ók fólksvagni Werkmeisters. Grund ir eru þarna sléttar en gras mik ið og rigning var á, eiginlega sú eina, er kom á meðan við dvöld- umst hér. Frú Ursula Bruns elti Fálka á bíl sínum og kom ég Litli og stóri. — Þeim stóra mættum við á heimleiðinni frá járnsmiðnum. Frú Múller situr litla, leirljósa hestinn. nú til liðs við hana á hinum bílnum. Var leikurinn bæði harð ur og skemmtilegur og hef ég ekki fyrr farið í kappakstur við hest. Að lokum varð Fálki að gefa sig fyrir miklúm liðsmun. Tamningamaffurinn Renner. Einn góðan kunningja eignuð- umst við, umfram þá er ég hef fyrr frá geint. Var það tamn- ingamaðurinn Renner. Hann var hreinn snillingur, sérstaklega að temja hesta fyrir vagn og til þess að láta þá gera ýmsar kúnst ir, er þeim er stjórnað með löng- um taumum. Hann var síkátur og fjörugur, fór í glímu við Gunnar og sýndi okkur japönsk glímutök. Létti hann mörgum lífið með kæti sinni, þar sem Tilboð óskast um raflögn o. þ. h. í barnaskóla við Breiða- gerði. Útboðslýsingar og uppdrátta má vitja í skrifstofu vora, Traðarkotssundi 6, gegn 200 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Keykjavíkurbæjar Tilboð óskast um raflögn o. þ. h. í gagnfræðaskóla við Réttarholtsveg." Útboðslýsingar og uppdrátta má vitja í skrifstofu vora, Traðarkotssundi 6, gegn 200 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar TILKYNNING um áburðarafgreiðslu í Gufunesi. Frá og með mánudeginum 20. júní n.k. verður áburðarafgreiðsla þannig: Alla virka daga kl. 8.00 f.h. til 5.00 e.h Laugardaga engin afgreiðsla. Ábin-ðarverksmiðjan h.f. 5 herb. hæð er til sölu við Bollagötu. — Bílskúr fylgir. Nánari upplýsingar gefur: MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOFA Vagns E. Jónssonar. Austurstræti 9. Sími 14400. segja má að á margan Iegðist nokkur skapþungi í erfiðleikum undirbúningsins. En það er að sjálfsögðu engin furða, þar sem þetta er í fyrsta skipti, sem slíkt mót er haldið, þegar svo við bættist drúsaveikin. Heimsókn hjá borgarstjóra. Daginn fyrir mótið var okkur íslendingunum hátáðlega boðið til borgarstjórans í Schlúehtern. Gunnar og Búi óku í vagni, sem Renner ók, en Höskuldur, Páll og ég riðum þremur gæðingum á eftir vagninum. — Þannig var haldið hverja göt- una eftir aðra í miklum kráku- stigum, numið staðar við ráð- húsið og þar stigið út, gengið fyrir borgarstjóra og skálað fyr- ir fsland og Schlúohtem, skrif- að í hina gullnu bók borgar- innar og síðan haldið í nýja hringferð. Öll fór þessi „prósess- ía“ fram virðulega og skemmti- lega, enda veður hið fegursta. Hjá borgarstjóra vorum við leystir út með minjagripum og svo voru einnig samskiptin við marga kunningja okkar. Við höfðum við þá minjagripaskipti. Voru tínd til belti og húfur, eða annað smálegt, sem hægt vax að losa sig“ við. Á morgun hefst svo mótið sjálft og verður gaman að sjá hvað fyrir augu ber næstu þrjá daga. Sohluchtern, 3. júní. vig. Gagnfræðaskóli Akraness AKRANESI, 9. júní. — Gagn- fræðaskóla Akraness var sagt upp í kirkjunni fimmtudaginn 2. þ.m. kl. 6. Uppsögnin hófst með samsöng, en því næst flutti sókn- arpresturinn hugvekju og bæn. Skólastjórinn Ólafur Haukur Árnason hélt mjög snjalla ræðu, en inntak hennar var skyldan. Beindi hann orðum sínum sér- staklega til gagnfræðinganna, er nú útskrifuðust, en þeir voru alls 34. — Nemendur í- skólanum í vetur voru alls 245, og skiptust þeir í 10 deildir. Fastakennarar voru 10, auk skólastjóra. Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi hlaut Grétar Vésteinsson, 8,58, en hæstu einkunn yfir skól- ann hlaut Ingveldur Sverrisdóttir í 1. bekk A, 9,13. Margir nem- endur hlutu verðlaun fyrir náms- afrek. í landprófsdeild voru 20 nem- endur og af þeim stóðust 13 próf- ið, þar af fengu 7 framhalds- einkunn. Hæstur var Friðrik Þor- leifsson með 7. Við þetta tækifæri gáfu 10 ara gagnfræðingar skólanum Orðabók Sigfúsar Blöndals og ritverk Davíðs Stefánssonai, skálds í Fagraskógi, sem þakk- lætisvott. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.