Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 20
23 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. júní 1960 .Skipbrotó menn 32 EFIIB W. W. JACOBS —Og skemmta þessum sjóræn lngja, bætti læknirinn við, lág- um róm. — Farðu burtu með Tal wyn og Peplow meðan ég tala um fyrir honum. Ég held ég skilji sáiina í honum sæmilega. —‘Er nokkur á móti því, að þessir herr ar fari upp á þilfar? spurði hann Tarn. — Nei, ekkert, svaraði báts- maðurinn vingjarnlega. — Ekki ef þeir haga sér vel, bætti hann við, urrandi, er Knight leit á hann. Síðan stóð hann kyrr og sneri upp á yfirskeggið og rang- hvolfdi í sér augunum, er Pope gekk hátíðlega út ásamt vinum sinum. En þá breyttist svipurinn og nú leit hann vandræðalega á Knight. — Hvað er með kallinn? spurði hann í örvæntingu sinni. — Skipstjórann? sagði Knight léttilega. — Hann er vel bund- inn, er ekki svo? — Víst er hann það, og Brown stendur yfir honum með kjötöx- ina reidda. En hvað eigum við að gera næst? Knight hristi höfuðið. — Þú ert yfirmaðurinn, sagði hann dræmt. — Ég veit, að >ú hefur allar þínar fyrirskipanir frá hr. Pope og skipstjóranum, eða er það ekki? — Jú, 1 það stóra og heila, svaraði Tarn, — en þér heyrðuð, hvað hr. Pope sagði um tugthúsið áðan. — í>að var nú bara uppgerð til þess að láta mannalega. — Og mér líkar ekki augna- ráðið, sem skipstjórinn sendir mér, sagði Tarn, hálf hræddur. — Það eru líka látalæti, sagði Knight. — Hvað ætli þú svo sem þurfir að kvarta. Hann sagði þér að vera foringi fyrir þessari málamynda-uppreisn, eða var ekki svo? Tam kinkaði kolli. — Og hann skipaði yfirmönnunum að sýna engan mótþróa, sagði hann, eins og sjálfum sér til huggunar. Og svo sagði hr. Pope mér fyrir verkum og svo kom Biggs til mín og fyrirskipaði mér sumt, sem ' — Sirrl, við skulum koma til Bjarna. Ég hefi góðar íréttir að íæra honum. Seinna. hann sagði, að Pope og skipstjór inn vildu ekki skipa mér sjálfir. Ég verð að segja, að ég botna ekki upp né niður í þessu öllu. — Já, en nú ert þú aðalmað- urinn hér á skipinu, sagði Knight. — Ég vildi heldur vera kola- mokari, svaraði bátsmaðurinn. — En fyrst og fremst vil ég fá að vita, hvað ég á að gera næst? — Fyrsti stýrimaður er læstur inni í káetunni sinni og liggur þar upp í loft reykjandi, Tollhurst höfuðsmaður er lokaður inni í sinni káetu og æpir nú á stígvél in sín og byssumar sínar, sem við tókum frá honum og skip- stjórinn er eins og hann gæti fengið slag á hverri stundu. — Ég myndi halda áfram í þín um sporum, sagði Knight hugs- andi. — Fara með okkur j svo- litla hringferð hérna um næstu slóðir og koma svo til eyjarinn- ar aftur á morgun og hirða þar Carstairs og konurnar. — Og mundu eftir því, hvernig sem veltist, að taka alls ekkert mark á því, sem Pope segir; hann verð ur sem sé að halda skrípaleikn- um áfrám, hvort honum líkar betur eða verr. Hann veit ekki annað en allt sé alvara. Við skul um nú fara upp og vita, hvort við sjáum nokkuð til bátsins. Hann kom upp á þilfarið á eft ir bátsmanninum, rétt í því að báturinn lagðist að skipinu. Hr. Minns, annar stýrimaður, með skrítið glott á góðmannlegu and- litinu horfði athugull á skipstjór ann og feimnislegan háseta sem stóð vörð yfir honum með kjöt- öxina í hendinni. ' — Gamli maðurinn leikur vel, sagði Knight lágt. Minns leit snöggvast á skip- stjórann og kinkaði kolli. — Hvað eruð þið margir í þessu? spurði hann. — Og hvað kemur næst? Ætlið þið að renna skipinu á land eða brenna það? Jú, það er ekki nema sjálfsagt framhald af því, sem komið er. Þið skuluð ekki hugsa um mig. Knight hristi höfuðið. — Ég veit ekki almennilega. Skipstjór — Gleðileg jól öll saman! — Bjarni, hlustaðu á þetta! „.. og ég verð kominn eftir tvo daga ásamt mörgum ílþrótta- inn hefur auðvitað sínar fyrir- skipanir. En honum virðist ekki líða neitt vel, og líklega betra, að við látum hann afskiptalaus- an. Ef hann væri leystur úr haldi, yrði hann að gera eitthvað til málamynda, til þess að ná völdum aftur á skipinu. — Ég ætla mér ekki að fara að leysa hann, ef þér eigið við það, sagði Minns, fljótt. — Hann sagði mér að hafast ekkert að, og ég hlýði skipunum yfirmanns míns. En ef einhver hefði sagt mér, að gamli maðurinn léti fara svona með sig, hefði ég sagt hann ljúga. Hvaða ánægju hefur hann af þessu? Það er það, sem ég vil fyrst og fremst fá að vita. Hann gekk síðan aftur upp í brúna, en dokaði á leiðinni, rétt til þess að taka við skipunum frá bátsmanninum, en andlitið á hon um var skoplegt sambland af reiði og kurteisi. Læknirinn kom á þilfar er skipið lagði af stað, og gekk nú ásamt Knight, fram hjá skipstjóranum og leit um leið á hann í niðurlægingu hans. — Það verður að leysa Vobst- er, sagði hann, jafnskjótt sem þeir voru komnir nógu langt frá honum. — Þetta getur alls ekki gengið fyrir mann á hans aldri og með hans skapferli; það springur eitthvað í honum ef þessu heldur áfram. Segðu Tarn að reka þennan bjána með kjöt- öxina burt, og lofðu mér að vera einum hérna á þilfarinu. Læknirinn gekk niður í káet- una sína og þaðan inn í reyksal- inn og blandaði sér sterkt viskí og sódavatn. ísinn í glasinu glamraði skemmtilega, er hann kom út á þilfarið og læddist að bundnum skipstjóranum og sett- ist niður við hliðina á honum. — Hollast að fara sér hægt, sagði hann. — Viljið þér lofa mér að gera engan hávaða, ef ég leysi frá munninum á yður? Skipstjórinn starblíndi á viskí- glasið og kinkaði kolli með ákafa, en Maloney leit varlega kring um sig, tók síðan keflið út úr munni skipstjórans og bar Xoks glasið að vörum hans. Smátt fréttariturum frá fjölda blaða .. hafið Bangsa tilbúinn .. Barney Lawton“ og smátt kerrtist höfuð gamla mannsins aftur á bak og brátt var ekki dropi eftir í glasinu af hinum dýrmæta vökva. — Gott? spurði Maloney, og setti glasið frá sér á þilfarið. — Ágætt! Skerðu nú þessa spotta sundur. Fljótt nú! Skerðu .... sk.... — Hjálpi mér allir heilagir, sagði Maloney glottandi, er Knight kom að þeim. — Svei mér ef hann er ekki sofnaður. Hann tók síðan upp hníf og skar á böndin, og þar sem skip- stjórinn var auðvitað máttlaus, rétti hann úr fótum hans og lagði höfuð hans á þilfarið. Síðan gaf hann merki til Tams, sem hafði horft álengdar á það, sem fram fór, hræddur og skjálfandi. — Náðu 1 tvo-þrjá menn og láttu bera hann í bólið sitt, sagði hann, er bátsmaðurinn kom. — Hann er þreyttur. — Já, herra, svaraði Tarn hik andi. — En af hann nú vaknar meðan þeir eru að bera hann í bælið? — Já, ef hann nú gerir það, átu hinir mennirnir eftir. — Efast þú um að ég kunni mitt handverk, þinn uppgerðar- sjóræningi, spurði læknirinn höstugur. — Farið þið með hann niður og flýtið ykkur! Síðan veitti hann mönnunum siðferðilegan styrk með því að fylgja þeim niður og skammaði þá kröftuglega, er þeim varð það á að reka höfuð skipstjórans í rúmstokkinn. En bátsmanninum þótti ráðlegra að líta björtum augum á allt saman. — Hann sefur eins og steinn, sagði hann og horfði aðdáunar- augum á lækninn. — Ekki skyldi Tollhurst höfuðsmaður vera þyrstur líka? Læknirinn, sem var að færa skipstjórann úr fötum, áður en hann væri lagður í rúniið, leit upp en svo var augnaráð hans kröftugt, að Tarn hörfaði .út úr káetunni og tautaði einhver af- sökunarorð á stangli um leið og hann forðaði sér út. Þegar Maloney kom upp á þil- far aftur, var eyjan um það bil að hverfa sjónum, svo að ekki sást annað en nokkrir pálma- toppar, og að skammri stund lið- inni voru þeir einnig horfnir. •— Ég vöna bara að Minns tak- ist að finna eyna aftur, sagði hann við Knight. — Hann verður að gera það, svaraði Knight. Maloney greip arm Knights og dró hann með sér eftir auðu þil- farinu og þannig gengu þeir fram og aftur um stund. rÞiðji — Markús, ég veit ekki hvað ég á að segja! Þetta er stórkost- legt! stýrimaður, sem var i vondu skapi, horfði á þá, er hann gekk upp í brúna. — Og hvað telurðu þig vinna við þetta allt saman? spurði lækn irinn loksins. Knight yppti öxlum. — Þær vildu fá uppreisn og ég varð við bón þeirra. Ennfremur hef ég jafnað dálítið reikningana við frú Penrose. Hún kom þessu af stað til þess að sneypa Tollhurst, og hefur haft það upp úr því að liggja á sínu eigin sniðuga bragði. Ég öfunda hana ekki þeg ar hún kemur um borð aftur og verður svo að sigla alla leiðina heim með TolLhurst og öllum hinum. Hún sér áreiðanlega háðs glott á hvers manns andliti, og ég hef góða von um, að hún verði of niðurdregin til þess að skipta sér allt of mikið af mér. — Það er svei mér nokkuð til í því, sagði læknirinn og horfði á Knight. — Og sagan fylgir henni heim, hélt Knight áfram, —- og von- andi aukin og endurbætt. Hún verður sögð hafa reynt að nema Carstairs á brott. — Ég hefði átt að koma í veg fyrir þetta, ságði Maloney og hristi höfuðið. — Já, svona verður það, nema því aðeins einhver góður engill taki í taumana, hélt Knight áfram. giíltvarpiö 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morguhleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Búnaðarþáttur: Dr. Halldór Páls son ráðunautur taiar um ull og rúningu. 13.10 Tónleikar: „Sumardans". 15.00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnii. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. —* 19.40 Tilkynning ar. 20.30 Um kraftaskáld, — fyrra erindi (Bo Almquist lektor). 20.55 „Gaudemaus igitur", stúdenta- söngvar (Erich Kunz, kammer- kórinn og ríkisópereuhljómsveit in í Vínarborg flytja; Franz Litschauer. stjórnar). 21.20 Afrek og ævintýri: „Maðurinn, sem gleymdist", síðari hluti frá sagnar James Normans Halls (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöf undur). 21.45 Einleikur á píanó: Rögnvaldur Sigurjónsson leikur lög eftir Chopin ög Liszt. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dagskipun framkvæmd: Skyndi mynd úr skólanum (Böðvar Guðlaugsson). 22.30 „Um sumarkvöld": Haukur Morthens, Billie Holiday, Poul Reichardt, Juliette Greco, Harry Belafonte, Lys Assia, Tom Lehrer, Nilla Pizzi og Deltha Rythm Boys skemmta. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 16. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kórsöngur: Don-kósakka-kórinn syngur; Sergej Jaroff stjórnar. 20.45 Þættir um sjómennsku á Stokks- eyri; I: Sjósókn á ýmsum tímum (Guðni Jónsson prófessor). 21.15 Einsöngur: Einar Sturluson syng ur; Fritz Weishappel leikur und- ir á píanó. a) „Sólkveðja" eftir Askel Snorra son. b) „Andvaka" eftir Björgvin Guð mundsson. c) „Litli vikingurinn" eftir Atla Heimi Sveinsson. d) Tvö lög eftir Bach: „Die giildne Sonne" og „Liebster Herr Jesu, wo bleibst du so lange?" 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas" eftir Nikos Kazantzakis í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar; XXV. lestur (Erlingur Gíslason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: ,Alex krukka' eftir Leo Tolstoj (Freysteinn Þor bergsson þýðir og les.) 22.25 Sinfónískir tónleikar: Bandarísk tónlist leikin af Eastman- Roch- ester sinfóníuhljómsveitinni und stjóm Howards Hansons. a) Fjögur sönglög eftir Richard Lane (Patricia Berlín og East- man-tónlistarskólakórinn syngja með hljómsveitinni). b) Sinfónfa nr. 4 eftir Samuel Barber. 23.05 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Ég var að laga til á skrifborðinu þínu.... 2) .... og þar fann ég miða, sem ég vildi gjarnan fá frekari skýringu 3) ....því þar stendur: Mundu að fela snjóskófluna! a.... a r í il ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.